Magni - 11.02.1965, Blaðsíða 5

Magni - 11.02.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. febrúar 1965 M A G N 1 5 - Lóðaleiguhœkkunin... Framhald af 1. síðu. Hvar er smuga til hækkunar í slíkum samningi sem þessum? Er samningurinn ekki nægi- lega skýr og ákveðinn? Hann gerir ráð fyrir einni verðlags- breytingu: Að leigan megi nema innlánsvöxtum Lands- bankans af fasteignamatsverði landsins að liðnum 25 árum frá útgáfudegi. Þetta getur ekki augljósara verið. Leigutakar með slíka samninga þurfa ekk- ert að óttast og það er ólíklegt að nokkur bæjarstjórn sé svo grunnfær að ætla sér að inn- heimta hærri leigu með mál- sókn. 2. Hinir yngri samningar — sem svo eru nefndir — eru teknir í notkun upp úr 1950 og hafa verið notaðir síðan óbreytt ir. Samningur um lóðina nr. 7 við Brekkubraut er birtur hér sem dæmi: Bœjarstjórinn á Akranesi gjörir kunnugt: Að ég hér með, í umboði bœjar- stjórnarinnar ó Akranesi, leigi Ríkarði Jónssyni Sandabraut 6, lóð þá í Garða- landi, sem honum hefir verið mœld út til að reisa á íbúðarhúsið nr. 7 við Brekkubraut, frá fardögum 1953, með rétti til að selja on veðsetja afnotarétt sinn á lóðinni ásamt húsum á bann hátt, sem ekki kemur í bága við bréf þetta, eða kvaðir þœr er á Garðalandi hvíla. Lóðin er leigð til 50 - fimmtíu - ára. 1. Lóðin er 20 m með Brekkubraut og 26,25 m djúp eða 525 - fimm hundr- uð tuttugu og fimm fermetrar að flatarmáli. 2. I afgjald af lóðinni skal hann greiða bœjarsjóði Akraness 1. október ár hvert, kr. 0,10 fyrir hvern fermeter, eða kr. 52,50, fimmtíu og tvœr 50/100 á ári, og skal gjald þetta greitt í peningum. — Afgjaldið er tryggt með forgangsveðrétti í lóðinni í tvö ár frá gjalddaga. Eftir 25 ár, eða árið 1978 er bœjar- stjórn heimilt að hœkka leiguna svo að hún nemi innlánsvöxtum Lands- bankans af fasteignamatsverði lands- ins. 3. Afgjaldið er miðað við vísitölu árið 1939. Bœjarstjórninni er heimilt að innheimta afgjaldið með allt að 400% álagi, eða eins og það kann að verða ákveðið á hverjum tíma. 4. Bœjarstjórnin áskilur sér rétt til að breyta leigumálum þessum, enda komi til samþvkki stjórnarráðsins í því efni. Til staðfestu er nafn mitt. Akranesi, 11. júlí 1953. Sveinn Finnsson bœjarstjóri (stimpill) Ég hefi tekið við leigusamningi sam- hljóða þessum, og skuldbind mig til þess að halda framangreinda skilmála. Akranesi, 13/7 1953. Ríkarður Jónsson. Vitundarvottar: Guðmundur Jónsson. Finnur Árnason. Hálmstrá meirihlutans var 4. greinin. Hún er að engu orð- in, þar sem ráðuneytið hefur synjað um staðfestingu, með þvi að samþykktin er ekki byggð á lögum. Samkvæmt þessum samn- ingi eru tveir möguleikar til hækkunar á lóðaleigu: 1. Eftir 25 ár — með sama hætti og í fyrri samningnum — að þá megi lóðaleigan nema innlánsvöxtum Landsbankans af fasteignamatsverði landsins. 2. Bæjarstjórininni er heim- ilt að innheimta afgjaldið með 400% álagi. Með þessum samn ingi var grunngjaldið ákveðið 10 aurar á ferm. Lóðaleigan hefur, frá því samningarnir tóku gildi, verið innheimt með 200% álagi, eða 30 aurar á ferm. Samkvæmt samningunum var heimilt að fara upp í 50 aura á ferm. Þetta lét meirihlutinn sér ekki nægja heldur fór upp í 1,00 kr. svo sem kunnugt er fyrir íbúð- arlóðir. Er það helmingi hærri leiga en i Kópavogi og mun hærri en í Beykjavík. Sé ein- hver rekstur á lóðinni var leig- an hækkuð í 3,00-4,00 kr. Með þvi móti var var leigan í ýms- um tilfellum 20 földuð. Þannig er mönnum refsað með því að veita atvinnu og þjónustu í bænum. Með lögum skal land byggja. Eftir að ráðuneytið synjaði um staðfestingu á hækkun lóðaleigunnar hefði hver ein- asta bæjarstjórn, sem virðir lög og reglugerðir, tekið sam- þykkt sína aftur, þegar full ljóst var, að hún var ekki byggð á löglegum forsendum. Meiri- hlutinn á Akranesi gerði það ekki. Hann vildi ógjarnan brjóta odd af oflæti sínu. Hann hefur áður gert samþykktir gegn lögum og reglum, sem kostað hafa bæjarsjóð stórfé. Hann virðist ætla að halda þeim ljóta leik áfram og er þá hvorki hugsað um fjárhag bæj- arins né virðingu. Kjörorðið er einatt hið sama: Látum bæinn borga. Við getum þó alltaf hækkað útsvörin og fasteigna- gjöldin. D. Á. Skagapósiur Framhald af 6. síðu Annóll 1964. Á Akranesi hafa fæðzt 109 lifandi börn. 51 stúlka og 58 drengir. 1 fyrra 106. Sóknarpresturinn hefur skýrt 117 böm. 57 stúlkur og 60 drengi. Hann fermdi 97 börn. 53 stúlkur og 44 drengi. Gaf saman 20 brúðh)ón. Flutti 60 messur í prestakallinu. Dónardœgur. A KONUR: 1. Hólmfriður G. Jónsd., húsfrú, Fjólugr. 6. 9/3. F. 11/1 ’85. 2. Guðlaug Ólafsdóttir, Skagabr. 36 7/5. F. 23/3 ’07. 3. Kristjana J. Guðjónsdóttir, húsfrú Skagabr. 42, 15/5. F. 30/10 ’88. 4. Ingveldur Kristjánsdóttir, húsfrú Skólab. 10, 16/5. F. 22/8 ’75. 5. Valdis Böðvarsdóttir, f. simstj., Bakkat. 10, 21/5. F. 27/9 ’86. 6. Guðriður Jónsdóttir, húsfr. Kirk. 23, 21/5. F. 5/4 1864. 7. Hjálmfriður Árnadóttir, húsfrú, Vitateig 4, 11/6. F. 4/5 ’72. 8. puðmunda Sigurðardóttir, húsfr., Vesturg. 46, 27/6. F. 22/6 ’99. 9. Margrét Erlendsdóttir, húsfrú. Skagabr. 38, 27/8. F. 22/12 ’23. 10. Halldóra Helgadóttir, húsfrú, Bakkat. 24. 30/10. F. 6/9 ’76. 11. Steinunn Ölafsdóttir, húsfrú, Kirkjubr. 30, 14/12. F. 4/9 ’74. 12. Þorbjörg Erlendsdóttir, húsfrú, Vesturg. 121, 25/12. F. 1/11 ’94. 13. Margrét Finnsdóttir, húsfrú, Skólahr. 27, 31/12. F. 3/11 ’81. B KARLAR: 1. Björn Bergmann Jónssyn bryti, Mánabr.6, 12/1. F. 12/3 ’06. 2. Oddur Guðmundsson, vjélstj., Presthúsabr. 29, 7/3. F. 9/1 ’Ol. 3. Ragnar Blómqvist Jónsson, barn, Bjarkarg. 3, 19/4. F. 29/6 ’63. 4. Vilhjálmur Jónsson, f. bóndi, Þinghól, 8/5. F. 13/9 ’67. 5. Daniel Vigfússon, trésmíðam., Skagabr. 48. 11/5. F. 16/11 ’03. 6. Ólafur E. Sigurðsson, útgerðarm. Krókat. 9, 13/6. F. 12/1 ’26. 7. Óskar R. Halldórsson, verkam. Suðurg. 118, 17/6. F. 9/10 ’40. 8. Jóhannes Bachmann Jónss., vkm, Vesturg. 63, 22/7. F. 23/12 ’Ol. 9. Klemens Jónsson, f. bóndi, Fjólu- gr. 6, 26/7. F. 26/6 ’74. 10. Sveinn Guðmundsson, rafvm., Suðurg. 45, 29/7. F. 13/2 ’97. 11. Valdimar Kristmundsson, skipstj. Skólabr. 8, 17/8. F. 7/5 ’88. 12. Gústaf Karlsson, múrarameistari, Höfðabr. 3, 29/8. F. 18/9 ’17. 13. Jóhann B. Guðnason, f. bygginga fulltr. Suð. 100, 29/8. F. 12/5 ’94. 14. Jóhann Gestsson, verkam., Króka túni 1, 25/9. F. 25/5 ’83. 15. Árni Andrésson, verkam., Vestur götu 117, 28/9. F. 29/9 ’95. 16. Guðmundur Jónsson, verkam., Skagabr. 34, 2/10. F. 1/12 '01. 17. Guðjón Jónsson, f. bóndi Skóla- braut 29, 16/10. F. 18/7 ’90. 18. Ásgeir Sigurðsson, vélsm., Mána- br. 22, i nóv. F. 25/6 ’04. 19. Ágúst S. Ásbjörnsson, sjóm., Mel- teig 6, 27/11. F. 2/8 ’83. Þessi dánartala er óvenjuhá. Til samanburðar skal þess getið, að árið 1963 létust 17 á Akranesi. 985 gestir í ByggSasafninu í GörSum. Byggðasafnið i Görðum er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 4- 6 á timabilinu 20. mai til 25. okt. og aðra daga eftir samkomulagi. Á s.l. ári skrifuðu 985 nöfn sin í gestabók safnsins. 1 þeim hópi voru margir útlendingar frá hinum fjarlægustu löndum. Aðgangur var ekki seldur að safninu heldur var komið fyrir gjafa- bauk fyrir þá, sem vilja styrkja Hús til sölu Einbýlishús við Vesturgötu, 5 herb. og eldh., bílskúr inn- byggður. — Tveggja hæða hús á Heiðarbraut, efri hæð nýbyggð. — Tveggja íbúða hús á Brekkubraut. Lögfræðiskrifstofa Stefáns Sigurðssonar Vesturgötu 23, Akranesi. Sími 1622. safnið með fjárframlögum. Gaf það góða raun og kom inn meira fé en sem svaraði aðgangseyri hin síðustu árin. Sokkagerðin Adam. Stofnað hefur verið á Akranesi nýtt fyrirtæki, sem hlotið hefur nafn ið Sokkagerðin Adam. Eigandi þess er Friðrik Adólfsson útvarpsvirki. Mun það ætla sér að framleiða karl- mannasokka. Þar með eru komin Adam og Eva á Akranesi, sem verð- ur þeirra Paradís. Bílasala Akraness. Bergur Arnhjömsson hefur stofn- að nýtt fyrirtæki á Akranesi, sem heitir Bílasala Akraness. Tilgangur fyrirtækisins er að annast umboðssölu á bifreiðum likt og bifreiðasölur í Reykjavik gera. Eyleifur Hafsteinsson hinn 17 ára knattspyrnukappi á Akranesi, er nýlega farinn til Skot- lands og tekur upp æfingar hjá hinu þekkta knattspyrnuliði Glasgow Rangers. Hann ráðgerir að verða þar a.m.k. til aprílloka. Þetta er sama knattpyrnufélagið og Albert Guðmundsson hóf knattspymuferil sinn hjá, og hefur hann haft milli- göngu um þessa ferð Eyleifs. Akranes og ísafjörður keppa. 1 þætti útvarpsins — kaupstaðirnir keppa —• völdust Akranes og Isa- fjörður saman. Upptakan fór fram í Bíóhöllinni 12. janúar, en var út- varpað 17. janúar. Isafjörður vann með 125 stigum. Akranes hlaut 120 stig. Fulltrúar Akraness í keppninni voru: Ólafur Haukur Ámason skóla- stjóri, Magnús Guðmundsson fulltrúi og Þórhallur Sæmundsson bæjarfó- geti. Af hálfu Isfirðinga mættu til leiks: Högni Torfason ritstjóri, Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti og Ragnar H. Ragnars söngkennari. EVA — TAUSCHER HUDSON — 3 TANNEN Þessir viðurkenndu sokkar fást í Vcrzlunin Cind SKAGAVERI. Tilkynning frá Skattstofu Vesturlands- umdœmis, Akranesi. Hinn 28. febrúar rennur út frestur þeirra til að skila skattframtölum, sem atvinnu stunda. Sama frest hafa börn og hjú bænda. Ef sérstaklega stendur á veitir skattstjóri eða umboðsmaður hans frekari framtalsfrest. SKATTSTJÖRI. Borgfirðingar! Veitum yður alhliða TRY GGINGAÞ J ÓNU STU. Leitið upplýsinga hjá umboðs- manni okkar í Borgarnesi, PÉTRI GEIRSSYNI, eða hjá aðalskrifstofunni í Reykjavík. Tryggingafélagiö HEIMIR hf. Lindargötu 9. — Sími 21260.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.