Magni - 11.02.1965, Page 6

Magni - 11.02.1965, Page 6
6 M AGN I Fimmtudagur 11. febrúar 1965 ÚR $/VlSU/Vt ÁTTU/Vl Með vinstri stjórnina á heilanum. Ýmsir Sjálfstæðismenn hafa vinstri stjómina á heilanum og geta aldrei tekið til máls án þess að niða hana um leið og þeir verja eigin stjórn. Þetta er minnimáttarkennd gagnvart stjórn, sem þeir vita að er sú bezta, sem verið hefur við völd á Islandi hin siðari ár, enda hafa lífskjör hinna vinn- andi stétta til lands og sjávar aldrei verið betri en þá. Síðan hafa aflabrögðin aukizt stórlega, verðlag hækkað en lífskjörin orðið lalkari. Það er sök rangrar stjórnarstefnu. * ★ * Ljótt er að heyra. Jóni Árnasyni er þetta sérlega tamt. Ekki er þó vitað að útgerð hans eða verzlun hafi gengið neitt ver á ámnum 1956-1958 en undir viðreisn. Fram- tak segir 14. janúar, að þegar vinstri stjómin fór frá yöldum hafi þurft að flytja inn landbúnaðarvörur í stórum stil og þykir illa farið með dýrmætan gjaldeyri. Ljótt er að heyra, ef satt væri. En hér þyrfti Framtak að lesa upp og læra betur. * * * Barátta Sjálfstæðismanna við E-117. Þeir ráku bæjarstjóra úr starfi 1960 m.a. fyrir kaup á nefndri bifreið. Þeir hafa 4 ár í röð samþykkt hagnað af henni í reikningum bæjarins með bros á vör alls að upphæð kr. 635 þús. Þegar kaupverðið er dregið frá verða eftir kr. 335 þús., sem hreinn hagnaður fyrir bæjarsjóð. Þegar þeir eru minntir á tilkomu bifreiðarinnar verða þeir ákaflega skömmustulegir og brosið hverfur. Þá jarmar móri innan í þeim, eins og i þjóðsögunni forðum, en hvert skal hlaupa svo liljóðið heyrist ekki? * ★ * Ný uppgötvun. Eftir að hafa kvalizt undir þessum áfellisdómi langa hrið hafa þeir nýlega gert stórkostlega uppgötvun. Að rangur taxti hafi verið á bifreið- inni öll þessi ár. Málið sé því miklu einfaldara, en þeir áttu von á. Nú séu hæg heimatökin. Bara reikna hana út með taxta fyrir 2-3 tonna bifreiðar, þótt hér sé um 6 tonna bifreið að ræða. Þannig sé hægt að losna við gróðann, en notagildið fyrir bæinn sé hið sama. * ★ * Hin mikla endurskoðun. Framtak segir að með þessari reikningsaðferð hefði verið hægt að minnka gróðann 1963 um kr. 90 þús. og er bæjarstjóri borinn fyrir frétt- inni, því hann á að hafa gert á þessu sérstaka athugun. Ætli þessi endur- skoðun sé ástæðan fyrir því að reikningur ársins 1963 var ekki lagður fram fyrr en i desember 1964 og 3 inenn vinna nú þau störf i skrifstofu bæjarins, sem bæjargjaldkerinn vann áður? Meirihlutanum finnst skýring þessi ekki nógu haldgóð og treystir henni varlega. Hefur hann því rætt um að selja bifreiðina E-117, sem honum finnst vera sem draugur á eftir sér, ef með því mætti losna við jarm vondrar samvizku. * * * Ótrúlegt minni. Framtak kvartar yfir þvi, s.l. laugardag, að D.Á. hafi fyrir mörgum ár- um hlegið að Þorgeiri, eftir þvi sem hann sjálfur segir frá. Þorgeir hefur ótrúlega gott minni, ef hann telur sig muna eftir öllum þeim, sem hafa hlegið að honum. * ★ * Lögheimili og lóðaleiga. Meirihluti bæjarstjórnar ætlaði að leigja þjónustufyrirtækjum, sem ekki eiga heima á Akranesi, lóðir á kr. 6,00 pr. ferm., enda þótt næstu lóðir ættu að bera 3-4 kr. lóðaleigu. Var hér um að ræða Vegagerð ríkisins, Mjólkurstöðina, Póst og síma og Skeljung h.f. Vegna andstöðu D.Á. í bæjar- ráði rann meirihlutinn á þessu, enda hreinn molbúaháttur að miða lóðaleigu við lögheimili leigutaka og munu þess hvergi finnast nokkur dæmi. Sjálf- stæðismenn bera það svo út, að Guðm. Sveinbjörnsson hafi teymt þá út í þessa vitleysu. * * * „Að tillögu Guðm. Sveinbjörnssonar“. Skaginn skýrir frá þvi, að bæjarstjórnin hafi nýlega samþykkt að tillögu Guðm. Sveinbjörnssonar að skipa nefnd til að fvlgjast með samgöngum i Hvalfirði og að veðurskeyti yrðu send frá Akranesi tvisvar á dag. Þegar nefndar tillögur voru lagðar fram i bæjarstjórn voru þær undirritaðar af mönnum frá báðum flokkunum og önnur af öllum bæjarfulltrúum meiri- hlutans. Nú heita þær tillögur Guðm. Sveinbj. Þetta á að vera vísbending ti! lesenda um það, að hinir bæjarfulltrúarnir hafi ekkert til málanna lagt. Aðeins léð nöfn sín á tillögurnar. Hér er krókur á móti bragði. Guðm. á að geta gert tillögur um fleira en lóðaleigu. * ★ * Hver verða útsvörin í ár? Systurblöðin Skaginn og Framtak láta drýgindalega yfir fjárhagsáætlun- inni og gera útsvörin að meginmálinu, enda vita þau um andúð gjald- enda á bæjarstjórnarmeirihlutanum m.a. fyrir 3 millj. kr. útsvarshækkun á s.l. ári og hina gífurlegu fasteignagjaldahækkun i ár. Ekki ber þeim þó alveg saman. Skaginn segir i 4 dálka fyrirsögn: Útsvörin lœkka í ár. Síðan kemur undir- fyrirsögn: Útsvörin 100 þús. kr. lægri en 1964. Þá brostu margir, þvi að hér er aðeins um 0,56% lækkun að ræða. Framtak segir i 4 dálka fyrirsögn: tJtsvörin hœkka ekki. Hér er þvi um nokkuð mikinn mun að ræða, hvort útsvörin lækki eða hvort þau hækki ekki, eins og undanfarin ár. Þá fullyrðir Skaginn, að auk þess muni útsvörin lækka verulega vegna mun hærri tekna 1964 en 1963. Þetta er vitanlega sagt alveg út i bláinn. Þótt einstaka bátur hafi hærri aflahlut s.l. ár eru hinir fleiri, sem hafa hann lægri. Humarveiðin gekk ver og haustvertiðin brást öllum minni bátum. Vinna í frystihúsum minnkaði stórlega. Ofan á þetta kemur svo verkfall frá áramótum og fram i febrúarbyrjun. Ekki bætir það greiðslu- getuna á þessu ári. Sjómannadeilan stóð í 5 vikur Undanfarna daga hafa vél bótarnir á Akranesi verið að tínast út úr höfninni einn af öðrum, eftir 5 vikna verkfall, sem lauk 4. febrúar s.l. Verk- fall þetta var með þeim lengstu og hörðustu, sem sjó- menn hafa háð um langt ára bil. Hefur það mjög skarðað í tekjur sjómanna þetta ár, og valdið þjóðarbúinu tjóni. Er illt til þess að vita að slík- ar deilur skuli taka jafn lang- an tíma. Samkvœmt hinum nýju samningum lœkkar skipta- prósentan á þorsknót um 1 %. Verða því skiptin þann- ig: Á bátum að 60 tonnum 38% í 10 staði, á bátum 60- 120 tonn 36,5 í 11 staði, á bátum 120-140 t. 35,5% í 12 staði, á bátum 240-300 t. 35,5% í 13 staði, á bátum 300-400 t. 35,0% í 14 staði. Á línu og netaveiðum verða kjörin þessi: Á 30-70 tn. bátum fœkki um einn mann, en skiptiprósentan verður hin sama. Á 50-130 tn. bátum hœkki skiptipró- sentan um 1,5% úr 29,5 í 31,0 í 11 staði. Kauptrygging sjómanna hœkkar um 5 % og verður þannig: Háseti kr. 9.009,00 á mánuði, vélstjóri kr. 13.540,00, 2. vélstjóri, matsveinn og netamaður kr. 11.261,00. Kaup fyrir ein- staka róðra kr. 840,00. VONLAUS INNHEIMTA Gjaldendur á Akranesi greiði sömu lóðaleigu og árið 1964 Bœjarskrifstofan hefur að undanförnu sent gjaldendum jólagjöfina, sem þeim var heitin í des. s.l. Hefur hún komiS til þeirra síSustu vik- urnar ó bleikum seSlum. — Fasteignaskattur og vatns- skattur er tvöfaldaSur. LóSa- leigan allt aS 20 földuS. RóSuneytiS hefur staSfest hœkkun fasteignaskatts og vatnsskatts, en gat ekki staS- fest hœkkun lóSaleigunnar, því hún ótti ekki stoS í lög- um. Henni var því synjaS. Gjaldendur eru því ekki bundnir af samþykkt bœjar- stjórnarinnar um hœkkun lóSaleigu og ber því ekki skylda til aS greiSa hœrri leigu en viSkomandi lóSa- samningar segja til um, meS þeim hœkkunum, sem gerS- ar hafa veriS innan ramma samninganna. VerSur heppi- legast fyrir lóSaleiguhafa aS greiSa sömu lóSaleigu og 1964. Geri bœjarsjóSur sig ekki ónœgSan meS þaS, verSur hann aS innheimta viSbótina meS lögsókn. En eftir hvaða lögum? Nónar er rœtt um lóðaleigumólin á öSrum staS í blaðinu. Shagapósiur Sveinbjörn Oddsson var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar 1. janúar s.l. fyrir störf í þágu verkalýðshreyfingarinnar. ÞuríSur GuSnadóttir, Ijósmóðir, hefur sagt upp starfi sínu frá 1. maí n.k. Starfið hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til 15. marz næstkomandi. 25 ára afmœlis Kvennadeildar Slysavarnafélags Akraness var minnzt með veglegu sam- kvæmi að Hótel Akraness 24. jan. s.l. en deildin var stofnuð af 118 konum 21. janúar 1940. Frú Hulda Jónsdóttir, formaður deildarinnar, flutti ávarp. Gunnar Friðriksson, for- seti Slysavarnafélags Islands flutti ræðu og færði deildinni að gjöf borð- fána og blómakörfu. Ávörp fluttu frú Gróa Pétursdóttir, Ragna Jóns- dóttir, fyrrv. formaður deildarinnar og Bergur Arnbjörnsson, formaður Slysavarnadeildarinnar Hjálpin á Akranesi. Þá voru margþætt skemmtiatriði. 1 tilefni afmælisins gaf deildin kr. 10.000,00 til Slysavamafélags íslands og kennslutæki til Gagnfræðaskól- ans á Akranesi. Bergur Arnbjörnsson bifreiða- eftirlitsmaSur lét af starfi hjá bifreiðaeftirlitinu um siðustu éramót, en því hafði hann gegnt í 27 ár við rausn og skörungs- skap, svo sem kunnugt er. Umdæmi hans var lengst af Vesturland, Strandasýsla, Húnavatnssýslur og Skagafjarðarsýsla. Sigurður Guðjónsson — sem verið hefur aðstoðarmaður hans hin síð- ari ár — gegnir starfinu fyrst um sinn. Sagt er að margir berjist um að hreppa það. Framhald á bls. 5 Lítil fólks- fjölgun Samkvœmt bráSabirgða- tölum Hagstofu íslands hef- ur fólki á Akranesi aSeins fjölgaS um 22 s.l. ár, eSa úr 4088 í 4110. Er þetta lang minnsta fólksfjölgun á Akra- nesi um langt árabil, enda þótt þessi tala kunni aS hœkka eitthvaS viS endan- legt uppgjör. Á þessu ári hef- ur lögsagnarumdœmi bœjar- ins veriS stœkkaS og þar bœtzt viS c.a. 20 íbúar. Fœdd ir umfram dána eru 77. ESIi- leg fólksfjölgun hefSi því veriS um 100, ef allt hefSi veriS meS felldu. Af þessu er Ijóst, aS miklir fólksflutning- ar hafa átt sér staS úr bœn- um á s.l. ári.

x

Magni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Magni
https://timarit.is/publication/789

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.