Morgunblaðið - 23.12.2009, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2009
íþróttir
Körfuboltinn Margrét Kara æfði frjálsíþróttir til að búa sig sem best undir tímabilið. KR með
fullt hús í kvennaflokki. Mikil spenna hjá körlunum þar sem sex lið berjast um toppsætin. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einbeittar Þessar körfuboltastúlkur úr Grindavík voru greinilega staðráðnar í að standa sig vel á Actavis-móti Hauka á Ásvöllum um síðustu helgi, ef
marka má þessi svipbrigði. Mótið var fjölmennt og vel heppnað en fleiri myndir frá því eiga eftir að birtast í íþróttablaði Morgunblaðsins.
ÓVEÐUR sem
gekk yfir suður-
hluta Svíþjóðar
fyrir síðustu
helgi varð til
þess að Dóra
Stefánsdóttir,
landsliðskona í
knattspyrnu og
leikmaður
Malmö, gat ekki
farið í aðgerð á
hné eins og til stóð. Álag á sjúkra-
húsinu í Malmö var það mikið á
föstudaginn að fresta þurfti að-
gerðinni og Dóra gengst undir
hana hinn 30. desember.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í síðustu viku þarf Dóra
að fara í speglun öðru sinni. Hún
var byrjuð að æfa eftir þá fyrri sem
var framkvæmd í haust en fann fyr-
ir óþægindum í hnénu og ákveðið
var að hún færi aftur. Dóra sagði
þá við Morgunblaðið að hún yrði
ekki lengi frá æfingum af þessum
sökum.
Lið Malmö kemur saman til æf-
inga eftir jólafríið hinn 7. janúar og
vegna frestunarinnar er ljóst að
Dóra nær ekki að byrja að æfa
strax með liðinu.
vs@mbl.is
Aðgerð Dóru
frestað vegna
óveðurs
Dóra
Stefánsdóttir
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,ÉG er undir það búinn að færa mig um set. Ég
held þó að liðin séu eitthvað að ræða saman um
hugsanlegt framhald en meira veit ég ekki,“ sagði
landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson við Morg-
unblaðið í gær.
Heiðar er í láni hjá Watford frá QPR og rennur
lánssamningurinn út hinn 28. þessa mánaðar.
Hann mun því spila tvo næstu leiki Watford, gegn
Nottingham Forest á öðrum degi jóla og Bristol
City á mánudaginn.
,,Það er ýmislegt búið að ganga hjá báðum lið-
um. Hjá Watford eru mikil fjárhagsvandræði og á
tímabili leit út fyrir að liðið
færi í greiðslustöðvun. Það
tókst þó að bjarga málum fyrir
horn. Hjá QPR urðu svo
stjóraskipti,“ sagði Heiðar en
Jim Magilton var rekinn úr
starfi knattspyrnustjóra QPR
á dögunum og Paul Hart, fyrr-
verandi knattspyrnustjóri
Hermanns Hreiðarssonar hjá
Portsmouth, ráðinn í hans stað.
Heiðar var inntur eftir því
hvort hann vildi halda kyrru fyrir hjá Watford eða
fara QPR sem hann er samningsbundinn til 2011.
,,Ég hreinlega veit það ekki. Ég væri alveg til í
að Watford keypti mig en ég veit ekki hvort félag-
ið getur það. Eins og staðan er í dag geri ég ráð
fyrir að fara aftur til QPR þangað til mér verður
sagt annað,“ sagði Heiðar.
QPR og Watford eru jöfn að stigum en bæði
hafa þau 30 stig og eru í 10.-13. sæti í ensku 1.
deildinni en aðeins fjögur stig eru í Leicester sem
er í sjötta sæti deildarinnar. Liðin sem enda í sæt-
um 3-6 fara í umspil um eitt laust sæti í úrvals-
deildinni.
Heiðar hefur skorað 5 mörk í þeim átta leikjum
sem hann hefur spilað með Watford frá því hann
kom til liðsins í september og hafa forráðamenn
félagsins verið mjög ánægðir með framlag Dalvík-
ingsins.
„Liðin eru að ræða saman“
Heiðar á eftir að spila tvo leiki með Watford áður en lánssamningur rennur út
Væri alveg til í að Watford keypti hann af QPR Snýr aftur þangað um áramót
Heiðar
Helguson
GUÐMUNDUR
Pedersen hand-
boltakappi, fyrr-
verandi fyrirliði
FH-inga, hefur
ákveðið að
leggja skóna á
hilluna. Hann
verður því ekki
með Hafn-
arfjarðarliðinu
seinni hluta
tímabilsins.
Guðmundur er 36 ára gamall
og hefur verið lengi í eldlínunni
með FH-liðinu. Hann byrjaði að
leika með meistaraflokki félags-
ins tímabilið 1992-93 og hefur
leikið með því síðan, utan þess að
hann spilaði tvö tímabil með
Haukunum.
Guðmundur er einn leikjahæsti
leikmaður FH frá upphafi en
hann hefur spilað samtals um 550
leiki og er einn af fimm leik-
mönnum FH sem hafa spilað 500
leiki eða fleiri fyrir félagið frá
upphafi.
Guðmundur hefur verið í hópi
bestu hornamanna landsins mörg
undanfarin ár og hefur verið
ákaflega drjúgur í markaskorun
fyrir Hafnarfjarðarliðið þó svo að
hann hafi haft frekar hægt um
sig með liðinu í haust.
gummih@mbl.is
Guðmundur
er hættur hjá
FH-ingum
Guðmundur
Pedersen
VIGNIR Svavarsson, landsliðs-
maður í handknattleik og línumaður
þýska liðsins Lemgo, er ekki inni í
framtíðaráætlunum forráðamanna
liðsins og fær ekki nýjan samning
þegar núverandi samningur rennur
út í júní á næsta ári. Þetta hefur
Morgunblaðið samkvæmt heim-
ildum.
Vignir er nú á sínu öðru keppn-
istímabili hjá Lemgo. Hann hefur
leikið stórt hlutverk í liðinu á yf-
irstandandi leiktíð, jafnt í vörn sem
sókn, ekki síst þar sem þýsku lands-
liðslínumaðurinn Sebastian Preiß,
hefur verið meira og minna fjarver-
andi vegna meiðsla í vetur.
Árangur Lemgo hefur ekki verið í
samræmi við væntingar á keppn-
istímabilinu. Þess vegna má búast við
mikilli uppstokkun í leikmannahópn-
um og fleiri leikmenn en Vignir verði
neyddir til að róa á ný mið.
Annar Íslendingur, Logi Geirsson,
er leikmaður Lemgo. Samningur
hans rennur einnig út um mitt næsta
ár. iben@mbl.is
Vignir fær ekki nýjan samning
Vignir Svavarsson.