Morgunblaðið - 23.12.2009, Side 3
3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2009
Sverre Andr-eas Jak-
obsson skoraði
sitt fyrsta mark í
þýsku 1. deildinni
í gærkvöldi þegar
lið hans, Gross-
wallstadt, vann
Lübbecke, 26:25,
á heimavelli í
jöfnum og spennandi leik. Heiðmar
Felixson skoraði ekki mark fyrir
Lübbecke og Þórir Ólafsson var
fjarri góðu gamni sökum meiðsla.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraðifjögur mörk fyrir Rhein-Neckar
Löwen þegar liðið vann stórsigur á
HSG Düsseldorf, 33:23, á heimavelli í
þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn
Guðjónsson skoruðu ekki fyrir Lö-
wen að þessu sinni. Sturla Ásgeirs-
son skoraði þrjú mörk fyrir Düssel-
dorf.
Róbert Gunnarsson og félagar íGummersbach unnu góðan sig-
ur á Magdeburg, 31:24, á heimavelli í
þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Róberti lánaðist ekki að skora. Hon-
um var hinsvegar einu sinni vísað af
leikvelli í tvær mínútur.
Þriðja leikinn íröð er Eiður
Smári Guðjohn-
sen ekki valinn í
18 manna leik-
mannahóp Móna-
kó en liðið sækir
Le Mans heim í
frönsku 1. deild-
inni í kvöld. Þetta
er síðasta umferðin á árinu en fyrsti
leikur Mónakó á nýju ári verður gegn
Montpellier 13. janúar. Eiður var
ekki í leikmannahópi Mónakó á
sunnudaginn þegar liðið gerði 1:1
jafntefli við Lyon og hann var heldur
ekki í hópnum þegar Mónakó bar sig-
urorð af Rennes, 1:0.
Einar Örn Guðmundsson, hand-knattleiksmaður sem leikið hef-
ur með sænska úrvalsdeildarliðinu
IFK Kristianstad frá því í haust leik-
ur ekki áfram með liðinu á nýju ári.
Hann gerði aðeins samning við það
fram til áramóta. Einar Örn hefur
ákveðið að halda heim og ljúka námi
eftir því sem fram kemur í Kristian-
stadsbladet. Einar Örn lék með Vík-
ingi á síðustu leiktíð en hefur einnig
verið í herbúðum Aftureldingar og
Vals.
Knattspyrnumaðurinn HjálmarÞórarinsson skrifaði í gær und-
ir nýjan samning við Framara til
næstu tveggja ára. Hjálmar er 23 ára
gamall sóknarmaður, uppalinn í
Þrótti, en fór ungur til skoska úrvals-
deildarfélagsins Hearts. Hann kom
þaðan til liðs við Framara fyrir þrem-
ur árum. Hjálmar var markahæsti
leikmaður Fram í úrvalsdeildinni á
síðasta tímabili með 7 mörk.
Fólk folk@mbl.is
ÞEGAR úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik er hálfnuð er ljóst að sex
efstu liðin skera sig úr og virðast vera
nokkuð jöfn að getu. Fimm næstu lið
þar á eftir verða í baráttu um að falla
ekki með FSu í næstefstu deild. FSu
hefur enn ekki unnið leik og engar lík-
ur á því að það breytist í næstu 11
leikjum. Stjarnan er á toppi deild-
arinnar en liðið hefur komið verulega á
óvart. Njarðvík og KR eru með sama
stigafjölda og Stjarnan í næstu sætum
þar fyrir neðan.
Íslandsmótið hefur farið ágætlega af
stað en það er ekki eins mikil spenna í
loftinu og fyrir ári.
„Ofurlið“ KR var þá helsta frétta-
efnið með þá Jón Arnór Stefánsson,
Jakob Örn Sigurðarson og Helga Má
Magnússon í aðalhlutverkum. Logi
Gunnarsson sneri einnig heim úr at-
vinnumennsku og lék með sínu gamla
liði Njarðvík. Landsliðsmennirnir fjór-
ir sem nefndir voru til sögunnar hér á
undan eru allir farnir frá Íslandi.
Grindvíkingar hafa
ekki náð sér á strik
Það eru nokkur atriði sem hafa kom-
ið á óvart á fyrri hluta tímabilsins.
Grindvíkingar hafa alls ekki náð sér á
strik en liðið var hársbreidd frá því að
tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn sl.
vor gegn KR. Grindavík hefur tapað 4
leikjum af alls 11 eftir að hafa fagnað
sigri í fyrirtækjabikarkeppni KKÍ í
upphafi tímabilsins. Friðrik Ragn-
arsson þjálfari Grindavíkur valdi þann
kost að fá Darrel Flake frá Bandaríkj-
um í stað landa hans Amani Bin Daan-
ish sem lék þrjá deildarleiki með
Grindavík. Nokkrir af lykilmönnum
Grindavíkur eiga talsvert mikið inni á
flestum sviðum og má þar nefna Pál
Axel Vilbergsson og Arnar Frey Jóns-
son. Grindvíkingar eru eflaust rólegir
yfir þessu öllu saman enda nóg eftir að
tímabilinu og langt þar til að úr-
slitakeppnin hefst.
Skilar Kínaferð KR árangri?
Sá sem þetta ritar hefur séð töluvert
marga leiki með Íslandsmeistaraliði
KR í vetur – og er óhætt að segja að
liðið á töluvert í land. Sóknarleikur
liðsins er alls ekki nógu góður og er-
lendu leikmenn liðsins hafa ekki sýnt
þann stöðugleika sem krafist er af
þeim. Páll Kolbeinsson vonast eflaust
til þess að ævintýraferð liðsins til Kína
nýverið skili sér á síðari hluta tímabils-
ins.
Það er mitt mat að Keflavík eigi eftir
að landa góðum erlendum leikmanni á
næstu vikum en fáir eiga eftir að muna
eftir Rahson Clark þegar fram líða
stundir. Clark stóð aldrei undir vænt-
ingum og ég er ekki frá því að liðið hafi
leikið betur eftir að Keflvíkingar sendu
hann vestur um haf á ný. Keflavík mun
án efa landa góðum bandarískum leik-
manni. Nóg er framboðið og sagan
segir að frábærir leikmenn séu tilbúnir
að leika fyrir nánast ekki neitt. At-
vinnulið á meginlandi Evrópu hafa átt í
fjárhagsvandræðum og miklar svipt-
ingar eiga sér stað á leikmannamark-
aðinum á næstu tveimur til þremur
vikum.
Nýr leikmaður gæti breytt
miklu hjá Tindastóli
ÍR, Hamar og Tindastóll munu berj-
ast um sæti 7-8, en átta efstu liðin kom-
ast í úrslitakeppnina. ÍR er með fínt lið
á „pappírnum“ en það hefur ekki skilað
sér í baráttuna úti á vellinum. Tvíeykið
Marvin Valdimarsson og Andre Dab-
ney halda sóknarleik Hamars á floti en
þeir eru í 2. og 3. sæti yfir stigahæstu
leikmenn deildarinnar. Vandamál
Hamars er að liðið er ekki líklegt til af-
reka þegar skytturnar tvær eiga
slæma leiki.
Tindastóll rak á dögunum banda-
ríska leikmanninn Amani Bin Daanish
en hann afrekaði það að vera rekinn
frá tveimur liðum á aðeins tveimur
mánuðum – en hann landaði einum titli
með Grindavík í fyrirtækjabik-
arkeppninni. Tindastóll mun eflaust
reyna að krækja í góðan bandarískan
leikmanna á næstu vikum. Ef þeir hafa
heppnina með sér er aldrei að vita
nema að liðið nái sér á strik á síðari
hluta deildarinnar.
Fjölnir og Breiðablik eru bæði með
4 stig eftir 11 leiki. Það er nokkuð ljóst
að þessi lið munu berjast um að forðast
fall í 1. deild. Fjölnisliðið er með
áhugaverða leikmenn í sínum röðum.
Má þar nefna Ægi Þór Steinarsson
sem er í öðru sæti á stoðsendingalist-
anum. Breiðablik á ekki leikmann sem
kemst á topp 10 lista í stigaskorun, frá-
köstum eða stoðsendingum.
Justin Shouse í sérflokki?
Erlendir leikmenn setja svip sinn á
deildina líkt og áður. Að mínu mati er
Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar,
sá leikmaður sem flest lið væru til í að
hafa í sínum röðum. Shouse er klókur
og stýrir einföldum sóknarleik Stjörn-
unnar af festu. Hann er stigahæsti
leikmaður deildarinnar en að auki er
hann í fimmta sæti yfir þá sem gefa
flestar stoðsendingar. Varnarleikurinn
vefst ekki fyrir Shouse frekar en öllu
Stjörnuliðinu. seth@mbl.is
Spennan magnast
Morgunblaðið/hag
Skytta Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, kann vel við sig á toppi Iceland Express-deildarinnar.
Sex lið skera sig úr í úrvalsdeild karla í körfubolta Fjölnir og Breiðablik á
hættusvæði Fátt getur bjargað FSu Erlendir leikmenn gætu breytt miklu
Á VELLINUM
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
Úrvalsdeild kvenna
1. Hildur Sigurðardóttir KR 6,1
2. Sakera Young Valur 5,3
3. Heather Ezell Haukar 4,6
4. Bryndís Guðmundsd. Keflavík 3,9
5. Shantrell Moss Njarðvík 3,8
6. Margrét Kara Sturludóttir KR 3,7
7. Kristen Green Snæfell 3,7
8. Ingibjörg Jakobsdóttir Grindavík 3,3
9. Kristi Smith Keflavík 3,2
10. Koren Schram Hamar 3
Hildur Sigurðardóttir
Úrvalsdeild kvenna
1. Ragna M. Brynjarsdóttir Haukar 11,9
2. Signý Hermannsdóttir KR 11,4
3. Harpa Hallgrímsdóttir Njarðvík 10,4
4. Helga Hallgrímsdóttir Grindavík 10,2
5. Heather Ezell Haukar 10,1
6. Bryndís GuðmundsdóttirKeflavík 9,4
7. Shantrell Moss Njarðvík 9,4
8. Helga Jónasdóttir Njarðvík 9,3
9. Michele DeVault Grindavík 9,3
10. Hrund Jóhannsdóttir Valur 9,2
Ragna M. Björnsdóttir
Úrvalsdeild kvenna
1. Heather Ezell Haukar 31,5
2. Shantrell Moss Njarðvík 28,3
3. Kristen Green Snæfell 22,5
4. Koren Schram Hamar 20,1
5. Michele DeVault Grindavík 19,3
6. Kristi Smith Keflavík 17,7
7. Margrét Kara Sturludóttir KR 16,9
8. Sigrún S. Ámundadóttir Hamar 15,4
9. Birna I. Valgarðsdóttir Keflavík 14
10. Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 13,9
Heather EzellSean Burton
Flestar stoðsendingar aðmeðaltaliFlest fráköst að meðaltaliFlest stig að meðaltalið meðaltali
Úrvalsdeild karla
Staðan:
Stjarnan 11 9 2 951:860 18
Njarðvík 11 9 2 942:793 18
KR 11 9 2 1020:900 18
Keflavík 11 8 3 973:836 16
Grindavík 11 7 4 996:865 14
Snæfell 11 7 4 1010:883 14
ÍR 11 5 6 908:945 10
Hamar 11 4 7 902:948 8
Tindastóll 11 4 7 915:944 8
Breiðablik 11 2 9 829:974 4
Fjölnir 11 2 9 837:976 4
FSu 11 0 11 706:1065 0
Morgunblaðið skoðar stöðuna í körfuknattleiknum í árslok