Morgunblaðið - 23.12.2009, Side 4

Morgunblaðið - 23.12.2009, Side 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2009 SVISSLENDINGURINN Roger Federer og Serena Williams frá Bandaríkunum voru í gær útnefnd tennisfólk ársins af Alþjóðatennis- sambandinu. Þetta er í fimmta skipti sem Federer verður fyrir val- inu og í annað sinn sem Serena hreppir þessa viðurkenningu. Federer átti frábært ár á tenn- isvellinum og hann vann sitt 15. risamót á árinu þegar hann bar sig- urorð á Wimbledon mótinu. Hann komst þar með upp fyrir Pete Sampras sem vann 14 risamót á ferli sínum. ,,Það er mikill heiður að vera valinn tennismaður ársins í fimmta sinn. Þetta var magnað ár hjá mér, bæði innan vallar sem utan,“ sagði hinn 28 ára gamli Federer. ,,Að vera búinn að vinna flest stórmót allra tennismanna frá upphafi og að kom- ast á topp stigalistans að nýju er frábært og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að enda árið á toppnum.“ Serena vann tvö risamót í einliða- leik á árinu en hún fagnaði sigri á Wimbledon mótinu og Opna ástr- alska mótinu og hún hefur á ferli sínum borið sigur úr býtum á 11 risamótum. Þá voru Serena og Venus systir hennar valdar tvíliðapar ársins í kvennaflokki, en þær systur hafa unnið tíu stórmót á ferlinum í tvíliðaleik. gummih@mbl.is Federer og Williams best á árinu Roger Federer Serena Williams ELMAR Dan Sigþórsson knatt- spyrnumaður, fyrrverandi fyrirliði KA, er genginn til liðs við norska 2. deildar liðið Førde. Elmar lék með Tornado Måløy í norsku 3. deildinni á síðustu leiktíð og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en Førde náði sam- komulagi við Tornado Måløy um að fá Akureyringinn í sínar raðir. ,,Þetta er góð jólagjöf fyrir félagið að fá Elmar Dan til liðs við okkur. Við átt- um viðræður við Tornado Måløy og þar kom fram að það vildi helst ekki missa hann en þegar Elmar gaf það út að hann vildi spila með Førde þá gaf félagið eft- ir,“ segir Odd Hagen formaður Førde við norska vefmiðilinn firda.no. Elmar verður löglegur með Førde frá og með 1. janúar en hann er 27 ára gam- all varnarmaður sem lengst af sínum ferli hefur leikið með KA og var þar fyr- irliði um skeið. Hann hefur einnig leikið með Fjarðabyggð og Víkingi Reykjavík. Hjá Førde hittir Elmar Dan fyrir fyrr- verandi samherja sinn með KA en það er norski framherjinn Steinar Tenden sem lék með KA-mönnum í efstu deild sumarið 2003 og skoraði 9 mörk fyrir liðið í 18 leikjum og var markahæsti leikmaður liðsins. gummih@mbl.is Elmar upp um deild í Noregi „ÉG hef bara tekið þann pól í hæðina að vera bjart- sýnn og einbeita mér að handknattleiknum. Okkur hefur gengið vel inni á leikvellinum það sem af er keppnistímabilinu þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið utan vallar,“ segir Guðmundur Þórður Guðmunds- son, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Rekstur félagsins hefur verið mjög þungur síðustu mánuði og ljóst að leikmenn verða að taka á sig á milli 25 og 30% launalækkun sem er á meðal aðgerða sem liggja nú fyrir til þess að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Fleiri hugmyndir um sparnað í rekstri eru til athugunar. Í gær samþykkti stjórn félagsins að- gerðaráætlun sína til björgunar á félaginu. Á næstu dögum er reiknað með að gengið verði frá nýjum samningum við alla leikmenn þar sem m.a. er kveðið á um fyrrgreinda launalækkun. Auk Guðmundur Þórðar er Ásgeir Örn Hall- grímsson landsliðsmaður á mála hjá félaginu en GOG seldi Snorra Stein Guðjónsson til Rhein-Neckar Lö- wen í haust. Þrátt fyrir erfiðleika utan vallar hefur liðinu geng- ið vel á leiktíðinni. Það er í fjórða sæti úrvalsdeildar með 22 stig að loknum 15 leikjum og er aðeins einu stigi á eftir FCK og Kolding sem eru í öðru og þriðja sæti, og sex stigum á eftir Bjerringbro/Silkeborg sem trónir á toppnum. „Vissulega hafa slæmar fregnir af stöðu félagsins haft sín áhrif á leikmenn en sem betur fer hefur þeim tekist að einbeita sér að því að leika handknattleik þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson. iben@mbl.is Einbeiti mér að hand- knatt- leiknum  Aðgerðir í gangi til að bjarga GOG frá gjaldþroti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Erfiðleikar Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur náð góðum árangri með lið GOG í vetur þrátt fyrir afar erfiða fjárhagsstöðu félagsins. Lið hans er í fjórða sætinu, stigi á eftir liðinu sem er númer tvö. Birkir Bjarna-son, leik- maður með 21-árs landsliði Íslands í knattspyrnu, hef- ur verið útnefnd- ur „Víkingur árs- ins“ í kosningu lesenda Roga- lands Avis, sem kusu hann þar með besta leikmann úrvalsdeildarliðsins Viking frá Stav- anger á árinu 2009. Birkir lék alla 30 leiki liðsins í úrvalsdeildinni og skor- aði 7 mörk. Í umfjöllun blaðsins seg- ir að Birkir hafi verið einn af fáum leikmönnum sem stóðu upp úr í ann- ars bitlausu liði Viking á árinu. Kjör hans komi því ekki á óvart en Birkir fékk 34 prósent atkvæða frá lesend- um. Annar varð Thomas Myhre, fyrrum landsliðsmarkvörður Nor- egs, með 29 prósent atkvæða.    Portúgalska knattspyrnukonanJoana Rita Nunes Pavao, sem hefur leikið með ÍR undanfarin þrjú ár, er gengin til liðs við FH, nýliðana í úrvalsdeildinni, og samdi í gær við þá til eins árs. Joana er 33 ára gömul og hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Portúgal en hún lék með Sporting Huelva á Spáni áður en hún kom til ÍR. Landa hennar, Liliana Martins, kom einnig til FH frá ÍR fyrr í vetur, en þær voru samherjar hjá ÍR, Sporting Huelva og 1. Dezembro í Portúgal.    Kári KristjánKrist- jánsson skoraði tvö mörk fyrir Amicitia Zürich þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Wacker Thun, 23:21, í A-deild svissneska hand- knattleiksins í fyrrakvöld. Þetta var lokaumferð deildarinnar á þessu ári en þráðurinn verður tekinn upp að loknu Evrópumeistaramótinu í byrj- un febrúar. Amicitia er í þriðja sæti með 24 stig að loknum 17 leikjum. Björgvin Páll Gústavsson og sam- herjar í Kadetten eru efstir með 31 stig eftir 17 leiki. Þeir léku ekki í fyrrakvöld.    Níundi þjálfarinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu var lát- inn poka sinn á þessu tímabili í gær þegar Udinese rak Pasquale Marino og réð í hans stað Gianni De Biasi. Udinese fór vel af stað á tímabilinu undir stjórn Marino en heldur hefur hallað undan fæti hjá liðinu síðustu vikurnar.    Bandaríski knattspyrnumaðurinnLandon Donovan er kominn með atvinnuleyfi á Bretlandseyjum og getur þar með farið frá LA Ga- laxy sem lánsmaður til Everton um áramótin. Donovan, sem er 27 ára gamall framherji og mesti markaskorari bandaríska landsliðsins frá upphafi, kemur til Everton 2. janúar og dvel- ur hjá liðinu í hálfan þriðja mánuð, eða fram í miðjan mars. Fólk sport@mbl.is MAGNAÐASTA „endurkoma“ hjá liði í NBA- deildinni í körfuknattleik í þrettán ár átti sér stað í Chicago í fyrrinótt. Leikmenn Chicago Bulls virtust stefna í stórsigur gegn Sacramento Kings því þegar þrjár mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik var staðan 79:44, þeim í hag. Mun- urinn var 35 stig og slíkt forskot ætti allajafna að vera óvinnandi. En hvort sem leikmenn Sacramento Kings voru of ungir til að átta sig á slíkum „stað- reyndum“, eða heimamenn gerðust of værukær- ir, þá sneru gestirnir blaðinu við. Þeir jöfnuðu metin þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum og knúðu síðan fram frækinn sigur, 102:98. Þetta var aðeins þriðji útisigur Kings í fjórtán úti- leikjum á þessu tímabili. Liðið er þó komið með 13 sigra í fyrstu 27 leikjum sínum í deildinni. Síðast gerðust önnur eins undur og stórmerki árið 1996 þegar leikmenn Utah Jazz unnu upp 36 stiga forskot Denver Nuggets. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg heimferð, en nú verður þetta skemmtilegasta heimferð nokkru sinni,“ sagði Gavin Maloof, eigandi Kings, við fréttamenn þegar hann kom útúr búningsklefa liðsins eftir leikinn. „Tyreke Evans er alvöru leikmaður,“ bætti hann við en nýliðinn Evans gerði 23 stig í leiknum og skoraði 11 stig sjálfur gegn þremur stigum Chicago á lokakafla leiksins. „Við erum ekki nógu góðir til að slaka á í eina mínútu, hvað þá í heilan hálfleik. Við hættum að spila af krafti, hættum að sækja, og þegar liðum er hleypt inn í leik á þennan hátt fá þau mikið sjálfstraust,“ sagði Vinny Del Negro, þjálfari Chicago en lið hans náði aðeins að skjóta að körfu Kings 10 sinnum í fjórða leikhluta, og skoraði úr tveimur skotum. vs@mbl.is Mögnuð endurkoma hjá Kings  Sacramento var 35 stigum undir í Chicago  Vann samt leikinn, 102:98 Tyreke Evans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.