Ísfirðingur - 08.01.1960, Blaðsíða 4
Happdrætti
r
Islands
Sala hlutamiða hefur aldrei verið eins mikil og á árinu 1959.
Hefur því verið ákveðið að fjölga miðum á næsta ári um
5,000 upp í 55,000.
Jafnframt verður vinningum fjölgað sem hér segir:
6 á 10.000 kr.
94 - 5.000 —
1.150 - 1.000 —
Vinningar verða samtals 13,750 þannig að sama vinningshlut-
fall helzt, að
fjórði hver miði hlýtur vinning að meðaltali.
Vinningar ársins skiptast þannig:
2 vinningar á 500.000 1.000.000 kr.
11 — - 100.000 1.100.000 —
13 — - 50.000 650.000 —
102 — - 10.000 1.020.000 —
272 — - 5.000 1.360.000 —
13.350 — - 1.000 13.350.000 —
Samtals 18.480.000 kr.
Lægsti vinningur er eitt þúsund krónur.
Verð miðanna er óbreytt
1/1 hlutur 40 kr. mánaðarlega
1/2 — 20 — —
1/4 — 10 — —
Viðskiptamenn hafa forkaupsrétt að númerum sínum til
10. janúar. Sala miða og enaurnýjun stendur nú sem hæst.
Dregið í 1. flokki 15. janúar.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS
Umboðið á ísafirði
JONA§ AR TO MAS S OMAR
Hvað er í fréttum?
Hjúskapur.
Gefin hafa verið saman í hjóna-
band:
Þann 14. nóv. s.l. frk. Ágústa
Guðmundsdóttir, verzlunarmær,
Reykjavík. og Ólafur Gunnarsson,
verkfræðingur. (Jóh. Gunnars Ól-
afssonar, bæjarfógeta).
12. des. frk. Astrid Hammers-
land og Sigurður Árni Jónsson,
bóndi, Eyri, Skötufirði.
20. des. frk. Bára Guðmunds-
dóttir og Haraldur Olgeirsson,
skipstjóri, Hnífsdalsvegi 13, ísaf.
25. des. frk. Olga Ásbergsdóttir,
skrifstofust., ísaf., og Jóhann
Bjarnason, sjóm. Suðureyri.
Sama dag, frk. Erna Magnús-
dóttir, Isaf. og Helgi Geirmunds-
son, verkam., Hnífsdal.
Sama dag, frk. Þ'óra Gestsdóttir,
Dalvík, og Hans Haraldsson, stud.
öcon., Isafirði.
26. des. frk. Guðný Hermanns-
dóttir og Halldór Geirmundsson,
Hnífsdal.
31. des. frk. Pálína Snorradóttir,
kennari, og lsak E. Jónsson, kenn-
ari, Isafirði.
Andlát.
Sigurrós Helgadóttir, Tangagötu
32, Isafirði, andaðist í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu hér í bænum 20. f.
m., 65 ára gömul. Hún var ekkja
Hjartar Ólafssonar, trésmiðs, en
hann dó 1930. Þau eignuðust 3
syni sem allir eru búsettir hér í
bænum, — þá, Gunnar, verka-
mann, Ólaf, verkamann og Helga,
verzlunarmann. Sigurrós var dótt-
ir hins kunna borgara Helga Sig-
urgeirssonar, gullsmiðs, sem
flestir eldri bæjarbúar muna eft-
ir.
Sigurrós var hin mesta myndar-
og skapfestukona.
Sveinbjörn Benediktsson.
Þann 23. des. s.l. kl. rúml. 1 e. h.
fór Sveinbjörn Benediktsson, for-
maður og útgerðarmaður, Silfur-
götu 8 hér í bænum að heiman frá
sér, og ætlaði um borð í bát sinn,
Mumma ÍS 505, sem lá við bæjar-
bryggjuna. Sagði-hann konu sinni
að hann myndi koma heim aftur
um kl. 3. Um kl. 3,30 fór Valde-
mar, sonur Sveinbjarnar, um borð
í bátinn, og var Sveinbjörn þar
ekki, en vélin var í gangi og ljós
á bátnum. Nokkru síðar var haf-
in leit, og daginn eftir var kafað
við bryggjuna og slætt í höfninni.
Síðan hefur verið af og til leit-
að, og 6. þ. m. var kafað aftur,
en allt án árangurs.
Talið er, að Sveinbjörn muni
hafa fengið aðsvif og fallið út-
byrðis er hann var að vinna á þil-
fari bátsins.
Sveinbjörn var fæddur 24. des.
1906 og hefði því orðið 53 ára
gamall á aðfangadag jóla. Hann
var hinn mesti elju- og dugnaðar-
maður og drengur góður.
Sveinbjörn var giftur Guðrúnu
Guðmundsdóttur, og áttu þau eina
kjördóttur, Kolbrúnu, sem er 12
ára gömul.
Áður en Sveinbjörn giftist eign-
aðist hann son, Valdimar, sem áð-
ur er nefndur, og er hann 28 ára
gamall.
Ervin Reinsch, sjómaður frá
Bremerhaven, andaðist í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu hér í bænum 19.
nóv. s.I.
o o o
Upplýst æfingasvæði fyrir
skíðafólk
Ljósum hefir verið komið fyrir
á túninu fyrir innan Tungubæinn.
Allir sem skíði eiga ættu að not-
færa sér þetta, meðan snjór er.
FRAMSÓKNARVIST
Framsóknarvist verður spiluð í Góðtemplarahúsinu sunnu-
dagskvöldið 10. þ. m. kl. 9.
Skemmtineíndin.
Mínar beztu þakkir færi ég „Lionsklúbb ísaf jarðar“ og „Verka-
lýðsfélaginu Baldri“ fyrir rausnarlegar gjafir, sem mér voru
færðar nú fyrir jólin.
Einnig vil ég að öðrum ógleymdum þakka Ragnari Ásgeirs-
syni, héraðslækni, fyrir sérstaka velvild í minn garð.
Isafirði, 4. janúar 1960.
Sigurður J. Jóhannsson.