Ísfirðingur


Ísfirðingur - 12.02.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 12.02.1960, Blaðsíða 4
Flaggskip iandhelgisgæzlunnar Hið nýja og glæsilega skip landhelgisgæzlunnar, Óðinn, kom til ísafjarðar þriðjudaginn 9. þ. m. kl. 5 e. h. Lagðist skipið að bæjar- bryggjunni, en þar hafði safnast saman mikill mannfjöldi til að fagna komu skipsins. Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelgisgæzlunnar, var með skipinu. Var fólki boðið um borð til að skoða hinn glæsilega farkost. Vjð það tækifæri flutti Pétur Sigurðsson ræðu og lýsti hann skipinu og hinum fullkomnu tækjum sem það er búið, bæði til landhelgisgæzlunnar sem og björgunarstarfa. Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, flutti einnig ræðu og árnaði landhelgisgæzlunni, skipherranum, Eiríki Kristófers- syni, og áhöfn skipsins allra heilla með hið ágæta skip. Lagði bæjar- fógetinn áherzlu á hve þýðingarmikið það væri, að varðskipin væru sem allra bezt út búin til að gegna því þýðingarmikla og tvíþætta hlut- verki sem þeim væri ætlað. Því væri sérstök ástæða til að fagna komu jafn glæsilegs og vel út búins skips sem Óðinn væri. Öðinn er 880 brúttólestir að stærð, 64 m. á lengd, 10 m. á breidd og ristir 5 m. Hann er sérstaklega styrktur fyrir siglingu í ís. Skipið er með 2 skrúfur og 2 aðalvélar, samt. 5000 hestöfl. Það er búið full- komnum siglinga- og björgunartækjum, og þyrilvængju er ætlaður staður á þilfari. Ganghraði er um eða yfir 18 mílur. Óskadraum íhaldsins «g hægri krata um afnám kaupféiaganna á nú aö framkvæma Hvað er í fréttum? Afmæli. Frú Kristín Ivristjánsdóttir, kona Jóns Guðjónssonar, bæjar- stjóra, átti sextugsafmæli 5. þ. m. Hún er dóttir merkishjónanna Guðrúnar Þórðardóttur og Krist- jáns Albertssonar, verzlunarstj. á Suðureyri. Hún giftist ung Jóni Guðjónssyni, og eiga þau þrjá syni, búsetta í Ameríku, og eina dóttir sem er gift í Reykjavík. Frú Kristín hefur tekið góðan þátt í félagsmálum kvenna hér í bæn- um og í templarastúkum. Hún er kona vinsæl og vel metin. Jón Jónsson, klæðskeri, Fjarð- arstræti 29, Isaf., átti sjötugsaf- mæli 4. þ. m. Jón er maður greind- ur og vel að sér um marga hluti. Hann hefur í fjölda mörg ár haft mikil og góð afskipti af garðyrkju- málum hér í bæ. Kona hans er Karlinna Jóhannesdóttir og eiga þau 4 uppkomin börn. Andlát. o Hinrik Guðmundsson, oddviti á Flateyri, lézt að heimili sínu 8. þ. m. eftir þunga legu. Hann var fæddur 12. júlí 1895, sonur Guð- mundar bónda í Görðum. Átti Hin- rik víst heima í Görðum og á Flat- eyri alla ævi. Hann gerðist snemma formaður á vélbát, síðóm um hríð vélstjóri. — Síðustu ár- in hafði hann smáverzlun, jafn- framt oddvitastörfunum. Kvæntur var hann Guðrúnu Eiríksdóttur frá Stað. Einkadótitr þeirra, Guðfinna er gift Greipi Guðbjartssyni, verzl- unarm. á Flateyri. Hinrik var lengi í sveitarstjórn Flateyrarhrepps, og var oddviti hreppsins allmörg síð- ari árin. Sinnti hann því erilsama starfi af alúð og samvizkusemi. — Hann tók og þátt í ýmsum félags- störfum svo sem Fiskifélagsmál- um, og var hvarvetna liðtækur vel. Hinrik var prúðmenni, skynsamur vel, vandaður maður og ábyggileg- ur og í hvívetna vel látinn. K. Akfær leið. Þriðjudaginn 2. þ. m. fór jeppa- bifreið frá Krossi á Barðaströnd að Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Bifreiðastjóri var Valdimar Valdi- marsson, en með honum voru 3 aðrir menn. Þeir voru 4 klst. á leiðinni að Mjólká, — þurftu að moka smáskafla á tveim stöðum, í brekkunum í Afréttisdal og við Norðdalsá. Frá Mjólkárvirkjun að Krossi voru þeir 2 tíma og 15 mín. Bendir þetta til þess að vel hafi til tekist með val á vegarstæðinu. Mjólkurframleiðslan. Samkvæmt opinberum skýrslum • tóku mjölkursamlögin í landinu á móti 68,9 millj. kg. mjólkur á s.l. ári, og er það 0,62% aukning frá fyrra ári. Eitthvert óskammfeilnasta ákvæði efnahagsmálafrumvarps ríkisstjórnarinnar er það, að fyrir- hugað er, að innlánsdeildir kaup- félaganna bindi verulegan hluta af innstæðum í innlánsdeildum sínum í Seðlabankanum. Verður þeirri liugsun tæplega varist, að þetta sé beinlínis gert til þess, að þrengja sem allra mest hag kaupfélag- anna og torvelda þeim eðlilega uppbyggingu og rekstur. Veruleg- ur hluti innlánsdeildanna mun víð- ast hvar vera bundinn í rekstri kaupfélaganna sjálfra, sem og eðli- legt er, og mundi því stórlega raskað öllum rekstri félaganna ef ákvæði efnahagsmálaf rumvarps- ins um þetta atriði næðu fram að ganga. Enda gera Samvinnulög- in ráð fyrir því, að Kaupfélögin hafi fé innlánsdeildanna í rekstri. Gera má og ráð fyrir því, að þeir kaupfélagsmenn, sem fé 1 fyrsta og annan flokk fóru 96,65%. Búpeningur. Talið er að um 800 þús. fjár séu á fóðrum í landinu í vetur, og er það fleira en nokkru sinni áður. Nautgripir eru um 48 þús. og hrossaeign landsmanna er nú talin rúml. 30 þúsund. * * # leggja inn í innlánsdeildir kaupfé- laga sinna, geri það með það fyr- ir augurn, að tryggja þeim að nokkru reksturfé. Ef að umrædd ákvæði efnahagsmálafrumvarpsins yrðu að lögum, væri því þessum mönnum með þvingunarráðstöfun- um meinað að ráðstafa sínu eigin fé til þeirra liluta sem þeir helzt óska. Á þennan hátt sjá forráðainenn Sjálfstæðisflokksins sér leik á borði, með dyggri aðstoð Alþýðu- flokksbroddanna, að koma kaup- félagsskapnuin í landinu á kné. Sklöaskéllnn á fsafirði Skíðaskóli Skíðafélags Isafjarð- ar tekur til starfa 1. marz n. k. og mun skólinn starfa fram undir páska, eða í 6 vikur. Skólinn getur tekið við 20 nemendum, og er ráð- legt fyrir þá sem hyggja þar á nám í vetur að senda umsóknir um skólavist sem fyrst. Umsóknir um skólavist ber að senda til Sigurð- ar Jónssonar, prentsmiðjustjóra á ísafirði, eða til fræðslumálaskrif- stofunnar í Reykjavík. Skólastjórí Haukur Sigm’ðsson, Isafirðí, Vaxtahækkun - Oknrlog Eitt af því sem ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins ber alveg sérstaklega fyrir brjósti er stórfelldasta hækkun útláns- vexta sem um getur, en til þess er nauðsynlegt að fá okurlögunum breytt. Enginn vafi er á því, enda mun það vera hverjum manni aug- ljóst, að vaxtahækkunin mun hafa mjög lamandi áhrif á allar fram- kvæmdir og uppbyggingu í land- inu. Hún mun koma gífurlega þungt niður á öllum atvinnu- rekstri, lijá öðrum en þeim sem hafa möguleika til að velta \axta- liækkuninni yfir á almenning, t. d. yfir á vöruverðið. Með alveg sérstökum og óbæri- legum þunga mun þó vaxtahækk- unin Ienda á ungu fólki sem þarf að stofna heimili, og oft af litlum efnum að byggja íbúðir yfir sig. Vaxtahækkunin er alveg sérstök hefndarráðstöfun á þær tugþús- undir lslendinga, úr öllum stéttum, sem nú eru að byggja íbúðir sínar, eða hafa nýlega lokið því, og not- ið hafa fyrirgreiðslu hjá lánastofn- unum með því að fá víxillán. Þetta fólk hefur gert sínar áætlanir miðað við þau lánakjör sem í gildi hafa verið, en svo kemur ríkisvald- ið, — ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, — og telur sitt lielzta hlutverk vera það, að raska þessum áætlunum fólks- ins, og augljóslega að gera þær ó- framkvæmanlegar. Er ekki annað sýnilegt, en að fjöldi fólks komist á vonarvöl ef þessi gífurlega og óvænta vaxtahækkun nær fram að ganga. Auk þessa á svo að breyta vöxt- um hjá flestum stofnlánasjóðum landsins, sem beinlínis voru stofn- aðir til þess að gera alþýðu manna hægra um vik, m. a. í því að byggja þak yfir höfuðið. Það eru dálaglegir umbjóðend- ur alþýðunnar, sem berjast fyrir lagasetningu þeirri, sem hér að of- an liefur verið á drepið. o o o Tíminn Dagblaðið Tíminn var 2. þ. m. stækkaður í 16 síður. Þann dag var og tekin í notkun ný og mjög fullkomin „rotation" vél, sem blað- ið er nú prentað í. Útlit blaðsins hefur mjög breytst til bóta, og kostur hefur orðið á miklu fjöl- breyttara efnisvali. Er óhætt að fullyrða að Tíminn sé nú eftir breytinguna glæsilegasta dagblað landsins hvað útlit snertir og fjölbreytni í efnisvali. o • o 9 o 9

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.