Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.08.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 24.08.1960, Blaðsíða 4
Héraðsmót framsóknarmanna í Vestfjarðakjordæmi Hvað er í fréttum? Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað: Frk. Dóra Sigmundsdóttir, hjúkrunarkona, Reykjavík og Gunnar Gunnarsson, Pálssonar, ísafirði. Frk. Áslaug Þorleiísdóttir, ísa- firði og Kjartan Brynjólfsson, Reykjavík. Frk. Klín Jónsdóttir og Þorvald- ur Guðmundsson, ísafirði. Frk. Katrín B. Jónsdóttir, ísa- firði og (irétar Þórðarson, Hnífs- dal. Hjúskapur. Gefin hafa verið saman í hjóna- band: Ásta Dóra Egilsdóttir og Jón Jónsson, Isafirði. Helga Kristjánsdóttir, Bolungar- vík og Ólafur Vilhjálmsson, ísa- firði. Ásta Ákadóttir og Sigurður B. Þórðarson, Súðavík. Afmæli. Gísli Þorbergsson, verkamaður, Hlíðarveg 18, Isafirði, varð níræð- urc16. þ. m. Hálfdán Bjarnason, húsasmíða- meistiari, Engjaveg 31, Isafirði, átti 75 ára afmæli 17. þ. m. Andlát. Gísli Júlíusson, skipstjóri, Aðal- stræti 26 ísafirði andaðist 27. júní s.l., 66 ára gamall. Hann hóf ungur sjómennsku, var lengst af stýrimaður og skip- stjóri á fiskiskipum, en 12 síðustu árin var hann á m/s Fagranesi, fyrst stýrimaður og síðar skip- stjóri: Hann var farsæll skipstjórn- armaður, dugmikill og traustur sjómaður. Gísli var kvæntur Bergrínu Jónsdóttur. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur, dó ein þeirra í æsku, en hinar eru allar búsettar og gift- ar hér í bænum. Sigríður Jóhannesdóttir, Mjall- argötu 8 ísafirði, andaðist 13. þ.m. nær 92 ára gömul. Hún var ekkja Jóns Magnússonar, fiskimats- manns, en þau hjónin áttu heima hér í bænum allan sinn búskap. Sonur þeirra er Magnús Jónsson, skipstjóri,. Mjallargötu 8. Ölafur Samúelsson, Fjarðar- stræti 14 Isafirði, andaðist að Landsspítalanum í Reykjavík 17. þ.m., 70 ára gamall. Hans verður nánar minnst í næsta blaði. Dr. Ríkarð Beck. kom hingað til bæjarins 8. þ.m. og flutti þá um kvöldið fyrirlestur í Alþýðuhúsinu, sem hann nefndi „Með alþjóð fyrir keppinaut", og fjallaði fyrirlesturinn um Vestur- Islendinga. Héraðsmótið að Bjarkarlundi Framsóknarmenn í Barðastrand- arsýslu efndu til héraðsmóts að Bjarkarlundi sunnudaginn 24. júlí síðastliðinn. Ólafur E. ólafsson, kaupfélags- stjóri í Króksfjarðarnesi, setti mótið og kynnti dagskráratriði. Ávörp fluttu: Hermann Jónas- son, alþm., Sigurvin Einarsson, alþm. og Markús Stefánsson, gjald- keri S. U. F. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, flutti ræðu. Erlingur Vigfússon, söng við undirleik Fritz Weisshappel. Þá skemmtu leikararnir Gestur Þorgrímsson, Haraldur Adólfsson og Jón Sigurðsson. Að lokum var dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Héraðsmót þetta var mjög vel sótt og hið ánægjulegasta í alla staði. Meðal þeirra sem mótið sóttu var um 30 manna hópur úr Vestur- Isafjarðarsýslu. Héraðsmótið að Núpi Héraðsmót Framsóknarmanna í Vestur-lsafjarðarsýslu var haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 13. og 14. ágúst s.l. I alveg frámunalegum þvættingi sem birtist í Vesturlandi 22. júlí s.l. segir -m. a. svo: Þeir, sem horft liafa á vinnuaðferðir framsóknar- broddanna og séð og skilið, hvað þeir voru að l'ara, þeir eru ekki undrandi. Og þó meira gerist kem- ur það þeim ekki á óvart. (Letur- breyting blaðsins). Þessi ummæli eru viðhöfð í sam- bandi við störf „framsóknar- broddanna" Ragnars Ásgeirssonar og Jóhanns Júlíussonar í stjórn ís- húsfélags ísfirðinga h.f. Að þessu sinni ætlar ísfirðingur ekki að ræða málefni Ishúsfélags ísfirðinga h.f. Þetta skal þó sagt: Bæjarbúar hafa á undanförnum árum liorft á „vinnuaðferðir Fram- sóknarbroddanna“ Baldurs Jóns- sonar og Ragnars Ásgeirssonar í sambandi við rekstur og uppbygg- ingu Ishúsféiags ísfirðinga li.f. og ]>eir mundu ekki hafa orðið undr- andi þó eitthvað ennþá meira hefði Á laugardaginn 13. þ. m. var mjög fjölsóttur dansleikur að Núpi. V.V.-kvintettinn lék fyrir dansinum og Vélaug Steinsdóttir söng. Sunnudaginn 14. þ. m. kl. 15 var haldinn aðalfundur F.U.F. Kl. 17 hófst samkoma og setti hana Gunnlaugur Finnsson, form. F.U.F. í Vestur-ísaf jarðarsýslu. Hann kynnti og dagskráratriði. Ávörp fluttu: Jón Á. Jóhanns- son, form. Sambands Framsóknar- félaganna í Vestfjarðarkjördæmi, Sigurvin Einarsson, alþingismað- ur, og Örlygur Hálfdánarson, form. S.U.F. Halldór Sigurðsson, alþing- ismaður, flutti ræðu. Erlingur Vig- fússon söng við undirleik Fritz Weisshappel. Halldór Kristjáns- son flutti ferðasögubrot frá ferða- lagi fólks, sem sótti héraðsmótið að Bjarkarlundi. Var aðalefni ferðasögunnar vísur, er kveðnar voru í bifreiðinni á leiðinni frá Bjarkarlundi í önundarfjörð. Að minnsta kosti 100 vísur voru kveðnar á leiðinni, þar af voru 64 skráðar. Áttu ýmsir þarna hlut að. Um kvöldið var dansleikur. Héraðsmótið var vel sótt og hið ánægjulegasta. F.U.F. sá um mót- ið. skeð undir þeirra stjórn á næstu árum. T. d. munu bæjarbúar áreið- aniega veita því atliygli að íshús- félag ísfirðinga h.f. er nú hæsti útsvars- og tekjuskattgreiðandi í ísafjarðarkaupstað, og það segir sína sögu. Því var öðru vísi farið þegar ,,íramsóknarbroddarnir“ tóku við stjórn félagsins. Það hlýtur að vekja almenna furðu og fyrirlitningu bæjarbúa, að Vesturland skuli fordæma ör- ugga atvinnulega uppbyggingu í bænum, eins og ráða má af hinum tilvitnuðu ummælum blaðsins. Aðstandendur Vesturlands hafa að vísu af engu að státa í sam- bandi við trausta atvinnulega upp- byggingu hér í bæ, og sér ísfirð- ingur ekkert eftir þó Vesturland verði sér til skammar með því að fordæma það, sem „framsóknar- broddarnir" hafa vel gert í þeim efnum. * • # Til athugunar Útaf blaðaskrifum vegna ráðn- ingar framkvæmdastjóra Ishúsfé- lags Isfirðinga h.f. nú nýverið, skal eftirfarandi upplýst: 1. Það lá fyrir að Helgi Þórðar- son hugðist ráða sig til eins og hálfs árs. 2. Helgi Þórðarson gerði meiri kröfur til félagsins en nokkur hinna umsækjendanna. 3. Helgi Þórðarson er nú sem vélaverkfræðingur í þjónustu ís- húsfélags ísfirðinga li.f., sem fast- ur starfsmaður tæknideildar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Ragnar Ásgeirsson. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar 40 ára Fyrir 40 árum, eða þann 20. ágúst 1920 stofnaði Jónas Tómas- son bókaverzlun sína hér í bænum. Fyrstu árin rak hann verzlunina í Aðalstræti 26, en síðan 1928 í Hafnarstræti 2 og þar er hún nú rekin í nýlega endurbættum, og nýtízkulegum húsakynnum. Jónas Tómasson rak verzlunina til 1953, en þá tók við sonur hans, Gunnlaugur, sem síðan hefur verið eigandi og verzlunarstjóri fyrir- tækisins. 1 tilefni áf 40 ára afmælinu var þann 20. þ. m. opnaður stór bóka- markaður í Góðtemplarahúsinu, og er þar á boðstólum fjöldi eigulegra bóka við mjög hagstæðu vérði. 1 næsta mánuði verður, í sam- vinnu við bókaforlagið Helgafell, haldin sýning á 30 málverkaeftir- prentunum. Þar verða og til sýn- is frummyndir eftir einhvern af beztu málurum landsins. Uppsetn- ingu myndanna mun annast Björn Th. Björnsson, listfræðingur, og hann mun halda fyrirlestur við opnun sýningarinnar. Bókaverzlun Jónasar Tómasson- ar er stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar á Vesturlandi, og hefur jafnan verið mjög myndarlega rek- in. Varanleg gatnagerð Unnið er nú að malbikun gatna hér í bænurn. Hefur Hafnarstræti nú verið malbikað frá Silfurtorgi upp að Mjallargötu, verulegur hluti Aðalstrætis og kafli af Austurvegi. Hefur malbikunin gengið ágætlega síðan hún hófst 27. júlí s.l., og mun verða unnið áfram að gatna- gerðinni eitthvað fram eftir sumr- inu. Gatnagerðartækin sem keypt voru hafa reynst ágætlega vel. „Vinnuaðferðir framsóknarbroddanna“

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.