Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.09.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 22.09.1960, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR rr ..........=? ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Framsóknarfélag ísfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 SVIKIN LOFORÐ Fyrir síðustu kosningar og um það leyti sem núverandi ríkisstjórn var að hreiðra um sig í ráðherra- stólunum var boðskapur stjómar- flokkanna, dag eftir dag og viku eftir viku, efnislega á þessa leið: 1. Við munum reka dýrtíðar- drauginn af höndum þjóðarinnar. Hann skal gerður landflótta, og með vísdómi og kunnáttu munum við sjá um að hann ónáði ekki þjóðina okkar á næstunni. 2. Við munum skapa atvinnu- vegum þjóðarinnar traustan grundvöll. Atvinnu handa öllum og bætt lífskjör getum við tryggt til frambúðar. 3. Við munum að sjálfsögðu standa tryggan vörð um 12 mílna landhelgi þjóðarinnar okkar, og við munum af trúmennsku vinna að því að allt landgrunnið verði friðað. 4. Eftir að dýrðarríki íhalds- krata hefur verið grundvallað á Islandi, skal sól réttlætis og stjóm- arfarslegra dyggða lýsa þjóðinni okkar í því sæluríki sem við einir höfum vit og vilja á að skapa. ÖLLU ÞESSU og mörgu öðru lofuðu stjómarflokkarnir fyrir kosningar. Þeim var trúað af það mörgum, að þeir fengu valdaað- stöðu að loknum kosningum. En hvernig hafa svo loforðin verið efnd? Það er rétt að athuga það dálítið: 1. Dýrtíðardraugurinn hefur ekki verið gerður landflótta. Hann hefur þvert á móti aldrei lifað betra lífi eða verið feitari en und- ir handleiðslu núverandi ríkis- stjórnar. Aldrei hefur dýrtíð og kjaraskerðing vaxið hraðar en undir stjórn íhaldskrata. 2. Atvinnuvegirnir standa höll- um fæti, og ýmsir búast við nokkru atvinnuleysi með haustinu, t.d. Siglfirðingar. Lífskjör almenn- ings em mun lakari en áður. 3. Ríkisstjómin hefur boðað samningaviðræður við Breta í sam- bandi við landhelgismálið. Er með öðrum hætti meira hægt að bregð- ast málstað þjóðarinnar á örlaga- stund ? 4. Af framan sögðu má sjá að stjórn íhaldskrata hefur ekki verið þess umkominn að skapa neitt dýrðarríki í landinu, og þeim fækkar stöðugt sem trúa núver- andi ríkisstjóm til slíkra hluta. Dánarfregnir Örnólfur Níels Hálfdánarson, Sxmdstræti 14 Isafirði, andaðist i Reykjavík 11. þ.m. Hann var fædd- ur 19. ágúst 1888 að Gmndum í Bolungarvík, en hann ólst upp í Meiri-Hlíð. Ungur að ámm fór Örnólfur að stunda sjómennsku, óg hann var formaður í Hnífsdal um skeið. Þann 11. desember 1913 giftist hann Margréti Reinaldsdótt- ur frá Kaldá í Önundarfirði. Þar bjuggu þau um tíma, en fluttu þá til Hnífsdals. Þaðan fluttu þau að Breiðabóli í Skálavík, ytri, og bjuggu þar í 21 ár. Frá Skálavík fluttu þau til Bolungarvíkur og voru þar í nokkur ár, og þaðan fluttu þau svo til ísafjarðar og hafa átt þar heima s.l. 15 ár. Þeim hjónum varð sex barna auðið, fjögurra dætra og tveggja sona, og einn son átti Örnólfur é áður en hann giftist. Eru börnin öll á lífi, og em tvö þeirra búsett í Bolungarvík, þrjú á Isafirði, eitt í Súðavík og eitt í Reykjavík. Örnólfur Hálfdánarson var hinn mesti atorkumaður og sístarfandi meðan heilsan entist. Gertrud II. Hásler, Mánagötu 1 ísafirði, andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu hér í bæ 10. þ.m. Hún var fædd 24. des. 1893 í Berlin í Þýzkalandi. Hún flutti hingað til lands 1921, og sama ár giftist hún eftirlifandi manni sín- um, Hans Hasler, bakarameistara. Þau settust að hér á Isafirði og áttu hér heima til ársins 1926 að þau fluttu aftur til Þýzkalands. Til Islands fluttust þau svo á ný árið 1928 og settust að á ísafirði. Síðan átti Gertrud hér heimili til dánar- dægurs. Þau hjónin eignuðust þrjú börn Eitt barnanna dó í fyrstu bernsku, en hin, sonur og dóttir, eru bæði búsett hér í bænum. Auk þess ólu þau upp kjördóttur sína ,Ilsu, sem búsett er í Þýzkalandi. Þeim hjónum varð átta dætra auðið, og eru þær allar á lífi. Tvær eru búsettar á Isafirði, fimm í Reykjavík og ein í Keflavík. Þau hjón ólu einnig upp að meira og minna leyti fjögur önnur böm. Guðbjörg var hin mesta hús- móðir og ráðdeildarkona. Kjartan Jakobsson, frá Reykjar- firði, andaðist hér í bænum 16. þ.m. Hann var fæddur 14. ágúst 1929, sonur hjónanna Jakobs Kristjánssonar og Matthildar Ben- ediktsdóttur, er lengi bjuggu í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi. Kjartan var hinn mesti efnis- og atgjörvismaður. Hann var kvæntur Flóru Ebe- nezersdóttur, frá Bolungarvík, sem lifir mann sinn. Steindór Þórisson, andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 12. þ.m. Hann var fæddur hér í bæn- um 3. september 1937, og því að- eins 23 ára gamall. Foreldrar hans eru þau hjónin Ólöf Jónsdóttir og Þórir Bjarnason, bifreiðarstjóri. Steindór ólst upp hér í bænum hjá foreldrum sínum, en flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Sá sem þetta ritar átti þess kost að kynnast Steindóri nokkuð, þar sem ég og fjölskylda mín átti um tíma heima í sama húsi og fjöl- skylda Þóris Bjarnasonar. Steindór var um flesta hluti óvenjulega hug- þekkur maöur. Hógværð, prúð- mennska og greiðasemi virtust honum meðfæddir eiginleikar, og hann var reglusamur við störf svo að af bar. Steindór lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla ísafjarðar, og nokkrum árum síðar lauk hann prófi frá Verzlunarskóla Islands. Síðar var hann um skeið við framhaldsnám í Bretlandi. Hann var ágætur námsmaður. Fyrir um það bil einu og hálfu ári tók hann við forstöðu fyrirtækis í Reykjavík og hafði það starf með höndum síðan. Steindór var heitbundinn Ingi- björgu Egilsdóttur, Sigurgeirsson- ar hæstaréttarmálaflm. í Reykja- vík. Við hið óvænta fráfall Steindórs hefur brostið traustur strengur innan fjölskyldu hans. Þetta er gangur lífsins. En minningin um hugþekkan, mætan og dugmikinn dreng mun verka eins og smyrsl á sárin hjá ættingjum og vinum. J. Á. J. FRÁ BÍLDUDAL Framhald af 1. síðu. smiðjan um 2,6 milljónir króna í vinnulaun. Nýr vegur var í sumar lagður í Bíldudal upp á fjallið Hálfdán á milli Arnarfjarðar og Tálkna- fjarðar. Það verk var unnið undir stjórn Braga Thoroddsen, vega- verkstjóra, og hefur tekizt mjög vel. Þá mældi Jón Víðis nýlega fyrir vegi af Vestfjarðavegi niður í Trostansfjörð í Suðurfjarðahreppi. Er mjög almennur áhugi fyrir því að sá vegur verði lagður sem allra fyrst. Vegurinn verður 9—10 km. Heyskapur og önnur landbúnað- arstörf hafa gengið ágætlega í sumar, enda verið einmuna góð tíð. Slátrun sauðfjár er nú að hefjast, og lætur Kaupfélag Arnfirðinga slátra á tveim stöðum, á Bíldudal og á Bakka i Ketildalahreppi. Fyr- ir fáum árum byggði Kaupfélag Arnfirðinga nýtt og vandað slát- urhús á Bíldudal. MiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiit Þökkum samúð og vinarhug við undlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar § Guðbjörg Jónsdóttir, Urðarveg 6 ísafirði, andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu hér í bænum 19. þ.m. Hún var fædd 23. desember 1864 að Innri-Hjaröardal í Önundarfirði. Foreldrar hennar voru þau Jón Þórðarson og Guðrún Jónsdóttir, er þar áttu þá heima. Faðir hennar dó er hún var á fyrsta ári, og ólst hún því upp með móður sinni. Guðbjörg giftist 14. maí 1893 Jóni Bjarnasyni, trésmið á Isafirði. Áttu þau heima hér í bæ til ársins 1900, að þau fluttu að Kirkjubæ í Skutulsfirði. Þar áttu þau heima til ársins 1916 að þau fluttu aftur til ísafjarðar, og áttu þar heima síðan. Maður Guðbjargar dó 19. október 1954. GÉRTRVD HENRIETTE HÁSLER. 1 | • Ilans Hásler, börn, tengdabörn og barnabörn. | ■llllHimilHIH—MMIIHUFUIIMHlHMlttlMmMtWliaMMIWmfWtMIHtHlttinimHlttmttlllHHIItlHtHIHIHIimilllllUllimimilP JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHillljlllllHllilHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIflllllllillllllllUIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Frystihús til leigu | Frystihús hafnarsjóðs Isafjarðar í Neðstakaupstað er til leigu I 1 frá 1. nóvember. | | Tilboöa er óskað í leigu hússins fyrir 1. október n. k. og sé | 1 þeim skilað á bæjarskrifstofuna. Gert er ráð fyrir að leigutaki | | haldi áfram leigu á geymsluhólfum fyrir almenning. Isafirði, 16. september 1960. | | BÆJARSTJÓRI. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Blllil 1111111111111111111111IIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111111171

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.