Ísfirðingur - 06.10.1966, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR
3
GJALDDAGI IÐGJALDA
1966 — 1967 ER 15. OKTÓBER
Umboðið á Isafirði er í
Aðalstræti 35 (Prentstofan Isrún) i
Brnnabótafélag íslands
Tilkynning frá Bæjar- og
héraðsbókasafninu, ísafirði
Eftir 11. okt. n.k. verður safnið opnað sem
hér segir:
ÚTLAN FYRIR FULLORÐNA:
Þriðjudaga og föstudaga kl. 8,30—10 e.h.
Miðvikudaga kl. 4—6 e.h.
ÍJTLÁN FYRIR BÖRN:
Þriðjud., miðvikud., föstud. og laugardaga.
kl. 4—5 e.h.
LESTRARSALUR:
Þriðjud., föstud. og laugardaga kl. 3—5 e.h.
Lestrarsalur verður opnaður 15. þ.m.
Foreldrar eða aðstandendur barna bera ábyrgð
á þeim bókum, sem þau fá lánaðar.
Hámarkslánstími á bók er 14 dagar og ber að
greiða kr. 1,00 á bók fyrir hvem dag, sem
fram yfir er sé lánstíminn ekki endurnýjaður.
Þurfi að sækja bækur heim til lántakanda,
greiðir hann kr. 25.00 ábók.
í útlánatíma fullorðinna verða böm ekki af-
greidd.
BÓKAV ÖRÐUR
Húsmæðraskólinn
Húsmæðraskólinn á ísafirði
var settur 22. september s.l.
1 skólanum í vetur verða 34
nemendur, og er hann því
fullsetinn. Kennarahð er ó-
breytt frá fyrra ári, nema
hvað nýr aðstoðarkennari,
Emma Rafnsdóttir frá Akur-
eyri, kom að skólanum í
haust.
Sýslunefndarmenn í Vestur-
Isafjarðarsýslu gáfu skólan-
um myndarlega peningagjöf
til minningar um hina látnu
sýslumannsfrú Rögnu Har-
aldsdóttur, en hún andaðist
þann 11. maí í vor. Rennur
gjöfin í verðlaunasjóð Cam-
illu Torfason.
R a f s t ö ð
Til sölu er rafstöð
4 kW.
Upplýsingar gefur
Páll Jóhannesson
Bæjum.
Sími um Ögur.
Uppgjaíarvitni...
Framhald af 4. síðu.
ógöngum, sem þjóðin hefur
ratað í — undir hennar for-
ystu?
Sannleikurinn er auðvitað
sá, að stjórnin hefur löngu
gefizt upp við að stjóma. Ól-
afur Bjömsson, hagfræðipró-
fessor, viðurkennir þetta hrein
lega og orðar það svo:
„Það er raunverulega aðeins
um tvær stefnur í efnahags-
hagsmálum að ræða, að halda
áfram sömu stefnu sem fylgt
hefur verið eða hverfa aftur
að haftafyrirkomulaginu."
Með öðmm orðum: Annað
hvort æ vaxandi óðaverðbólga
eða óþolandi höft.
Mundi ekki þessi helzti mál
svari ríkisstjórnarinnar í efna
hagsmálum vera talinn nægi-
lega ömggt uppgjafarvitni ?
Gísli Magnússon.
(Höfund greinarinnar þarf
ekki að kynna. Hann er löngu
þjóðkunnur fyrir ritsnilld
sína og rökfimi. Grein þessi
birtist áður í Einherja, Siglu-
firði 23. f.m.)
Sláturhús Kaupfélags Isfirðinga
Haustmarkaður
ÚTSÖLUVERÐ A KJÖTI, SLATRI, O.FL.
HAUSTIÐ 1966:
Dilkaslátur m/ósv, haus Kr. 67,50 pr. st.
Dilkalifur ............ — 95,15 — kg.
Dilkakjöt og ným .... — 63,30 --------
Dilkahausar, ósviðnir .. — 31,00------
Mör ................... — 14,80--------
Blóð .................. — 4,00-------
Vambir ............... — 5,00------
Hálsæðar og þynndir .. — 15,00--------
Dilkakjöt..............— 59,00 -------
Veturgamalt, sauðir, dilka
kjöt HI.......... — 52,70 -----------
Geldar ær, 4ra vetra eða
eldri ...............— 40,50 --------
Ærkjöt I fl............— 35,75 -------
Ærkjöt II fl..........— 31,00-----
Slög og bringur af dilka-
kjöti .................— 59,00 -------
öll sala til einstaklinga er gegn staðgreiðslu.
Vörur, sem búið verður að greiða, verða sendar
heim gegn 15 króna gjaldi.
Slátrun lýkur 6. október og haustmarkaðinum
verður lokað að kvöldi 7. október.
lsafirði, 23. september 1966.
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA.
(sfirðindar
Að beiðni sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins,
er hér með óskað eftir ljósmyndum af Isafirði.
Það eru fyrst og fremst yfirlitsmyndir, vetrar-
myndir og sumarmyndir af kaupstaðnum, myndir
af kunnum borgumm, myndir af höfninni, af opin-
bemm byggingum (s.s kirkju, skólahúsum, sjúkra-
húsi o.fl.), einkennandi myndir fyrir atvinnulíf
staðarins og táknrænar myndir fyrir menningar-
og félagslíf.
Bezt er að myndirnar séu 18x24 cm. að stærð,
en allar stærðir koma til greina. Betri er mynd á
möttum pappír en glansandi.
Skrifa þarf aftan á myndimar hvaðan þær em
og af hverju. Gott væri að geta um hvaða ár þær
væm teknar.
Myndum verður veitt viðtaka á bæjarskrif-
stofunni.
Isafirði 20. september 1966.
Bæjarstjórinn á Isafirði.
Sundhallarmótið 1966
verður 30. október n.k.
Nánar um mótið í
Sundhöllinni.
Hjónaefni
Opinberað hafa trúlofun
sína frk. María Maríusdóttir,
Reykjavík og Samúel Gústafs
son, prentari á ísafirð.