Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.10.1966, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 06.10.1966, Blaðsíða 1
t BlAÐ TRAMSOKNAKMANNA / !/£S TFJARÐAKJOPDÆM/ 16. árgangur. ísafjörður 6. október 1966. 20. tölublað. Steingrímur Hermannsson: Skipuleg efling sjávarútvegs og fiskiðnaðar Barnaskólinn settnr Sumarið er nú senn liðið og, eins og fyrr, hafa síldveið- amar fyrir norðan og austan fyrst og fremst sett svip sinn á undanfarna mánuði. Þeir eru margir, sem hafa beðið óþreyjufullir eftir síldar fréttum dag hvem og bíða enn, og þar á meðal hljóta að vera ýmsir ráðamenn þjóðar- innar því það er áreiðanlega ekki of mikið sagt, að þjóðar- búskapur okkar Islendinga stendur eða fellur með síld- veiðunum. Þær em það happ- drætti, sem íslenzkur þjóðar- búskapur byggist fyrst og fremst á. Að vísu hafa líkur- nar fyrir stóra vinningnum, góðri síldveiði, verið nokkuð auknar með ágætu starfi vís- indamanna, sem vita nú betur en áður hvar síldina er að finna með nýjum og góð- um tækjum og stærri bátum, sem framsýnir útgerðarmenn og sjómenn hafa aflað. En á hinn bóginn virðist afkoma okkar í vaxandi mæli vera háð síldveiðunum. Aðrar greinar sjávarútvegs ins hafa horfið í skugga síld- veiðanna. Togaraútgerðin hef ur að mestu lagst niður og bolfiskveiðamar eru víða rekn ar með vafasömum hagnaði. Fiskiðnaðurinn á í erfiðleik- um, annar en síldariðnaður- inn, því ekki er fáanlegt fjár- magn til nauðsynlegra um- bóta. Þetta hafa ýmsir framá- menn í þeirri atvinnugrein staðfest, ein og kunnugt er. Fjármagnið er fryst til þess iað draga úr verðbólgunni, að því er sagt er. Nú er það hins vegar svo, að dýrtíðin stafar ekki sízt af stöðugum skorti á vinnuafli, sem nauðsynlegt reynist að keppa um með yfir boðum, ef dýr atvinnutæki eiga ekki að standa ónotuð. Því mætti ætla, að ötullega væri unnið að aukinni fram- leiðni í fiskiðnaðinum, eða að fjármagn væri að minnsta kosti auðfengið til f járfestinga í þessari atvinnugrein, sem spara vinnuafl eða auka nýtni framleiðslutækjanna. Svo er þó ekki, því miður. Frægt er orðið dæmi Haraldar Böðv- arssonar, útgerðarmanns á Akranesi. Þar fékkst ekki fjár Steingrímur Hermannsson magn til kaupa á gaffallyftu í frystihús, þótt losað hefði þrjá til fjóra vinnandi menn. Þetta ástand er óþolandi i höfuðatvinnuvegi okkar ís- lendinga, sjávarútveginum í heild. Á vel skipulögðum, fjöl breyttum og arðbærum sjávar útvegi hlýtur afkoma þessa þjóðfélags að byggjast enn um áraraðir. Mér þóttu athyglisverð um mæli eins þekktasta sérfræð- ings okkar á sviði fiskiðnaðar og sjávarútvegs á fundi ný- lega, þar semtrætt var um virkjanir og álbræðslu. Til undirbúnings þssara mála hef ur verið varið milljónatugum, sérstaklega til undirbúnings virkjunarframkvæmda. Þar hafa verið kallaðir til færustu innlendir og erlendir sérfræð- ingar og ekkert til sparað. Þessu ber að fagna; góður undirbúningur er ávallt til bóta. En fyrrgreindum manni varð þá að orði, hvers vegna má ekki vinna á svipaðan hátt að eflingu höfuðatvinnuvegar íslenzku þjóðarinnar, sjávar- útvegi og fiskiðnaði. Það er tími til kominn að gera alls- herjar úttekt á þessum at- vinnuvegi og kalla þar til fær ustu sérfræðinga innlenda og jafnvel erl., ef nauðsyn kref- ur, og vinna síðan með festu að eflingu sjávarútvegs og þá sérstaklega fiskiðnaðar. Þetta er stórkostlegt verkefni og varðar alla framtíð þessa þjóð félags. Við strendur landsins eru einhver beztu fiskimið í heimi og við eigum sjómenn, sem afla meira en nokkrir aðrir. Hráefnið er mikið og gott. Við verðum að kapp- kosta að nýta það til hins ítrasta, en það verður að ger- ast að vel athuguðu máli og á skipulegan hátt. Enginn vafi er á því, að ýmis ljón verða á vegi slíkrar uppbyggingar. Hvarflar hug- urinn þá meðal annars til niðursuðu verksmiðju þeirrar, sem nokkrir einstaklingar hafa byggt í Hafnarfirði af sérstökum dugnaði og fram- sýni að því er virðist. Menn þessir leituðu samstarfs við norskt fyrirtæki um tækni- og markaðsmál og er það tal- ið einna fremst í heiminum á þessu sviði. Þama virðist undirbúningur allur hafa ver- ið með ágætum, en þó vill nú svo einkennilega til að fyrirtæki þetta hefur varla fyrr hafið starfsemi sína en það stöðvast. Manna á meðal eru nefndar ýmsar ástæður, en fæstar virðast þær á hald- góðum rökum reistar. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, ekki aðeins fyrir þá einstaklinga, sem byggðu upp fyrirtæki þetta, heldur einnig fyrir þjóðarbúskapinn allan. Ríkisvaldið ætti nú þegar að hefja rannsókn á rekstrar- erfiðleikum þessa fyrirtækis, alls ekki til að hegna þeim mönnum, sem fyrirtækið eiga, heldur til hins að læra megi Bamaskólinn á Isafirði var settur 16. f.m., þ.e.a.s. fyrir yngri börnin, 7, 8, og 9 ára. Eldri börnin hófu námið 1. þ.m. Um 380 böm stunda nám í skólanum í vetur. Þess ir kennarar komu að skólanum í haust: Kristjana Magnús- dóttir, Erla Sigurðardóttir, sem kennir 2/3 af starfi og Kristín Guðmundsdóttir, sem kennir leikfimi, að hálfu við barnaskólann og að hálfu við gagnfræðaskólann. Erla var Tónlistarskólinn settur Tónlistarskólinn á Isafirði var settur í gær. Aðsókn að skólanum er ágæt og meiri en nokkru sinni fyrr. Þórir Þórisson sem með miklum á- gætum hefur að undanfömu kennt við skólann fór í haust til náms til Englands. Við starfi hans tekur Erling Sör- ensen. Að öðru leyti er kenn aralið skólans óbreytt frá fyrra ári. Skólastjóri er Ragnar H. Ragnar. af þeim mistökum, sem þarna kunna að hafa orðið. Seint vil ég trúa því, að við ís- lendingar, með okkar miklu og góðu síld, getum ekki starf rækt síldamiðursuðu og ann- an fullkominn síldariðnað eins vel eða betur en aðrar þjóðir. stundakennari við skólann s.l. vetur. Að öðru leyti er kenn- aralið skólans óbreytt frá s.l. árai. Til nýjunga má telja að nú er tekin upp kennsla í dönsku í einum tólf ára bekk. Kennsl una annast Marinó Guðmunds- son, yfirkennari skólans, en hann sótti nú nýlega námskeið fræðslumálastjómarinnar í sambandi við dönskukennslu. Skólastjóri bamaskólans er Björgvin Sighvatsson. Rafveilufundur á ísafirði 24. aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna var hald- inn á ísafirði dagana 19. og 20. ágúst sl. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru flutt erindi um rafvæðingarmál á fundinum. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri flutti erindi um raf- veitumál Vestfjarða, Jóhann Indriðason, verkfræðingur, flutti erindi um frumáætlun um rafveitu í Barðastranda- og Rauðasandshrepp og Hauk- ur Pálmason, verkfræðingur, flutti erindi um samrekstur dieselstöðva og vatnsafls- stöðva á Vestfjörðum. Þá vom umræður á fundinum um endurskoðun raforkulaga. 1 stjóm sambandsins eru nú Jakob, rafmagnsstjóri, Guðjohnsen, formaður, Rvík, Baldur Steingrímsson, deildar- Framhald á 2. síðu 300 þúsund króna sekt Aðfaranótt laugardagsins 1. þ.m. tók varðskipið Öðinn, skipherra Jón Jónsson, togarann OKATAVA GY 669 í land- heigi og fór með hann til ísafjarðar þar sem málið var tekið fyrir. Skipstjórinn á ORATAVA, A. Jensen, 33 ára gamall og fæddur í Þórshöfn í Færeyjum en búsettur í Grímsby, var dæmdur í þrjú hundruð þúsund króna sekt til Landhelgis- sjóðs Islands auk málskostnaðar. Bæjarfógetinn á Isafirði Jóh. Gunnar Ólafsson kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnum Guðmundi Guðmundssyni og Simoni Helgasyni, skipstjórum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.