Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.10.1970, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 24.10.1970, Blaðsíða 3
ÍSFIRDINGUR 3 Dánardægur Kristjana S. Gísladóttir, Smiðjugötu 1 Isafirði, andað- ist 13. þ.m. Hún var fædd 4. júlí 1900. Eftirlifandi mað- ur hennar er Arnór Magnús- son, skipstjóri. Þau hjónin eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. öll eru börnin dugmikil og myndarleg. Þau hjónin ólu einnig upp sonar- son sinn. Kristjana var á allan hátt hin mætasta kona og myndar leg húsmóðir. Kristján Davíðsson, fyrrver audi bóndi og hreppstjóri, í Hjarðardal í Dýrafirði, andað- ist að heimili sínu 21. þ.m. Hann var fæddur 9. apríl 1889. Eftirlifandi eiginkona hans er Magðalena össurar- dóttir. Eignuðust þau hjónin 4 böm sem öll eru uppkomin og hið dugmesta fólk. Kristján var hinn mesti myndarmaður í sjón og raun, ágætur bóndi og hið mesta snyrtimenni. Auk hreppstjóra starfsins voru honum falin mörg önnur trúnaðarstörf, t.d. forstjóm sparisjóðsins í Mýrarhreppi sem hann annað ist í mörg ár af fyrirhyggju og samvizkusemi. Hann var oddviti og hreppsnefndarmað- ur í fjölda ára. Kristján var maður ágæt- lega greindur og skemmtileg- Ur í viðræðu. Innanlandsflno Framhald af 1. síðu. ætlun næstu vikur, aðallega hvað snertir flugvélaskost. Þannig koma bæði DC-3 og DC-6B inn í áætlunarflugið innanlands fyrst um sinn. Spnrningu svaraö Framhald af 4. síðu. mætir óbilgjrmri andstöðu vissra manna, og ekki hvað sízt, ef breytingin skapar kennarastéttinni betri launa- kjör eða hagkvæmari vinnu- skilyrði. Dylgjunum um vinnutíma og launamál íslenzkra kennara verður ekki svarað hér, enda sýnir sívaxandi og alvarlegur kennaraskortur gleggst, hve eftirsótt kennarastarfið er, og mætti ætla, að sú staðreynd ein væri fullnægjandi svar í þeim efnum. Björgvin Sighvatsson skóiastjóri Flutningar Tilboð óskast í flutninga fyrir Mjólkur- samlag Isfirðinga árið 1971. Flutningar þeir, sem um er að ræða, eru mjólkurflutningar frá bændum í Súða- víkurhreppi, Eyrarhreppi, Hólshreppi, Súgandafirði, Önundarfirði og Dýrafirði til mjólkurstöðvarinnar á Isafirði, 3 ferðir í viku og flutningur á unnum vörum hennar til útsölustaða í Súðavík, Hnífsdal, Bolungarvík, Suðureyri og Flateyri ásamt Núpsskóla, jafnoft. Farið skal til vesturfjarðanna meðan heiðar eru bílfærar, en norðurhreppanna allt árið. Nánari upplýsingar má fá hjá Kaupfélagi Isfirðinga. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Kaupfé- lags Isfirðinga eða til formanns Mjólkur- samlags Isfirðinga að Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði, fyrir 20. nóvember n.k. Isafirði, 17. október 1970. Stjórn Mjólkursamlags Isfirðinga. EINIS-^^ I ALLA IBDÐINA EINIS-^y VIÐ ALLRA HÆFI SMIÐUM INNRÉTTINGAR SENDUM UM LAND ALLT EINIR HF. 6 Wí HUSGAGNAYINNUSTOFA Kaupvangsstræti 19 — Sími 11230 HUSGAGNAVERZLUN Hafnarstræti 81 — Sími 11536 Ráðstefiia nm heilbrigðúmál Bæjarstjóm ísafjarðar hef- ur boðað til ráðstefnu um læknamiðstöðvar og læknamál og fer hún fram á Isafirði 1. nóv. n.k. Er til hennar boðið fulltrúum sveitarstjóma úr ísafjarðarsýslum, fulltrú- um Læknafélags Islands, heil birgðamálaráðherra og eða fulltrúa frá heilbrigðismála- ráðuneytinu, Hjúkmnarfélagi íslands o.fl. Er vonandi að ráðstefnan geti orðið til þess að ýta á eftir framkvæmdum í sam- bandi við þetta mikla nauð- synjamál Vestfirðinga. Ódýru A E G þvottavélarnar komnar aftur. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMALAR Verzl. Kjartan R. Guðmundsson Sími: 3507. Tilkynning FRÁ BARNASKÓLA ISAFJARÐAR Samkvæmt tillögu Fræðsluráðs Isafjarð- ar hefir bæjarstjórn samþykkt „að bæjarsjóður Isafjarðar greiði 3/4 hluta af kostnaði við almennar tannviðgerðir skólabarna frá 1. marz sl.” En þar sem enginn samningur við tann- lækni er nú í gildi varðandi tannviðgerð- ir nemenda í barnaskólanum, verða að- standendur barnanna sjálfir að koma þeim til tannlæknis. ísafirði, 7. október 1970. Skólastjóri. Tilkynning Hinn 22. október 1970 verður lagt fram fasteignamat samkvæmt lögum nr. 28, 29. apríl 1963 ,um fasteignamat og fast- eignaskráningu og reglugerð nr. 301 10 desember 1969 um fasteignamat og fast- eignaskráningu. Fasteignamatið liggur frammi í bæjar- skrifstofunni Austurvegi 2, Isafirði í einn mánuð og er kærufrestur fimm vikur frá framlagningardegi talið. Eyðublöð fyrir kærur stílaðar til Fasteignamatsnefndar Isafjarðar, er unnt að fá þar sem matið liggur frammi. Kærum er veitt móttaka í bæjarskrifstof- unni og í skrifstofu nefndarinnar á aug- lýstum tíma eða í pósthólf nr. 18. Viðtalstími nefndarinnar er fyrst um sinn á fimmtudögum kl. 20 til 22 og á laugar- dögum kl. 14 til 17, í Silfurgötu 6. Fasteignamatsnefnd Isafjarðar Sími 3035.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.