Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.11.1971, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 06.11.1971, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR Vtgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjörd;emi. Ritsijórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreióslumaSur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. Verð árgangsins kr. 100,00. — Gjalddagi 1. október. Bæjarsljórnarlíosiiiiijiariiar Á öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá úrslitum bæjar- stjórnarkosninganna 3. október. Ekki verður annað sagt en úrslit þeirra hafi orðið ýmsum veruleg vonbrigði, þar á meðal Framsóknarmönnum. En í þessum efnum sem öðrum ber að horfast í augu við staðreyndir. Framsóknar- menn hér í bænum munu án alls vafa vinna ötullega að því að vinna aftur það sem tapaðist í þessum kosningum, og ætti það að vera fremur auðvelt, ef á réttan hátt er að unnið. Alþýðubandalagið hélt að mestu sínu, eða fékk mun fleiri atkvæði en við hafði verið búizt. Alþýðuflokkurinn náði tekki því fylgi sem flokksmenn vonuðust eftir, og sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, því fyrir kosningar voru Sjálfstæðismenn mjög bjartsýnir um að ná meirihluta í bæjarstjórninni. En sú von brást. Samtök frjálslyndra og vinstri manna unnu hins vegar umtalsverðan sigur og fengu tvo menn kjörna, en áttu engan áður. Að afloknum kosningum hófust viðræður um möguleika á því hvort Samtökin, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu myndað meirihlutasamstarf, og áttu Samtökin eðlilega frumkvæðið. En þessar umræður stóðu ekki lengi, því Alþýðuflokkurinn hafði ekki áhuga á að efna til slíks samstarfs. Einnig mun Sjálfstæðisflokk- urinn hafa farið á fjörurnar við Alþýðuflokkinn um meiri- hlutasamstarf, en Alþýðuflokkurinn hafnaði því. Hann vildi með öðrum orðum ekkert við neinn tala um samstöðu. Þá munu bæjarfulltrúar Samtakanna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins hafa þreifað fyrir sér við Sjálfstæðis- flokkinn um myndun meirihluta, en fengið afsvar. Engin samstaða hefur því náðst um meirihluta innan bæjarstjórnarinnar. En við kosningar í nefndir höfðu Sam- tökin, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn samstöðu. Þar réri Alþýðuflokkurinn einn á bát. Ýmsir telja að fylgi það sem hinum svokölluðu Samtökum áskotnaðist í kosningunum sé stundarfyrirbæri, sem jafnvel nú þegar sé farið að fjara út, og bendir eitt og annað til þess að svo sé. En hvað um það. Eins og kosningatölurnar liggja fyrir eru Samtökin hinir raunverulegu sigurvegarar í kosning- unum. Þeirra ábyrgð er því stór í sambandi við framvindu bæjarmálefnanna. Vonandi gerir forustusveit Samtakanna sér grein fyrir þessu. Ekki skorti neitt á að þeir Samtaka- menn töluðu digurbarkalega fyrir kosningarnar, og fullyrtu m.a. að nú léti „ný kynslóð að sér kveða" og gáfu fyrirheit um að vinna 24 tíma í sólarhring, sbr. hina fleygu setningu í blaði þeirra: „Sem betur fer eru 24 tímar í sólarhringnum.” Þeirra vegna er þó vonandi að þeir fari ekki til frambúðar að leggja svona óskaplega hart að sér. Það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir þá og bæjarfélagið. En síðan talið var upp úr kjörkössunum hefur allt verið eins og í „dauðs manns gröf” hjá sigurvegurunum, þegar frá er talið kák þeirra við að koma saman meirihlutasam- ÁTTRÆÐUR: Páll Pálsson, Þáfni Páll Pálsson Páll Pálsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í þúfum í Reykjarfjarðarhreppi varð áttræður 10. september s.l. Hann er fæddur að Prests- bakka í Hrútafirði og voru íoreldrar hans merkishjónin Páll Ólafsson, prófastur þar og síðar í Vatnsfirði, og kona hans Arndís Pétursdóttir Eggerz. Páll stundaði bú- fræðinám á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan 1916, og var síðan ráðsmaður á búi for- eldra sinna í Vatnsfirði til 1924. Frá 1924 rak hann sjálfur búskap í Vatnsfirði til 1929 að hann flutti að Þúfum og bjó þar síðan hinu gagnsamasta myndarbúi um eða yfir 30 ár, eða þar til Ásgeir tengdasonur hans tók við búsforráðum. Fjöldi trúnaðarstarfa hafa Páli verið falinn fyrir sveit sína og hérað. Á árinu 1923 var hann kjörinn oddviti Reykjarfjarðarhrepps og því starfi gegndi hann yfir 40 ár. Hreppstjóri sveitar sinnar var hann um 30 ára skeið, og sýslunefndarmaður í nær 50 ár. Formaður búnaðarfélags í 40 ár og búnaðarþingsfulltrúi frá 1938—1958. Hann var áratugum saman í stjórn Kaupfélags ísfirðinga og í stjórn Djúpbátsins hf. Mörg önnur trúnaðarstörf hefur hann annast þó þau verði eigi hér talin. Það er samdóma álit þeirra sem bezt til þekkja, að öll trúnaðarstörf sem Páli hafa verið falin hafi hann annazt af sérstakri vandvirkni og trúnaði svo að ekki varð á betra kosið. Sá sem þessar línur ritar getur borið um þetta af eigin raun, því Páll var umboðsmaður Skattstofu Vestfjarðaumdæm- is í um það bil einn áratug. Öll störf hans í þágu embætt- isins einkenndust af vand- virkni, nákvæmni og reglu- Rækjuveiðarnar Rækjuveiðarnar í Arnar- firði hófust 15. september og stunduðu 11 bátar veiðar í september. Varð heildaraflinn á þessu tímabili 38,7 lestir. Afli var yfirleitt tregur og rækjan mjög smá. Aflahæstu bátarnir voru með röskar 5 lestir í 11—13 róðrum. í fyrra hófust rækjuveiðar í Arnarfirði 21, sept. og öfluðu 13 bátar þá 47,6 lestir. Frá Drangsnesi og Hólma- vik stunduðu 5 bátar rækju- veiðar í september og öfluðu þeir 24,3 lestir. Voru fjórir þeirra með um 6 lestir. Afla- hæstur var Kópur með 6,3 lestir. í fyrra voru 3 bátar frá Hólmavík byrjaðir rækju- veiðar í september, og öfl- uðu þeir 17,8 lestir. Rækjuveiðarnar í ísafjarð- ardjúpi hófust 1. október, og er gert ráð fyrir að 60—70 bátar muni stunda rækjuveið- ar í Djúpinu á þessu hausti. Er það veruleg aukning frá í fyrra. Heildarveiðimagn verður nú takmarkað við 160 lestir á viku hverri, en leyfi- legt er að flytja það á milli vikna. Fyrstu 3 daga vik- unnar má hver bátur veiða 1500 kg, en heildarafli hvers báts er takmarkaður við 6000 kg á viku, eins og í fyrra. starfi. Foringjaliðinu hefur ekki einu sinni þótt taka því að gefa út eitt einasta eintak af blaði sínu til að þakka fyrir sig í kosningunum, og hefur þó margur þakkað fyrir minna, — hvað þá að þeir hafi í blaðagrein eða á öðrum vettvangi reifað eitthvað af öllum þeim áhugamálum, sem þeir telja sig vera barmafulla af. Þetta lofar ekki góðu. Það færi betur, og það skyldi maður vona, að sigur Sam- takamanna í kosningunum verði til hagsbóta fyrir bæjar- félagið. En það mun tíminn leiða í Ijós. J.Á.J. semi, og öll gögn frá hans hendi bárust jafnan á réttum tíma. Eiginkonu sinni, Björgu Jóhönnu Andrésdóttur frá Blámýrum í Ögurhreppi, kvæntist Páll 24. apríl 1919. Hún andaðist 19. október 1966, 73 ára gömul. Björg var hin mesta fyrirhyggju- og myndarkona. Þau hjónin eignuðust tvö börn, sem upp komust, Pál, bónda og hreppstjóra að Borg í Miklaholtshreppi, sem kvæntur er Ingu Ásgrímsdótt- ur, og Ásthildi eiginkonu Ás- geirs Svanbergssonar, bónda og hreppstjóra í Þúfum. Um leið og ég þakka Páli í Þúfum ágæt kynni og sam- starf óska ég honum allra heilla í tilefni áttatíu ára af- mælisins. Jón Á. Jóhannsson. Nohkrar nýkjðrnar nefndir Á fundi bæjarstjórnar ísa- fjarðar 21. f.m. var kosið í nefndir samkvæmt samþykkt- um bæjarins. Að þessu sinni hefur blaðið ekki tök á að birta allar nefndirnar, en hér eru fáeinar: Hafnarnefnd: Jóhann Júlíusson, Marsell- íus Bernharðsson, Guðmund- ur Ingólfsson, Sturla Hall- dórsson, og forseti bæjar- stjórnar, sem er formaður nefndarinnar. Varamenn: Kristján J. Jónsson, Símon Helgason, Guðmundur Guðjónsson og Pétur Geir Helgason. Byggingarnefnd: Daníel Kristjánsson, Þröst- ur Marsellíusson, Matthías Jónsson, Kristján Reimarsson og bæjarstjórinn, sem er for- maður nefndarinnar. Varamenn: Örn Snorrason, Samúel Jónsson, Pétur Ein- arsson og Einar Gunnar Ein- arsson. Atvinnumálanefnd: Eiríkur Sigurðsson, Ólafur Þórðarson, Birgir Valdimars- son, Ágúst Oddsson og Sam- úel Jónsson. Varamenn: Jakob Haga- línsson, Aage Steinsson, Guð- mundur T. Sigurðsson, Hinrik Matthíasson og Sveinn Guð- bjartsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.