Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 Jón Arnór Stef-ánsson skor- aði 4 stig fyrir Granada sem tap- aði stórt, 112:87, gegn Unicaja á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær. Jón Arnór lék í 15 mínútur og skoraði hann úr fjórum vítaskotum. Granada er í 14. sæti af alls 18 liðum með 6 sigurleiki og 10 tapleiki. Unicaja er í 7. sæti.    Norðmenn báru sigurorð af Sló-vökum, 44:31, í æfingaleik í handbolta karla í gær en Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir EM. Kjetil Strand skoraði 9 mörk fyrir Noreg.    Everton lenti í vandræðum Carl-isle í 3. umferð ensku bik- arkeppninnar en tókst að lokum að vinna 3:1, með því að skora tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins. James Vaughan, Leighton Baines og Tim Cahill gerðu mörkin fyrir Everton og skoraði Cahill þar með sitt 50. mark fyrir félagið.    Manchester City hélt sigurgöngusinni áfram undir stjórn Ítal- ans Roberto Mancini. City sótti 1. deildarlið Middlesbrough heim og hafði betur, 1:0, með marki frá Benj- ani. Þar með hefur Manchester-liðið unnið alla þrjá leikina frá því Manc- ini tók við stjórastöðunni af Mark Hughes.    Niko Kranjcarskoraði tvö af mörkum Tott- enham sem átti ekki í vandræðum með að leggja Peterborough að velli, 4:0, á White Hart Lane. Rob- bie Keane og Jermain Defoe gerðu sitt markið hver en sigur Lundúnaliðsins hefði getað orðið mun stærri því liðið réð ferðinni allt frá byrjun og óð í færum.    Sandrine Aubert frá Frakklandisigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í gær í Zagreb í Króat- íu. Hún var hálfri sekúndu á undan Kathrin Zettel frá Austurríki sem var með besta tímann eftir fyrri ferð- ina. Susanne Riesch frá Þýskalandi varð þriðja og systir hennar Maria varð fjórða. Maria Riesch er í efsta sæti í samanlögðum árangri á heims- bikarmótum vetrarins.    Skosku risarnir Celtic og Rangersgerðu 1:1 jafntefli í toppslag skosku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu en liðin áttust við á heimavelli Celtic í gær. Scott McDonald kom Celtic með skallamarki á 79. mínútu en Adam var ekki lengi í paradís hjá heimaönnum því Lee McCulloch jafnaði tveimur mínútum síðar með skallamarki.    Heiðar Helguson lék að nýju meðQPR í gær en hann sneri aftur í herbúðir liðsins þann 28. desember þegar lánssamningur QPR og Wat- ford rann út. Heiðar var valinn í leik- mannahóp QPR fyrir bikarleikinn gegn Sheffield United í gær og lék hann síðustu átta mínúturnar. Leik- urinn endaði 1:1 og mætast þau að nýju á heimavelli QPR í næstu viku. Fólk sport@mbl.is ea og Arsenal n í 4. umferð ensku yrnu í gær. u 1. deildar liði Wat- ord Bridge. Eftir að ester United gegn ar Chelsea á sér sín- rsigur, 5:0. Hinn tví- tækifærið vel sem var fjarri góðu vö mörk, þeir Frank uda eitt hver og ark. í það var mjög mik- l og spila jafn vel og ekki mætt í leikinn hefðum lent í vand- otti, knatt- sigur sinna manna. ,,Sturridge var mjög góður í leiknum og frammistaða hans var okkur mjög mik- ilvæg. Hann hefur mikla hæfileika, þessi strákur,“ sagði Ancelotti.  Arsenal sótti granna sína í West Ham heim á Up- ton Park og hafði betur, 2:1. Ítalski miðjumaðurinn Alessandro Diamanti kom heimamönnum yfir þegar hann slapp einn í gegnum vörn Arsenal á loka- mínútu fyrri hálfleiks. Staðan var 1:0 allt fram á 77. mínútu en þá bar þung sókn Arsenal loks árangur þegar Walesverjinn efnilegi Aaron Ramsey jafnaði metin og sex mínútum síðar skoraði Króatinn Eduardo sigurmarkið með glæsilegri kollspyrnu. gummih@mbl.is burstaði Watford og tryggði Arsenal sigur Daniel Sturridge Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÍVAR, Brynjar Björn og Gylfi Þór léku allan tímann fyrir Reading – Ív- ar í miðvarðarstöðunni, Brynjar sem hægri bakvörður og Gylfi á vinstri kanti. Allir áttu þeir góðan leik og fékk Gylfi Þór mikið lof fyrir frammistöðu sína en Hafnfirðing- urinn var mjög sprækur og var ekki langt frá því að skora en Pepe Reina varði þrumuskot hans seint í leikn- um. Gylfi vildi líka fá dæmda víta- spyrnu í fyrri hálfleik. Hefði verið gaman að sjá boltann í netinu ,,Ég var bara mjög sáttur við minn leik en þetta er ekki besti leikurinn sem ég hef spilað á tímabilinu. Það hefði verið gaman að sjá boltann fara inn í seinni hálfleik. Skotið var fast en ég náði ekki setja boltann nógu utarlega. Mér fannst ég hefði átt að fá víti í fyrri hálfleiknum. Hann tog- aði í mig en dómarinn var greinilega á öðru máli,“ sagði Gylfi Þór, sem var meðal annars valinn í úrvalslið úr bikarleikjum laugardagsins hjá enska blaðinu New of the World. Liðin verða því að mætast aftur og það á Anfield miðvikudaginn 13. jan- úar en Rafael Benítez knattspyrnu- stjóri Liverpool hefur líklega reikn- að með því að það lið sem hann stillti upp færi með sigur af hólmi. Í því voru menn eins Gerrard, Torres, Carragher og Reina, en bar- áttuglaðir leikmenn Reading báru enga virðingu fyrir mótherjum sín- um og heilt yfir í leiknum var Read- ing sterkara liðið. Verður gaman að spila á Anfield ,,Það kom mér ekki á óvart að Liv- erpool skildi tefla fram svo sterku liði þar sem það er úr leik í Meistara- deildinni og á enga möguleika á vinna deildina. Við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt og gefa okkur 100% í leikinn og ég held að við höf- um gert það,“ sagði Gylfi. Gylfa segist hlakka mikið til að etja aftur kappi við Liverpool og það á hinum fræga Anfield. ,,Það verður gaman að spila á An- field fyrir framan 45.000 áhorfendur. Ég stefni að sjálfsögðu að því að slá Liverpool út og skemma fyrir þeim tímabilið. Það yrði ansi gaman. Mið- að við leikinn í gær þá tel ég alveg möguleika fyrir okkur að vinna. Vissulega þarf allt að ganga upp en ég hef alveg trú á að við getum stolið einum sigri. Það er allt hægt,“ sagði Gylfi, sem er markahæsti leikmaður Reading á tímabilinu. Næsti leikur Reading er á heima- velli gegn Newcastle um næstu helgi og þá verður fjórði Íslendingurinn kominn með leikheimild með liðinu, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Líst vel á að fá Gunnar Heiðar ,,Mér líst mjög vel á að fá Gunna í liðið. Hann hefur staðið sig vel á æf- ingum og hann hlítur að vera ánægð- ur að fá tækifæri til að spreyta sig á móti Liverpool. Ég tel vel mögulegt fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu. Hann verður bara að grípa tækifær- ið þegar það gefst og ég er viss um að hann geri það,“ sagði Gylfi. Yrði gaman að skemma tímabilið fyrir Liverpool Reuters Barátta Fernando Torres náði ekki að skora gegn Ívari Ingimarssyni og félögum hans í Reading í ensku bikarkeppn- inni. Hér er spænski landsliðsframherjinn í baráttunni gegn Ívari sem er fæddur og uppalinn á Stöðvarfirði. „Það er ekki slæmt að gera jafntefli á móti Liverpool og ég tel alveg mögu- leika á að vinna Liverpool á Anfield. Það verður að vísu ansi erfitt en alls ekki ómögulegt,“ sagði Gylfi Þór Sig- urðsson, leikmaður Reading, við Morgunblaðið í gær en Reading með Gylfa Þór, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson gerði 1:1 jafntefli við Liverpool í 3. umferð ensku bikar- keppninnar á Medejski Stadium í fyrrakvöld. Simon Church kom Read- ing yfir á 24. mínútu en fyrirliðinn Steven Gerrard jafnaði 12 mínútum síðar.  Gylfi Þór Sigurðsson segir vel mögulegt fyrir Reading að leggja Liverpool að velli á Anfield  Liðin skildu jöfn, 1:1, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar Í HNOTSKURN »Brian McDermott, sem stýr-ir liði Reading tímabundið eftir að Brendan Rodgers var rekinn, hrósaði Gylfa Þór sér- staklega fyrir góða frammi- stöðu í viðtali við enska fjöl- miðla eftir leikinn. »Liverpool og Reading eig-ast við á nýjan leik á An- field í Liverpool miðvikudaginn 13. janúar. VALSMENN fengu góðan liðsstyrk á síð- asta degi ársins þegar Haukur Páll Sig- urðsson skrifaði undir tveggja ára samn- ing við Hlíðarendaliðið. Haukur Páll kemur til Valsmanna frá Þrótti en hann varð markahæsti leikmaður liðsins í Pepsi-deildinni síðastliðið í sumar og skoraði 6 mörk fyrir Þrótt í 15 leikjum með liðinu sem féll úr deildinni. Haukur Páll er 22 ára gamall miðju- maður sem mörg lið úr úrvalsdeildinni hafa haft augastað á en Valsmenn höfðu betur í kapphlaupinu um að fá hann í sín- ar raðir. Hann lék sem lánsmaður með norska 1. deildarliðinu Alta í september og október og þá var hann til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Watford í síðasta mánuði. Hann hefur leikið einn leik með U21 árs landsliðinu og fimm leiki á hann að baki með U19 ára liðinu. Áður hafa Valsmenn fengið Jón Vilhelm Ákason frá ÍA, Stefán Eggertsson og Rúnar Már Sigurjónsson frá HK og þá kemur Haf- þór Ægir Vilhjálmsson til baka en hann var í láni hjá Þrótti seinni hluta síðustu leiktíðar. Valsmenn hafa séð á eftir Arnari Gunn- laugssyni og Guðmundi Mete í Hauka, Baldur Bett fór til Fylkis, Helgi Sigurðs- son í Víking og Pétur Georg Markan fór aftur til Fjölnis. gummih@mbl.is Haukur Páll til liðs við Valsmenn – samdi til tveggja ára við félagið Haukur Páll Sigurðsson ÚTFÖR Hrafnkels Kristjáns- sonar íþróttafréttamanns á RÚV, sem lést á jóladag eftir umferðarslys hinn 18. desember, verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag klukkan 13. Útför Hrafnkels í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.