Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 REAL Madrid mistókst í gærkvöld að skjótast á topp spænsku 1. deild- arinnar í knattspyrnu en nífaldir Evrópumeistarar urðu að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Osasuna í Pamplona. Stjörnum prýtt lið Real Madrid, sem í vantaði þó Brasilíumanninn Kaká, náði sér ekki á strik gegn huguðum liðsmönnum Osasuna og mátti Madridarliðið teljast lukku- legt með að hafa náð öðru stiginu.  Barcelona tapaði sínum fyrstu stigum á heima- velli á leiktíðinni þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Villareal. Fyrir leikinn var mikil sýning á Camp Nou en þar fengu stuðningsmenn Barcelona að sjá alla sex bikarana sem liðið hefur unnið á einu ári. Pedro kom Börsungum yfir eftir sex mínútna leik en David Fuster jafnaði fyrir gestina í byrjun seinni hálfleiks. ,,Þetta var mjög erfiður leikur en þessi úrslit verða bara til þess að efla okkur,“ sagði Joesep Guardiola, þjálfari Barcelona, eftir leikinn en Börsungar sökn- uðu Argentínumannsins Lionel Messi tilfinnanlega í leiknum. Barcelona hefur 40 stig í efsta sæti, hefur ekki tapað leik á tímabilinu, Real Madrid er með 38 stig og Valencia 32 en liðið sigraði Espanyol, 1:0, og skor- aði Nikola Zigic, Serbinn stóri og stæðilegi eina mark leiksins í uppbótartíma. gummih@mbl.is Spænsku risarnir töpuðu stigum Zlatan Ibrahimovic KÁRI Steinn Sigurðsson sigraði í karlaflokki í gamlárshlaupi ÍR sem fram fór á síðasta degi ársins 2009. Kári hljóp á 31 mínútu og 20 sek- úndum. Metþátttaka var í hlaupinu í ár, 937 hlauparar. 13 ára stúlka lenti í þriðja sæti í kvennaflokki. Í öðru sæti í karlaflokki lenti Stefán Guð- mundsson úr Breiðablik á 34,26 mínútum og í þriðja sæti varð Birgir Sævarsson úr ÍR á 35,20. Fyrst kvenna í mark var Arndís Ýr Haf- þórsdóttir, sem kom í mark á tímanum 38,12 mínútum. Önnur var Íris Hanna Skúladóttir á tímanum 39,42 mínútum en bæði Íris og Arndís hlaupa fyrir Fjölni. Þriðja sætið var nokkuð óvænt í ár, en hin 13 ára gamla Aníta Hinriksdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokki á 40,07 mínútum. Kári Steinn og Arndís sigruðu Arndís ÝrKári Steinn Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ARNÓR byrjaði leikinn af krafti, og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum FCK í úrslitaleiknum sem fram fór í Árósum að viðstöddum tæplega 5.000 áhorfendum. Þessi lið áttust við í undanúrslitum í fyrra og þar tapaði FCK, 41:27. Forráðamenn FCK geta glaðst yfir árangrinum í bikarkeppninni því kvennalið félagsins er einnig bikarmeistari. Norski landsliðsmaðurinn Erlend Mamelund var markahæsti leik- maður FCK með 10 mörk en Arnór kom þar næstur með 7. Þjálfari FCK er Magnus Andersson frá Svíþjóð en hann er margreyndur landsliðsmaðurinn og lék stórt hlut- verk í „gullaldarliði“ Svía. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi. Arnór kom FCK yfir, 31:30, þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Leikmenn Bjerr- ingbro-Silkeborg fór í sókn en danski landsliðsmarkvörðurinn Kapser Hvidt varði í marki FCK. Mamelund átti skot í stöng þegar 40 sekúndur voru eftir og Bjerr- ingbro-Silkeborg gat jafnað. Þjálf- ari Bjerringbro-Silkeborg tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eft- ir en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn án þess að liðið næði skoti að marki. „Það sem réð úrslitum var sú reynsla sem er í okkar liði. Við höf- um leikið úrslitaleiki áður, tekið þátt í Meistaradeildinni. Í upphafi tímabilsins sögðum við að það væri markmiðið að vinna bikarmeist- aratitilinn. Við náðum því markmiði og þá er næsta markmið að landa gullinu í deildarkeppninni,“ segir Arnór í viðtali sem birt er á heima- síðu félagsins. Arnór tryggði sigurinn  Arnór Atlason skoraði 7 mörk og fagnaði bikarmeistaratitlinum með FCK  Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði síðasta mark leiksins í 31:30 sigri Morgunblaðið/Brynjar Gauti Meistari Arnór Atlason skoraði 7 mörk í bikarúrslitaleiknum í Danmörku fyrir FCK Kaupmannahöfn. Arnór Atlason fagnaði bikarmeist- aratitlinum í handknattleik karla í Danmörku ásamt félögum sínum í FCK Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn í stuttri sögu FCK þar sem liðið landar bikarmeistaratitlinum en FCK var stofnað árið 2002. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði alls 7 mörk og hann skoraði síðasta mark leiksins tveimur mínútum fyrir leiks- lok gegn Bjerringbro-Silkeborg, loka- tölur 31:30. ÍþróttamaðurVals var út- nefndur á gaml- ársdag í 18. sinn og að þessu sinni varð knatt- spyrnukonan Dóra María Lár- usdóttir fyrir valinu. Dóra hef- ur verið algjör lykilmanneskja und- anfarin ár í kvennaliði Vals, sem varð Íslands- og bikarmeistari 2009.    Fram, líkt og mörg íþróttafélög,útnefndu íþróttamann félags- ins á gamlársdag og að þessu sinni varð handboltakonan Stella Sigurðardóttir fyrir valinu. Hún er jafnframt fyrsta konan sem hlýtur þennan eftirsótta titil hjá Fram.    Bergur IngiPétursson var á gamlársdag útnefndur íþróttamaður FH 2009. Bergur Ingi hlýtur þá sæmd fyrir góð- an árangur í sleggjukasti en hann kastaði sleggjunni lengst 73,00 m. Bergur Ingi er stigahæsti frjálsíþróttamað- ur Íslands og var valinn frjáls- íþróttamaður Íslands 2009.    Árni Már Árnason, sundmaðurvar kjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar á gamlársdag. Borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson varð annar í kjörinu og knattspyrnumaðurinn Símun Ei- ler Samuelsen þriðji    Hörður Axel Vilhjálmssonkörfuknattleiksmaður var val- inn íþróttamaður Keflavíkur árið 2009.    Rakel Hönnu-dóttir knattspyrnukona úr Þór/KA og ís- lenska landslið- inu var únefnd íþróttamaður Þórs og er þetta annað árið í röð sem hún verður fyrir valinu. Rakel átti virkilega gott tímabili en hún fór mikinn með norðanliðinu í Pepsi-deildinni og var fastamaður í sterku liði Íslands.    Grindvíkingar útnefndu íþrótta-karl- og konu ársins á gaml- ársdag og þar urðu fyrir valinu körfuboltamaðurinn Þorleifur Ólafsson og knattspyrnukonan El- ínborg Ingvarsdóttir.    Helena Sverrisdóttir skoraði 17stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 78:74 sigri TCU gegn Texas A&M skólanum í fyrra- dag í bandaríska háskólakörfubolt- anum. Fólk sport@mbl.is Liðsfélagarnir Gilbert Arenas og Javaris Crittenton hjá NBA liðinu Washington Wizards voru helsta fréttaefnið í NBA deildinni. Afrek þeirra á körfuboltavellinum voru þó ekki umfjöllunarefnið. Atvik í bún- ingsklefa liðsins eftir æfingu á jóla- dag er til rannsóknar hjá alríkislög- reglu en liðsfélagarnir eiga að hafa dregið upp byssur og hótað hvorum öðrum í uppgjörsdeilu vegna veð- mála. Arenas er vel þekkt stærð í NBA deildinni, hann er 27 ára gam- all og var á sínum tíma í fremstu röð en alvarleg hnémeiðsli hafa hægt á ferli bakvarðarins. Crit- terton, sem er 22 ára, hefur ekk- ert leikið á þessari leiktíð vegna meiðsla. Arenas sagði við bandaríska fjöl- miðla í gær að hann hafi geymt skammbyssu í búningsklefa Wash- ington liðsins og það væri ekki til eftirbreytni. Hann mun svara spurn- ingum lögreglunnar í dag, mánudag, en Arenas sagði eftir 97:86 tapleik gegn San Antonio Spurs í fyrrinótt að það væri ekki rétt að hann hefði dregið upp byssu og ógnaði liðs- félaga sínum. Richard Jefferson leikmaður San Antonio Spurs og fyrrum liðsfélagi Arenas í Arizona háskólaliðinu telur að „lélegur brandari“ hafi farið úr böndunum. „Ég trúi þessu ekki og Gilbert Are- nas er ekki sú manngerð sem dregur upp byssu til þess að ógna fólki,“ sagði Jefferson. Margir leikmenn og þjálfarar hafa tjáð sig um málið á undanförnum dögum en David Stern fram- kvæmdastjóri deildarinnar lítur málið alvarlegum augum. Gilbert Arenas hóf ferilinn hjá Golden State Warriors árið 2001 en hann samdi við Washington árið 2003. Arenas gerði risasamning við Washington sumarið 2008. Hann tryggði sér tæplega 14 milljarða kr. í laun yfir sex ára tímabil eða 2,3 milljarða kr. á ári. Arenas þarf að svara fyrir sig Var „byssubardagi“ Arenas og Crittenton aðeins lélegur brandari?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (04.01.2010)
https://timarit.is/issue/336537

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (04.01.2010)

Aðgerðir: