Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.04.1972, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 15.04.1972, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGIJR SEXTUGUR: Jðhann Júlíusson Jóhann Júlíusson DUGMIKLIR, forsjálir og á- ræðnir athafnaraenn eru byggðarlögum sínum og fólk- inu sem þar býr mikilvægari og traustari stoð, atvinnulega og efnalega séð, en menn alla jafna gera sér grein fyr- ir. Einn af þeim mönnum sem framarlega hafa staðið um uppbyggingu og eflingu atvinnumála á ísafirði síðast- liðna tvo áratugi er Jóhann Júlíusson, útgerðarmaður, Hafnarstræti 7 ísafirði, en hann varð sextugur 26. marz sl. Jóhann er fæddur að Atla- stöðum 1 Sléttuhreppi, og voru foreldrar hans hjónin Guðrún Jónsdóttir og Júlíus Geirmundsson. Ungur að ár- um fór Jóhann að taka virk- an þátt í störfum sem til íéllu, fyrst við búskapinn og síðar sjómennsku. Varð það honum sem cg öðrum gagn- legur cg þarfur skóli. Hann stundaði nám á Laugarvatni cg síðar lauk hann stýri- rnannaprófi hinu minna. Snemma fékk Jóhann á- huga fyrir því að efna til atvinnurekstrar. Á árunum milli 1940—50 fékkst hann við rekstur bifreiða í félagi við Þórð bróður sinn, og á þessum árum, eða fyrir og um 1950 hófu þeir fiskkaup og fiskverkun. Á árinu 1955 stofnuðu þeir ásamt fleirum Gunnvör hf. og létu smíða ágætan fiskibát, Gunnvöru IS 270, sem þeir ráku þar til fyrir fáum árum að þeir seldu bátinn, en keyptu þá stærra skip. Á árinu 1962 lét Gunnvör hf. byggja í Noregi 156 smál. stálskip, sem hlaut nafnið Guðrún Jónsdóttir og á árinu 1966 lét félagið byggja í A-Þýzka- landi 264 lesta stálskip, Júl- íus Geirmundsson. Nú á fé- lagið í smíðum í Noregi skut- togara milli 300 og 400 smál. og er það skip væntanlegt í september í haust. Er það fyrsta skipið af þessari gerð sem kemur til landsins. Sést á þessu að stjórn- endur Gunnvarar hf. hafa fylgst vel með þróuninni í sambandi við endurnýjun skipastólsins, og í þeim efn- um ekki látið sitja við orðin ein. Síðan á árinu 1956 á Gunnvör hf. 1/6 hluta í ís- húsfélagi Isfirðinga hf., en það félag rekur eitt af best búnu hraðfrystihúsum á Vest- fjörðum. Hefur Jóhann lengi átt sæti í stjórn þess fyrir- tækis. Auk þess sem Jóhann Júl- íusson hefur lengst af verið framkvæmdarstjóri Gunnvar- ar hf. var hann um árabil framkvæmdarstjóri útgerðar- félagsins Magna hf., og nú framkvæmdastjóri togveiði- skipsins Siglfirðingur, eða síðan útgerð þess hófst frá ísafirði. Það er ekki ofmælt þó sagt sé að Jóhann Júlíusson hafi stjórnað þeim fyrirtækjum sem honum hefur verið trú- að fyrir af árvekni og fyrir- hyggju. Hann hefur í mörg ár átt sæti í hafnarnefnd ísafjarð- arkaupstaðar. Jóhann Júlíusson er kvænt- ur Margréti Leós, hinni mestu myndar húsmóður, og eiga þau tvo uppkomna syni. í tilefni afmælisins óska ég og fjölskylda mín Jóhanni og fjölskyldu hans allra heilla og þakka ágæt kynni. Jón Á. Jóhannsson. HEIMILISTÆKI Fjölbreytt úrval Afborgunarskilmálar og viðgerðaþjónusta. Sundnámskeið Sundnámskeið verður haldið á vegum skólans fyrir þau börn, sem verða skólaskyld á árinu — fædd árið 1965 — og sem eiga að stunda nám í skólan- um næsta skólaár. Sundnámskeiðið hefst mánudaginn 24. þ.m. Nánari tímaákvörðun tilkynnt síðar. Nauðsynlegt er, að þau börn, sem ekki voru í forskóladeild B.í. í vetur hafi samband við skólastjórann kl. 10—11 f.h. fyrrgreindan dag. BARN ASKÓLI ÍSAFJ ARÐAR

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.