Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.04.1972, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 15.04.1972, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Dánardægnr Vilmundur Jónsson fv. land- læknir lézt hinn 28. marz nær 83 ára að aldri, fæddur 28. maí 1889. Vilmundur Jónsscn var einn af litríkustu og eftirminni- legustu mönnum sinnar sam- tíðar, maður fjölgáfaður með fjölbreytt áhugaefni. Fráleitt þótti mér að samsinna hon- um í öllu, og ýmsum þótti hann kenjóttur. En hann bar svo skarpt skyn á mörg meiriháttar mál, að smærri hálfgerð misklíðarefni gleymd ust. Hann var líka fús til að ræða um áhugamál sín og skcðanir eins við þá, er voru honum mótsnúnir og að fræða um ýmsar nýjungar úr erlendum ritum. Hann var félagshyggjumaður, þótt hann teldist jafnaðarmaður. Þar gerði hann lítt greinar- mun á aukaatriðum né ýms- um sérskoðunum manna. Gat hann því vel starfað í rúm- góðum hóp Samvinnumanna og haldið þeim saman um aðalstefnumiðin. Sáust þess merki hér í bænum. Hér verð- ur engin ævisaga færð i let- ur. Þess skal getið að hann var héraðslæknir á ísafirði 1917—1931 cg alþingismaður ísafjarðar árin 1931—1933. síðan Norður-ísafjarðarsýslu 1933—1934, féll við næstu kosningar sumarið 1934, en náði þar aftur kjöri 1937 cg sat þá Alþingi til ársins 1941, er hann sagði af sér þing- mennsku, er hann neitaði að Ijá samþykki sitt til að fresta alþingiskosningunum, sem fram áttu að fara um sumarið lögum samkvæmt, en flokkar þingsins höfðu þá komið sér saman um þing- frestunina. Var þingmennsku hans þar með að fullu lokið. Hann sat cg í bæjarstjórn ísafjarðar í 8 ár og var þar ærið umsvifamikill og harð- skeyttur málafylgjumaður Eftir að Vilmundur hvarf af Alþingi sinnti hann ekki stjórnmálum. Tildrög þess að hann hvarf af Alþingi, eftir að hann laut í lægra haldi með skcðanir sínar virðast mér eðlileg. Vilmundur var ekki til þess fallinn að róa undir öðrum mönnum, því siður að sitja aðgerðarlaus í skut. Vilmundur tók nú að sinna ritstörfum að kappi, og var mikilvirkur. Meginrit hans mun Lækningar og saga, mikið ritverk. Fjöldi þýddra bóka og tímaritaritgerða liggur eftir hann, og senni- lega mikið í handritum, því hann stundaði af kappi rit- störf til hinnstu stundar. GEFJUN AKUREYRI Hann umgekkst líka mörg nú- tímaskáldin og munu báðir hafa grætt á þeim kynnum. Vilmundur átti traustan bakhjarl í konu sinni, Krist- ínu Ólafsdóttur lækni, sem bæði studdi hann óspart í læknisstörfum hans hér, og tók einnig með alúð á móti mörgum gestum á heimili þeirra. Hún gaf sér jafnvel tíma til ritstarfa mitt í heim- ilisönnum og lækningum. Minnist ég að hún þýddi góða bók um landkönnuðinn Frið- þjóf Nansen og fleira eftir að þau hjón fluttu til Reykja- víkur. Má telja hana meðal fremstu kvenna landsins. Frú Kristín lézt fáum mánuðum á undan manni sínum. Með Vilmundi Jónssyni er mikilhæfur maður til moldar genginn, sem lætur eftir varanleg spor í þjóðlifi vorra tíma. Kr. J. Elías Albertsson, Aðalgötu 16 Suðureyri, andaðist 18. marz sl. Hann var fæddur 28. júlí 1897. Elías var kvænt ur Elínu Árnadóttur frá Skála dal í Sléttuhreppi, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust þessi börn: Jónínu, sem er búsett í Kópa- vogi, Ragnheiði og Guðmund, sem bæði eru búsett á Suður- eyri. Meðan Elías átti heima í Sléttuhreppi stundaði hann bæði búskap og sjómennsku, en verkamannavinnu eftir að hann flutti til ísafjarðar. Hann var hinn vaskasti mað- ur að hvaða starfi sem hann gekk. Síðustu árin átti hann heima á Suðureyri. Guðmundur B. Albertsson, Hlíðarv. 30, Isafirði, andaðist 20. marz sl. Hann var fædd- ur 4. júní 1901. Eftirlifandi kona hans er Hrefna Magn- úsdóttir. Þau eiguðust einn son, Magnús Reynir, sem er búsettur á ísafirði. Guðmundur átti lengi heima á Hesteyri í Sléttuhreppi og stundaði þá útgerð og sjó- mennsku. Var lengi formaður á eigin bát. Eftir að hann flutti til Isafjarðar vann hann við skipasmíðar, en hann var fagmaður í þeirri iðngrein. Guðinundur var hinn mesti dugnaðar og atorkumaður. Síð ustu árin var hann farinn að heilsu. Þeir Elías og Guðmundur Albertssynir voru bræður. Jarðarför þeirra var gerð frá ísafjarðarkirkju 25. f.m. Guðbjörg Jónsdóttir, Sund- stræti 23, ísafirði, lézt 8. þm. Hún var fædd 15. desember 1898. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jakob Falsson, skipasmiður. Þau eignuðust þessi börn: Guðrúnu, sem á heima á Bíldudal. Jónínu, og Lilju, sem báðar eiga heima á ísa- firði, Sveinbjörn, sem á heima í Hafnarfirði, Óla Aðalstein, til heimilis að Skjaldarvík við Eyjafjörð, og Hörð, á ísafirði. Áður en þau hjónin fluttu til Isafjarðar áttu þau heima á Kvíum í Grunnavíkurhreppi. Guðbjörg var á allan hátt hin mætasta kona. Jarðarför hennar er gerð í dag frá ísa- fjarðarkirkju. Auglýsing um áburðarverð 1972 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburð- arartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1972: Við skipshlið á ýmsum höfnum umhverfis land Afgreitt á bíla í Gufunesi Kjarni 33,5% N Þrífosfat 45% P205 Kalí klórsúrt 60% K2Ó Kalí brst. súrt 50% K2Ó Túnáburður 22—11—11 Garðáburður 9—14—14 Tvígild blanda 26—14 Tvígild blanda 23—23 Kalkammon 26% N Kalksaltpétur 15,5% N Þrígild bl. 12—12—17 + 2 Þrigild bl. 15—15—15— Tröllamjöl 20,5% N Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindum verðum fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hins vegar innifalið í ofangreindum verðum fyrir áburð, sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS kr. 8.420.— kr. 8.480.— 7.240.— — 7.400.— 5.260,— — 5.420.— — 6.820.— — 6.980.— — 7.840.— — 8.000.— — 7.240,— — 7.400.— — 8.340.— — 8.500,— — 8.760,— — 8.920.— — 6.920,— — 7.080.— — 5.160.— — 5.320.— — 8.960.— — 9,120.— — 8.940.— — 9.100,— — 10.360.— — 10.520.— PHILIPS oo DIIU plötuspilarar og segulbönd. Magnarar — Tunerar Hátalarar — Cassettur Ferðaviðtæki með segulbandstæki RADIONETTE og NORDMENDE útvarpsviðtæki ÖRUGG VIÐGERÐAÞJÓNUSTA dralon , BAYER Úrvals trefjaefni Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR B. ALBERTSSON AR frá Hesteyri. Hrefna Magnúsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Magnús R .Guðmundsson TU hamingju með ferminguna og til hamingju á feróum þínum í framtíöinni, meö góöan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viörar Til hamingju með svefnpoka frá Gefjun

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.