Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.11.1972, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 11.11.1972, Blaðsíða 1
BMÐ TRAMSOKNAKMANNA / !/£S TFJAKÐAKJORDÆM! 22. árgangur. ísafirði, 11. nóvember 1972. 12. tölublað. Ur stefnnræðn forsætisráðherrans EKKI verður því við komið að birta í heild hér í blaðinu hina málefnalegu og ítarlegu stefnuræðu sem Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, flutti í útvarpsumræðunum frá Alþingi þriðjudagskvöld- ið 17. f.m. En hér á eftir verður birtur stuttur kafli úr inngangsorðum forsætisráð- herrans og svo kaflinn um landhelgismálið: .... Stefna stjórnarinn er óbreytt. Hún byggist að sjálf- sögðu á málefnasamningi þeirra þriggja flokka, sem að stjórninni standa. Það verður stefna stjórnarinnar á þessu þingi að vinna að framkvæmd málefnasamningsins á þann hátt, sem ástæður frekast leyfa og að því leyti, sem hann er ekki þegar kominn til framkvæmda —- vitaskuld með hliðsjón af þeim breyt- ingum, sem kunna að hafa orðið á forsendum .... En þessi ræða, sem sam- kvæmt nýjum þingsköpum á að flytja í þingsbyrjun, og nefnd er stefnuræða, á ekki, að mér skilst, að fjalla um hið liðna, heldur fyrst og fremst um það, sem fram- undan er ■— gera grein fyrir meginverkefnum og mark- miðum á því alþingisári, sem í hönd fer. Vitaskuld hlýtur þetta oft að blandast saman, m.a. þegar um er að ræða mál, sem eru í framkvæmd og unnið er að, án þess að endanlegu marki sé náð . . . L.andhelgismálið Enn sem fyrr verður land- helgismálið, efst á blaði á málefnalista okkar. Fyrirheit stjórnarsáttmálans er þar raunar þegar komið til fram- kvæmda. Útfærsla fiskveiði- markanna átti sér stað 1. september sl. samkvæmt á- ætlun og einróma fyrirmæl- um Alþingis. Það má segja, að flestar þær þjóðir, sem hlut eiga að máli, hafi viður- kennt hin nýju fiskveiðimörk í verki. Við tvær þjóðir, Fær- eyinga og Belga, hafa verið gerðir sérstakir samningar til bráðabirgða. En við tvær vold ugar nágrannaþjóðir, Breta og Vestur-Þjóðverja, eigum við í harðri deilu, sem enn sér ekki fyrir endann á. Mál- ið er því enn ekki komið heilt Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í höfn. Að þeirri deilu tel ég óþarft að eyða orðum, þar sem hún er öllum það kunn, svo og allur gangur þessa máls. Ég endurtek aðeins það, sem reyndar áður er marg- sagt, að frá markaðri stefnu í þessu stærsta lífshagsmuna- máli þjóðarinnar verður ekki hvikað. En við höfum viljað og viljum enn, sýna öðrum, sem hér eiga sérstakra hags- muna að gæta, fulla sann- girni. Þess vegna lokum við ekki samkomulagsleið, svo lengi sem nokkur von er á sanngjarnri lausn við samn- ingabcrðið. Að öðru leyti verður kynningu á málstað okkar haldið áfram með svip- uðum hætti og að undan- förnu og unnið að því að afla stefnu okkar stuðnings og viðurkenningar, bæði hjá einstökum þjóðum og á al- þjóðavettvangi, þar á meðal á hinni fyrirhuguðu hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Það er ekki vafi á því, að þróun þjóðaréttarins er okkur hagstæð, en enginn getur þó fullyrt um það á þessu stigi, hver úrslit haf- réttarráðstefnunnar verða, eða hvenær hún muni ljúka starfi. Ég hygg, að það sé öllum ljóst nú, að eftir henni gátum við ekki beðið. Hitt er sönnu nær, að útfærslan hefði þurft að eiga sér stað fyrr. Þar tala skýrslur vís- indamanna um ástand fisk- stofna sínu skýra máli. Jafnframt því sem fisk- veiðilandhelgin hefur verið stækkuð, er það stefna ríkis- stjórnarinnar, að tekið verði upp stóraukið eftirlit með HVAÐ SKEÐUR NÆST? Það undur skeði þann 31. október 1972 að blaðið Vestri kom út, en það hafði þá legið í gröf sinni í meira en eitt ár, eða nánar tiltekið í 13 Nýr bæjarstjóri Bolli Kjartansson Nýlega hefur bæjarstjórn ísafjarðar ráðið Bolla Kjart- ansson, viðskiptafræðing, bæjarstjóra á ísafirði, og hef- ur hann þegar tekið við starfi sínu. ýmsum veiðum innan hinna nýju fiskveiðimarka og settar verði nýjar reglur um hag- nýtingu fiskveiðilandhelginnar og eru þær nú í undirbúningi. Það er stefna stjórnarinnar að efla landhelgisgæzluna svo, að hún geti gegnt sínu marg- víslega hlutverki á stækkuðu umsjónarsvæði á fullnægj- andi hátt og með sóma. Það er trú min, að enginn muni telja eftir útgjöld í því skyni. Gera má ráð fyrir, að Land helgismálið verði áfram næsta ár umfangsmesti þáttur utan- ríkisþjónustunnar, því að eins og ég hefi áður sagt, þá er enn langt til lands jafnvel þótt unnt reynist að komast að bráðabirgðasamkomulagi. mánuði. Eins og einhverjir sjálfsagt muna átti blað þetta að verða málgagn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en fljótlega tók að bera á tor- kennilegri uppdráttarsýki og ógleði í málgagni þessu, sem endaði með einskonar dá- svefni og kistulagningu. Við þá athöfn munu hafa verið við staddir helstu andans menn og hugmyndafræðingar Samtakanna. Síðustu daga októbermánað- ar fór það að kvisast, að allra nánustu aðstandendur blaðs- ins hefðu orðið varir nokkurr- ar ókyrrðar við leiðið, sem að sjálfsögðu var „utan garðs.“ Ágerðist ókyrrðin svo næstu dagana þar til loks að undrið skeði, að Vestri hristi af sér grafarviðjarnar og skreið úr gröf sinni. Er mælt að við þá sýn hafi farið hroll- ur um þá hugmyndafræðinga Samtakanna sem hugrekki höfðu til að vera viðstaddir. Hvað skeður næst? Miðað við fyrri reynslu, svo og ó- myndina (uppvakninginn) frá 31. f.m., er eins líklegt að Vestri vitji haugs síns á ný. En úr því sker framtíðin. Auk þess mun utanríkisþjón- ustan svo eins og endranær sinna margvíslegum öðrum mikilvægum störfum, bæði á sviði stjórnmála, viðskipta og upplýsingamála, sem hér er eigi kostur að fara nánar út í. Ég vil aðeins taka það fram, að stefnan í utanríkis- málum almennt og í öryggis- málum verður áfram byggð á þeim grundvelli, sem lagður er í málefnasamningnum og starfað í þeim anda, sem hann gerir ráð fyrir; að mynda sér sjálfstæða skoðun á því, sem að höndum ber og ráða fram úr því á þann hátt, er samrýmist sjálf- stæðu cg vopnlausu smáríki. Einhver átakanlegasta graut argerð sem sést hefur á prenti í ísfirzkum blöðum um bæjarmálefni ísafjarðarkaup- staðar birtist í Vestra sem dagsettur er 31. f.m., þ.e. í 1. tölublaði sem út kom eftir 13 mánaða dásvefninn. Höf- undurinn er annar bæjarfull- trúi Samtakanna, en hann er einnig varaforseti bæjarstjórn ar ísafjarðar. Það getur varla farið fram hjá þeim sem lesa grein bæjarfulltrúans, sem jafn- framt er bæjarráðsmaður, að mikillæti hans og sjálfum- gleði er ekki við nögl skorin. Það væri svo sem ágætt ef eitt mikilmenni ætti nú loks- ins sæti í stjórn bæjarins, en ekkert liggur fyrir um að svo vel hafi til tekist, enda afrek þessa bæjarfulltrúa engum augljós, enn sem komið er, þrátt fyrir það að 24 stund- ir séu í sólarhringnum, eins og hann svo gáfulega tók sér- staklega fram í blaði sínu, nokkru áður en það var dysj- að í septemberlok 1971. Framhald á 2. síðu JÓN Á. JÓHANNSSON: Dngnaðnr og stjórnkænska MIKILMENNi?

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.