Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is TÖLFRÆÐI er stór þáttur í umfjöllun um körfu- knattleik. Tölfræðin gefur alla jafna nokkuð góða mynd af frammistöðu einstakra leikmanna en nýtist sjaldnast ein og sér til þess að greina af hverju lið ná að kreista fram sigur. Þegar gluggað er í tölfræði KKÍ frá bikarúrslita- leiknum í kvennaflokki, á milli Hauka og Kefla- víkur, þá stingur í augu sá munur sem var á lið- unum í fráköstunum. Haukar tóku 51 frákast í leiknum á meðan Keflavík tók 32 fráköst. Á móti kemur auðvitað að hittni Keflvíkinga var mun betri í leiknum, það liggur í hlutarins eðli að fari skotið ofan í þá kemur frákastið ekki til. Í um- ræddum bikarúrslitaleik var hins vegar meiri- hluti þeirra frákasta sem Haukarnir tóku sókn- arfráköst. Haukar tóku 27 sóknarfráköst sem er í raun með ólíkindum. Það þýðir einfaldlega að Hauk- arnir fengu ítrekað annað tækifæri til þess að koma boltanum ofan í þegar þeim brást boga- listin. Það er ómetanlegt í leik sem þessum þar sem spennan er mikil og taugarnar þandar. Auk þess hafa sóknarfráköst sálfræðileg áhrif á leik- menn. Leikmenn öðlast aukinn kraft þegar þeir ná sóknarfráköstum og sjálfstraustið eykst. Þessi tölfræði sýnir svo ekki verður um villst hve mikla löngum leikmenn Hauka höfðu til þess að vinna bikarinn og hversu mikið þær voru til- búnar að leggja á sig til þess að landa honum. Haukar enduðu í 5. sæti þegar deildakeppninni var skipt upp í tvo riðla og lentu Íslandsmeist- arar Hauka því í neðri riðlinum. Vegna þessa töldu þær sig eflaust hafa ýmislegt að sanna í bikarúrslitaleiknum og það hefur hjálpað þeim að ná upp rétta hugarfarinu. Auk þess höfðu Haukar tapað tvívegis fyrir Keflavík á tíma- bilinu sem gerði það að verkum að Haukar voru álitnir „litla liðið“ í bikarúrslitaleiknum. Er það kannski svolítið skondið í ljósi mikillar velgengni liðsins á undanförnum árum. Ekki er þó hægt að horfa framhjá því að leikmannahóp- ur liðsins er gerbreyttur frá því í fyrra. Haukar misstu nokkra leikmenn til Hamars sem ákváðu að fylgja gamla Haukaþjálfaranum Ágústi Björgvinssyni til Hveragerðis. Á móti kemur að liðið er með tvo mjög góða útlendinga auk „turn- anna tveggja“, Telmu B. Einarsdóttur og Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur. Tóku 27 sóknarfráköst! Rauðir Leikmenn Snæfells voru ofsakátir þe Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is „JÁ, ætli sjálfstraustið hafi ekki bara verið í botni. Ég kom eiginlega sjálfri mér á óvart,“ sagði María í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum. Hún sagði undirbúningsvinnu liðsins hafa skipt sköpum. „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel og það sem við lögðum upp með gekk frábærlega vel eftir. Við vorum búnar að skoða Kefla- víkurliðið og fara yfir leikaðferðir þeirra. Þetta gekk upp hjá okkur og það er æðislegt,“ sagði María enn- fremur og sagði Haukana hafa verið meðvitaða um að í bikarúrslitaleik skiptir staðan í deildinni engu máli. Eftir að deildakeppninni var skipt upp í A- og B-riðla er Keflavík í 2. sæti A- riðils en Haukar í 1. sæti í B-riðlinum. Þar af leiðandi álitu flestir að Keflavík væri líklegri aðilinn til þess að vinna bikarinn auk þess hafði Keflavík unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur. „Þetta var alveg óvart“ „Það lið sem kemur betur undirbúið og berst allan tímann, það lið vinnur svona úrslitaleiki. Þá skiptir ekki máli hverjir eru efstir í deildinni eða hverj- ir eru neðstir í deildinni. Þessir leikir eru bara þannig að það er baráttan sem skiptir máli en ekki staðan í deild- inni,“ sagði María og var hógvær varðandi sinn þátt í leiknum. Hún átti ekki von á því að leika jafn stórt hlut- verk í sóknarleiknum og raunin varð. „Nei alls ekki. Þetta var alveg óvart! Þegar maður er varamaður þá er maður alltaf tilbúin til þess að koma inn á og gera sitt besta. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Þetta var bara minn dagur.“ Óhætt er að taka undir það með Maríu enda stendur hún uppi sem bikarmeistari og maður leiksins. „Þetta verður ekki mikið sætara. Sérstaklega þar sem ég hef ekki staðið mig neitt sérstaklega vel í deildinni,“ sagði María Lind sem er aðeins tvítug að aldri en sýndi stál- taugar og gerði mikilvægar körfur í síðasta leikhlutanum. Sóknarfráköstin kveiktu í liðinu Hin bandaríska Heather Ezell hef- ur farið á kostum hjá Haukum í vetur. Eftir miklar breytingar á leik- mannahópi liðsins hafði frammistaða Ezell kveikt von um að Haukar gætu unnið bikarinn. Ezell olli ekki von- brigðum í úrslitaleiknum og skilaði því sem til var ætlast. „Maður vill að sjálf- sögðu ganga fram fyrir skjöldu í stóru leikjunum og gera liðinu gagn. Ég reyndi að gera það. Skotnýtingin var reyndar ekki eins og best verður á kosið en ég reyndi hvað ég gat til þess að hjálpa liðinu. Það verður að hrósa stóru leikmönnunum okkar því þær stóðu sig frábærlega. Þegar skotin klikkuðu þá voru þær mættar til þess að taka frákastið og koma boltanum ofan í. Samvinna gengur út á að hjálpa liðsmönnum sínum og draga þá að landi ef með þarf. Maður hafði því ekki áhyggjur af því að reyna skotin fyrir utan því maður vissi af samherj- unum í fráköstunum,“ sagði Ezell þeg- ar blaðamaður hljóp hana uppi á leið til búningsherbergja að verðlaunaaf- hendingu lokinni. Ezell telur grimmd Haukakvenna í fráköstunum hafa gert gæfumuninn ásamt öflugum varn- arleik. „Já ég held það. Við náðum fjölda- mörgum sóknarfráköstum sem gáfu okkur þar af leiðandi fleiri tækifæri í sókninni. Þetta kveikti verulega í lið- inu. Einnig lékum við mjög góða vörn að mínu mati. Við eigum mikið hrós skilið fyrir varnarleikinn að þessu sinni. Við gerðum allt sem við gátum til þess að stöðva sóknarleik þeirra allt til leiksloka.“ „Drápu okkur í fráköstunum“ „Þær drápu okkur hreinlega í frá- köstunum. Þær tóku sóknarfráköst eins og þær fengju borgað fyrir það og fengu þá alltaf annað tækifæri í sókn- inni. Það var munurinn á liðunum í dag. Þetta er allt of dýrt. Ég segi að þetta hafi kostað okkur leikinn,“ sagði hin leikreynda Birna Valgarðsdóttir við Morgunblaðið en hún lék vel fyrir Keflavík. Morgunblaðið/Golli Fimmti Telma B. Fjalarsdóttir með bikarinn á lofti og Haukastúlkur fagna óvæntum en verðskulduðum sigri á Keflvíkingum. Þetta er í fimmta sinn sem Haukakonur eru bikarmeistarar. „Kom sjálfri mér á óvart“  María Lind valin best í úrslitaleiknum þegar Haukar unnu Keflavík  Segist ekki hafa leikið vel í vetur  Kom af bekknum, sá og sigraði  Ezell segir auðvelt að skjóta þegar samherjarnir taka fráköstin María Lind Sigurðardóttir var valin maður leiksins í bikarúrslitaleiknum í körfuknattleik kvenna gegn Keflavík á laugardaginn. María kom inn af vara- mannabekknum og hitti nánast á óað- finnanlegan leik. Á þeim 23 mínútum sem hún spilaði skoraði María 20 stig og tók 9 fráköst. Hitti úr 9 af 12 skot- um innan teigs og 2 af 3 utan þriggja stiga línunnar. Af 9 fráköstum tók hún 7 í sókn. María átti því drjúgan þátt í því að Haukum tókst að landa sigri í leik sem var nánast hnífjafn lengst af og fimmta bikartitli félagsins. Haukar – Keflavík 83:77 Laugardalshöll, bikarkeppni kvenna, Sub- waybikarinn, úrslitaleikur, laugardaginn 20. febrúar 2010. Gangur leiksins:5:4, 13:13, 19:20, 29:33, 39:37, 46:45, 51:48, 56:53, 62:60, 64:60, 69:63, 74:67, 80:69, 82:73, 83:77. Stig Hauka: Heather Ezell 25, María Lind Sigurðardóttir 20, Ragna Margrét Brynjars- dóttir 11, Telma B. Fjalarsdóttir 10, Kiki Lund 9, Guðrún Ámundadóttir 7, Helena Hólm 1. Fráköst: 24 í vörn – 27 í sókn. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22, Kristi Smith 20, Bryndís Guðmundsdóttir 19, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Rannveig Rand- versdóttir 3, Pálína Gunnlaugsdóttir 3. Fráköst: 28 í vörn – 4 í sókn. Villur: Haukar 22 – Keflavík 20. Dómarar: Davíð Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson. Góðir. Áhorfendur: Um 500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.