Morgunblaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2010 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, riðill 2: Valur – Fram............................................... 1:1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 63. – Hjálmar Þórarinsson 79. Víkingur R. – Fjölnir ..................................3:0 Helgi Sigurðsson 5., Pétur Svansson 31., sjálfsmark 35. Staðan: Fram 4 3 1 0 10:4 10 FH 2 2 0 0 5:0 6 Víkingur R. 3 2 0 1 6:2 6 Selfoss 3 2 0 1 4:4 6 Valur 3 1 1 1 4:4 4 Fjölnir 4 1 0 3 5:11 3 Leiknir R. 2 0 0 2 4:6 0 KA 3 0 0 3 1:8 0 Evrópudeild UEFA 16-liða úrslit, fyrri leikir: Lille – Liverpool ..........................................1:0 Edin Hazard 84. Atlético Madrid – Sporting Lissabon.......0:0 Rautt spjald: Leandro Grimi (Sporting) 31., Tonel (Sporting) 89. Hamburger SV – Anderlecht ....................3:1 Joris Mathijsen 23., Ruud van Nistelrooy 40., David Jarolím 76. – Jonathan Legear 45. Rubin Kazan – Wolfsburg..........................1:1 Christian Noboa 29. – Zvjezdan Misimovic 67. Benfica – Marseille......................................1:1 Maxi Pereira 76. – Hatem Ben Arfa 90. Juventus – Fulham......................................3:1 Nicola Legrottaglie 9., Jonathan Zebina 25., David Trezeguet 45. – Dickson Etuhu 36. Panathinaikos – Standard Liege..............1:3 Loukas Vyntra 48. – Axel Witsel 8., Milan Jovanovic 16., Igor De Camargo 74. Rautt spjald: Simao (Panathinaikos) 90. Valencia – Werder Bremen.......................1:1 Juan Mata 57. – Torsten Frings 24. (víti) Rautt spjald: Éver Banega (Valencia) 55. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin FH – Haukar ........................................... 31:25 HK – Grótta ............................................. 29:24 Fram – Valur ........................................... 26:25 Staðan: Haukar 15 11 2 2 384:354 24 HK 15 9 1 5 410:386 19 FH 15 9 1 5 423:393 19 Akureyri 14 8 2 4 368:350 18 Valur 15 7 2 6 374:359 16 Grótta 15 4 0 11 372:408 8 Stjarnan 14 3 1 10 326:371 7 Fram 15 3 1 11 387:423 7 1. deild karla Fjölnir – Afturelding .............................. 19:32 Staðan: Afturelding 15 12 1 2 420:334 25 Selfoss 14 12 0 2 443:326 24 ÍBV 13 9 0 4 391:336 18 ÍR 13 7 0 6 354:341 14 Víkingur R. 14 6 1 7 380:334 13 Fjölnir 15 1 1 13 289:484 3 Þróttur 14 0 1 13 300:422 1 Þýskaland RN Löwen – Melsungen ........................ 35:26 Staða efstu liða: Hamburg 23 20 1 2 771:621 41 Kiel 22 19 2 1 734:554 40 Flensburg 23 18 0 5 694:605 36 Göppingen 22 16 1 5 662:636 33 R.N. Löwen 23 15 1 7 700:621 31 Lemgo 22 13 2 7 621:579 28 Gummersbach 22 12 3 7 639:598 27 Grosswallstadt 22 12 3 7 611:584 27 Füchse Berlin 23 11 0 12 650:652 22 Lübbecke 23 8 3 12 628:637 19 Magdeburg 23 9 0 14 652:683 18 Melsungen 22 8 0 14 594:668 16 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA Philadelphia – Charlotte ...................... 87:102 Boston –Memphis ................................. 91:111 Detroit – Utah ..................................... 104:115 Miami – LA Clippers ............................ 108:97 Minnesota – Denver............................ 102:110 Oklahoma City – New Orleans.............. 98:83 Dallas – New Jersey ............................... 96:87 San Antonio – New York........................ 97:87 Sacramento – Toronto.......................... 113:90 í kvöld KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Egilshöll: Leiknir R. – Selfoss ................... 19 Egilshöll: Þróttur R. – ÍBV......................... 21 Akraneshöll: Hvöt – BÍ/Bolungarvík ........ 20 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Kórinn: Afturelding – Haukar.................... 21 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri – Stjarnan................. 19 1. deild karla: Víkin: Víkingur – Þróttur....................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Iceland-Express: Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .... 19.15 Ásgarður: Stjarnan – KR....................... 19.15 Grafarvogur: Fjölnir – ÍR...................... 19.15 1. deild karla, lokaumferð: Egilsstaðir: Höttur – Þór Þ......................... 18 Borgarnes: Skallagrímur – ÍA............... 19.15 Ásvellir: Haukar – Hrunamenn ............ 19.15 Vodafonehöllin: Valur – Þór Ak. ........... 19.15 Ísafjörður: KFÍ – Ármann..................... 19.15 Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is EFTIR jafnar fyrstu tíu mínútur skildu Kópavogsbúar gestina eftir en kæruleysi með 8 marka forskot hleypti Seltirningum aftur inn í leik- inn. Munurinn varð minnstur þrjú mörk eftir hlé en sóknarleikur Gróttu var alltof staður til að gera betur. Gróttumenn fengu aðeins of mikla viðvörun í fyrri hálfleik þegar varnartröllið Ægir Jónsson í Gróttu fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir en fékk svo sjálfur ekki neitt þegar hann var tuskaður til. Það virðist oft eins og stóru sterku strákarnir megi ekki taka á þeim minni. Mesta athygli vakti samt frammistaða manna, sem hafa lítið fengið að spreyta sig hjá HK í vetur. Búinn að bíða eftir tækifærinu „Ég fékk loksins tækifærið og það er ekkert annað að gera en nýta það. Ég er búinn að bíða heillengi eftir þessu tækifæri og alltaf verið á tán- um svo ég sprakk út núna,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson sem stóð sig með prýði og varði 18 skot en hann fékk tækifæri eftir að Sveinbjörn Pétursson, aðalmarkvörður HK, fékk tveggja leikja bann. „Ég fæ næsta leik líka því Sveinbjörn er enn í banni og við sjáum til hvað gerist þá. Ef ég stend mig þar, set pressu á Gunnar þjálfara; það þýðir ekkert annað og maður verður að standa sig því það er aldrei að vita hverju kallinn tekur uppá,“ bætti Lárus við og beindi setningunni til Magnúsar Inga Stefánssonar, sem var hinn markvörður HK í þessum leik. Hinn senuþjófurinn er Bjarki Már. Hysjum upp brækurnar Matthías Árni Ingimarsson varn- arjaxl Gróttu segir ekki seinna vænna en að liðið fari í gang. „Við náðum ekki að kveikja í vörninni í fyrri hálfleik og lendum þá átta mörkum undir og það er rosalega erfitt að koma inní seinni hálfleik og vinna það upp. Við náum reyndar muninum niður í þrjú mörk og get- um náð honum í eitt mark en náum ekki aukaskrefinu til að ná því. Við verðum að fara að hysja upp okkur brækurnar og gera eitthvað af viti. Við erum gjörsamlega komn- ir upp að þessum margfræga vegg og erum þétt upp við hann því tapið í síðasta leik gegn Stjörnunni gerði okkur mikinn óleik. Nú þurfum við að fara að reyta inn stig ef við ætlum að halda okkur í deildinni. Við erum með fínt vel spilandi lið, að vísu ekki með stærsta varamannabekk í heimi,“ sagði Matthías Árni. Hann stóð í ströngu í vörn Gróttu en brá sér þó fram til að skora tvívegis, annað eftir frábæra sendingu frá hinu varnartröllinu, Ægi. „Ægir átti flotta stoðsendingu á mig og ég hefði átt að bæta við marki í lokin en þar liggur líka vand- inn, við náum ekki að keyra upp í hraðaupphlaupum. Þungir menn eins og við Ægir eru ekkert sérlega fljótir upp völlinn en þegar við náum að komast í fimmta gír nær maður inní punktalínuna hinum megin.“ Senuþjófar í Digranesi  Ný andlit í 29:24 sigri HK á Gróttu Ferskir leikmenn stálu senunni í Digranesi þegar HK lagði Gróttu 29:24 í gærkvöldi. Lárus Helgi Ólafs- son kom inn fyrir Sveinbjörn Pét- ursson og fór á kostum milli stang- anna en í sókninni sýndi hornamaðurinn Bjarki Már Elíasson flotta takta auk þess að stinga af í hraðaupphlaupum. Digranes, úrvalsdeild karla, N1 deild- in, fimmtudaginn 11. mars 2010. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:3, 7:5, 10:5, 11:8, 16:8, 17:12, 18:12, 19:15, 21:15, 22:19, 24:19, 24:21, 27:22, 27:24, 29:24. Mörk HK: Bjarki Már Elíasson 7, Valdimar Fannar Þórsson 6/2, Ragn- ar Hjaltested 5/1, Atli Ævar Ingólfs- son 4, Ólafur Víðir Ólafsson 3, Sverr- ir Hermannsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 18 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmason 6, Jón Karl Björnsson 5/3, Anton Rún- arsson 3, Davíð Hlöðversson 2, Arn- ar Freyr Theódórsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Matthías Árni Ingi- marsson 2, Halldór Ingólfsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1. Varin skot: Gísli Rúnar Guðmunds- son 16/1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: Tæplega 250. HK – Grótta 29:24 Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is HEATHER Ezell körfuknatt- leikskona frá Bandaríkjunum hefur vakið athygli í vetur fyrir vasklega framgöngu með Íslands- og bik- armeisturum Hauka. Hún var í gær heiðruð við frammistöðu sína í síðari hluta Iceland Express deildarinnar þegar hún var valin besti leikmaður umferðanna 12 - 20. Úrvalsliðið skipa, ásamt Ezell, þær Birna Val- garðsdóttir, Keflavík, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir KR, Helga Hall- grímsdóttir, Grindavík, og Signý Hermannsdóttir, KR. Ágúst Björg- vinsson, Hamri, var valinn besti þjálfarinn og Julia Demirer, einnig úr Hamri, var valinn mesti dugnað- arforkurinn. Tölfræðin segir sitt um frammi- stöðu Ezell í vetur. Í seinni hluta mótsins skoraði hún 28 stig að með- altali í leik, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Ezell er 23 ára gömul og lék í hæsta gæðaflokki í banda- ríska háskólaboltanum. Ezell er frá Missouri og segist hafa byrjað snemma að spila körfubolta. Hún spilaði með Iowa State-háskólanum og var í byrjunarliði öll fjögur árin en liðið var í einum sterkasta riðl- inum í háskólaboltanum. Hún var fyrirliði Iowa á síðasta ári sínu og þá var liðið einum sigri frá því að kom- ast alla leið í undanúrslit keppn- innar. Með þennan feril í há- skólaboltanum þá liggur kannski beinast við að spyrja hvernig það kom til að Ezell kom til Íslands. „Ég útskrifaðist síðasta vor og var í æfingabúðum síðasta sumar þar sem leikmenn geta sýnt sig og sann- að. Umboðsmaður minn taldi Ísland vera góðan valkost fyrir mig og ég var spennt fyrir því. Það er úr færri tilboðum að velja fyrir leikmenn vegna efnahagsástandsins í heim- inum og ég var því tilbúin að skoða ýmsa möguleika, “ sagði Ezell í Heather Ezell í sérflokki  Fékk upplýsingar um Ísland hjá Hardy og Mahoney Best Heather Ezell hefur leikið frábæ Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,OKKUR hungraði í sigur á móti Haukunum. Við vorum búnir að læra af reynslunni og það kom ekki til greina annað en að halda fengnum hlut. Við urðum að vinna í þeirri stöðu sem við erum í og með gríðarlegri baráttu, frá- bærri vörn og markvörslu ásamt gíf- urlegum vilja hafðist það. Við vorum svo sannarlega tilbúnir og nú þurfum við að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmunds- son, lykilmaður í FH-liðinu, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Það mátti fljótt merkja í Hafn- arfjarðarslagnum, sem komst aldrei á almennilegt flug, að FH-ingar höfðu meiri matarlyst og með viljann að vopni ásamt samhentri liðsheild tókst þeim að slá flest vopn úr höndum Haukanna og hafa undirtökin nær allan tímann. Pálmar Pétursson stóð vaktina vel fyrir aftan hörkuvörn FH-liðsins, sem einhverra hluta vegna nær upp meiri stemningu í leikjum gegn toppliðunum. Bjarni Fritzson var drjúgur og þó svo að Ólafur Guðmundsson hafi ekki hitt rammann nægilega vel stóð Haukunum mikil ógn af honum. ,,FH-ingunum langaði greinilega meira að vinna en okkur. Við lékum því Skorar FH-ingurinn Örn Ingi Bjarkason sendir boltann í mark Haukanna og Freyr B Hungraðir  FH náði að leggja granna sína og meistara í Haukum í fjórðu tilraun Þungu fargi er létt af leikmönnum FH og stuðningsmönnum þeirra eftir sex marka sigur, 31:25, á margföldu meist- araliði Hauka en liðin áttust við í Krik- anum í gær. Eftir þrjú töp í röð gegn erkifjendunum náði FH að innbyrða sæt- an sigur og það verður því svart-hvít helgi í Firðinum næstu dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.