Morgunblaðið - 12.03.2010, Side 3

Morgunblaðið - 12.03.2010, Side 3
spjalli við Morgunblaðið en hún renndi þó ekki alveg blint í sjóinn. „Ég kannaðist við tvo bandaríska leikmenn sem hafa spilað með Hauk- um. Kiera Hardy og Megan Maho- ney spiluðu báðar í háskólaboltanum fyrir nokkrum árum. Ég ræddi við þær báðar og fékk miklar upplýs- ingar hjá þeim um íslensku deildina. Það hjálpaði mér einnig að taka ákvörðun,“ sagði Ezell ennfremur og er ánægð með dvölina. „Ég hef haft mikla ánægju af því að spila hérna. Þetta hefur verið góð reynsla og verður vonandi góður stökkpallur fyrir mig í atvinnu- mennsku því ég hef hug á því að spila körfubolta í hæsta gæðaflokki. Það er ákveðið stökk að skipta úr há- skólaboltanum yfir í atvinnumennsku eða hálfatvinnumennsku. Það tók smá tíma að venjast því,“ sagði Heat- her Ezell sem varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og verður í eldlínunni í úrslitakeppninni sem hefst um helgina. Morgunblaðið/Golli rlega með Haukaliðinu í vetur. miður flestir undir getu og allt of marg- ir af lykilmönnum spiluðu einfaldlega illa. Vörnin var léleg og þetta einhvern veginn féll með FH-ingunum. Þeir voru betri og það var eins og við biðum eftir að hlutirnir gerðust af sjálfum sér. Menn voru bara of værukærir og það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Elías Már Halldórsson, besti maður Haukanna, við Morgunblaðið. Þetta var annar tapleikur Haukanna í 15 leikjum í deildinni en síðast lágu meistararnir fyrir HK um miðjan des- ember. Morgunblaðið/Ómar Brynjarsson horfir á eftir honum. Örn og félagar unnu sætan sigur. r FH-ingar Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2010 Hjálmar Þór-arinsson tryggði Fram stig gegn Val í deilda- bikar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Hjálm- ar jafnaði metin, 1:1, tíu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu Almars Ormarssonar. Áð- ur hafði Guðmundur Steinn Haf- steinsson komið Valsmönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu Haf- þórs Ægis Vilhjálmssonar.    Cristiano Ronaldo leikmaðurReal Madrid er markahæsti leikmaðurinn í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu. Portúgalinn skor- aði sitt sjöunda mark í keppninni þegar Real Madrid gerði 1:1 jafntefli við Lyon í fyrrakvöld. Ljóst er að Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu því Madridarliðið er fallið úr leik.    Ronaldo hefur skorað þremurmörkum meira en næstu menn en sjö leikmenn hafa náð að skora 4 mörk í Meistaradeildinni í ár en það eru Michael Owen og Wayne Roo- ney úr Manchester United, Nicklas Bendtner úr Arsenal, Stefan Jove- tic úr Fiorentina, Edin Dzeko úr Wolfsburg, Miralem Pjanic úr Lyon, Milos Krasic úr CSKA Moskva og Falcao úr Porto.    Snorri SteinnGuðjónsson skoraði eitt mark, úr vítakasti, þeg- ar Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sigur á Melsungen, 35:26, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær- kvöld. Ólafur Stefánsson lék ekki með Löwen og fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr frá keppni um sinn vegna meiðsla. Uwe Gensheimer skoraði 10 mörk fyrir Löwen og Grzegorz Tkaczyk lék sinn fyrsta leik síðan hann meiddist í haust. Snorri Steinn var einmitt fenginn til félagsins vegna meiðsla hans.    Bjarni Þórðarson skoraði 14mörk fyrir Aftureldingu í gær- kvöld þegar liðið komst í toppsæti 1. deildar karla í handknattleik með því að sigra Fjölni í Grafarvogi, 32:19. Afturelding er með 25 stig en Selfoss er með 24 og á leik til góða. Einar Örn Hilmarsson var marka- hæstur hjá Fjölni með 5 mörk.    Gunnar BergViktorsson gat ekki leikið með Íslands- og bikarmeisturum Hauka í leiknum gegn FH í Kapla- krika í gærköld vegna meiðsla. Eyjamannsins var sárt saknað í vörn þeirra rauð- klæddu en Haukarnir náðu alls ekki að fylla skarð hans.    Sænski handknattleiksmaðurinnKim Andersson ætlar sér að hætta að leika með landsliðinu eftir heimsmeistaramótið sem haldið verður í heimalandi hans í janúar á næsta ári. Þetta var haft eftir And- ersson í Aftonbladet í gær. And- ersson er 28 ára gamall og segist hafa fengið nóg af landsliðinu eftir að hafa leikið með því í nærri áratug.    Bandaríska dagblaðið New YorkPost segir, að kylfingurinn Ti- ger Woods sé að búa sig undir að taka þátt í Arnold Palmer boðs- mótinu í golfi sem hefst 25. mars. Fólk sport@mbl.is Kaplakriki, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 11. mars 2010. Gangur leiksins: 2:0, 4:4, 5:6, 10:8, 13:10, 15:13, 18:15, 21:19, 23:20, 26:20, 31:25. Mörk FH: Bjarni Fritzson 9/4, Ólafur Guðmundsson 5, Örn Ingi Bjarkason 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Jón Heiðar Gunn- arsson 3, Benedikt Reynir Kristinsson 3, Ólafur Gústafsson 3. Varin skot: Pálmar Péturson 16/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8/4, Elías Már Halldórsson 7, Freyr Brynjarsson 4, Pétur Pálsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Jónatan Ingi Jóns- son 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15 (þar af 8 til mótherja), Aron Rafn Eð- varðsson 5 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur (Sigurbergur rautt spjald v/þriggja brottvísana á 58. mínútu. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson, komust ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: Um 2.200. FH – Haukar 31:25 Framhús, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 11. mars 2010. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 4:6, 8:11, 11:13, 13:13, 14:17, 17:18, 19:21, 21:21, 23:24, 26:24, 26:25. Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 7, Magnús Stefánsson 5, Andri Berg Haraldsson 5, Einar Rafn Eiðsson 3/1, Guðjón Drengsson 3, Daníel Berg Grétarsson 2, Halldór Sigfússon 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 26/1 (þar af 10 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Vals: Arnór Gunnarsson 7, Fannar Friðgeirsson 6, Sigurður Eggertsson 5, Ingvar Árnason 2, Baldvin Þorsteinsson 2, Orri Freyr Gíslason 1, Jón Björgvin Pétursson 1, Elvar Friðriksson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 16 (þar af 4 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Ekki skárri en leikmenn. Áhorfendur: Um 100. Fram – Valur 26:25 Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is FRAMARAR hafa þurft að gera sér það að góðu að verma botnsætið í deildinni um langa hríð. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liðinu en undanfarið hafa þeir séð ljós við enda ganganna og stigin eru farin að skila sér í hús í Safamýrinni. Þeir eru þó ekki hólpnir enn sem komið er og ljósið við enda ganganna gæti reynst vera lest. Verði það raunin þá fellur Fram úr efstu deild þar sem þeir hafa leikið síðan 1996. Fram er enn í botnsætinu en með þessum sigri lyfti liðið sér upp að hlið Stjörnunnar úr Garðabæ en bæði liðin eru með 7 stig. Nýliðarnir í Gróttu eru svo aðeins stigi fyrir of- an. Neðsta liðið að deildakeppninni lokinni, fellur beint niður en liðið í næstneðsta sæti þarf að taka þátt í fjögurra liða umspili, með þremur liðum úr næstefstu deild til þess að halda sæti sínu í deildinni. Leikurinn í gærkvöldi var með leiðinlegra móti og stemningin var lítil í fyrri hálfleik. Leikmenn virtust áhugalitlir og einungis um 100 áhorfendur lögðu leið sína á leikinn. Leikmenn liðanna gerðu aragrúa af mistökum í fyrri hálfleik. Sér- staklega voru Frömurum mislagðar hendur í fyrri hálfleik og Valsmenn skoruðu megnið af mörkum sínum úr hraðaupphlaupum eftir mistök Framara. Magnús Erlendsson átti hins vegar góðan dag í marki Fram og hann hélt Fram inni í leiknum með mjög góðri markvörslu, sér- staklega í kringum hálfleikinn. Alls varði hann 26 skot og átti stærstan þátt í sigrinum. Vörnin fyrir framan hann var einnig góð, þ.e.a.s þegar Framarar komust til baka og náðu að stilla upp. Lokakafli leiksins var líflegur og það verður að hrósa leikmönnum Fram fyrir að innbyrða sigur. Þeir voru undir 23:24 en skoruðu þá þrjú mörk í röð. Á síðustu fimmtán mín- útum leiksins losnaði verulega um Harald Þorvarðarson á línunni sem skilaði þá fimm mörkum fyrir Fram. Leikmenn Fram fögnuðu gríðarlega þegar sigurinn var í höfn og nú er spurningin hvort þeir séu komnir á bragðið. Liðið er í það minnsta nægi- lega vel mannað til þess að halda sér uppi. Valsmenn virtust vera á ágætri leið með að ná sér í tvö stig án þess að sýna mikla takta. Varnarleikur liðsins var í ágætu lagi en eins og áð- ur segir losnaði Haraldur úr gæsl- unni og refsaði þeim fyrir það. Sókn- arleikur Vals er hins vegar áhyggjuefni um þessar mundir og hann þurfa þeir að laga. Er Fram komið á bragðið?  Fram hleypti lífi í fallbaráttuna Fram hleypti heldur betur lífi í fall- baráttuna í N1 deild karla í hand- knattleik í gærkvöldi þegar þeim tókst að leggja erkifjendur sína í Val 26:25 í Safamýrinni. Valur hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og var yfir í hálfleik 13:11 en með góðum leikkafla undir lok leiksins tókst Fram að landa mikilvægum sigri. Morgunblaðið/Kristinn Markvarsla Magnús Erlendsson varði 26 skot í sigri Fram á Val. UM 30 frjálsíþróttamenn úr ÍR verða í æfingabúðum á Tenerife í 12 daga frá lokum þessa mánaðar og fram yfir páska. Að sögn Þráins Haf- steinssonar, þjálfara hjá félaginu, er um að ræða keppnisfólk úr meist- ara- og unglingaflokki félagsins, 17 ára og eldri. Mikill hugur er meðal ÍR-inga en lið þeirra batt enda á margra ára sigurgöngu FH í bik- arkeppni FRÍ á síðasta sumri. Sandra Pétursdóttir, Íslands- methafi í sleggjukasti kvenna, og María Felixdóttir, efnilegur kastari, eru nýkomnar heim úr æfingabúð- um með norskum frjálsíþróttamönn- um. Engan bilbug er að finna á ÍR- ingum í kreppunni, að sögn Þráins. Þvert á móti hefur starfið vaxið mjög hjá frjálsíþróttadeild ÍR síð- ustu árin. „Iðkendum fjölgaði um 30% á síðasta ári hjá okkur. Okkur sýnist sem fólk vilji meir en nokkurn tíma fyrr halda börnum sínum í íþróttum. Einnig er talsverð aukn- ing meðal fullorðinna iðkenda,“ seg- ir Þráinn og bætir við að ÍR leggi mikið upp úr gæðaþjálfun og góðri aðstöðu til æfinga. iben@mbl.is Þrjátíu ÍR-ingar í æfingabúðir á Tenerife

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.