Morgunblaðið - 12.03.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 12.03.2010, Síða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2010 Breiðablik – Hamar 74:73 Smárinn, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, fimmtudag 11. mars 2010. Gangur leiksins: 4:4, 6:13,13:13, 15:18, 21:20, 28:24, 31:28, 38:30, 42:34, 49:49, 54:47, 59:53, 61:59, 61:64, 69:67, 74:73. Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 22, Daníel Guðmundsson 17, Jeremy Caldwell, Aðalsteinn Pálsson 11, Hjalti Friðriksson 7, Þorsteinn Gunnlaugsson 5. Fráköst: 26 í vörn – 16 í sókn. Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 25, Andre Dabney 25, Viðar Hafsteinsson 9, Páll Helgason 6, Svavar Pálsson 4, Hjalti Þorsteinsson 2, Oddur Ólafsson 2. Fráköst: 19 í vörn – 8 í sókn. Villur: Breiðablik 16 – Hamar 18. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Davíð K. Hreiðarsson - Góðir. Áhorfendur: 150. FSu – Tindastóll 73:99 Selfoss, úrvalsdeild karla, Iceland Express deildin, fimmtudag 11. mars 2010. Gangur leiksins: 0:2, 8:8, 14:14, 20:29, 22:40, 27:45, 31:48, 38:52, 42:61, 50:68, 54:76, 58:84, 62:91, 73:99. Stig FSu: Christopher Caird 25, Aleksas Zimnickas 22, Orri Jónsson 12, Jake Wyatt 5, Kjartan Kárason 5, Sæmundur Valdi- marsson 3. Fráköst: 15 í vörn – 16 í sókn. Stig Tindastóls: Friðrik Hreinsson 25, Svavar Atli Birgisson 21, Cedric Isom 16, Helgi Rafn Viggósson 12, Axel Kárason 10, Halldór Halldórsson 6, Sigmar Björnsson 4, Donatas Visockis 3, Hreinn Birgisson 2. Fráköst: 19 í vörn – 14 í sókn. Villur: FSu 12 – Tindastóll 16. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Jón Bender. Áhorfendur: 29. Keflavík – Njarðvík 82:69 Toyotahöllin, úrvalsdeild karla, Iceland Express deildin, fimmtudag 11. mars 2010. Gangur leiksins: 14:13, 23:18, 31:18, 37:23, 45:36, 56:47, 67:55, 82:69. Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21, Gunn- ar Einarsson 16, Þröstur Leo Jóhannsson 12, Sigurður Þorsteinsson 12, Urule Igbev- boa 7, Gunnar Stefánsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Norðdal 2, Davíð Þór Jónsson 2. Fráköst: 25 í vörn – 7 í sókn. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 15, Nick Bradford 13, Friðrik Stefánsson 12, Guðmundur Jónsson 11, Páll Kristins- son 8, Jóhann Á. Ólafsson 5, Egill Jónasson 4, Kristján R. Sigurðsson 1. Fráköst: 38 í vörn – 16 í sókn. Villur: Keflavík 26 – Njarðvík 23. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: 560. Úrvalsdeild karla, Iceland-Expressdeildin: KR 19 16 3 1787:1530 32 Keflavík 20 15 5 1862:1582 30 Njarðvík 20 14 6 1771:1553 28 Grindavík 19 14 5 1770:1524 28 Snæfell 19 13 6 1800:1585 26 Stjarnan 19 13 6 1609:1526 26 Hamar 20 7 13 1688:1771 14 Tindastóll 20 7 13 1654:1789 14 –––––––––––––––––––––––––––––– ÍR 19 6 13 1589:1733 12 Fjölnir 19 6 13 1506:1658 12 –––––––––––––––––––––––––––––– Breiðablik 20 5 15 1554:1816 10 FSu 20 1 19 1502:2025 2  FSu er fallið í 1. deild og KFÍ frá Ísafirði hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. Næstneðsta liðið fellur einnig. Átta efstu lið fara í úrslitakeppnina. Leikir í kvöld: 12.3. Snæfell – Grindavík 12.3. Stjarnan – KR 12.3. Fjölnir – ÍR 21. umferð: 14.3. Hamar – Stjarnan 14.3. Njarðvík – Snæfell 14.3. Breiðablik – Fjölnir 15.3. Tindastóll – ÍR 15.3. Grindavík – FSu 15.3. KR – Keflavík 22. umferð: 18.3. ÍR – Grindavík 18.3. FSu – Njarðvík 18.3. Snæfell – KR 18.3. Keflavík – Hamar 18.3. Stjarnan – Breiðablik 18.3. Fjölnir – Tindastóll Besta meðalskorið í deildinni: Justin Shouse, Stjörnunni ................... 25,32 Andre Dabney, Hamri ......................... 25,30 Marvin Valdimarsson, Hamri ............. 24,65 Christopher Smith, Hamri .................. 24,65 Sean Burton, Snæfelli .......................... 21,62 Cristopher Caird, FSu......................... 21,43 Darrell Flake, Grindavík ..................... 21,21 Jovan Zdravevski, Stjörnunni............. 20,79 Páll Axel Vilbergsson, Grindavík........ 20,56 Hlynur Bæringsson, Snæfelli.............. 20,41 Brynjar Þór Björnsson, KR ................ 18,84 Svavar Birgisson, Tindastóli ............... 18,84 Aleksas Zimnickas, FSu ...................... 18,80 Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfelli...... 18,71 Staðan Eftir Guðmund Karl sport@mbl.is TINDASTÓLL lagði fallið lið FSu í átakalitlum leik á Selfossi í gær- kvöldi, 73:99, og eru komnir upp í 8. sæti úrvalsdeildarinnar. Sauðkræk- ingar eiga spennandi leiki eftir en þeir mæta ÍR og Fjölni í síðustu tveimur umferðunum en auk Ham- ars eiga öll þessi lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni. „Markmiðið okkar er að komast í úrslitakeppnina og við lögðum það upp fyrir Snæfellsleikinn að þetta væri algjörlega í okkar höndum. Við ráðum örlögum okkar sjálfir og það er besta staðan sem við getum verið í,“ sagði Karl Jónsson, þjálf- ari Tindastóls. „Fyrir leikinn í kvöld vorum við þremur skrefum frá úrslitakeppninni og nú eru tvö skref eftir. Við sjáum markmiðið handan við hornið og munum vinna saman eins og lið til að ná því.“ Karl var ánægður með leik sinna manna og ekki síst með Cedric Isom sem var einu frákasti frá þre- faldri tvennu; með 16 stig, 12 stoð- sendingar og 9 fráköst. „Við náðum fínum hraða í leiknum og Cedric stjórnaði leiknum alveg eins og herforingi. Hann veit hverjir eru heitir og leitar að þeim. Heilt yfir er ég mjög sáttur, við gerðum það sem við lögðum upp með, að spila grimma vörn og fá auðveldar körf- ur. Það tókst af og til en þess á milli sýndum við mikinn aga í sókn- arleiknum. Það getur verið hættu- legt að fara í leiki gegn liði eins og FSu. Þrátt fyrir erfiðleikana sem þeir hafa gengið í gegnum í vetur þá er þetta vel þjálfað lið með góð- an þjálfara og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera,“ sagði Karl að lokum. Stólarnir voru smá stund að finna taktinn en Friðrik Hreinsson var funheitur í 1. leikhluta og skoraði þá 17 stig. Um miðjan 2. leikhluta var forskot gestanna orðið 20 stig og eftir það var ekki spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. „Ráðum örlögum okkar sjálfir“ Eftir Helga Reyni Guðmundsson sport@mbl.is BREIÐABLIK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Hamri þegar liðin áttust við í Smáranum í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi, 74:73. Mikið var í húfi fyrir leikinn þar sem baráttan um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina er mikil, auk þess sem stutt er í fallsætið. Það tók leikmenn beggja liða smá tíma að ná mesta hrollinum úr sér í byrjun leiks. Það er kannski eðlilegt þar sem mikilvægi leiksins var mik- ið upp á framhaldið að gera. Bæði lið standa frammi fyrir mikilvægum lokaspretti í deildinni þar sem stutt er á milli þess að ná inn í úrslitakeppnina og hreinlega að falla niður í 1. deild. Lokafjórðung- urinn var æsispennandi þar sem Dabney kom Hamri einu stigi yfir með tveimur vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir. Breiðablik hélt í sókn og var það Jonathan Schmidt sem skoraði sigurkörfuna þegar 3 sekúndur lifðu leiks. Dabney fékk svo dæmdan á sig ruðning í síðustu sókn Hamars og sig- urinn þar með í höfn hjá Breiðabliki. Sævaldur Bjarnason þjálfari Breiðabliks var að vonum ánægður með sigur sinna manna: „Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með þennan sigur þar sem hann heldur okkur enn þá á lífi í bar- áttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Það hefði verið gríðarlega erfitt að mæta Fjölni á sunnudag- inn með tap á bakinu en þetta gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir síðustu tvo leikina, sagði Sævald- ur. Það er ljóst á spilamennsku Breiðabliks í gær- kvöld að mikil batamerki eru á leik liðsins og þeir munu ekki gefa sæti sitt í úrvalsdeildinni átakalaust eftir. Það er þó enn á brattann að sækja þar sem botnbaráttan er ekki minna spennandi en baráttan á toppi deildarinnar. Schmidt hélt Blikum í baráttunni Morgunblaðið/Ómar Hátt uppi Jeremy Caldwell, leikmaður Breiðabliks, gnæfir yfir leikmenn Hamars í Smáranum. Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is LEIKUR þessi verður seint hafður í minni sem einn af þeim betri og líkast til hefði verið nóg fyrir Kefl- víkinga að senda unglingaflokk sinn í leik gegn afar bragðdaufu liði Njarðvíkinga. Undirritaður hefur séð þó nokkra hildina háða hjá þessum stórveldum körfuboltans á Íslandi. Þessi viðureign er án nokk- urs vafa sú allra slakasta. Bæði lið léku afleitan körfuknattleik og þá sérstaklega þeir grænklæddu sem voru mættir líkamlega en hugurinn greinilega einhvers staðar allt ann- ars staðar. Það var gestunum frá Njarðvík til happs að í fyrri hálfleik hittu heimamenn ekki vel úr skot- um sínum og voru „aðeins“ 15 stig- um undir. Njarðvíkingar höfðu þá þegar tapað 18 boltum og enduðu leik með 30 tapaða bolta. Keflvíkingar léku fasta vörn líkt og í bikarleiknum á milli þessara liða fyrr í vetur. Njarðvíkingar virt- ust ekki geta staðist þessa pressu og grunnatriði eins og sendingar milli leikmanna rötuðu oftar en ekki beint í hendurnar á heima- mönnum eða hreinlega út af vell- inum. Keflvíkingar voru einnig langt frá sínu besta en áttu nógu marga kafla í leiknum til þess að getað knúið fram sigur. Það verður því enn einhver bið hjá Sigurði Ingi- mundarsyni að ná sigri á sínu gamla liði í því húsi sem hann hefur á ferli sínum sem þjálfari skilað flestum sigrum. Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga er hinsvegar einnig vanur að sigra í sama húsi og hann var sáttur með sigur á Njarðvík. „Þessi leikur var nú ekk- ert svakalega fallegur og þeir verða það nú líklega ekkert þessir leikir sem eru eftir í deildinni. Það er mikil barátta og mikið dæmt. Við hefðum líklega getað nýtt okkur betur í öðrum leikhluta og komið okkur í betri forystu. Hörkuvörn og þeir skora bara 5 stig í leikhlut- anum. En á móti Njarðvík er ég al- veg sáttur með 13 stiga sigur. Það var lagt upp með líkt og í síðasta leik að pressa bakverðina þeirra fast og það er bara það sem þarf að gera í svona leikjum,“ sagði Guðjón. Magnús Þór Gunnarsson var afar daufur í viðtali við Morgunblaðið. „Ég vil bara biðja stuðningsmenn Njarðvíkur innilegrar afsökunar á því að trufla þá þetta fína fimmtu- dagskvöld. Það var líklega eitthvað fínt í sjónvarpinu sem þeir hefðu betur horft á.“ Slakasti grannaslagurinn  Keflavík vann lélega Njarðvíkinga léttilega  Skoruðu 5 stig í öðrum leikhluta Keflvíkingar báru sigurorð af Njarð- víkingum í grannaslag þessara liða í gærkvöldi í Iceland Express-deild karla. 82:69 var lokastaða leiksins og líkt og í fyrri leik liðanna í deildinni lauk þessum með 13 stiga mun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.