Ísfirðingur


Ísfirðingur - 21.06.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 21.06.1975, Blaðsíða 4
Skólaslit Barna- og miðskóli Patreksfjarðar Barna- og miðskóla Patreks- fjarðar var slitið 31. maí s.l. í bamaskólanum voru 132 nemendur. Hæstu aðaleinkunn hlaut nemandi í 5. bekk 9,2. í miðskólanum voru 76 nem- endur, þar af 9. í landsprófs- deild og 18 í alm. III. bekk. Einn nemandi las 3. bekk utanskóla. Unglingaprófi luku 26 nemendur og var meðaltal aðaleinkunna 6,65. í lands- prófsdeild var meðaltal lands- prófseinkunna 6,18. í alm. 3. bekk var meðaltal aðaleink- unna 5,69. Við skólann störfuðu auk skólastjóra 13 kennarar, þar af 8 í skertum stöðum. Haukur Snorrason, skíða- kennari, kenndi á skíðí í nokkra daga. Einnig komu danskennarar og héldu sitt árlega dansnámskeið. Tólf ára nemendur fóru í kynnisferð til Reykjavíkur. Lánaðist sú ferð með afbrigðum vel og var í alla staði mjög fróðleg. Húsakynni skólans eru fyrir allöngu orðin svo lítil að það stendur eðlilegri skólastarf- semi fyrir þrifum. Þó hefur tekist að leysa af hendi brýn- ustu kennslu með því að taka á leigu húsnæði á tveim stöð- um úti í bæ. Barna- og miðskóli Bolungarvíkur Barna- og miðskólanum í Bolungarvík var slitið mánu- daginn 2. júní. Við skólann störfuðu í vetur auk skóla- stjóra 9 fastráðnir kennarar, þar af íþróttakennari í hálfu starfi. Stundakennarar voru þrír. Samtals voru nemendur 213, 153 á barnastigi (1.-6. bekkur) og 60 á unglingastigi (7.—9. bekkur). Á unglinga- prófi fékk hæstu einkunn Daðey S. Einarsdóttir 8,4, í öðru sæti var Kristín M. Bjarnadóttir með 8,0 og þriðja var Þorbjörg J. Harðar- dóttir með 7,4 í aðaleinkunn. Landspróf miðskóla tóku 10 nemendur. Hlutskarpastur var Ásgeir Bjömsson með 7,9 í landsprófsgreinum. Næstur var Elías Jónatansson með 7,8. Síðan komu Ómar Bene- diktsson og Vilhjálmur Gunnarsson, báðir með 7,6. — Á almennu miðskólaprófi var hæstur Hálfdán Daðason með 6,8 í aðaleinkunn. Skólastjóri Bama- og mið- skólans í Bolungarvík er Gunnar Ragnarsson. BíAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJORDÆMI Bílainnilutningur og tognra- útgerð UNGIR menn setja oft fram athyglisverðar hugmyndir, þó að þær séu ekki alltaf jafn vel ígrundaðar. Ein slík hug- mynd var nýlega sett frarn í Frjálsri verzlun, víðlesnasta fréttatímariti okkar um efna- hags- viðskipta- og atvinnu- mál. í síðasta tölublaði blaðs- ins birtist viðtal við ungan athafnamann, Ásgeir Gunnars- son, framkvæmdastjóra Veltis h.f. í Reykjavík. Blaðamaðurinn spyr Ásgeir, hvort innflytjendur verði ekki að taka á sig nokkra ábyrgð á því, að hér eru hundruð óseljanlegra bíla, sem liggja undir skemmdum. Svar hins unga rnanns er mjög athyglis- vert: „Ég ætla ekki að gera tilraun til að spá í endalok þessa máls. Bílaumboðin eru um 20 talsins og mörg þeirra sitja uppi með bíla frá því í Skólastjóri Bama- og mið- skólans á Patreksfirði er Daði Ingimundarson. Frá Vesffirskum nátt- úruverndarsamtökum Á FUNDI stjórnar Vestfirzkra náttúruverndarsamtaka, sem haldinn var á ísafirði 29. maí 1975, var eftirfar- andi bókun gerð: „Rætt um væntanlega fjölskylduhátíð í Vatnsfirði, sem til stendur að halda í sumar. Stjórnin lýsir sig andvíga fram kominni hugmynd um árlegt skemmtana- hald í Vatnsfirði, og bendir á slæma reýnslu á öðrum stöðum á landinu af slíkum fjöldasamkomum”. Hótel Flókalundur í SfÐASTA blaði, sem út kom 7. þ.m., var birt auglýsing frá Hótel Flókalundi þar sem tilkynnt var að hótelið hefði þá þegar opnað. Blaðið vekur athygli ferða- fólks á því að hótelið er róm- að fyrir lipra og góða þjón- ustu og ágæta aðbúð á allan hátt. Það hefur yfir að ráða ágætu húsnæði og þar eru björt og rúmgóð gistiherbergi. Eins og Vestfirðingar vita er Hótel Flókalundur á undur fögrum og friðsælum stað við hinn sögufræga Vatnsfjörð í Barðastrandarsýslu. inn BLAÐINU hafði ekki tekist að fá upplýsingar um skóla- slit Iðnskólans á ísafirði og deilda hans þegar blaðið fór í prentun, en skólastjórinn lofaði upplýsingum við fyrstu hentugleika. Væntanlega verð- ur sagt frá skólaslitunum í næsta blaði. Lækkun byggingakostnaðar UM miðjan síðasta mánuð var opnað í Reykjavík íyrirtækið Iðnval, en tilgangur þess er að lækka byggingarkostnað með því að sameina húsbyggjendur um innkaup og annast söfnun tilboða þeirra vegna. Iðnvai er til húsa að Bolholti 4, og er sameiginlegur sýningarsalur og söluskrifstofa um þrjátíu fyrirtækja, sem öll starfa á sviði foyggingariðnaðar. Er þjónusta fyrirtækisins foyggj- endum að kostnaðarlausu. Áreiðanlega sparar það húsfoyggjendum mikla fyrir- höfn og tíma, að geta fengið á einum stað upplýsingar um flesta þá fjölmörgu hluti sem til húsbygginga og húsbúnaðar þarf, svo og föst verðtilboð í þá. Framkvæmdarstjóri Iðnvals er Páll Skúli Halldórsson. Gróðursetning trjáplantna OSTA-OG SMJORSALAN s.f. snorrabraut sa. kvenfélagið Ósk hefur Isent bæjarráði erindi þar sem 'þess er óskað að félaginu verði úthlutað afgirt lands- svæði innan við gróðurreit Skógræktarfélags ísfirðinga ofan Urðavegar. Hyggst félagið gróðursetja plöntur á svæðinu í samráði við Skóg- ræktarfélagið. fyrra. Mér reiknast til að samtals séu þessir bílar nú um 1200. Umboðin bera mik- inn kostnað af þeim, bæði vexti og geymslugjöld og vandamálið getur orðið mjög alvarlegt.... Vegna þess, að ýmsir hafa rætt um þennan innflutning sem einhvers konar glæpaverk vil ég benda á að andvirði þessara bíla er á að giska 360 millj. í gjaldeyri. Menn sjá ofsjónum yfir þessu, á sama tíma og rætt er um að kaupa skuttogara fyrir millj- arð, þrátt fyrir þær bláköldu staðreyndir sem fyrir liggja um taprekstur togaraútgerð- arinnar”. (Leturbr.ísfirðings). Svo mörg eru þau orð, og séu þau spegilmynd af hugsanagangi ungra kaup- sýslumanna í dag er vissulega ekki von á góðu. ísfirðingur greindi frá því í síðasta blaði, að fimm afla- hæstu skuttogararnir á síð- ustu vetrarvertíð hafi verið frá Vestfjörðum, og hafi afla- verðmæti þeirra verið um 250 millj. króna. Með aukinni vinnslu aflans í landi má gera ráð fyrir að verðmæti hans tvöfaldist. Útflutningsverð- mæti aflans af þessum fimm skuttogurum hefur því verið um 500 millj. króna og hefði því fyllilega nægt, til að losa hina' bjartsýnu innflytjendur úr þeim vanda, sem þeir hafa komið sér í. ísfirðingur eftirlætur les- endum sínum að svara þeirri spurningu, hvort sé skynsam- legra, eins og nú er ástatt í efnahags- og gjaldeyrismálum þjóðarinnar, að endursenda þá 1200 bíla, sem innflytjendur pöntuðu í bjartsýni, eða selja skuttogarana úr landi, vegna „þeirra bláköldu staðreynda sem fyrir liggja um tap- rekstur togaraútgerðarinnar”. Hvemig væri, að við hættum að gera út og draga fisk úr sjó og reyndum að lifa á bíla- innflutningi í nokkra mánuði? ostur A ER L>»[LU® ' OG ^LJÚFFENGUR Hvers eiga þrestirnir að gjalda? í MÖRG undanfarin sumur hafa þarstarhjón byggt sér hreiður í grenitré á Austur- velli hér í bæ. En mjög sjald- an, líklega aðeins einu sinni hefir iþeim tekist að koma ungunum upp. Oftast hafa einhverjir spellvirkjar eyði- lagt heimilið um varptímann, og dettur manni þá fyrst í hug að hér séu að verki hundar eða kettir. Þessi gælu- dýr bæjarbúa virðast stundum , þurfa að leita sér að náttbóli I í garðinum. En það mun þó réttara að þama sé mann- skepnan verst. Morguninn 29. maí s.l. var ég við vinnu í garðinum og hafði ekki veitt neinu sér- stöku athygli fyrr en til mín kom kona er talaði um að í gærkvöldi hefði hún séð hreiður í einu trénu. Lítum við þá báða þangað. Hvað var að sjá? Þama höfðu greinilega einhverjir verið að reyna kastfimi sina. í sjálfu hreiðr- inu var oddur af allstórum trjábút og 3 malarsteinar á sömu grein. En þetta er ekki öll sagan. Fyrr í vor var búið að taka eggin og færa þau. Seinna voru þau brotin, meðal annars eitt þeirra á höfði styttunnar í garðinum sem á að minna okkur á móðurást. Ég leit upp til þrastanna, þau sátu þarna tvö á gamla Hæstakaupstaðarhúsinu og horfðu niður til okkar og yfir rústir aleigu sinnar. Hvers áttu þau að gjalda? Guðbjörg S. Þorsteinsdóttir.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.