Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.11.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 15.11.1975, Blaðsíða 3
I ÍSFIRÐINGUR 3 Starfsemi olíufélaganna Á FUNDI bæjarráðs nú ný- lega skýrði bæjarstjóri frá viðræðum við Indriða Pálsson, forstjóra OUufélagsins Skelj- ungs h.f., um framtíðarstarf- semi olíufélaganna á ísafirði. Upplýsti Indriði, að félögin væru reiðubúin að reka sam- eigihLega bensínafgreiðslu. Óskað er eftir afstöðu bæjar- yfirvalda til staðsetningar slíkrar afgreiðslu á Fjarðar- svæðinu. Þá var spurst fyrir um hvenær tiibúið yrði land undir framtíðarstaðsetningu oliíutanka. einkenndu framkomu Krist- jáns. Því voru kynnin oft svo hressandi. Samherjar Kristjánis sögðu stundum að hann ætti það til að hlaupa út undan sér. Margt orkar tvímælis í framkvæmd. En Kristján var aldrei grun- aður um að stjórnast af öðru en því sem hann taldi þjóð sinni fyrir beztu. Og hræsni og hrekkvísi var ekki til hjá honum. Eitt höfuðeinkenni Krist- ján var sú árátta hans að finna mönnum jafnan ein- hverjar málsbætur þegar að þeim var fundið og á þá deilt. Einu sinni þegar mönnum þótti tiltekinn áhrifamaður ekki nógu ábyggilegur og þóttust færa -rök að því, kom hann til móts við þá með þessum orðum: „Ja. Ég get kannski fall- izt á að hann sé eins og hnífur sem er bilaður á þolinmóðn- um”. Sanngirni var æðsta og fyrsta regla Kristjáns. Okkur eru kenndar reglur um ræðumennsku, áherzlur, tilburði, uppbyggingu. Krist- ján frá Garðsstöðum batt sig ekki við þann hégóma allan. Þó var hlustað á hann ekki síður en aðra. Því er ég hræddur um að ræðulistinni heyri til viss atriði, sem mörgum meisturum sést yfir. Áheyrandinn þarf að skynja manninn bak við orðin. Það var styrkur Kristjáns frá Garðsstöðum. Kristján var síhugsandi um velferðarmál þjóðarinnar. Áhuginn brást aldrei. Hann var fyrst og fremst samvinnu- maður. Hann trúði því að samvinna væri lausnarorð þjóðfélagsvandans. Og hvað sem menn kann að greina á um aðferðir til að ná þvi marki mun það reynast rétt að farsæld mannfélagsins er við það bundin að allir hafi sinn rétt og engin forréttindi. Það farsældarríki verður ekki veruleiki fyrr en þeim hefur f jölgað að mun sem eru sannir samvinnumenn í líkingu við það sem Kristján frá Garðs- stöðum var. Því er hann vin- um sínum tákn þess sam- vinnuanda sem velferð mann- kynsins er undir komin. Þannig lifir hann í minn- ingu okkar, ógleymanlegur maður. H.Kr. ísafjarðarkaupstaður ísfirðingar! - ísfirðingar! Lögtök fyrir ógreiddum gjaldföllnum gjöldum til Bæjarsjóðs ísafjarðar hefjast að nýju 11. nóvember næstkomandi. Hér með er skorað á alla þá sem skulda bæjarsjóði, að greiða eða semja um greiðslu skuldarinnar fyrir 11. nóvember n.k. ella verður greiðsla skuldarinnar tryggð með lögtaki og eftirfarandi uppboðs. Lögtaksaðgerðir verða ekki tilkynntar frekar. Bæjargjaldkeri. Vetrará- œtlun milli- landaflugs 1. NÓVEMBER gekk1 vetrar- áætlun millilandaflugs Flug- félags íslands og Loftleiða í gildi. Fluginu verður hagað með svipuðu sniði og síðast- liðinn vetur. Þó verður sú breyting á, að nú fljúga Loft- leiðaþotur allan veturinn til Chicago, en í fyrra vetur urðu hlé á því flugi bæði fyrir og eftir hátíðir. Hins vegar verð- ur nú ekki um beint flug til Stokkhólms að ræða yfir vetr- armánuðina. Flugfélögin muhu nota DC-8-63 þotur Boeing 727 þotur og F—27 Friendship- skrúfuþotur til áætlunarflug- ferða. Miklor fram- kvæmdir RAFVEITA. Isafj stendur nú í miklum framkvæmdum. Ver- er að leggja háspennujarð- streng frá Hafrafellshálsi að Seljalandi. Að því verki loknu verður línan á því svæði tekin niður. Þetta er mjög nauðsyn- leg framkvæmd m.a. vegna þess, að búið er að flytja svo til allt Tunguskeiðið í burtu og stauramir standa orðið á mjóum holtum, sem alltaf er að hrynja úr. Einnig er þessi framkvæmd nauðsyn vegna nýbyggðar í firðinum. Þá er verið að steypa hús fyrir varaaflstöð við Suður- götu. Vélin kom í fyrravetur og hefur verið geymd í húsa- kynnum Fiskimjöl h.f. Jarð- strenginn er verið að leggja frá hinu nýja húsi í spenni- stöðina við ísrún hf. Gang- stéttir á þessu svæði eru allar rifnar upp og skapar það Höfum fyrir- liggjandi land- festartóg, fléttað, 32, 36 og 44 mm. Einnig 9 mm togvír fyrir rækjubáta. Netogerð Vestfjarðo hf. Sími 3413 — ísafirði. ÍBÚÐIR í HAFRA- FELLSTÚNI Á FUNDI bæjarráðs 22. f.m. var mættur Ingimundur Sveinsson, arkitekt, til við- ræðna við bæjarráð. Lagði hann fram deiliskipulagshug- mynd af 2. áfanga íbúðar- svæðis á Hafrafellstúni. ' Hugmyndin gerir ráð fyrir 29 lóðum undir einbýlishús og 30 lóðum undir raðhús. Há- marks fjölda íbúða á svæðinu, skv. þessari hugmynd, gæti orðið á bilinu 70—90 íbúðir eftir þéttleika byggðar og teg- und fjölbýlis, sem ekki hefur verið ákveðið enn. Bæjarráð óskaði eftir um- sögn Tæknideildar og ráð- gefandi verkfræðings um legu gatna og lagna. nokkra hættu fyrir fólk þegar dimmt er. Vonandi tekst að lagfæra þetta umrót áður en snjóa tekur. G.Sv. Rafha ELDAVÉLAR mikið úrval Verð á lituðumi vélum kr. 77.750 PHILIPS-vörur 1 úrvali RAFÞJÓNUSTA /p 3092 RAFTÆKJASALA \b> 3792 EF þið hafið hug á að senda kunningjum og vinum jólakort með áprentaðri mynd, þá hafið samband við okkur fyrir 5. desember. PRENTSTOFAN ÍSRÚN HF. Aðalstræti 22 — Sími 3223. ELDHÚS- ■ VIFTURNAR >f KOMNAR AFTUR * Terslunin Kjartan R. Guðmundsson Hafnarstræti 1, fsafirði. Sími 3507. ☆ TÍMINN er fjölbreytt og læsilegt blað. ☆ Kaupið og lesið TÍMANN OSTA- OG SMJÖRSALAN s.f. SNORRABRAUT 54.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.