Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.02.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 27.02.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR íhú\n$m i’msóknakmanna / MSTMBoaxjóeatMi Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreióslumaSur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Landsbyggðarblöðin og ríkisstyrkurinn FYRIR nokkrum árum tóku alþingismenn þjóðfélagsins þá ákvörðun að láta ríkissjóð greiða að hluta útgáfukostnað dagblaða og vikublaða. Nú kunna að vera um það ýmsar skoðanir hvort rétt sé eða eðlilegt að ríkissjóður skattleggi almenning til þess að geta svo afhent blöðum milljónafúlgur upp í reksturskostnaðinn. En hvað sem því líður töldu for- sjármenn þjóðfélagsins þetta vera eitt af því nauðsynlega, fjárveiting var samþykkt og greiðslur hófust. Rétt er að geta þess, að þegar þessi ríkisstyrkur var fyrst til umræðu kom það greinilega fram að hann væri ekki ein- göngu ætlaður dagblöðunum heldur einnig vikublöðunum, þ.e. landsbyggðarblöðunum. En hvernig hefur svo framkvæmdin verið um skiptingu þessara fjármuna milli dagblaðanna og vikublaðanna? Hún hefur verið á þá leið að milljónirnar hafa svo til állar hafnað í fjárhirslum dagblaðanna í Reykjavík. Skiptir engu í þessu sambandi þó ríkisstyrkurinn kunni að hafa að einhverju, cða jafnvel að mestu leyti, verið notaður til að kaupa a!lt að 450 eintök af 5 dagblöðum sem út eru gefin í höfuð- borginni. Hvort Dagblaðið hafi einnig notið þessar stórkost- legu fríðinda er þeim sem þetta ritar ekki kunnugt. En til dagblaðanna fimm hafa peningarnir runnið, að mestu leyti, en landsbyggðarblöðin orðið afskipt. Það sem landsbyggðar- blöðin hafa fengið er svo lítið og gagnslaust að engum sköpum skiptir um rekstur þeirra. Til dæmis um skiptingu ríkisstyrksins skal þess getið að á fjárlögum ársins 1975 var styrkur til blaða um 30 milljónir króna. Af þessum 30 milljónum hefur þetta blað ekki fengið svo mikið sem eina krónu. Svipaða sögu munu fleiri geta sagt. Það munu v,era stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík sem átt hafa að fullnægja öllu réttlæti í sambandi við skiptingu ríkisstyrksins. Til þess verður að ætlast að þeim sé annt um að sanngirni og réttlæti sé viðhaft við skiptingu fjár- munanna. Auðvitað kostar það stórfé að halda úti dagblöðum og sanngjarn hluti af ríkisstyrknum á að sjálfsögðu til þeirra að renna, meðan ríkið telur það skyldu sína að vera þáttak- andi í útgáfukostnaði blaða. Það eru líka engin smáræðis fríðindi í því að geta mánaðarlega sótt í ríkiskassann and- virði 450 eintaka. Getur hver sem er neiknað þá fúlgu út miðað við núgildandi áskriftarverð. En við lestur dagblað- anna verður manni stundum á að íhuga hvort hinn mikli blaðsíðnafjöldi sé réttur mælikvarði á gagnsemi þeirra. Væri ekki að skaðlausu hægt að spara nokkur útgjöld í rekstrinum með því að fækka blaðsíðunum eitthvað? Það er sagt, að þeim 450 eintökum sem ríkið kaupir af dagblöðunum í Reykjavík sé dreift til ýmissa opinberra stofnana. Það er vel skiljanlegt og réttmætt að ríkið sjái sjúkrahúsum og heilsugæslustofnunum fyrir dagblaðakosti, en á hinn bóginn er það ekki alveg eins auðskilið til hvers ríkið er að leggja fjármuni sína í kaup á dagblöðum fyrir aðrar opinberar stofnanir eða skrifstofur. Er það kannske einhverskonar vinnuhagræðing? Hér að ofan er ekki öll sagan sögð um fjárstreymi frá því opinbera til dagblaðanna í Reykjavík. Flestar, ef ekki allar, auglýsingar sem stjórnvöld syðra þurfa að koma á framfæri eru birtar í dagblöðunum, en landsbyggðarblöðin eru alveg sniðgengin í þessum efnum. Auðvitað er þetta ísiirðingar Takið eftirl Öll vanskil á gjöldum til bæjarsjóðs ísafjarðar verða nú vaxtareiknuð mánaðarlega. Fyrri gjalddagi fasteignagjalda var 15. janúar, og síðari gjalddagi er 15. marz. Fyrsti gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda var 1. febrúar. Gjaldendur eru hvattir til að hafa samband við bæjargjaldkera um greiðslu gjaldskulda sinna. Vextir reiknast nú 2% á mánuði, og eru reiknaðir mánaðarlega. Gerið full skil svo komist verði hjá álagningu vaxta. BÆJ ARGJ ALDKERI. Fa BILALEIGAN 'AIAIV 220*22 RAUÐARARSTIG 31 ^______________/ Frá Kynningar- deild Flugleiða Á AÐALFUNDI Flugíélags ís'lands hf. og Loftleiða M. hinn 28. júní 1973, var sam- þykkt að samedna fiugfélögin, og í þeim tilgangi var stofn- að nýtt félag, Flugleiðir M., sem yfirtaka skal öll hluta- bréf í Fhigfélagi íslands M. og Loftleiðum hf., gegn af- hendingu á hlutabréfum í Flugleiðum M. Samiþykkt var á fyrrnefndum aðalifundum að Landsbanki íslands tilnefndi þrjá hæfa og óvilhalla menn í matsnefnd, til að meta og ákvarða eignarhlutföll Flug- félags íslands og Loftleiða M. í Flugleiðum M. Var mats- nefndin þannig skipuð Ragnar Óiafsson hrl., form. Guðlaugur Þorvaldsson, Háskólarektor Guðmundur Bjönnssan verk- fræðingur Matsnefnd hefur riú lokið störfum, og er niðurstaða hennar sú, að fyrri hluthafar 100 ára afmæli ÁRNI GUÐMUNDSSON, fyrr- um bóndi að Brekku í Dýra- firði, á 100 ára afmæli á sunnudaginn kemur, þann 29. febrúar. Hann dvelur nú á sjúkrahúsinu á Akranesi á- samt konu sinni GUÐRÚNU STEINÞÓRSDÓTTUR, en hún er 96 ára gömul, fædd 29. júlí 1879. Þau Árni og Guðrún bjuggu á Brekku, miklu rausnar og myndarbúi, í nær hálfa öld. Þaðan fluttu þau til Þing- eyrar og áttu þar heima þar til fyrir þremur árum að þau fluttu til Akraness. Búskapur þeirra á Brekku þótti jafnan til fyrirmyndar, enda bæði dugmikil, ráðdeildar. og fyrir- hyggjusöm. Hollrdð ÞAÐ ER haft eftir ein- um stuðningsmanni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hér á Vestfjörðum, að von- laust megi telja að hafa þá Karvel og Jón Baldvin í efstu sætum listans við alþingis- kosningar. Karvel geti vel dugað í öðru sæti, enda sé reynsla fyrir þvi, og við Jón megi líklega bjargast í þriðja sæti, en alls ekki ofar. Rökin fyrir þessari skyn- samlegu ályktun munu vera þau, að þegar Karvel var í öðru sæti við kosningarnar 1971 hlaut listinn á Vestfjörð- um 1229 atkvæði, en þegar þeir Karvel og Jóri trónuðu í 1. og 2. sæti 1974 hrapaði fylgið niður í 711 atkvæði. Þeir félagar glötuðu því sam- eiginlega 518 atkvæðum. Þessu hollráði er hér með komið á framfæri til íhugim- ar þeim fáu Samtakamönnum sem enniþá kunna að fyrirfinn ast á Vestfjörðum. í Flugfélagi íslands M. skuli eignast 46.4702% í Flugleið- um M., en fyrri hluthafar Loftleiða M. skuli eignast 53.5298% í Flugleiðum M. Á fyrmefndum aðalfundinn félaganna var samþykkt, að á tímabalinu frá 28. júní 1973 til aðalfundar 1976, sem hald- inn verður í júní nk., skuli sameiginleg istjóm, skipuð jafn mörgum aðilum frá hvoru flugfélagi, skipa stjóm Flugleiða M., en á aðalfundi 1976 mun fara fram kosning stjómar samkvæmt lögum Flugleiða M. Nú þegar verður hafist handa um útgáfu hlutabréfa í Flugleiðum M., í þeim til- gangi, að skápta á þeim hluta- bréfum í Flugfélagi fslands M. og Loftleiðum M., í sam- ræmi við niðurstöður mats- nefndarinnar. Mun hluthöfum nánar tilkynnt um fram- kvæmd þessara hlutabréfa- skipta. fyrirkomulag alveg óþolandi, enda stórfelld mismunun. Það fólk sem í dreifbýlinu býr þarf ekki síður að fylgjast með efni auglýsinga og tilkynninga þess opinbera en það fólk sem á heima á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa. Einu gildir þó sumar þessara auglýsinga höfði meira til landsbyggðar- innar en höfuðborgarsvæðisins þá skulu þær samt birtast í dagblöðunum en alls ekki í vikublöðunum. Flestir aðrir en þeir sem þessum málum stjórna í Reykjavík vita þó mæta vel að landsbyggðarblöðin eru meira og betur lesin í dreifbýlinu en dagblöðin, sem stundum berast margra daga gömul, og því oft lögð til hliðar sem lesiefni. Landsbyggðar- blöðin eru m.a. af þessum ástæðum miklu betri auglýsinga- miðill fyrir þá sem í dreifbýlinu búa en dagblöðin. Hvenær verður þetta misræmi leiðrétt? J.Á.J.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.