Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.05.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 29.05.1976, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR ~— ------------------------------------—— --------- .JIMíiéiiigpr BlAD WÍMSÓKNMMANNA / I/CSIFJARMKJÓPDAMI Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vesffjarðakjördæmi. Ritsljórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, ái). AfgreiSslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Gjoldeyrisbúskapur Margur talar nú af ærinni áhyggju um gja'ldeyrisbúskap íslendinga. Þjóðin hefur safnað skuldum í stórum stíf undain- farið og enn er þar aukið við, þó að mun hægar sé nú fariö. Öllum er Ijóst að betur þyrfti að búa. Hér slkal ekki hreyft við þeim tölum sem hagfræðingar nota gjarnan, svo sem um það, hvað greiðslubyrði erlendra skulda megi vera miikill hluti af heildartekjum, leða hvað þjóðarbúið þoli mikla fjárfestingu. Allir þeir reikningar eru ýmsu háðir. Því eru engar tölur um þau efni fortakslalusar og algildar. Hitt er hægt að fullyrða, að því meira sem eyðist í dag- lega neyslu, því minna er hægt að fjárfesta. Og lengan veg- inn getum við framkvæmt á fáum árum allt sem við viljum gera. Því er það mikiils virði fyrir framfarir þjóðarinnar, að hóflega sé haldið á og gætilega farið um daglega neyslu, sem hvergi sér stað. Það er stundum tálað um lélega fjármálastjórn níkisins, slappleika í meðferð efnahagsmála o.s.frv. IVIargan langar til að geta komið því sem aflaga fer á ríkisstjórnina. Og víst mætti stjórn gjaldeyrismálanna vera styrkari — og veitti alls ekki af. En ríkisstjórnin ræður ekki öllu, sem betur fer. Yfirleitt langar okkur til þess að hún mætti láta okkur afskiptalaus sem oftast og víðast. Við erum á móti ofstjórn. Sé almennt háttalag hins vegar svo, að þjóðin, sé að f^ra sér að voða, sjáum við ekki önnur ráð en stjórnarvöld taki í taumana. í sambandi við gjaldeyrismál og efnahag skiptir miklu máli hvernig almenningur hugsar og hagar sér. Við eiigum dugandi kaupsýslumannastétt sem er óþreytandi að láta uppi alls konar afbrigði af ólíklegustu vörum og bjóða okk- ur. Það er komið með kex frá Bretlandi, konfekt frá Sviss, loðhúfur frá Finnlandi, enskar sápur, þýsk þvottaefni, dönsk húsgögn o.s.frv. Yrði oflangt upp að telja í þessu blaði er- lendar vörur, sem þannig ryðjasit inn á markaðinn til að keppa við innlenda framleiðslu. Sú samkeppni beinist gegn íslenskum fyrirtækjum og íslenskum mönnum. Það er t.d. nóg fólk og nóg rafmagn hér á landi til að baka allt það brauð sem þjóðin þarf. Og slíkt má segja um ótall margt annað. Það er þjóðarnauðsyn að lifa dálítið skynsamlega, standa saman og sýna samheldni. Landsmenn eiga að styðja hverjir aðra, láta samþegna sína sitja fyrir viðskiptum umfram erlenda menn. Það er hægt að gera án þess að falla frá kröfum um vöruvöndun. Skynsamleg stjórn hlynnir að því að svo megi verða, með því að búa í hag fyrir innlenda fram- leiðslu, stuðla að verkmenntun o.s.frv. Best er að innlendar vörur séu keyptar af fúsum og frjálsum vilja. Bregðist innlendi markaðurinn vofir hætta yfir framleiðslunni og þar með er atvinnuleysi boðið heim. Þá þrengir að öllum. Erfiðleikarnir verða ekki einangraðir við þann sérstaka hóp sem fyrstur missir atvinnu sína. Auðvitað verður innlend framleiðsla að vera, samkeppnis- fær. Það er hún á mörgum sviðum, bæði um verð og gæði. Og það er mikill þáttur í góðri stjórn að stuðla að því að svo geti orðið. Of lítið hefur verið gert að því um sinn að hvetja menn til að kaupa íslenskar vörur, ferðast innanlands fremur en Minnmgarorð Halldór Magnússon Halldór Magnússon, hrepp- stjóri og oddviti í Súðavík, andaðist í Reyikjavík 22. þ.m. en hann hafði legið þar á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Hann var fæddur að Brekku í Nauteyrarhreppi 9. júní 1933 og því tæplega 43 ára gamai'l er hann lést. Foreldr- ar hans voru hjónin Jensína Arnfinnsdóttir og Magnús Jensson. HaHdór 'lauk lands- prófi frá Núpsskóla í Dýra- firði 1953 og nám í Sam- vinnuskólanum stundaði hann árin 1953—1954. Hann var útibússtjóri við útibú Kaup- félags ísfirðinga í Súðavík 1954—1958. Mörg ár var hann kennari við barnaskólann í Súðavík og í nokkur ár skóla- stjóri. Hann var hreppstjóri Súðavíkurhrepps frá 1955, oddviti sveitarstjórnarinnar frá 1958 og umboðsmaður skattstjórans í Vestfjarðaum- dæmi frá 1962. Um tíma veitti hann forstöðu útgerðarfélag- inu Andvara hf. og Álftíirð- ingi hf í Súðavík, en hafði látið af þeim störfum fyrir ailmörgum árum. Formaður Sjúkrasamlags Súðavíkur- hrepps var hann frá 1962 og í stjórn Byggingarfélags verkamanna í Súðavík frá 1960. Af framansögðu má sjá, að HaUdór Magnússon hefur notið mikiis trausts og gegnt fjölda mörgum umfangsmikl- um trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt og hérað, allt frá því að hann hafði lokið námi, liðlega tvítugur. í Súða- víkurhreppi er því skarð fyrir skildi við fráfall hans. Hann bar hagsmuni sveitarfélags síns mjög fyrir brjósti og vann mikið og óeigingjarnt starf í þess iþágu. Hal'ldór Magnússon var mikili félagshyggjumaður. Hann var ágætlega vel greind- ur og hið mesta prúðmenni. Eftirlifandi eiginkona Hall- dórs er Húlda Engilbertsdótt- ir. Þau eignuðust f jögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Hjá þeim ólst einnig upp dóttir Huldu, er hún átti áður en hún giftist Halldóri. Ég votta Huldu og fjöl- skyldu hennar einlæga samúð. Jón Á. Jóhannsson. Bókasafnið ísafirdi Frá og með 1. júní verða útlán á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 3 til 5, og á laugardögum kl. 2 til 4. Bókasafnið í Hnífsdal verður lokað í sumar frá og með 1. júní n.k. GRAFÍKMYNDIR lánaðar út endur- gjaldslaust. TALBÆKUR (kassettur) lánaðar, sjón- döprum og fötluðum. utan o.s.frv. Best er að menn lifi svo skynsamlega að ekki þurfi að svipta þá frjálsræði. En noti ailmenningur frjáls- ræðið svo, að af hljótist þjóðarvoði getur ekkiert orðið til bjargar annað en það að tekið sé í taumana. Gálausar lífsvenjur heimta harða stjórn. Þjóð sem lifir skynsamlega þolir frjálslega stjórnarhætti. Nú orkar tvímælis hvort íslenska þjóðin þolir það frjáls- ræði sem hún býr við. | H. Kr. I íbúð óskast til leigu 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu. Upplýsingar á sýslu- skrifstofunni. Símar: 3733 og 3059. Auglýsing um síma- númer Símanúmer skrifstofu bæjarfógetans á ísa- firði og sýslumannsins í ísafjarðarsýslu, Pólgötu 2, ísafirði, eru 3733 cg 3059. Orkubú Framhald af bls. 1 dæmi verður að hreinsa upp fyrst og eignirnar síðan að yfirfærast á þann máta, að rekstrargrundvöHiur verði fyr- ir hendi. Vestfirðirnir eiga jafnframt að sjálfsögðu að njóta áfram þeirrar verðjöfn- unar, sem nú er framkvæmd og kann að verða aukin í framtíðinni. Ef þannig er staðið að málum er það von min, að stofnun orkubús Vest- fjarða verði Vestfirðingum til heiHa. Skólaslit Framhald af 4. síðu. í skóla gerist margt, sem gleymist og geymist, eins og gengur. Ég geng þess ekki dulinn, að margt hafi mátt að störfum mínum finna og kennaranna yfir höfuð. En hver er gallalaus? Þó hef ég, held ég, ætíð mætt til starfs á réttum tíma. Var veibur í tvo daga, sem er ekkert ó- venjulegt. Um kennara mína segi ég þetta: Ég þakka þeim störfin, þabka þeim það, sem þau hafa vel gert, bæði Ásu cg Gísla. Ég vænti þess einn- ig, að mér sé þakkað það, sem ég gerði eins vel og ég hafði vit og vilja til. Og það er ég viss um, að ef við leitum fremur að kostum mannanna en ókostum iþeirra, þá finnum við þá. Ég sagði það einhvern tíma, er ég var spurður imi álit mitt á fóiki, er ég hafði kynnst á viss>um stað, að það hefði ekki leitað fyrst og fremst að ókostum annarra. Þetta segir nokkuð. Kennari, sem reynir að 'leita þessa í fari nemenda sinna, getur ekki sjálfum sér um kennt, þótt miður gangi. En það er líka hægt að islá á framrétta hönd manns. Slíkt er sárt að þoia. Getur þá svo farið, að trú okkar á manninn biði hnekkl. Að lokum þetta:

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.