Ísfirðingur - 29.05.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 29.05.1976, Blaðsíða 1
|p4 tnfwr BLAD TRAMSOKNAKMANNA í l/ESTFJAIZ&WJORDÆMI 26. árgangur. ísafirði, 29. maí 1976. 12. tölublað. ORKUBÖ VESTFJARÐA Við umræðu í Efri deild fflutti Steingrímur Hermanns- son ítarllega ræðu um arku- bú Vestfjarða og' orkumálin almennt. Málefni þessi eiga mikið erindi til Vestfirðinga. Þyi þykir blaðinu rétt að birta fcafla úr ræðu Stein- grtíms. Er ræðan þannig all- mikið stytt. ORKUMÁLIN ALMENNT Steingrímur gerði í upp- hafi síns máls grein fyrir þeirri miklu áherslu, sem lögð var á að nýta innlendar orkulindir í stað olíu eftir olíuverðshækkanirnar, sem urðu í lok ársins 1973. Hann nefndi hinar ýmsu virfcjanir, sem þá voru ákveðnar, sem hann taldi að hefðu rnargar ýmislegt til isíns ágætis, þótt mistök hefðu orðið. Hann sagði hins vegar, að lang- samlega alvarlegustu mistök- in mætti rekja til skorts á skipulagi orkumálanna al- mennt. Þessar fraimkvæmdir allar eru á sitthverri hendi og gjarnan undir stjórn sér- stakra nefnda, sem í sitja leikmenn. Síðan sagði Stein- grímur: Framsóknarflokkurinn hef- ur fjallað um þessi mál. Ég lýsti best minni skoðun á þessum málum með því að lesia samþykkt, sem síðasti aðalfundur miðstj. Fram- sóknarflokksins gerði um skipuiag orkumála. Stefnt iskal að jöfnun orfcuverðs um allt land. 1 því skyni skal lögð áhersla á að tengja saman raf- orfcukerfi einstakra lands- hluta og tryggja þannig sem hagkvæmastar fram- kvæmdir og rekstur með samkeyrslu alira orkuvera og dreifikerfa. í þessum tiigangi skal stefnt að eftirgr. skipulagi orku- mála: 1. Unnið verði að því að koma á fót einu fyrirtæki, sem annist alla meginraf- orkuvinnslu og flutning raforku á milli landshluta. Ríkisstjórnin taki í þessu skyni upp samninga við Landsvirkjun, Laxárvirkj- um, Andakílsárv., Rafveitu Vestmannaeyja, Rafveitu Siglufjarðar og aðrar raf- veitur, sem eiga að reka orkuver, um sameiningu sMfcs refcsturs í einni lands- virfcjun, íslandsvirkjun. Aðilar að þessu fyrirtæki og stjórn þess verði rikis- sjóður og landshlutaveitur. Eignarhluti rikissjóðs skal aldrei vera minni en 50 af hundraði. Fyrirtækið undir býr virkjanir og lætur virkja. 2. Unnið verði að þvi að koma á fót landshlutaveit- um, sem annist alla dreif- ingu og sölu á raforku í viðkomandi landshluta. Landshlutaveitur þessar geti einnig annast rekstur hitaveitna. Þær sjá um framkvæmdir, sem nauð- synlegar eru vegna við- komandi reksturs. Aðilar að slífcum landshlutaveit- um og stjórnun þeirra verði sveitarfélög og vænt- anleg íslandsvirkjun. 3. Orkustofnun verði ríkis- stjórninni til ráðuneytis um orkumáil og annist upplýsingasöfnun hvers konar um orkulindir þjóðarinnar, geri áætlanir um nýtingu þeirra og ann- ist frumrannsófcnir fyrir virkjanir. Orkustofnun veiti íslandsvirkjun og landshlutaveitum nauðsyn- lega þjónustu. Þarna er mörkuð sú megin- stefna að sameina raforku- vinnsluna á eina hendi og tryggja þannig þá mestu hagkvæmni, sem við getum ORKUMÁL VESTFJARÐA Með tilvísun til ofan- greindrar samþyfcktar mætti ef til vill Myfcta, að ég hijóti að standa gegn frumvarpi um orkubú Vestfjarða. Þar er lagt til að setja á fót eitt fyrirtæki, sem annist bæði frumvinnslu raforkunnar og dreifingu hennar og jafnframt rekstur hitaveitna, þ.e.a.s. að sameina liði 1 og 2 í sam- þykfct Framsóknarflobksins. Á Vestfjörðum eru þrjár sjálfstæðar rafveitur, auk Rafmagnsveitna rikisins. Ljóst er, að þar er endur- skipuiagning nauðsynleg. Þetta sáu heimamenn og tóku sig því tii og hrintu af stað þeirri hugmynd og þeim undirbúningí, sem hefur leiltt tii þessa frumvarps. Þar er miðað við aðstæður, sem eru á Vestfjörðum nú og jafn- framt þá staðreynd, að þjóðin á ekki samræmda ákveðna stefnu í skipuiagi orkumála. Tillagan um skipulag raf- orkumála á Vestfjörðum er jafnframt miðað við það, að Vestfirðirnir eru aðskildir meira en aðrir landshlutar frá orkukerfinu og langt mun verða í l'and með það, því miður, að þangað fáist lína og samtenging. Þar til slík samtenginig fæst, er ekki unnt að tryggja samrekstur orkuveranna þar og þeirra orkuvera, siem eru í öðrum landshlutum. Vestfirðina má því skoða sem undantekningu, a.m.k. fyrst um sinn, frá þeirri meginreglu, sem ég hef lýst Ég hef að sjálfsögðu alðeins eitt markmið í þessu máli, það er að Vestfirðirnir njóti hagstæðustu kjara, sem unnt er að veita íslendingum í orkumálum. Ef þau kjör reyn- ast hagstæðari með samein- ingu orkuframl'eiðslunnar, sem við teljum forsendu fyrir vænst í sJíkum framkvæmd- um, og jafnframt jöfnun orkuverðs um land ailt. Hins vegar er hiutur heimamanna ekki fyrir borð borinn. Þeim er ætlað það verkef ni að taka við orkunni, dreifa henni, reka dreifistöðvar og dreifi- kerfi, að reka hitaveitur og vera þátttakendur í þeirri landsveitju, sem lagt er til að komið verði á fót. Vorhljómleiknr Vorhljómleikar Tónlistasrskóla ísafjarðar, þeir 28. í röðinni, voru haldnir í Aiþýðunúsinu á Isafirði þriðju- daginn 25. og miövikudaginn 26. þ.m. og hófust klukkan 20,30 báða dagana. Um 75 nemendur skólans komu fram á hljómleikunum. Flestir n&mendanna léku á pía- nó, en 25 þeirra léku á fiölu, flautu, horn, klarinett og orgelharmoníum. Iv'likil fjölbreytni var í vali laga og tónleikarnir voru mjög skemmtilegir, en það hafa nemendahljómleikar Tónlistarskóla ísafjarðar raunar alitaf verið. Hljómsveit skólans lék einnig á hljómleikunum, en stjórnandi hiennar er Jónas Tómasson. í hljómsveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, þ.e. 8 nemendur skólans og kennararnir séra Gunnar Björnsson, sem leikur á selló, og Jakob Hallgrímsson, sem leikur á lágfiðlu. Auk skólastjórans Ragnars H. Ragnar, kenndu 8 kennarár við skólann í vetur. Tónlistarskóla ísafjaröar verður slitið í dag við há- tíðlega athöfn seím hefst í A^þýðuhúsinu k\. 5 e.h. hagkvæmum framfcvæmdum og rekstri, þá eiga Vestfirð- irnir að sjáifsögðu að ngóta þess einnig, þótt Vestfirðing- ar hafi riðið á vaðið og lagt til annað skipulag miðað við þær forsendur og aðstæður, sem eru fyrir hendi nú. Það skipulag, sem orkubú Vest- fjarða gerir ráð fyrir, ber að endurskoða, ef meginraforku- vinnslan er f ærð á eina hendi og samtenging allra lands- hluta verður að veruleika og það jafnframt talin forsenda fyrir ódýrri raforku til Vest- fjarða. Stedngrímur rafcti síðan umsagnir, sem borist hafa um orkubú Vestfjarða. Einkum vakti hann athygli á umsögn forstjóra og skrifstofustjóra Rafmagnsveitna ríkisins. Sú umsögn er ákafliega neikvæð. Er þar talið, að skuldir, sem fylgja yrðu eignum Raf- magnsveitna ríkisins á Vest- fjörðum, ef iþær yrðu yfir- færðar til orkuibúsins, yrðu margfait meiri en ráð er fyrir gert í útreikningum á rekstr- argrundvelM orkubús Vest- fjarða. Er í þeirri umsögin fullyrt, að halli orkubúsins yrði margfalt meiri en reikn- að er með. Þar segir m.a.: „Halii orkubús Vestfjarða er sem áður segir í greinargerð orkubús Vestf jarða taiinn verða 299 miilj. kr. árið 1978, en ætti að reiknast 299 + 414 + 317 + 90 = 1120 miilj. kr. samtais á því ári". Niður- staðan í umsögninni má segja að sé sú: „að Vestfirðingar hætti sér út í fjárhagsfen með stofnun orkubús Vest- fjarða". Síðan sagði Steám- grímuir: Efcki vii ég standa að því að beina Vestfirðingum inn í slíkt öngþveiti, sem þarna er lýst. Hins vegar vdl ég vekja athygii á því, að þetta er ekki fallegur dómur um rekstur Rafmagnsveitna ríkis. ins á þesisu svæði. Sá rekstur verður ekki arðbærari heldur en rekstjur orkubús Vest- f jarða. Þvert á móti er með sameiningu rafveitnanma sem fyrir eru, stBfnt að meiri hagkvæmni. Ég tel eitt miMi- vægasta ákvæði hugmyndar- innar að sameina á eina hendi rekstur hitaveitna. Þannig næst mifciu betri nýting á raiforkunni heldur en fæst nú, þegar raforkuframleiðslan og dreifingin er á fjórum hönd- um og hitaveitur í höndum einstakra sveitarfélaga. Ég fæ því efcki séð, að af- koman verði lakari með því skipulagi, siem lagt er til, heldur hljóti hún að verða betri og það er sannariega hagkvæmt fyrir þjóðina ala. Hitt er hins vegar ljóst, að ekki er vit í þvá að ráðast í stofnun orkubús1 Vestfjarða, ef allt það skuldafen á að fylgja, sem safnast hefur hjá RcLfmagnsveitum ríkisins. Það Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.