Ísfirðingur


Ísfirðingur - 14.01.1978, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 14.01.1978, Blaðsíða 2
2. ÍSFIRÐINGU R 4MSÓKNAKMANNA i VESTFJARÐAKJÖRD&MI Utgefandi: Kjördœmissamb. Framsóknarrnanna í Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson ogjón A. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 600. Urræðalaus og vanmáttug stjórnarandstaða Mörgum þykir það næsta skopleg og óraunhæf fullyrðing, þegar Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn eru sí og æ að auglýsa sjálfa sig sem sérstaka verkalyðsflokka, sem öðrum stjórnmála- flokkum fremur sé umhugað um hagsmunamál verkafólks í landinu. Fylgi þessara flokka meðal þjóðarinnar bendir ekki til þess að þeir njóti mikils trausts eða álits meðal þeirra fjölmennu, mikils- verðu og þjóðhollu stétta þjóðfélagsins, sem al- mennt eru flokkaðar undir vinnustéttir. í síðustu alþingiskosningum hlutu Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið samtals liðlega 27% atkvæða, eða Alþ.fl. 9,1% og Alþýðubanda- lagið 18,3%. Núverandi stjórnarflokkar hlutu þá samtals liðlega 67% atkvæða, eða Framsóknar- flokkurinn 24,9% og Sjálfstæðisflokkurinn 42,7%. Flestir sem eitthvað þekkja til samsetningar eða uppbyggingar stjórnmálaflokkanna vita, að vinnu- stéttirnar fylgja að einhverju leyti öllum stjórn- málaflokkunum, en auðvitað er ekkert um það vitað hversu margir úr þessum stéttum fylgja hvorum stjórnmálaflokki um sig, enda vafalaust margir ekki flokksbundnir. En fullyrðingar um að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn séu öðr- um fremur byggðir upp af verkalýðs- og vinnu- stéttunum, og þjóni hagsmunum þeirra betur, eru auðvitað ekkert annað en marklaust þvaður. Þessar staðreyndir um fylgi flokkanna eru rifj- aðar upp hér og nú vegna þess, að Alþýðubanda- lagið og Alþýðuflokkurinn bera það nú linnulaust á borð fyrir fólkið í landinu, að núverandi stjórnar- flokkar, sem njóta trausts liðlega 67% þjóðarinnar, vinni gegn hagsmunum hennar. Hvað getur þetta þýtt annað en það, að Alþýðufl. og Alþýðubanda- lagið telji þessi 67% atkvæðisbærra manna í landinu svo skyni skroppna að þeir kjósi sér fulltrúa sem að kosningum loknum vinni gegn hagsmunum þjóðfélagsins? Eða telja þessir marg- nefnu flokkar, að þessi vitnisburður um mikinn meiri hluta þjóðarinnar, sé vænlegur til ávinnings í kosningum að vori? Það er einkennandi fyrir þessa flokka báða, Alþ.fl. og Alþýðubl., að þegar þeir eru í stjórnar- andstöðu hafa þeir allt á hornum sér og telja, að flest sem ríkisstjórnin gerir og framkvæmir sé rangt, og stundum er á þeim að skilja að þetta sé gert af ráðnum hug til að ná sér niðri á og knésetja fólk. Séu þeir hinsvegar inntir eftir hvern- ig þeir vilja afgreiða hlutina svo að betur fari hafa þeir engin frambærileg úrræði. Það eru ekki miklar líkur á því að almenningur telji slíka afstöðu trausts verða. J.Á.J. — Áramót 1977 — 1978 Framhald af 1. afðu Vígorðið mlkla - báknið burt. Ungir Sjálfstæðismenn hafa búið sér til vígorð: Báknið burt. Það kvað tákna að umsvif ríkisins og afskiptasemi eigi að minnka svo að létta megi af þjóðinni sköttum og álögum. Sumir þeir sem að þessu standa virðast haldnir barnalegri trú á stjórnleysi á almenn- um málum samfara rammri ótrú á ríkisafskiptum. Hvað felst í þessu mikla vígorði þegar til alvörunnar kemur? Fjármálaráðherrann er góður drengur. Hann skip- aði nefnd til að athuga hvaða starfsemi ríkisins mætti leggja niður eða fela öðrum. Sjáfstæðisráðherr- ann kom til móts við hug- sjónir ungu mannanna. í fjárlagaræðu sinni núna fyr- ir jólin gat ráðherrann þess, að nefndin væri ekki fjarri því að Landssmiðjan yrði seld. Hún greiddi 10 mill- jónir í opinber gjö'd af rekstri sínum 1976 en ágóði hennar það ár var 16 mill- jónir. Það léttir því ekki gjaldabyrðina þó að eitt gott fyrirtæki sem rekið er með hagnaði væri selt. Svo að ekki sé gert minna úr hugsjónum ungra Sjálf- stæðismanna en efni standa til skal þess getið að auk Landssmiðjunnar hefur ver- ið talað um að selja Sigló- síld og leggja niður Ferða- skrifstofu ríkisins. Siglósíld er lítið lagmetisfyrirtæki norður á Siglufirði. Ferða- skrifstofa ríkisins hefur stað- ið undir sér fjárhagslega. Með Edduhótelunum hefur hún unnið merkilegt starf til þess að erlendir og innlendir menn geti ferðast um ísland og hlotið móttöku sem eng- in skömm er að. Sú starf- semi má ekki falla niður og óséð að hún fari betur í annarra höndum. En jafnvel þó að ríkið losaði sig við þessi þrjú fyr- irtæki mun ýmsum finnast að vígorðið mikla og fram- kvæmd þess minni á dæmi- söguna fornu þegar fjallið tók jóðsótt og fæddist mús. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningarnar 1974 vegna þess,að hann gat bent á að vinstri stjórnin hafði ekki nógu styrk tök á efna- hagsmálum. Þær vonir sem menn gerðu sér um gagn- gera breytingu þar við til- komu hans í ríkisstjórn hafa brugðist. Og það er ekkitak- andi mark á neinum loforð- um um örugga stjórn þeirra mála eftir kosningar nema til komi önnur tilhögun við skipun kjaramála oggjald- eyrismála en verið hefur. Síðustu daga heilagir. Þjóðviljinn ræðir nú mik- ið um almenna spillingu- og ekki að ástæðulausu. Hins vegar lýsir hann flokki sín- um svo að ætla má að hann taki bráðum upp það nafn sem mormónar gáfu sjálfum sér forðum - síðustu daga heilagir. Því miður eru mal- in ekki svo einföld að við höfum einhverja stétt eða flokk heilagra manna. Um það skal ekki frekar rætt hér. Hins vegar er skylt að svipast eftir úrræðum Al- þýðubandalagsins. Lúðvík Jósefsson kom í sjónvarpið að lokinni fjár- lagaafgreiðslu. Hann hafði lítið til mála að leggja. Þó var hann að reyna að berg- mála vanhugsað fleipur ungra íhaldsmanna: Báknið burt. Það eru ekki full fjög- ur ár síðan hann sat sjálfur í ríkisstjórn. Hvaða tillögur gerði hann um samdrátt og sparnað þau þrjú ár sem hann var ráðherra? í öðru lagi vakti það at- hygli að Lúðvík deildi mjög á það að heimilað væri að verja fé úr ríkissjóði til þess að flytja megi opinberar skrifstofur úr leiguhúsnæði. Einstök húsakaup kunna að orka tvímælis en einkenni- legt er það í sambandi við Víðishúsið er rökin eru eink- um þau að eigandinn sé Sjálfstæðismaður sem þurfi að koma þessari eign sinni í verð þar sem hann hafi byggt yfir starfsemi sína annars staðar. En lágkúru- leg stefna er það í húsnæðis- málum ríkisins ef það er talin fjárhagsleg fyrirmynd að það skuli um aldur og ævi leigja hjá Garðari Gísla- syni, Kristjáni Siggeirssyni o.s.frv. Það sýnir fullkomið úr- ræðaleysi þegar aðaltals- maður hinnar róttæku stjórnarandstöðu hefur ekk- ert fram að bera annað en svona gaspur. Hverju má treysta? Enda þótt ýmsir kunni að hlusta með björtum vonum á almennar ádeilur og hróp- yrði um spillingu og óstjórn er þó einksins að vænta frá þeim sem slíkt flytja nema þeir hafi eitthvað til mála að leggja. Á því ber næsta lítið hjá ýmsum þeim sem stærst hafa orðin. Vestfirðingar geta treyst því, að Framsóknarflokkur- inn mun beita áhrifum sín- um til að halda fram þeirri byggðastefnu sem á dögum vinstri stjórnarinnar olli þáttaskilum i atvinnulífi og byggðaþróun á Vestfjörð- um. Hann mun stuðla að því, að íslenskir atvinnu- vegir þróist og þjóðin setji traust sitt á þá fremur en erlent fjármagn og stóriðju í höndum útlendinga. Hann mun vinna að jöfnun lífs- kjara og lífsaðstöðu milli héraða. Og hann mun stuðla að því, að hvergi sé skertur réttur og aðstaða manna til að leysa mál sín með frjálsum félagssamtök- um á grundvelli samvinn- unnar. Þetta eru nægileg rök til þess að eins og sakir standa hafa Vestfirðingar hvergi trausts að leita umfram það sem þeir finna hjá Fram- sóknarflokknum. Það sem kann að verða til umræðu í þá átt að stuðla að meiri hófsemi og gætni í meðferð gjaldeyris og utanríkisvið- skipta eða endurbætur við ákvörðun launakjara mun ekki stranda á Framsóknar- flokknum. En þessi mál öll verða rædd nánar fram að kosningum. Pólitlísk mál og önnur. Pólitísku málin erumörg mikilvæg. Síst skal úr því dregið eða móti því mælt. En margt það sem fastast leitar nú á hugann er oháð stjórnmálaflokkum, að því leyti að engir stjórnmála- flokkar ráða við það eða það liggur ekki á þeirra sviði. Svo er t.d. um þá upplausn í mannfélaginu sem veldur uppeldisleysi og öryggisleysi barna í þeim mæli, að kalla má að óþekkt hafi verið fram á þessa öld. Þannig er komið upp utangarðsfólki og brotamönnum. Með framhaldi á slíkri lausung og ábyrgðarleysi, og jafn al- mennri áfengisnautn og nú um sinn, hljóta vandræði og ólán af því tagi að aukast á næstu áratugum. Það er heimska ein að ímynda sér annað. Hér þarf því endurmat á lífsgildum og siðfræði. Jafn- framt þvi þarf að opna augu almennings fyrir því, að hófsemi og nokkur sjálfsaf- neitun er forsenda þess að lífsins verði notið almennt svo ríkulega sem mest má verða. En vonlítið er að al- menn hófsemi verði ráðandi nema jöfnuður verði auk- inn. Jöfnuður í lífskjörum á að nást með víðtæku sam- komulagi sem gert er ,,að bestu manna yfirsýn" eins og fyrrum var tekið til orða. Islenska þjóðin er dugleg og mikilhæf og getur látið ser líða vel ef hún ber gæfu til að gæta hófs og skipa málum sínum farsællega. Megi þetta nýja ár þoka okkur áleiðis að því marki. Þá verður það merkisár. Gleðilegt nýár. H. Kr. Auglýsingasíminn er 3104

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.