Ísfirðingur - 14.01.1978, Blaðsíða 1
BIAÐ TRAMSOKNAKMANNA t I/ES7FJARÐAKJ0R&EM/
28. árgangur.
isafjörður, 14.janúar 1978
2.tölublað.
Halldór Kristjánsson:
Áramót 1977-1978
Árið 1977 hefur verið Is-
lendingum gott ár. At-
vinnulíf hefur verið með
blóma og utanríkisviðskipti
hagstæð. Þó hafa ýmsir
þungar áhyggjur af þjóðar-
búskap. Og fréttir þær sem
mest umtal hafa vakið að
undanförnu eru margar
fjarri því að vera uppör-
vandi.
Kvíðvænleg ótíðindi.
Tvenn eru þau ótíðindi
sem mestan óhugnað vekja.
Annars vegar eru slysafrétt-
ir, einkum úr umferðinni.
Hitt eru tíðindi af ýmis kon-
ar misferli í fjármálum. Þó
að sumt af þessu sé af ó-
skyldum rótum runnið kem-
ur það þó að nokkru saman.
Ókærni og virðingarleysi
fyrir annarra rétti segir til
sín í umferðinni svo sem í
fjármálum. Og stundum er
drykkjuskapur orsökin.
Hér verður ekki fjölyrt
um þá ógæfumenn sem við
þessi ótíðindi koma. Þar eru
meðal annarra hæfileika-
menn sem tekið hafa góðar
gáfur að erfðum, unnið sér
álit og • verið syndur ýmis
konar trúnaður, - stundum
mikill. En ekki er hægt að
ganga þegjandi framhjá þar
sem svo hörmuleg tíðindi
gerast. Drykkfelld þjóð sem
lifir um efni fram hlýtur að
eiga sér mörg fórnarlömb af
þessu tagi. Hagfræði verð-
bólgunnar, þar sem ráðið til
að auðgast er að kaupa í
skuld og borga ekki nema að
litlu leyti, en menn tapa á
því að leggja fyrir fé, er ekki
til þess fallin að styrkja
gamalt og gott siðferði.
Annars verður ekki rætt hér
að neinu ráði um hinar
dýpri orsakir auðnuleysis og
óvöndunar í mannfélaginu
íslenska.
Kjarabarátta - kauphækkanir.
Almennar kauphækkanir
á liðnu ári voru um það bil
60%. Hins vegar hefur það
ekki skapað kyrrð á vinnu-
markaði. Verkalýðsfélög á
Vestfjörðum gátu sagt upp
samningum með saman-
burði við hækkun við opin-
bera starfsmenn.
Verslunarmenn hafa
mælst til þess að sínir samn-
ingar séu endurskoðaðir
vegna þess hve vel sé gert
við opinbera starfsmenn.
Hins vegar verða þeir að
bíða þar til samningar
renna út.
Meðal opinberra starfs-
manna gætir sums staðar
vanmáttarkenndar vegna
þess að þeir séu reynslulaus-
ir og vankunnandi í verk-
föllum en annars staðar ber
þó á glöðu stolti yfir því, að
þeir séu nú loksins byrjaðir
að stunda þá íþrótt og þetta
standi allt til bóta.
Hitt er annað mál áð
kjarabætur þykja ekki í
réttu hlutfalli við kaup-
hækkanir. Þess eru dæmi að
þeir sem studdu tvö verkföll
á árinu og þótti árangur
þeirra alltof lítill hafa talað
eins og þeir teldu ástæðu-
laust að fjárlög hækkuðu og
ríkissjóði væri aflað meiri
tekna en áður. Þó munu
þessir sömu aðilar ekki
verða neinir eftirbátar í því,
að heimta að ríkistjórnin
sjái ráð til þess að atvinnu-
vegirnir verði reknir með
fullum afköstum.
Viðurkennum vald sféttanna og
setjum þeim sjálfdæmi.
Þetta sem nú var rakið á
sér ýmsar hliðstæður með
öðrum þjóðum. I deilum
um skiptagjörðina hugsar
hver og einn um sinn hóp,
að hann haldi sínu hlutfalli
og verði ekki afskiptur.
Hvergi liggur fyrir neitt við-
urkennt mat eða dómur um
það, hvaða hlutfall eigi að
gilda. Hóparnir ógna með
verkfallsvopninu. í því fellst
ógnun um stöðvun og eyði-
leggingu. Fulltrúar atvinnu-
rekenda og ríkisvalds eru
næsta máttvana gegn þessu.
Hvað geta þeir látið eyði-
leggja?
Mörgum er ljóst að þessi
mál verður að taka öðrum
tökum. En hverjum? Lítið
hefur borið á tillögum um
það. Þó hefur verið vikið að
því í þessu blaði, að koma
þurfi á samvinnu og samn-
ingum milli stéttanna. Lát-
um launþega hafa sjálf-
dæmi um kauptaxta. En
látum þá ákveða í einu
launakjör verkamanna, iðn-
aðarmanna, sjómanna,
verslunarmanna og opin-
berra starfsmanna.
Það verður auðvitað að
fylgja þessari tilhögun að
launþegasamtökin beri á-
byrgð á og stjórni marktæk7
um fyrirtækjum, svo sem
t.d. Bæjarútgerð Reykjavík-
ur, fiskiðjuveri, vélsmiðju,
verslun o.s.frv.
Rökin fyrir þessu eru þau
að sfettarfélögin eru nú þeg-
ar nálægt því að hafa sjálf-
dæmi í reynd en er hins
vegar haldið í innbyrðis
samkeppni. Hins vegar er
það almenningur sem
launabyrðin lendir á að lok-
um. Útgerðarmenn og
stjórnendur iðjustöðva
beina kröfum sínum til rík-
isvaldsins. Hvenær hefur
stjórnarandstaðan brugðist
þeim í því að heimta lausn
frá ríkisstjórninni?
Úrræði og úrræðaleysi.
Það hefur sýnt sig að með
því lagi sem verið hefur á
stjórn efnahagsmála og
kjaramála eru ríkisstjórnir
næsta vanmáttugar. Saman-
burður á núverandi stjórn
og vinstri stjórninni sem
var á undan henni er mjög
lærdómsríkur að því Ieyti.
Hér er um það að ræða sem
engin ríkisstjórn ræður við.
Sumar hrópa um sterka
stjórn. Þó veit enginn hvað
þeir eiga við og síst þeir
sjálfir. Fáir munu hafa trú á
því, að stjórnað verði með
lögregluvaldi og harðstjórn
svo að betur fari. Vandinn
er einkum sá að tengja sam-
an raunverulegt vald og á-
byrgð. Þá næst fram það
sem best er í mönnum í
frjálsu samstarfi og samn-
ingagerð.
Kosningaár.
Komandi ár er kosninga-
ár. Gagnlaust er að hafa
uppi kosningaspár og' skal
ekki gert. En ekki er því að
leyna, að það er býsna ör-
lagaríkt hvernig þær kosn-
ingar fara. Því hljóta hugs-
andi menn að leiða hugann
að því, hvers sé að vænta af
stjórnmálaflökkunum og
hvað myndi gerast ef áhrif
þeirra hvers og eins væru
aukin. Framhald 4 2. sfðu
Glæsilegt fiskiskip
Laugardaginn 7. þ.m. af-
henti Guðmundur Marsell-
íusson, forstjóri, f.h. M.
Bernharðsson skipasmíða-
stöð hf. á Isafirði, Völusteini
hf. í Bolungarvík nýsmíðað
og glæsilegt fiskiskip, Heið-
rúnu Is-4. Guðfinnur
Einarsson, framkvæmda-
stjóri, tók við skipinu fh.
Völusteins hf.
Heiðrún er 397 brúttó-
lestir, lengd skipsins er 40,98
m og mesta breidd 8,61 m.
Skipatækni hf. teiknaði
skipið, en aðalhönnuður
þess er Bárður Hafsteinsson,
skipaverkfræðingur. Skipið
er stálskip, byggt sem skut-
togari en er einnig útbúið til
línu- og nótaveiða.Aðalvél
skipsins er Alpha Diesel
1450 ha. og er hún gerð fyrir
brennslu svartolíu. Skrúfa
skipsins er fjögurra blaða
skiptiskrúfa. Hjálparvél er
af Bauduuin gerð 323 ha.
Stýrisvélin er Tjenford, raf-
stýrð. Togvinduútbúnaður
skipsins er allur hinn full-
komnasti og flottrollsvindan
er vökvadrifin frá aðalvél.
Fiskilestar eru 340 rúmm.
Heiðrún er búin öllum nýj-
ustu og fullkomnustu fiski-
Framhald á 3. sfðu