Ísfirðingur - 15.12.1982, Page 14
14
fSFIRÐINGUR
Núpsskóli, mynd tekin vorið 1982
ið áfram, heimavist stækkuð
svo að hún rúmaði 60 nem-
endur, byggðar geymslur,
smíðahús og jafnvel báts-
bryggja.
Fyrsti skólastjóri Reykja-
nesskólans var Aðalsteinn
Eiríksson (f. 1901) en for-
maður skólanefndar héraðs-
skólans eftir að sérstök skóla-
nefnd kom fyrir hann, var
Jón H. Fjalldal á Melgras-
eyri. Skólinn starfaði í þrjá
mánuði árlega framan af.
Starfsskrá Reykjanesskóla
hlaut staðfestingu með laga-
setningu 1937. Aðilar að
héraðsskólanum urðu þar
með: ísafjarðarkaupstaður,
N. — ísafjarðarsýsla og skóla-
hérað barnaskólanna í
Reykjanesi. Nokkur ung-
mennafélög í sýslunni voru
meðal þeirra aðila sem unnu
að framgangi þessa máls.
Mikið var um þegn-
skylduvinnu eða sjálfboða-
starf við skólann á fyrstu
árum hans, m.a. var lóð
skólans mjög löguð og sam-
göngur að honum á landi og
sjó gerðar greiðari en þær
höfðu verið.
Laugaskóli í Þingeyjarsýslu
Sögu ungmenna- eða al-
þýðuskóla í Þingeyjarsýslu
má rekja aftur á 19. öld.
Arnór Sigurjónsson hefur
fjallað um þetta efni, og
hann segir að vakningarald-
an eftir þjóðhátíðina 1874
hafi haft áhrif í þessum efn-
um. Snemma árs 1875 fór
Sigurður Jónsson í Ystafelli
fyrst að stunda unglinga-
kennslu annars staðar en
heima hjá sér, fyrst á Stóru-
völlum og að Lundarbrekku
í Bárðardal. Árið 1883
kenndi Guðmundur Hjalta-
son í Nesi i Höfðahverfi, og
sú kennsla fluttist síðan að
Flléskógum í sömu sveit.
Þessi skóli lagðist af um
1890 og þá hafði Sigurður í
Ystafelli einnig hætt
kennslu. Skólahúsið i Hlé-
skógum var flutt að Ljósa-
vatni og þar hófst unglinga-
kennsla í því 15. janúar
1904 og var séra Sigtrygg-
ur Guðlaugsson aðalkennari
fyrstu tvo veturna, en 3. vet-
urinn var Jónas Jónsson frá
Hriflu aðalkennari. Þessi
skóli stóð í 11 vetur, til vors
1914 og voru nemendur um
og yfir 20 hverju sinni. Um
líkt leyti var rekinn ung-
lingaskóli á Húsavík, en þar
var ekki heimavist eins og á
Ljósavatni.
Á útmánuðum 1918 hófst
þriggja mánaða skóli að
Breiðumýri í Reykjadal, ætl-
aður unglingum og stóð
ungmennafélagið Eíling
þar í sveitinni mjög að stofn-
un hans. Arnór Sigurjónsson
kenndi. Arnór hafði numið
nokkuð íslensk fræði í
Reykjavík og síðan kynnti
hann sér alþýðuskóla í ná-
grannalöndunum í tvö ár.
Eftir það stóð hann að end-
urreisn Breiðumýrarskólans
haustið 1921. Samband
þingeyskra ungmennafélaga
stóð traustlega að skólamál-
inu, hafði ályktað um það
og safnað talsverðu fé til
byggingarframkvæmda.
Arnór Sigurjónsson
(1893—1980) frá Litlulaug-
um sem var þingeyskur
bóndasonur og gagnfræð-
ingur frá Akureyri hafði
með umræddri námsferð ut-
an menntað sig eins og virt-
ist nægja til forystu um
skólahaldið. Hann gerðist
nú frumkvöðull að stofnun
Laugaskóla og fyrsti skóla-
stjóri hans, en jafnframt og
síðar mikilvirkur rithöfund-
ur. Fáir á landinu gengu
jafn skelegglega fram og
hann við stofnun héraðs-
skóla.
Umræðan um stofnun al-
þýðuskóla í sveit í Suð-
ur—Þingeyjarsýslu var á
lokastigi um þetta leyti, og
deilur stóðu um staðarval.
Grenjaðarstaður var nefnd-
ur, enda fornt frægðarset-
ur, en þá kom m.a. til skjal-
anna hugmyndin um upp-
hitun skólans með heitu
vatni, og Sigurjón Friðjóns-
son á Litlulaugum bauð að
gjöf spildu úr jörð sinni og
rétt til tveggja heitra lauga
þar. Þar með voru staðar-
í fyrsta sinn samþykkt 1929 i
ráðherratíð Jónasar. I 1.
grein laganna segir að hér-
aðsskólar skuli vera að Núpi
í Dýrafirði, Laugum í
Reykjadal, Hvitárbakka i
Borgarfirði og Laugarvatni.
Þá segir að skólar þessir
skuli vera sjálfeignarstofnan-
ir. Ákvæði er um að heimilt
sé að flytja héraðsskóla úr
stað fyrir forgöngu skóla-
nefndar og með samþykki
fræðslumálastjórnarinnar.
Þetta ákvæði virðist hafa
verið sett inn i lögin vegna
fyrirhugaðs flutnings Hvít-
árbakkaskólans að Reyk-
holti. í lögunum frá 1929
eru ennfremur ákvæði um,
að skólarnir séu samskólar,
ársdeildir ekki færri en tvær
né fleiri en þrjár, og náms-
timi ekki skemmri en sex
mánuðir á ári, sex kennslu-
stundir á dag.
Þá segir að ríkið skuli
greiða 6000 krónur i árlegan
rekstrarkostnað til hvers
héraðsskóla fyrir fyrstu 15
20 reglulega nemendur i
skólanum og síðan 250 krón-
ur úr því. Kennslugjald
hvers nemanda vetrarlangt
á að vera 60 krónur. Loks
segir að stofnkostnaður hér-
aðsskóla skuli að hálfu greið-
ast úr ríkissjóði, enda sé
tryggt framlag á móti.
Þessi lög voru héraðsskól-
unum vafalaust til mikils
framdráttar, enda fór þeim
fjölgandi. Árið 1930 var
samþykkt að bæta nafni
héraðsskólans á Reykjum i
Hrútafirði inn i upptalning-
una á skólunum í 1. grein
laganna frá 1929. Árið 1937
var samþykkt að bæta enn
inn í greinina nöfnum
Reykjaness i N. — ísafjarðar-
sýslu og Varmahliðar í
Skagafirði. Um leið var svo
kveðið á að námstimi i
Reykjanesi þyrfti ekki að
vera yfir þrjá mánuði á ári.
Um Varmahlið er hins veg-
ar það að segja að bið varð á
að þar risi héraðsskóli.
Árið 1937 var samþykkt á
Alþingi þingsályktunartil-
laga um að skora á ríkis-
valsmálin útkljáð. Vorið
1924 i vondri tíð hófust
framkvæmdir i landi Litlu-
lauga. Hús varð fokhelt
snemma i október. Breiðu-
mýrarskólinn var síðast
haldinn 1924 en vorið 1925
var fyrst hleypt af stokkun-
um námskeiði í Laugaskóla
hálfbyggðum.
Sumarið 1925 var fyrsta
innisundlaug landsins byggð
í skólanum á Laugum. Her-
bergi voru nú innréttuð.
Bókasafn skólans varð mjög
snarlega mikið að vöxtum
en Arnór virðist hafa haft
mjög ríkan skilning á mikil-
vægi þess, enda munu nem-
endur hafa skrifað margar
ritgerðir með stuðningi þess.
Formlega hófst skólahald
24. október 1925 og stóð þá
til sumarmála. Þennan
fyrsta vetur voru nemendur
í yngri deild 33, í eldri deild
13, í matreiðsludeild 6 stúlk-
ur, óreglulegir 9. í skólanum
var stofnað sérstakt ung-
mennafélag, sem sýnir hve
tengslin við þá félagshreyf-
ingu voru sterk. Á miðjum
vetri lögleiddi ungmennafé-
lagið algjört vínbindindi og
stofnað var frjálst kaffibind-
indi meðal nemenda.
„Einskis tóbaks var neytt í
skólanum og þó ekki tóbaks-
bindindi né tóbaksbann'1.
Þessi orð sýna flestu betur
að hér var byggt á geysilega
sterkum hugsjónalegum
grundvelli. Þingeyingar
studdu skóla sinn strax mjög
vel og aðsókn að honum var
frá upphafi mikil úr öllum
nálægum sveitum. Fljótlega
var sett á fót við Laugaskóla
sérstök verknámsdeild,
smíðadeild og kom vísir að
henni veturinn 1930—1931.
Fram kom að fyrsta ár
Laugaskóla var þar sérstök
stúlknadeild (matreiðslu-
deild). Byggt var sérstaklega
yfir húsmæðradeildina
1928—1929 við hliðina á al-
þýðuskólanum og reis þar
með Húsmæðraskóli Þingey-
inga á Laugum.
Löggjöf um alþýðuskóla og
héraðsskóla
Með lögum sem voru
samþykkt á Alþingi 1917
var stofnaður fastur alþýðu-
skóli á Eiðum upp úr bún-
aðarskólanum sem þar hafði
verið. Þetta skyldi vera
tveggja bekkja skóli, alger-
lega rekinn á kostnað lands-
sjóðs, með tveimur föstum
kennurum. Með lagabreyt-
ingu 1933 voru ákvæði um
verklegt búnaðarnám á Eið-
um felld niður. Um Eiða-
skóla giltu þannig sérstök
lög.
Svo er talið að Alþingi
hafi í fyrstu ekki verið ginn-
keypt til þess að styðja bygg-
ingu héraðsskólans á Laug-
um, en þó lét það árið 1923
í té fjárveitingu sem nam
2/5 byggingarverðs skólans,
og þar með hófst byggingin.
Með vissum hætti verður
Jónas Jónsson frá Hriflu tal-
inn faðir héraðsskólanna, en
hann beitti sér fyrir stofnun
sumra þeirra, einkum á
Laugarvatni, í Reykholti og
að Reykjum og mótaði
þannig þá stefnu að slíka
skóla ætti að byggja á jarð-
hitasvæðum.
Lög um héraðsskóla voru