Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.03.1983, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 22.03.1983, Blaðsíða 2
2 BLAÐ TRAMSÓKNAKMANNA Í l/ESTFJARÐAKJÖRDÆM! Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjaröakjördæmi. Blaöstjórn: Halldór Kristjánsson og Magnús Reynir Guömundsson ritstjórar, Björn Teitsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guömundur Sveinsson, ábm., Ingibjörg Marinósdóttir og Jens Valdimarsson. Pósthólf 253 ísafjörður. Hjöðnun verðbólgu er þjóðarnauðsyn Kosningabarátta er hafin. Eftir 5 vikur á að kjósa til Alþingis. Á síðasta degi þess þings sem slitið var 14. mars fluttu þingmenn útvarpsræður sem kalla má upphaf kosningabaráttunnar. Þarna mátti heyra ræður misjafnlega vel gerðar og fluttar. Allar voru þær um það, að nú væru erfiðleik- ar framundan og ræðumaðurinn og flokkur hans ætluðu að leiða þjóðina til farsælla og fegurra lífs. En það var minna talað um hvernig það yrði gert. Það voru ólíkar ræður á yfirborði og að allri áferð sem Sjálfstæðismenn, Aiþýðuflokksmenn og Alþýðu- bandalagsmenn fluttu. Þó var það sameiginlegt með þeim, að gengið var fram hjá því, hvað gera ætti. Um það var bará glamrað. Flutt voru falleg orð um farsæla lausn og góða stjórn án fyllri skýringa. Það er talað um að skera niður útgjöld ríkisins og létta skattheimtu en engin orð fylgja um það, hvað eigi að spara. Það hlýtur þó að skipta meginmáli og vera aðalatriði. Mönnum er engan veginn sama um útgjöld ríkisins. Menn vilja hafa vegi og hafnir, skóla og heilsugæslu, löggæslu og almannatryggingar. Það er talað um að hefta verðbólguna en minna um hvernig það verði gert. Þó liggur ljóst fyrir, að Framsóknarflokkurinn var fylgjandi vísitölufrum- varpi því sem forsætisráðherra lagði fram, en Alþýðu- bandalagið hrósar sér af að hafa verið á móti því. Hins vegar er það ráðgáta enn sem komið er, hvernig Alþýðubandalagið vill hemja verðbólguna. Nú hafa þau tíðindi gerst, að í málgögnum stéttar- félaga launþega heyrast raddir um að fulltrúar laun- þega verði með “vitrænum hætti“ að ganga til samninga um breytta tilhögun í stað hinnar sjálf- virku verðbólguskrúfu vísitölunnar. Þetta eru mikil tíðindi, því að hingað til hafa samtök launþega hagað sér eins og vísitöluskrúfan væri þeim heilög trúarsetn- ing. Nú hafa menn áttað sig á því, að hún er öllum hættuleg. Því hyllir nú undir þau tímamót, að sam- komulag geti orðið um að brjótast út úr vítahring hennar. Þar hefur Framsóknarflokkurinn forystu- hlutverki að gegna. Þar hefur hann stefnu, sem hann hefur barist fyrir síðustu árin. Og þjóðin veit, að vonir hennar um að “brjótast út úr vítahringnum“ og koma atvinnulífi og efnahag á heilbrigðan grundvöll eru háðar því, að framhald verði á þeirri baráttu. Naum- ast þarf að efa að þjóðin vill að þar náist árangur. Þegar horft er um öxl blasir það við, að árangur í baráttunni við verðbólguna hefur náðst þegar Fram- sóknarflokkurinn náði samkomulagi um aðgerðir til viðnáms en annars ekki. Þetta bendir til þess, að nú eru vonir þjóðhollra manna öðru fremur bundnar við það að Framsóknarflokkurinn komi það sterkur út úr kosningunum, að hann hafi styrk og aðstöðu til að þrýsta öðrum og laða til samstarfs um þá stefnu. Menn vita hvað Framsóknarflokkurinn vill í þessum efnum. Erfiðleikar þeir sem nú eru framundan tengjast allir verðbólgunni meira og minna, vaxa með henni og munu að sama skapi hjaðna með henni þegar þar að kemur. Því er það þjóðarnauðsyn að verðbólgan hjaðni. Að því segjast allir vilja vinna. En það er ekki nóg að segjast vilja. Það verður að sýna viljann í verki. Það hefur Framsóknarflokkurinn gert. Ög því nýtur hann nú trausts í komandi kosningum. Þjóðin vill sterka stjórn sem tekur á vandamálun- um. Almenningur veit að við þurfum slíka stjórn. Samt hefur tíminn farið í karp þar sem úrræðalausa menn hefur brostið kjark til átaka. Hér þarf sam- komulag. Framsóknarflokkurinn mun vinna að því að slíkt samkomulag náist sem fyrst að kosningum loknum. Það er dýrt að bíða. Halldór Kristjánsson fSFIRÐINGUR Ólafur Þ. Þórðarson Framtíð atvinnulífsins ATVINNULEYSIÐ Yfir hinum vestræna heimi hvíiir nú böl atvinnu- leysis. Hin mikla fram- leiðslugeta Japana, sem hef- ur fært þeim hagstæðan við- skiptajöfnuð, svo numið hef- ur tuttugu af hundraði á undanförnum árum, á stærstan þátt í því, að kaup- máttur á Vesturlöndum notast ekki þeim sjálfum til atvinnuskapandi starfa. Fleiri og fleiri fyrirtæki hafa orðið að minnka framleiðsl- una og fækka sínu starfsliði. Hvort við íslendingar ber- um gæfu til að sleppa við böl atvinnuleysis fer meðal annars eftir því, hvort við veljum íslenskar vörur frem- ur en erlendar, þegar við ráðstöfum okkar tekjum og getum valið þar á milli. Hér er um aðalatriði að ræða og uppbygging íslensks iðnaðar ræðst af því, hvort þjóðar- samstaða næst um að verja hann. Auðvitað verður iðn- aðurinn að vera samkeppn- isfær, en engu að síður ber okkur sem íslendingum að sýna samstöðu á þessu sviði og forðast að flytja inn at- vinnuleysið. Reyndar er það svo með atvinnuleysið, að í fjarlægðinni verður það á- kaflega meinlaust. Það snertir okkur varla þegar það berst okkur innan um fréttir af styrjöldum og glæpastarfsemi. Samt er það svo, að það birtist þeim, sem fyrir því verða, eins og til- kynning um að þeim sé of- aukið hér í heimi og örugg- lega á það stærri þátt en flest annað í því að stuðla að glæpastarfsemi og ofbeldi. Sá æskumaður, sem finnst sér vera ofaukið á þennan hátt, fyllist hatri í garð ver- aldar hinna fráteknu stæða og spyr sjálfan sig: Hvers vegna er mér úthýst? Ég gef lítið fyrir þær kenningar að atvinnuleysisbætur og trygg- ingakerfi leysi þetta vanda- mál. Sjálfsvirðingin er brot- in niður og hver kannast ekki við málsháttinn að „betra er illt að gera en ekkert“. BYGGJUM UPP OG BÆTUM HINA INN- LENDU ATVINNUVEGI Það heyrist gjarnan, að engin þjóð verði rík af mat- vælaframleiðslu. Bandaríkin eru auðugasta þjóð í heimi Ólafur Þ. Þórðarson og hvergi er öflugri mat- vælaframleiðsla. Þeir virðast ekki hræddir við matvæla- framleiðslu. Matvælafram- leiðsla hefur fært okkur þau lífskjör, sem við búum við. Við eigum að efla hana og bæta á allan hátt. Við þurf- um að aðlaga hana mark- aðsaðstæðum á hverjum tíma. Það verður að stór- auka sölustarfsemina erlend- is. Hér eru næg atvinnu- tækifæri, ef íslendingar verða ekki of fínir til að vinna við matvælaframleið- slu. Auðvitað þurfum við að skjóta sem flestum stoðum undir okkar efna- hagslíf, en það er hættulegt að firra þjóðina trausti á þeirri atvinnuuppbyggingu, sem fært hefur henni þau lífskjör, sem hún býr við, og halda því fram, að við séum komnir á einhvern enda- punkt á því sviði. Skelfiskmiðin við strendur landsins eru fjársjóður, sem hækkar í verði á sama tíma sem það verður sífellt vafasamara að nýta slík mið í nágrenni stórborga vegna mengunar. Fiskeldið á eftir að færa okkur inn á nýtt svið í matvælaframleiðslu og meðan slíkir möguleikar eru í augsýn gerir það menn litla að óttast framtíðina vegna skorts á uppbygging- armöguleikum. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim. ERLENDAR SKULDIR Islendingar hafa á undan- förnum árum ráðist í mikla uppbyggingu. Þessi upp- bygging hefur kallað á meiri fjármuni en hægt hefur ver- ið að fá hér innanlands. Er- lendar skuldir hafa aukist. Segja má, að á þeim viðsjálu tímum, sem nú eru, þurfum við að gá að okkur. Hinu má ekki gleyma, að möguleikar okkar til að þola erfiðleika eru meiri en margra ann- arra vegna þess, hve lífs- kjörin eru góð. Það er þó hámark aulafyndninnar, ef menn taka sig til og reikna út einhverjar meðalskuldir á hvert mannsbarn í landinu. Væri ekki sanngjarnt að leggja saman eignirnar og kanna hver raunveruleg eignastaða íslendinga er? Hvernig færi fyrir fyrirtæki, sem aðeins gæfi upp skuldir á sínum efnahagsreikningi en sleppti alveg að skrá eignirnar? Þeir sem hæst gala á þessu sviði mættu gjarnan hugleiða það, hvort þeir neituðu að taka á móti húsi í arf, ef á því hvíldi húsnæðismálastjórnarlán. Það má vel vera, að með einhliða áróðri á þessu sviði geti áróðursmennirnir skap- að þá skoðun, að þeir, sem nú eru að kveðja, hefðu átt að skila þeim óbornu allri þeirri uppbyggingu, sem hér hefur orðið án erlendra skulda. Ég ætla ekki að fylla þann hóp. Vissulega hefur verið vogað, en án þess er hætt við, að lítið hefði áunn- ist. Barnaskólinn í Hnífsdal 100 ára Á þessu skólaári eru liðin 100 ár frá því að skólahald hófst í Hnífsdal. Það var laugardaginn 14. maí 1881 að hreppstjóri Eyrarhrepps boðaði til opin- bers sveitarfundar að Hrauni í Hnífsdal. Fundinn sóttu 18 manns og var þar samþykkt einum rómi, að fyrirlagi og eftir uppástungu hreppstjóra, að stofna “lítil- fjörlegan barnaskóla“, eins og það er orðað í fundar- gerðinni, þar eð lög og aðrar kröfur tímans heimti upp- fræðingu barna meir en áð- ur. Kom mönnum saman um, að hentugast yrði að staðsetja skólann í Hnífsdal, en Eyrarhreppur samanstóð af þremur byggðakjörnum, Hnífsdal, Skutulsfirði og Arnardal. Var síðan sam- þykkt að skólahús skyldi byggt í Hnífsdal og lagði Kristjana Kjartansdóttir í Hrauni til leigufría lóð þar sem fyrsta skólahúsið var reist. Þar er nú Strandgata 3 í Hnífsdal. í október 1882 tók hinn nýi skóli til starfa og voru nemendur 17 fyrsta vetur- inn. Fyrsti skólastjórinn var Sæmundur Eyjólfsson bú- fræðingur frá Ólafsdal. Arið 1909 var síðan tekið í notkun nýtt skólahús og var mjög til þess vandað og þótti það með myndarlegri skólahúsum til sveita í þá tíð. Þann 27. febrúar 1953 gerðist sá fáheyrði atburður, að skólahúsið fauk af grunn- inum í heilu lagi meðan á kennslustund stóð. Var með ólíkindum að ekki skyldi verða slys á mönnum, en allir sem í húsinu voru sluppu að mestu ómeiddir. Fljótlega var hafist handa um byggingu nýs skólahúss, sem einnig skyldi gegna hlutverki guðshúss. Var komið af stað fjársöfnun og tókst hún svo vel, að fyrir það fé ásamt framlagi frá hinu opinbera var byggt stórt og veglegt skólahús og Framluild á bls. 3

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.