Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.03.1983, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 22.03.1983, Blaðsíða 4
, Fær Tónlistarskóli ísafjarðar eigið hús? Inngangsútlit Langsneiðing Tillaga þessi gerir ráð fyrir byggingu á tveimur hæðum, sem hægt væri að byggja í áföngum. Stærð: 1. hæð 460 ferm. rishæð 200 ferm. Samtals 660 ferm. Fyrir fáum árum óskaði stjórn Tónlistarfélags ísa- fjarðar eftir því að fá lóð undir tónlistarskólahús á Torfnesi, nánar tiltekið á afmörkuðu lóðarsvæði Menntaskólans á ísafirði, og þá á því horni lóðarinnar sem liggur nið- ur við stofnbrautina inn í fjörð, sem nú heitir Skut- ulsfjarðarbraut, niður undan Dvalarheimilinu Hlíf og nokkurn veginn mitt á milli vegamóta Hafnarstrætis og Skutuls- fjarðarbrautar annars vegar og hins nýja kennsluhúsnæðis Menntaskólans hins veg- ar. Byggingarnefnd Menntaskólans mælti á sínum tíma með því að orðið yrði við beiðninni. Hinn 27. sept. 1982 til- kynnti Menntamálaráðu- neytið að það heimilaði fyrir sitt leyti byggingu húss handa Tónlistarskól- anum á þessum stað, en stærð og lögun lóðar svo og stærð og gerð bygging- ar skyldi ákveða síðar. í tilkynningu ráðuneytisins var gerður fyrirvari um samþykkt bæjarstjórnar VLAÐ TRAMSÓKNAKMANNA / VES TFJARÐAKJÖRDÆM! ^«■■■■■■ í stuttu máli Gatnagerð á ísafirði Fyrrverandi meirihluti i bæjarstjórn ísafjarðar lof- aði íbúum við Urðarveg og Hjallaveg að á þær götur skyldi sett bundið slitlag á siðasta ári. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs var ekki unnt að koma þessu í framkvæmd. Búast má við að þessar götur og aðrar sem tilbúnar verða fái bundið slitlag í einu lagi við fyrsta tækifæri sem gefst. Á siðastliðnu sumri var fyllt upp fyrir framan kaupfélagið, en því hafði verið lofað í makaskipta- samningi. Þá var gerð uppfylling fyrir Vegagerðina undir asfalttank, en með uppsetningu hans ljúkast upp nýjar leiðir til lagningar á bundu slitlagi. Á (tjóðvegi kemur i framtíðinni svonefnd klæðning, en innanbæjar asfalt og oliumöl. Tankurinn mun standa á Mávagarði, sem verður lengdur, en við það myndast nokkur vörn fyrir önnur mannvirki sem eru að líta dagsins ljós í Sundahöfninni á ísafirði. Furðuleg stjórnmálaákvörðun Einn af lesendum þessa blaðs, sem lengi hefur fylgst með þróun stjórnmálanna, sagði nýlega í samtali við blaðið, að það væri „einhver furðulegasta og vanhugs- aðasta stjórnmálaákvörðun“ sem hann hefði haft spurnir af, þegar sjálfstæðismenn á Vestfjörðum, þ.e. Kjördæmisráð þeirra, tók sér fyrir hendur að „sparka“ Sigurlaugu Bjarnadóttur út af framboðslista sínum. Viðmælandi okkar sagði ennfremur, að Sjálfstæðis- flokkurinn á Vestfjörðum ætti áreiðanlega eftir að súpa seyðið af þessari furðulegu ákvörðun. En það eru margir aðrir en viðmælandi okkar hér að ofan, sem hafa svipaðar skoðanir á þessu máli. Þann 1. mars s.l. skrifar frú Sigríður Auðuns grein í Morgunblaðið þar sem hún fjallar um þá „óskiljan- legu“ ráðstöfun Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum að bjóða ekki frú Sigurlaugu Bjarnadótt- ur sæti á framboðslistanum. Um þá ráðstöfun segir frú Sigríður Auðuns orðrétt: „Sú móðgun, sem þessari merku og mikilhæfu konu er þarna sýnd, er til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Á dreifbýlið tilverurétt? Blöð eins og þetta, sem gefin eru út á landsbyggð- inni, eru ekki einskorðuð við útgáfustaðinn, enda er í þeim fjallað um margs konar málefni. Þessi blaðaút- gáfa er kostnaðarsöm og þó að mestu unnin í sjálf- boðavinnu. Athygli vekur að sumar opinberar auglýsingar, t.d. um verðtryggð spariskírteini frá Seðlabanka, má ekki birta í þessum blöðum, a.m.k.ekki í ísfirðingi. Sé leitað eftir þessum auglýsingum er sagt, að dagblöðin fari um allt, og nóg sé að auglýsa í þeim. Þannig telja ýmsir forráðamenn fyrir sunnan greini- lega að landsbyggðarblöðin séu óþörf. Þetta er ein sönnunin fyrir því að stór-Reykjavikurvaldið telur að dreifbýlið eigi takmarkaðan tilverurétt. ísafjarðar svo og annarra er málið kynni að varða. Tillöguuppdrættir arki- tektanna Vilhjálms og Helga Hjálmarssona af hinu væntanlega skóla- húsi Tónlistarskóla ísa- fjarðar hafa legið fyrir um skeið, og eru nú m.a. til umfjöllunar hjá bæjar- stjórn ísafjarðar. Hér á síðunni eru, samkvæmt fengnu leyfi réttra aðila, birtar myndir af um- ræddum frumdráttum að skólahúsinu, enda voru þessar frumteikningar viðraðar á almennum fundi, sem áhugakonur um húsbygginguna geng- ust fyrir í heimavist Menntaskólans sunnudag 21. nóvember 1982. Nú í mars 1983 hafa samtök áhugakvennanna gengist fyrir almennri fjársöfnun í ísafjarðar- kaupstað og kabarettsýn- ingum í félagsheimilinu í Hnífsdal til styrktar hús- byggingunni. Á sam- þykktri fjárhagsáætlun bæjarins munu vera kr. 300.000 ætlaðar til hönn- unar hússins. b.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.