Ísfirðingur


Ísfirðingur - 01.11.1983, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 01.11.1983, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjaróakjördæmi. Blaðstjórn: Björn Teitsson (ritstjóri), Guðmundur Sveinsson (ábm.), Magnús Reynir Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Gjaldkeri Guðríður Sigurðardóttir, sími 3035. Pósthólf 253, ísafirði. Flytjum inn þekk- ingu á fiskeldi Atvinnusaga íslendinga ber það með sér að við höfum margt lært af Norðmönnum. Þekking okkar á hvalveiðum og síldveiðum er frá þeim komin og einnig sóttum við til þeirra þekkingu, þegar virkjunarframkvæmdir hófust hér á landi. Nú þurfum við að sækja til þeirra þekkingu á fiskeldi. Á fyrri hluta þessarar aldar fóru ungir bændasynir við Djúp til Noregs og stunduðu þar búnaðarnám. Nú þurfa Vestfirðingar að eiga æskumenn, sem vilja fara til Noregs og stunda þar nám í fiskirækt, og vinna við slíka starfsemi. Þeir gætu svo, er þeir kæmu heim, flutt með sér þá þekkingu sem dygði til að hefja fiskiræktina hér á landi af tilraunastigi yfir í arðbæran atvinnurekstur. Hin vogskorna strönd Vestfjarða, þar sem víða er hægt að fá heitt vatn, býður upp á svo stórkostlega möguleika á þessu sviði, að allt sem við höfum verið að gera á Vestfjörðum er smátt miðað við möguleikana í fiskirækt. Hér er sá óplægði akur, sem bíður áræðis og þekkingar. Hvað ætla eigendur jarðhitans í Reykjanesi við Djúp að láta hann lengi að mestu leyti vera ónotaðan? Auðvitað útheimtir það fjármuni að hefja fiskirækt í stórum stíl. Hitt er aftur á móti vitað, að fjárfesting í fiskirækt hefur skilað meiri arði í Noregi en þeirra fjárfesting í iðnaði. — Hér er þó ekki ætlunin að hefja meting milli atvinnuvega. Erfiðleikar dragi ekki úr okkur kjark íslendingar eru oft of uppteknir af því sem miður hefur farið. Þeir erfiðleikar, sem er við að glíma á sviði efnahags- mála mega ekki villa okkur sýn eða draga úr okkur kjark til að nýta þá miklu möguleika sem þetta land hefur upp á að bjóða. Það er ljóst að örlítið brot af íbúum jarðarinnar býr við betri kjör en við fslendingar. Megnið af íbúum jarðarinnar býr við miklu verri kjör og milljónir svelta. Það er stutt síðan íslendingar börðust við hungrið í þessu landi. Það sem vel hefur tekist hefur því fært okkur slíka hagsæld að eftirtekt hefur vakið hjá mörgum fátækum þjóðum. Samt er oft ástæða til þess að spyrja, hvort þolgæðið sé á undanhaldi hjá íslendingum. Er múgmennskan í sókn? Er áróðursheimur fjölmiðla farinn að móta skoðanir og mata menn á blekkingum? Færeyingar hafa í nokkur ár rekið skipaferju milli íslands og meginlandsins. Þeir hafa verið að auka þessa þjónustu og sniðið sér stakk eftir vexti með umsvif öll. Islenskir fjölmiðlar hafa lítið hampað þessari þjónustu. Svo gerist það, að íslendingar ákveða að hefja rekstur skipa- ferju, er keppi við þessa starfsemi. Þetta er auglýst, og endalokin einnig. Sagt er, að við séum búnir að tapa á þessu 30 milljónum og þetta sé ekki hægt. Ákveðið er að hætta rekstrinum. Færeyingar vita að þetta er hægt. Þeir laga sína starfsemi að þörfum markaðarins, og vissulega eiga þeir það þolgæði sem þarf. Vonandi berum við gæfu til þess að átta okkur á því, að það er margt hægt að læra af Færeyingum. Hvernig væri að fréttamenn útvarpsins leituðu upplýs- inga hjá Færeyingum um það, hvernig eigi að reka skipaferju? Vænt sláturfé á Patreksfirði Slátrun hófst hér á Pat- reksfirði miðvikudag 28. sept., og var þá byrjað að slátra stórgripum. Alls var slátrað 202 gripum eða um það bil 50 fleiri en í fyrra. Hinn 6. október hófst síðan sauðfjárslátrun, og henni lauk 25. okt. Féð reyndist mjög vænt, og verður meðal- þungi meiri en á síðasta ári, en þá var hann 15.8 kg. Slátrað var 6.911 dilkum. Mikið var um að fólk keypti slátur, og virðist sá góði siður að gera slátur lieima heldur vera í sókn. Jens Valdimarsson Tíðarfar hefur verið frem- ur leiðinlegt, en flutningar með féð hafa þó gengið vel. I sláturhúsi Kaupfélags Vest- ur-Barðstrendinga er slátrað fé frá Tálknafirði, úr öllum Rauðasandshreppi og af Barðaströnd að Auðshaugi. Sauðfjáreign bænda hér um slóðir hefur dregist all- verulega saman. Það er hvort tveggja að riðuveiki hefur komið upp á nokkrum bæjum, og hins vegar er á ferð almennur samdráttur í landbúnaði, sem við í hinum dreifðu byggðum landsins megum síst við. Jens Valdimarsson Unglinga vantar félagsmiðstöð Nýlega mun hafa verið settur upp leiktækjasalur með svonefndum spilaköss- um hér í ísafjarðarkaupstað. Hliðstæðir leiktækjasalir hafa undanfarið komið upp í öðr- um landshlutum, fyrst á höf- uðborgasvæðinu, en nýlega einnig t.d. á Akureyri. For- eldrar og skólafólk hafa nokkrar áhyggjur af þessari þróun mála. í þessum leik- tækjasölum greiða ungling- arnir oft umtalsverðar fjár- hæðir, a.m.k. þegar til lengd- ar lætur. Þá þarf að afla í staðinn, og þetta fjárhættu- spil getur orðið til þess að beina óhörðnuðum ungling- um, oftast á gagnfræðaskóla- aldri, út í hnupl. Einnig er vafi talinn leika á um upp- eldisáhrif þessara staða að Framhald á 3. siðu BEGLUR UM VIÐBÓTARLÁN Reglur um sérstök viðloótarláii, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarmnar 20. október sl., tll jpeirra, sem fengu frumlán (1. hluta) til nýbygginga á árinu 1981. Þessir aðilar eiga kost ó viðbótarláni á árixm 1983, sem nemur allt að 50% af þeim lánshlutum, sem þeim voru veittdr á árinu 1982. Ef um eigendaskipti er að ræða, á núver- andi eigandi rétt á viðbótarláni, leggi hann fram þinglýstan kaupsamning eða veðbókarvottorð. Viðbótarlán verða afgreidd frá veðdeild Eandsbanka íslands með kjörum, sem gilda um nýbyggingarlán (r-lán). Varð- andi veð skal þó beimilt að taka síðari veðrétt en 1. veðrétt, að því tilskildu, að áhvílandi uppfærð lán, að viðbættu við- bótarláni húsnæðismálastjómar nemi ekki bærri Qárhæð en 68% af brunabóta- mati íbúðarinnar. Sækja verður um viðbótarlán á eyðu- blaði, sem Húsnæðisstofnun ríkisins leggur til. Umsóknir um viðbótarlán skulu berast Húsnæðisstofnun ríkLsins fyrir 1. desember 1983. Reykjavík, 29. 10. 1983 HúsnæÖisstofnun ríkisins Ólafur Þórðarson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.