Ísfirðingur


Ísfirðingur - 14.11.1984, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 14.11.1984, Blaðsíða 1
10.tbl. 14. nóv. 1984 33. árg. Aiiar tegundir af Hampiðjutógi fyririiggjandi. Netagerð Vestfjarða hf. íþróttahús á ísafirði Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudagskvöld, flutti Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, erindi um byggingu væntanlegs íþróttahúss okkar ísfirðinga. Hefur hann góðfúslega leyft okkur að birta það hér á eftir. Húsinu er ætlað að standa á Torfnesi milli íþróttavallarins og Menntaskólans. Aðalað- koma að húsinu er frá Skutuls- fjarðarvegi. íþróttasalurinn er 27 x 45 m að stærð og er hann þrískiptanlegur. Tengt salnum eru búningsherbergi og böð. Við frumhönnun hússins hefur verið gert ráð fyrir því að hægt sé að byggja yfirbyggða sund- laug að stærð 10 x 25 metrar. þrekæfingasalir í minna lagi í þegar byggðum íþróttahúsum. Lofthæð í sal er 7 metrar, en í þeim tillögum sem fyrir liggja eru möguleikar á meiri lofthæð sem er æskileg hvað snertir hljómgæði fyrir hljómsveitir. Finna þarf þó rétt jafnvægi í hljómburði, annars vegar fyrir kennslu í sal og hins vegar fyrir hljómsveit, sem ekki fara sam- an. Arkitekt hefur leitað ráð- Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Sunddeild Vestra, hefír verið mjög dugleg að safna aurum til starfsemi sinnar. Eitt þarfasta verkið sem deildin tók sér fyrir hendur var að dreifa húsdýra- áburði á garða og tún bæjarins og einstaklinga. Borg- uðu menn með glöðu geði nokkrar krónur til þess að fá Félagsskít á garða sína. Hér sést bkan af væntanlegu íþróttahúsi. Ekki eru áform uppi um að byggja sundlaugina um leið og íþróttahúsið, en við hönnun þess er þó tekið tillit til þessa möguleika og er þá gert ráð fyrir sameiginlegu aðalanddyri, afgreiðslu, forsal og böðum. Slík ráðstöfun hefur í för með sér verulegan sparnað í bygg- ingu og rekstri. Megin hluti hússins er á einni hæð og skapar það þénugri umgang og ræst- ingu á húsinu. Yfir búningsher- bergjum er möguleiki að nýta rými á efri hæð og er gert ráð fyrir að þar megi koma fyrir gufubaðstofu ásamt böðum og búningsherbergjum. Þar má einnig koma fyrir litlum sal til ýmissa nota, svo og rýmum fyrir loftræstikerfi hússins. Af efri hæð er hægt að ganga inn á svalir, sem eru langs eftir saln- um, en undir þessum svölum eru útdraganlegir áhorfenda- pallar, fyrir um þrjú hundruð manns. Einnig er gengt á á- horfendapalla af salargólfi. Þá er gert ráð fyrir að áhorfenda- pallar séu færanlegir lengra út á gólf og geti myndað sveig um hljómsveitarpall og er þá hugs- að til þess að stór hljómsveit geti leikið i salnum. Áhaldageymslur eru byggðar inn í hlíðina og geta því verið eins stórar og menn vilja, en víða eru áhaldageymslur og gjafar sérfræðings á þessu sviði og ráða að vænta. Við samanburð á kostnaði á ýmsum þakgerðum hefur kom- ið í ljós að svokallað valmaþak (þ.e. þak í líkingu við þak skólabyggingar M.í.) er ekki dýrara en hefðbundin strengja- steypuþök. Ákveðið hefur verið að þak íþróttasalar sé af sömu útlitsgerð og skólabyggingar- innar. Á undanförnum árum hefur færst mjög í auka að byggja íþróttasali gluggalausa og er það gert til að losna við trufl- andi áhrif af gluggum sem einkum verður vart við í bad- minton og blaki. Eykur þetta verulega á ljósanotkun. Nú stendur yfir athugun á þessum þætti, en í fyrirliggjandi tillög- um eru sýndir möguleikar á gluggum með langhliðum (norðlægar og suðlægar hliðar) Þá er í einni tillögu sýndur möguleiki á þakgluggum yfir miðjum sal. Reykræstingar er krafist í sal og gæti hún fallið inn í slíkan þakglugga. Gerð salargólfs hefur ekki verið á- kveðin, en líkur eru á að notað verði fjaðrandi dúkgólf. Margt fleira mætti nefna um gerð og fyrirkomulag í sal, en þetta verður látið nægja að sinni. Gert er ráð fyrir allrúmum forsal í húsinu. I honum er af- greiðsla og kaffistofa. Tengt forsal eru inngangur í búnings- herbergi, bæði fyrir íþróttasal og sundlaug, almennar snyrt- ingar, hjólastólasnyrting, kenn- araherbergi, skrifstofa, sjúkra- og dómaraherbergi, ræstiher- bergi o.fl. Staðsetning af- greiðslu er þannig fyrir komið að gott útsýni er yfir ytri og innri umferðarsvæði. Margt fleira mætti nefna varðandi skipulag og gerð hússins, en þetta verður látið nægja í bili. Stærð byggingar er 2.530 ferm. Verkfræðileg hönnun hússins er ekki hafin, en hana má flokka þannig: 1. burðarvirki, 2. hita- og loftræstilagnir, 3. vatns- og frárennslislagnir, 4. raflagnir og lýsing. Líklegt er að ein- hverjar breytingar komi á þeim tillögum sem fyrir liggja þegar hönnun ofangreindra þátta þróast. Frumhönnun lóðar er þegar hafin og að mati lands- lagsarkitekts eru þær tillögur sem fyrir liggja raunhæfar. Samkvæmt lauslegri kostn- aðaráætlun er heildarbygging- arkostnaður kr. 62.360.000,- og er þá laus búnaður ekki með- reiknaður. S.I. laugardag, 10. nóvember, mættu bæjarfulltrúar og svo skemmtilega vildi til, að silfursmiðurinn, Pétur Isafjarðarkaupstaðar ásamt bæjarstjóra til kaffisam- Hjálmarsson, er frændi Ragnars. sætis að Smiðjugötu 5, heimili þeirra merkishjóna, Við starfi skólastjóra Tónlistarskólans tekur Sig- Sigrfðar og Ragnars H. Ragnar, heiðursborgara ísa- rfður, dóttir Ragnars og Sigrfðar, býður ísfirðingur fjarðar. Tilefni samsætisins var, að á s.l. vori lét hana og mann hennar, Jónas Tómasson, velkomin til Ragnar af störfum sem skólastjóri Tónlistarskólans, þessa nýja starfs um leið og Ragnari og Sigrfði eru eftir 36 ára gifturíkt starf. Vildi bæjarstjóm Isafjarðar færðar þakkir fyrir sitt stórkostlega og óeigingjarna sýna honum og konu hans eilftinn þakklætisvott á starf f þágu tónmennta hér f bæ. þessum tímamótum. Var þeim færð að gjöf silfurskál

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.