Ísfirðingur - 14.11.1984, Side 2
2
(SFIRÐINGUR
Útgefandi:
Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi.
Blaöstjórn:
Björn Teitsson (ritstjóri), Guömundur Sveinsson (ábm.),
Magnús Reynir Guömundsson, Ólafur Guömundsson,
Gjaldkeri Guðríður Siguröardóttir, sími 3035.
Pósthólf 253, Isafirði.
íþróttir og
æskulýður
Fátt vekur þjóðarstoltið betur en afrek íslenskra
íþróttamanna í keppni við annarra þjóða menn. Um þetta
mætti nefna mörg dæmi en verður ekki gert hér. Hitt má
öllum ljóst vera að afrek íþróttafólks vinnast sjaldnast
fyrir tilviljun. Að baki afrekunum liggur þrotlaus vinna
og æfingar, fórnir og fyrirhöfn og sjálfsögun líkarna og
sálar.
Því miður eiga ekki allir þess kost að stunda uppá-
haldsíþróttagrein sína við fullnægjandi aðstæður.
fþróttirnar krefjast mismikils í aðstöðu og mannvirkjum.
Sumar greinar er hægt að stunda án teljandi íþrótta-
mannvirkja, en aðrar verða vart stundaðar nema fyrir
hendi sé dýr og mikil fjárfesting.
Við íslendingar búum í erfiðu landi veðurfarslega séð.
Ýmsar íþróttagreinar, sém hægt er að stunda utanhúss í
heitari löndum verða ekki stundaðar hér á landi nema
innanhúss. Því höfum við orðið að byggja stór og mikil
íþróttahús sem nú blasa við í öllum helstu þéttbýlis-
sveitarfélögum landsins, nema hér á ísafirði. Við ísfirð-
ingar höfum ekki enn skapað æskulýð okkar þá aðstöðu,
sem önnur sveitarfélög hafa talið nauðsynlegt. Það er þó
hreyfing á þessu máli.
Á forsíðu þessa blaðs er mynd af líkani af nýju
íþróttahúsi, sem fyrirhugað er að reisa á Torfnesi í
grennd við byggingar Menntaskólans. Vonast er til að
framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að byggingunni
verði lokið á tiltölulega skömmum tíma. Að undanförnu
hefur byggingarnefnd íþróttahússins, undir forustu bæj-
arstjóra unnið að framgangi málsins, en áður höfðu
tekist samningar við menntamálaráðuneytið um kostn-
aðarþátttöku ríkissjóðs í byggingunni. Ríkissjóður mun
greiða u.þ.b. 60% af kostnaði við húsið, enda er því ætlað
að þjóna Menntaskólanum, grunnskólum bæjarins og
öðrum skólum, auk þess sem almenningur mun fá afnot
af húsinu. Heildarklostnaður við bygginguna er áætlaður
rúmar 62 milljónir króna.
Það er flestum ljóst, að öflugt og heilbrigt íþróttastarf
er betri trygging fyrir velferð æskulýðs en margt annað.
Sundfólkið okkar Vestfirðinga, frá ísafirði og Bolung-
arvík, sem vann frækna sigra nú fyrir nokkrum dögum í
Hafnarfirði, hefur fundið sér hollt og verðugt tóm-
stundastarf. Það situr ekki á sjoppum eða ráfar um götur
i reiðileysi þann tíma sem það æfir sundið. Nýtt og full-
komið íþróttahús hér á ísafirði mun leiða fjölda ung-
menna inn á hollari og gæfulegri lífsbrautir.
Framgangur íþróttahússmálsins byggist að verulegu
leyti á fjárveitingum ríkisins. í fyrra voru fjárveitingar
skornar við nögl og borið við að undirbúningur málsins
heima í héraði væri ófullnægjandi. Nú er ekkert að van-
húnaði og við krefjumst þess af þingmönnum okkar að
þeir sjái fyrir myndarlegri fjárveitingu til íþróttahúss á
ísafirði á þessu ári. Hálfnað er verk þá hafið er.
Þau eru komin aftur
kleinu- og laufabrauðsjárnin
Þingeysk listasmíð úr kopar
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐIAGA
búsáhaldadeild
NORRÆNA
SUNDKEPPNIN
1984
Við syndum
og sigrum
Sókn
með
Fram-
sókn
Isafjarðarkaupstaður
Félagsmiðstöð
Starfsmann vantar við félagsmiðstöð ungl
inga, Mánagötu 1.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gefur upplýs-
ingar um starfið í síma 3722, eða á bæjar-
skrifstofunni að Austurvegi 2.
Heimilisþjónusta
Starfsmann vantar við heimilisþjónustu
hjá ísafjarðarkaupstað.
Frekari upplýsingar hjá félagsmálafulltrúa
í síma 3722 milli kl. 10:00 og 12:00 f. h.
Kvöldskólinn ísafirði
— Fræðsla fullorðinna —
Laus er staða forstöðumanns. Um er að
ræða Vz starf í 5 mánuði.
Upplýsingar veitir formaður grunnskóla-
nefndar, Lára G. Oddsdóttir, í síma 3580.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember n. k.
I stuttu máli
VELJUM ÍSLENSKT f JÓLAINNKAUPUNUM.
Á undanförnum árum hafa Félag íslenskra iðnrekenda og
Hagstofa Islands kannað ársfjórðungslega markaðshlutdeild
fjögurra íslenskra iðngreina. Þessar iðngreinar eru kaffi-
brennsla, hreinlætisvöruframleiðsla, sælgætisframleiðsla og
málningarframleiðsla.
Frá því þessar kannanir hófust má segja, að stöðugt hafi sigið
á ógæfuhliðina fyrir þessar iðngreinar í samkeppninni við er-
lendar um markaðinn. Sælgætisframleiðslan hefur þó spjarað sig
þokkalega.
Nú fer í hönd tími jólahreingerninga og margir mála hjá sér
fyrir jólin, svo ekki sé nú minnst á öll sælgætiskaupin fyrir þessa
miklu hátíð.
Við viljum hvetja alla þjóðholla íslendinga til að velja heldur
íslenska frandeiðslu við undirbúning næstu jólahátíðar og styrkja
þannig íslenskt efnahagslíf og stuðla um leið að eigin velsæld.
íslenskt þvottaefni, íslensk málning, íslenskt sælgæti og síðast en
ekki síst, íslenska kaffið, jafnast á við það besta sem framleitt er
af þessum vörum í heiminum og ekki er verðið óhagstæðara. Það
er því enginn svikinn af því að kaupa íslenskt, þvert á móti.
Minnkandi markaðshlutdeild innlendrar iðnaðarframleiðslu
verður að mæta með því að snúa vörn í sókn. Til að sýna fólki hve
þessi þróun er uggvænleg, birtist hér að lokum tafla með tölu-
legum upplýsingum.
Markaðshlutdeild fjögurra íslenskra iðngreina
Hreinlætisvöruframleiðsla
Málningarframleiðsla
Sælgætisframleiðsla
Kaffíbrennsla
1978 1979 1980 1981 1982 1983
72,3% 70,5% 67,5% 63,3% 61,0% 63,3%
65,6% 64,7% 65,8% 63,6% 62,6% 57,5%
44,1% 49,4% 47,6% 49,5%
92,6% 92,2% 86,5% 79,8% 80,2% 76,6%
MRG