Ísfirðingur - 21.10.1988, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 21.10.1988, Blaðsíða 4
4 ÍSFIRÐINGUR Seljalandsdalur ný skíðalyfta og lýsing í brekkur Að undanförnu hafa glöggir menn á ísafirði tekið eftir að eitthvað hefur verið um að vera á Seljalandsdal. Þar hafa verið að verki tæki og mannafli að undirbúa uppsetningu nýrrar skíðalyftu. Til að forvitnast nánar um þessar framkvæmdir var Hafsteinn Sigurðsson sóttur heim og spurður frétta. Hafsteinn er fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins í alpagreinum, gamall keppnismaður sjálfur og starfaði sem íþróttafulltrúi ísafjarðarbæjar þegar ák- vörðun var tekin um að kaupa hina nýju lyftu. Þegar blaðamann ísfirðings bar að garði var Þorlákur B. Kristjáns- son staddur hjá Hafsteini, en Þorlákur hefur þjálfað skíðamenn á Isafírði í mörg ár og hefur þar að auki unnið að undanförnu við uppsetningu nýju lyftunnar ásamt fleiri skíðaáhugamönnum. Þær upplýsingar sem hér koma fram á eftir eru fengnar með spjalli við þá félaga. Paradís skíðamanna. Seljalandsdalur hefur löngum verið nefndur paradís skíða- manna og vissulega er það rétt- nefni. Hins vegar hafa skíða- menn haft af því áhyggjur undanfarin ár að flutningsgeta og staðsetning lyftanna væri ekki nægilega góð. Norðmaður var fenginn á síð- asta ári til að skoða skíðasvæð- ið og gera tillögur um framtíð- aruppbyggingu þar. Margt fróðlegt var að finna í tillögum hans og verður ekki rakið hér, þó má nefna að hann benti á þrennt sem væri nauðsynlegt í uppbyggingu skíðasvæða: 1. Svæðið þarf að vera að- gengilegt. 2. Næg og góð bílastæði. 3. Fólk komist beint úr bílnum á skíðastaðinn. Hvað göngusvæðið snerti var hann því með hugmynd um að hægt yrði að aka ofar, allt að svonefndri Harðarflöt og geyma bílana þar. Fyrsti kostur og heppilegasti varðandi alpagreinar var stóla- lyfta, sem reyndist of dýr í þess- um áfanga, svo kostur númer tvö var valinn að þessu sinni, það er að leggja toglyftu frá lyftuhúsi, rétt utan við mark- húsið og upp undir þriðja staur í efri lyftu. Þessi kennileiti duga þeim sem kunnugir eru í fjallinu, en hinum til fróðleiks má geta þess, að lyftan nær upp undir mesta brattann og opnar leið niður bestu svigbrekkurnar á Dalnum. 900 manns á klst. Lyftan sem varð fyrir valinu er af Leitner gerð, hún er 700 metra löng, fallhæðin er 210 metrar og flutningsgeta hennar er allt að 900 manns á klst. Mið- að við fullnýtta flutningsgetu er hér nánast um tvöföldun á af- köstum að ræða, auk þess sem fjölbreytni eykst stórlega. Smíði á undirstöðum fyrir lyft- una hófst um mánaðamót á- gúst-september og hefur nær eingöngu verið unnið í sjálf- boðavinnu fram til þessa. Þegar þetta er ritað er búið að steypa undirstöður fyrir neðri enda- stöðina og byrjað að steypa undir möstrin, sem verða sjö talsins auk endastöðvanna tveggja. Elías Kjaran kemur við sögu. Næsta skref er að fengin verður þyrla til að flytja steypuna í það sem ólokið er, því vegna brattans er tæpast nokkrum fært þangað nema fuglinum fljúgandi og svo Elíasi Kjaran, þeim landsþekkta ýtumanni. Elías hefur unnið mikið starf á ýtunni sinni við afar erfið skil- yrði við að grafa fyrir endastöð og efstu möstrum. Það hefðu sennilega ekki aðrir leikið eftir honum, fremur en margt annað sem hann hefur tekist á hendur. Þetta er mikil framkvæmd sem hér hefur verið ráðist í, Kaup- verð lyftunnar er 7 milljónir króna, með flutningskostnaði og áætlaður kostnaður við upp- Endastöð nýju lyftunnar verður svipuð þessu. setningu er um 4 milljónir. Hann mun reyndar lækka í út- lögðum krónum vegna sjálf- boðavinnu, sem þegar er orðin mjög mikil. Steypumagnið sem fer í undir- stöðurnar verður ekki undir 70 rúmmetrum, en það er jafnvel meira en fer til að steypa stórt einbýlishús. Storum hluta af þessari steypu þarf svo að fljúga upp með þyrlu eins og áður sagði. Til gamans má geta þess, að eigandi þyrlunnar er Albína Thoroddsen, annar höfunda Stjórnsýsluhússins nýja á ísafirði. Upplýstar skíðabrekkur. Lýsing verður í hinum nýju möstrum, svo unnt verður að stunda skíði á kvöldin. Það kemur sér vel fyrir önnum kafna Vestfirðinga, sem vinna oft myrkranna á milli eins og kunnugt er. Auk þess er mjög algengt að veður sé hér stilltara á kvöldin. Samkvæmt áætlunum verður smíði hinnar nýju lyftu lokið í Þorlákur, Þröstur og Hermann standa í ströngu við smíðarnar. Beltabillinn kemur í góðar þarfir í brekkum. janúar næstkomandi og þeir félagar, Hafsteinn og Þorlákur eru bjartsýnir á að það takist. Allt sem þeir fara fram á er þokkalegt veður fram yfir helg- ina og þá er málinu borgið. Ef allt fer samkvæmt áætlun þá ætti þyrlan að vera byrjuð steypuflutninga þegar þetta blað kemur út. Talið er að þessi framkvæmd muni stórauka aðsókn að Selja- landsdal í vetur, enda komast mun fleiri að í einu og allir geta nú fengið brekkur við sitt hæfi. Samvinna sveitarfélaga? Að fengnum þessum upplýs- ingum barst talið að sameigin- legri aðstöðu fyrir sveitarfélög- in á norðanverðum Vestfjörð- um. Hafsteinn kvaðst telja eðlilegt með stórbættum samgöngum að bjóða Bolvíkingum að hafa sína lyftu á Seljalandsdal, þeir gætu fengið land og snjó undir hana, hvort sem þeir rækju hana sjálfir þar eða það yrði gert í samvinnu. Reyndar kvaðst hann telja að þyrfti að taka upp stóraukið samstarf um öll meiriháttar íþróttamann- virki hér á svæðinu og þar væri samstarfsnefnd sveitarfélaga kjörinn vettvangur en hún er þegar starfandi. Hér væri um fleira að ræða en skíðaíþrótt- ina, nefna mætti góða frjáls- íþróttaaðstöðu, samvinnu um golfaðstöðu og margt fleira. Hafsteinn sagðist telja að Vest- ur-ísfirðingar myndu einnig nota þetta skíðasvæði þegar samgöngur verða tryggðar með jarðgöngum, væntanlega innan fárra ára. Hins vegar sagði hann það snjalla lausn og rétta hjá Dýrfirðingum og Önfirð- ingum að byggja sameiginlega upp lágmarksaðstöðu á Gemlu- fallsheiði, þar væri ágæt að- staða til slíks. Framhaldið yrði síðar hér á Seljalandsdal. Viljinn dregur hálft hlass. Það er orðið kvöldsett, hafnar- ljósin speglast í Pollinum, veðurspáin er góð og blaða- maður snýr heimleiðis smitað- ur af bjartsýni skíðamannanna. Án hennar og þeirri elju sem einkennt hefur starf að skíða- málum á ísafirði á undanförn- um árum og áratugum væri Seljalandsdalurekki sú Paradís skíðamanna sem raun ber vitni. Megi starf þeirra bera sem ríkulegastan ávöxt hér eftir sem hingað til.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.