Ísfirðingur - 21.10.1988, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 21.10.1988, Blaðsíða 8
Netagerð Vestfjarða hf. ísafírði, sími 94-3413 — Útibú Hvammstanga, sími 95-1710. Netagerð Vestfjarða M. Hér getur að líta orkustofnun okkar Vestfirðinga „Orkuverð til hitunar, al- mennra heimilisnota og at- vinnurekstrar, á föstu verðlagi miðað við vísitölu framfærslu- kostnaðar, er nú almennt lægra en verið hefur á þessum áratug. Undantekning á þessu er Hita- veita Reykjavíkur en á árunum 1980 til 1982 var verðið um 25% lægra en á síðustu árum. Olían hefur hinsvegar lækkað langmest og kostar olíulítrinn nú aðeins þriðjung af því sem hann kostaði á árunum 1982 og 1983. Þessi mikla lækkun hefur leitt til þess að samkeppnis- staða innlendu orkulindanna er nú lakari en hún var fram á miðjan þennan áratug. Allt fram á þetta ár hefur verið ódýrara að hita með raf- magni en með olíu. Á fyrri hluta þessa árs var olíukynding að meðaltali lítið eitt ódýrari, en gera má ráð fyrir að kostn- aður við hitun íbúðarhúsnæðis á síðari hluta þessa árs verði svipaður hvort sem notuð er raforka eða olía.“ Þessi spöku orð eru megin- uppistaðan í fréttatilkynningu frá Orkustofnun sem send var til allra fjölmiðla í ágústmánuði s.l. Boðskapurinn var sendur á 11 síðum. Þar af voru 5 síður af lesmáli og talnatöflum ýmiss- konar og 6 síður af súluritum, línuritum og allskyns mynd- rænum samanburðarupplýsing- um, og bera það með sér að talnavitringar Orkustofnunar hafa lagt hart að sér við fram- reiðslu boðskapsins. Það hlýtur að vera okkur Vestfirðingum talsverð huggun að vita að flugufregnirnar um að það borgaði sig að skipta aftur yfir í gömlu olíukyndinguna væru eftir allt saman staðlausir stafir. Annað eins bákn og Orku- stofnun fer ekki með neitt fleipur. Engu að síður þá hafa stór fyrirtæki á Vestfjörðum skipt yfir í olíukyndingu á þessu ári og telja sig spara allt að 60%. Talsverð brögð hafa að verið að því að einkaaðilar hafa ræst gamla olíuketilinn í kjallaranum sem aldrei var hent þegar rafmagnið var leitt inn hér um árið. Þeir telja sig spara einhver kynstur. Nú er vitað að margir Vestfirðingar eru bráðgreindir og fluglæsir í þokkabót. En þeir hafa senni- lega ekki kynnt sér lærða samanburðarútreikninga Orkustofnunar. Eflaust snúa þeir fljótt frá villu síns vegar eftir þann lestur. Munið jólafargjöldin hjá Norræna félaginu. Upplýsingar í síma 94-3690 og 91-10165 ERNIR ISAFIRÐI 0 4200 0 3898 0 3894 H Sundlaugin að Krossnesi, Árneshreppi Stjórn UMFI hvetur til þess að íþróttaaðstöðu verði komið upp sem víðast „Stjórnarfundur UMFÍ haldinn í Vík í Mýrdal 13. -14. maí 1988 lýsir yfir áhyggjum sínum með þá byggðaröskun sem átt hefur sér stað í landinu að undanförnu. Stjórnin bendir á að efla þurfi atvinnumöguleika lands- byggðarinnar, auka almenna menntun og þátttöku í æskulýðs- og félagsmálum. Slök aðstaða til íþróttaiðkunar stendur mörgum byggðar- lögum fyrir þrifum, enda leitar margt ungt fólk til stærri þétt- býlisstaða, þar sem betri íþrótta og félagsaðstaða er fyrir hendi. Fundurinn fagnar þeim mikla árangri sem náðst hefur í að minnka tóbaksreykingar á íslandi. Vegna samþykktar bjórfrumvarps á Alþingi bendir stjórnin á mikilvægi þess að efla starf félagssamtaka íslenskra ungmenna, enda er það viður- kennd staðreynd að starf þess- ara hreyfing er áhrifamesta forvörnin gegn neyslu ávana og fíkniefna" Innan UMFÍ eru nú um 30 þúsund félagsmenn í 230 fé- lögum víðs vegar um landið. Starf þeirra flestra hefur að undanförnu verið ótrúlega öfl- ugt og sjá mörg þeirra að mestu leyti um allt íþrótta og félags- starf ungs fólks í sínum byggð- arlögum. UMFÍ hefur að undanförnu gert verulegt átak í úrbreiðslu og heimsóknum til ungmenna- félaganna út um landið og verð- ur því haldið áfram. Starfsemi þjónustumiðstöðvar og gisti- aðstaða UMFÍ í Reykjavík gegnir nú sífellt veigameira hlutverki í þjónustu við félög- in. Að lokum má nefna að fyrir- hugað er að gera stórátak í skipulagi og framkvæmdum í Þrastaskógi sem er skógræktar- svæði UMFI í Grímsnesi og ein fegursta gróðurperlan sunnan- lands sem verður að bæta og gefa almenningi kost á að njóta.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.