Ísfirðingur - 24.01.1989, Page 4
4
ÍSFIRÐINGUR
Svæðisútvarp 1. október ?
RættviðFinnboga Hermannsson
Það var í árslok 1930 að Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína. Marconifélagið í London sá
um uppsetningu stöðvarinnar, sem var mikil umfangs. Einn fréttamaður, tveir tónlistar-
menn, þulur og starfsstúlka unnu við útvarpið auk útvarpsstjóra. Verkfræðingurinn
Gunnlaugur Briem og tveir vélamenn sáu um tæknibúnað ásamt tveimur mönnum í
magnarasal.
Dagskrá 21. desember 1930 var á þessa leið:
Kl. 11:00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgrímsson)
Kl. 14:00 Messa í Fríkirkjunni (sr. Árni Sigurðsson)
Kl. 16:10 Barnasögur (frú Marta Kalman)
KI. 19:25 Grammófónn
KI. 19:30 Veðurfregnir
KI. 19:40 Upplestur (Jón Pálsson)
Kl. 20:00 tímamerki - organleikur (Páll ísólfsson)
Kl. 20:30 Erindi (Sigurður Nordal)
Kl. 20:50 Ýmislegt
Kl. 21:00 Fréttir
Kl. 21:10 Hljóðfærasláttur - íslensk þjóðlög.
Á þessum fyrstu dögum útvarps hér á landi voru útvarpstæki ekki slík almenningseign
sem nú er. I mörgum byggðum voru aðeins örfá tæki til og menn söfnuðust gjarnan
saman til að hlusta á fréttir, tónlist og annað áhugavert. Víða hafði áður náðst í erlendar
útvarpsstöðvar, einkum austanlands.
í jólablaði ísfirðings sagði frá Simson, sem smíðaði sér útvarpsmóttakara löngu fyrir
daga íslenska útvarpsins og eftir að það hóf útsendingar smíðaði hann og seldi um 50
tæki, sem reyndust vel.
Margt hefur breyst frá þessum fyrstu dögum Ríkishútvarpsins. Tæknibúnaður er allur
annar og betri, mannafli sem starfar við stofnunina hefur margfaldast og kostnaður ekki
síður.
Nú er sent út á tveimur útvarpsrásum, annarri allan sólarhringinn og sjónvarp hefur
verið hér síðan 1966. Gæði útsendingar eru öll önnur og betri, sent er út í stereo á FM
bylgjum vítt um landið. Þó er það nú svo, að þessar framfarir ná ekki til allra landsmanna
þrátt fyrir tæknibyltingarnar. Enn eru sveitabýli sem ekki ná sjónvarpssendingum, og
það þó þau séu í alfaraleið, eins og á Svarthamri í Álftafírði. Enn fleiri eru þeir sem ekki
ná FM sendingum og þar með dagskrá Rásar 2, sem sendir eingöngu út efni á FM. Þannig
háttar til dæmis til á tveimur bæjum á Ingjaldssandi og miklu víðar.
Á Akureyri og á Egilsstöðum er starfrækt svæðisútvarp, þar eru fréttamenn og hljóðver
og þar með aðstaða til dagskrárgerðar.
Á Isafírði hefur fréttamaður, Finnbogi Hermannsson verið í fullu starfí síðan sumarið
1987. Hann hefur mátt starfa við hin frumstæðustu skilyrði, en hefur þó unnið ótrúlega
mikið starf með gamla Nagra segulbandstækið sem hápunkt tækninnar hér á stað.
Vestfírðingar þekkja vel til Finnboga og kunna að meta það kynningarstarf sem felst í
fréttum og dagskrárgerð hérðan af heimaslóðum.
Fréttamaður Isfírðings lagði leið sína til Finnboga á dögunum og spurði hann frétta af út-
varpsmálum hér vestra. Finnbogi hefur spurt svo margs og Iengi að það er ekki nema
maklegt að hann máti sig í hitt hlutverkið til tilbreytingar.
Hvenær hófust afskipti þín af
útvarpsmálum, Finnbogi?
Þetta eru nú orðin níu ár síð-
an ég fór að vinna fyrir útvarp-
ið, 1980 byrjaði ég með þátt
sem hét „Að vestan“. síðan var
ég í dagskrárvinnu af og til,
með þætti héðan. Starf frétta-
og dagskrárgerðarmanns var
auglýst eftir áramótin 1986, ég
sótti um og var ráðinn 1. mars
1986 í hálft starf.
í framhaldi af því fékk út-
varpið afnot af tveimur her-
bergjum í Aðalstræti 22 á efstu
hæð og hefur verið þar fram
undir þetta. Nú fyrir síðustu jól
var svo neðsta hæðin í þessu
sama húsi tekin á leigu til 8 ára,
með það fyrir augum að hér
verði komið á svæðisútvarpi.
Það er stefnt að því að þetta
verði í haust og 1. október er í
sigtinu.
Starfið hér hefur fyrst og
fremst verið fréttaflutningur af
Vestfjörðum og dagskrárgerð.
1986 voru þessi hefðbundnu
þættir hérðan, þ.e. Landpóstur
og Vestfjarðahringur, sem var
sumarþáttur. 1987 jókst dag-
skrárgerð heldur og varð 25
klukkustundir það ár. Þar voru
Landpóstar, leikhúsþættir, tve-
ir þættir frá M-hátíð, síðan jól-
adagskrá frá kirkjustöðum í
Finnbogi Hermannsson.
Arnarfirði, svo eitthvað sé
nefnt. Jafnframt þessu fór ég
að vinna fyrir Dægurmáladeild-
ina þegar hún komst á laggirnar
5. október 87 og hef verið þar
með pistla öðru hvoru, svona
eftir því hvað var að gera í
fréttum, þetta er svona inni í
mínum fasta ramma. Hér
höfum við tekið kaffispjall og
ýmis viðtöl fyrir dægurmála-
deildina.
Frá 1. ágúst 1987 hef ég verið
í fullu starfi við þetta. Á síðasta
ári voru svo enn færðar út kví-
arnar varðandi dagskrárgerð-
ina, Landpósturinn enn á ferð-
inni vikulega, síðan var Pétur
Bjarnason með dagskrárgerð í
sumar, vikulega þætti um ferð-
amál og fleira, sem nefndust
Vestan af fjörðum“, einir 16 -
17 þættir. Ég var með þátt í
sumardagskrá sem hét „Land
og landnytjar“. Þetta voru 10
dagskrárþættir á mánuði í sum-
ar á rás 1 og flestir endurteknir,
þannig að þetta var umtalsverð
aukning. Nú í vetrardagskrá er
heldur daufara yfir, við erum
með Landpóst hálfsmánaðar-
lega og svo þátt sem heitir
„Maðurinn á bak við bæjarfull-
trúann“, en hann tel ég hafa
tekist heldur vel það sem af er.
Þetta er svona það helsta um
dagskrá í bili.
Gætirður lýst fyrir okkur að-
stöðu héma til þessara starfa?
Hvernig er að vinna þessa
þætti?
Þessi fræga „aðstaða“ hefur
nú verið ósköp frumstæð hérna
hjá okkur Við notum Nagra-
tæki, sem eru svissnesk
handsmíð, afar vönduð tæki og
gamaldags og þetta hefur nú
byggst á þeim. Við höfum not-
að tvö tæki til að setja saman
þætti, baslast með þetta á
hnjánum. síðan eru þessir þætt-
ir fullfrágengnir í Reykjavík, ef
þarf að auka við þá tónlist eða
þvílíku. Skýringin á því að við
höfum haft lítið af tónlist í þátt-
um héðan er sú, að við höfum
ekki haft neina hljóstofu.
í sambandi við fréttasend-
ingar héðan er notað svokallað
Comrextæki, það notar tvær
línur, þannig að hljómgæði eru
eitthvað skárri en í síma. Sím-
alínur er heldur slæmar hingað
vestur.
Hefurðu fengið viðbrögð Vest-
fírðinga við þessari þjónustu
sem héðan er veitt?
Ja, ég er tiltölulega lítið
skammaður, ef það segir
eitthvað. En ef hlé verður á
fréttaflutningi af einhverjum
ástæðum er maður minntur á
það og það segir sína sögu. (Á
meðan viðtalið stendur yfir
hingir síminn með stuttu milli-
bili og truflar okkur í miðjum
klíðum. Finnbog'i hefur ekki
neinn við síma til að verja sig
með hefðbundnum svörum:
„Hann tekur ekki síma“, „hann
er því miður á fundi“ og öðru
svipuðu, þannig að hann svarar
Stórhýsi útvarpsins, Efstaleiti 1, Reykjavík.