Ísfirðingur


Ísfirðingur - 30.01.1990, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 30.01.1990, Blaðsíða 4
Netagerð Vestfjarða hf. ísafirði, sími 94-3413 — Útibú Hvammstanga, sími 95-12710 Eigum fyrirliggjandi merktan þriþættan togvír í 400 faðma rúllum 28 mm. (3,5“) Netagerð Vestfjarða hf. Af bæjarmálum — Kristinn Jón Jónsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Þegar Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag ákváðu eftir síðustu kosningar að mvnda meirihluta í bæjarstjórn ísafjarðar, var búið að gera ítarlegan sam- starfs og málefna- samning. í þennan samning, sem er í þremur greinum, var lögð mikil vinna og er hann að mínu mati forsenda þess góða samkomu- lags er ríkt hefur innan bæjar- stjórnar þetta kjörtímabil. í síðustu grein samningsins segir: „Gerð verði áætlun um allar þær framkvæmdir er að framan greinir, þannig að ylir- sýn fáist um framgang þeirra til loka kjörtímabilsins.“ Það kom í hlut Framsóknar- flokksins, sem hafði for- mennsku í bæjarráði fyrsta árið á þessu kjörtímabili, að hrinda þessum síðasta en þýðingar- mikla hluta samningsins í framkvæmd. Var hafist handa strax og sumarleyfistímanum lauk, að láta kostnaðarreikna hinar ýmsu framkvæmdir sem ákveð- ið var að ráðast í. Þessar kostn- aðaráætlanir lágu fyrir þegar vinna hófst við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 1987 Hófust nú fundahöld hjá meirihluta- flokkunum um framkvæmdar- öð og framkvæmdahraða hinna ýmsu verkefna sem málefna- samningurinn gerði ráð fyrir að framkvæmd yrðu. Lauk þeim viðræðum með framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1987 ásamt áætlun um framkvæmdir næstu þrjú árin á eftir eða til og með 1990. Þessar áætlanir voru sam- þykktar um miðjan janúar 1987 og voru athyglisverðar að tvennu leyti. Annars vegar var áætlunin fyrir 1987 óvenju snemma á ferðinni miðað við mörg fyrri ár og að hinu leytinu var þriggja ára áætlun til við- bótar nýlunda, en gert er ráð fyrir því í lögum að slíkar áætl- anir séu gerðar í upphafi kjör- tímabils og síðan endurskoðað- ar árlega . Þessa dagana er verið að endurskoða áætlunina og gera úttekt á stöðu þeirra framkvæmda sem enn er ólok- ið. Þá er eftir að gera sér betri grein fyrir hvernig bæjarsjóður kemur út úr verkaskiptingu þeirri milli ríkis og sveitar- félaga sem gekk í gildi um ára- mótin svo og hvaða áhrif virðis- aukaskatturinn hefur á starf- semi bæjarins Málin munu því skýrast betur næstu daga og í framhaldi af því er hægt að ákveða framkvæmdir bæði þessa árs og næstu þriggj a ára. Ég mun nú og í næstu blöð- um Isfirðings gera grein fyrir þeim áföngum sem náðst hafa á kjörtímabilinu ásamt því sem við Framsóknarmenn munum vinna að og teljum fram- kvæmanlegt miðað við fjár- hagsgetu bæjarsjóðs. Eins og fram kom hér að framan er ver- ið að meta stöðu hinna ýmsu verkefna sem ólokin eru úr samstarfssamningnum og fjármagnsþörf til þeirra, þann- ig að ekki er tímabært að ræða um þau atriði að sinni. Mörgum þeirra hefur tekist að ljúka og önnur liggja ljós fyrir. Mun eg nú gera grein fyrir nokkrum þeirra. Skipulagsmál: Unnið hefur verið að aðal- skipulagi fyrir næstu 20 árin en verkinu hefur miðað seint og það skipulag er átti að ná yfir árin 1987 - 2007 var auglýst nú eftir áramótin og þá fyrir árin 1989-2009. Helstu breytingar á skipulaginu eru, að nú er gert ráð fyrir jarðgöngum í Tungu- dal og vegi þaðan neðst í Hníf- unum yfir á Vestfjarðaveg í nánd við Grettistökin ofan hugsanlegrar byggðar sem í framtíð mun rísa þar. þá er gert ráð fyrir miklum fyllingum á Leirunum neðan Holtahverfis ásamt vegi neðst á fyllingunni. Myndi þá vegurinn úr Miðbæ að flugvelli liggja með sjó fram alla leið, ef þessar tillögur fá samþykki réttra yfirvalda, en frestur til að skila athugasemd- um við skipulagstillögurnar er fram í miðjan febrúar. Unnið hefur verið að deiliskipulagi, fyrst og fremst á hafnarsvæð- inu. Þau ánægjulegu tíðindi gerðust að samið var við unga ísfirska konu, Elísabetu Gunn- arsdóttur arkitekt, sem nýlokið hafði námi, að taka þetta verk að sér. Framundan er mikil vinna í skipulagsmálum kaup- staðarins og það er ætlun nú- verandi meirihluta í bæjar- stjórn að sú vinna verði sem mest unnin hér heima. Von- andi er að önnur sveitarfélög á Vestfjörðum notfæri sér þá þjónustu sem hér er til staðar svo þessi starfssemi geti vaxið og dafnað hér vestra. Æskulýðsmiðstöð: Það er ef til vill erfitt fyrir þá sem nú nýta sér aðstöðuna í æskulýðsmiðstöðinni að gera sér grein fyrir, að það eru aðeins rétt þrjú og hálft ár síð- an að sett var í samstarfssamn- ing meirihlutaflokkanna þessi setning. „Fundið verði framtíð- arhúsnæði fyrir æskulýðamið- stöð og ráðinn að henni starf- smaður“. Strax fyrsta haustið var Góð- templarahúsið tekið á leigu fyrir þessa starfsemi og þar starfaði æskulýðsmiðstöðin í þrjú ár. Nú í vetur er hún að flytja væntanlega í sitt framtíð- ar húsnæði í Grunnskólanum og fer vel á þvi. Ég óska sér- staklega þessu unga fólki til hamingju með þá aðstöðu sem það fær þarna bæði til skemmt- anahalds og annarar starfsemi er iðkuð verður í þessari miðstöð. Foreldrum og kenn- urum er einnig ástæða að óska til hamingju með aðstöðuna jafnvel þó einhverjum finnist vanta ýmsan búnað svona í byrjun. Skóladagheimili: „Kannaðir verði möguleikar á rekstri skóladagheimilis,“ segir í fyrrgreindum samningi. Skóladagheimili var sett á stofn 1988, þá í húsnæði Mennta- skólans og var rekið þar í tvo vetur. Nú er búið að fá framtíð- arhúsnæði fyrir þessa starfsemi í húsnæði þar sem skattstofan var áður. Þörfin fyrir þetta heimili virðist þó minni en gert var ráð fyrir og er nýting i al- geru lágmarki. Áhaldahús: „Byggt verði nýtt áhaldahús og tækjakostur þess bættur.“ Hafist var strax handa um þessa framkvæmd og er starfsemin komin öll í nýtt og gott hús enda ekki vanþörf á, þar sem öll vinnuaðstaða í gamla áhaldahúsinu var fyrir neðan allar hellur. Enn vantar nokk- uð á að verkfæri og búnaður innanhúss sé eins og æskilegt væri, en væntanlega stendur það til bóta smátt og smátt. Nokkur endurnýjun vélakosts bæjarins hefur orðið, m.a. var keypt ný hjólaskófla á síðasta ári, þá var keyptur notaður götusópur af Kópavogsbæ. Þessi sópur sem fékkst á mjög góðu verði gjörbreytti útliti á götum bæjarins á skömmum tíma og í stað þeirra radda er töluðu sífellt um sóðaskap ís- firðinga voru komnar aðrar sem lýstu ísafirði sem snyrti- legum bæ. Ég er þessum síðar- nefndu sammála þó eg telji mjög margt betur mega fara hjá okkur. Ég mun ræða um- hverfismálin sérstaklega seinna, en þetta litla dæmi um sópinn sýnir vel þörfina á að búa áhaldahúsið okkar góðum og fjölbreyttum tækjakosti til að auðvelda starfsmönnum þess að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Snjóflóöavarnir: „Lokið verði nauðsynlegun snjóflóðavörnum í bæjarland- inu.“ Þetta verkefni hefur tekið lengri tíma en menn vonuði í upphafi. Fyrir lá hugmynd að vörnum á þessum stað sem mönnum fannst alltof fyrirferð- armiklar og falla illa að um- hverfinu, auk þess að vera mjög dýrar, var því sett á fót nefnd er skoða skyldi þessi mál frá grunni. Árangurinn varð það mannvirki sem nú er komið ofan Holtahverfis. Að vísu er eftir að koma þeim gróðri fyrir sem þar á að verða. Ég tel að miðað við fyrri hugmyndir hafi vel til tekist og þetta nauðsyn- lega umrót komi til með að falla það vel að umhverfinu að fólk almennt geti sætt sig við slík mannvirki í bæjarlandinu. Veðurstofan vinnur nú að hættumati á snjóflóðum m.a. í Hnífsdal og lagði fyrir skömmu fram skýrslu um snjóflóð sem mun vera hugsað sem fyrsti hluti hættumats fyrir Skutuls- fjörð og Hnífsdal. Bæjarráð óskaði í haust eftir því við ofan- flóðanefnd að hættumati yrði hraðað fyrir Hnífsdal þannig að framkvæmdir gætu orðið í sumar. Ég mun beita mér fyrir því á meðan ég hef aðstöðu til, að þessum vörnum verði við komið svo fljótt sem verða má. í næstu blöðum mun ég gera grein fyrir ýmsum kostnaðar- miklum framkvæmdum svo sem hreinsun neysluvatns ásamt aukningu vatns fyrir Hnífsdalsveitu, viðhaldi gatna- kerfisins, nýjan veg í gegn um eða framhjá Hnífsdalsbyggð. Hvað kostar að ljúka þeim byggingum sem í smíðum eru t.d. íþróttahúsi oggrunnskóla? Hvaða úrbætur þarf að gera varðandi hafnaraðstöðu? Húsnæðismál og skipulag þjón- ustu við aldraða, og svo mætti lengi telja. Leiðrétting: Vegna mistaka urðu nokkrar leiðar villur í jólablaði ís- fírðings. Niður féll nafn höfundar á greininni Þurfamannaflutning- ar, en hún er eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Þá vantaöi nafn Huldu Sigmundsdóttur við kvæðin tvö, Hafgolan og Horft í húmið, en hún er höfundur kvæðanna. Eru höfundar og lesendur Isfirðings beðin velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Næsta blað ísfírðings kemur út 27. febrúar.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.