Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.05.1990, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 25.05.1990, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaðstjórn: Pétur Bjarnason, ritstjóri, (ábyrgðarmaður) Geir Sigurðsson, aðstoðarritstjóri, (ábyrgðarmaður) Anna Lind Ragnarsdóttir, Sigríður Káradóttir, Björn Teitsson, Guðmundur Jónas Kristjánsson Pósthólf 253, Isafirði. Prentvinnsla: Isprent. Pólitískþreyta? Góðir ísfirðingar. Sú kosningabarátta, ef barátta er þá rétta nafnið, sem nú er senn á enda hefur að flestra mati verið heldur bragð- dauf og tilþrifalítil. Þetta er á ýmsan hátt undrunarefni, því mörgum finnst að tilefnin hafi verið næg til hvassra deilna og nógu eru framboðin mörg. Hætt er við að stjórnmálaskörungar þeir sem hér börð- ust fyrr á öldinni hefðu haft meira umleikis og valdið meira umróti í bænum en nú er. Margir velta vöngum yfir þessum breytingum sem orðn- ar eru og finnast engar viðhlítandi skýringar. Rúm þrjú ár eru síðan síðast var kosið og ætti því kosningaþreyta ekki að vera til staðar. Telja má líklegt að fjölmiðlar og þær áherslubreytingar sem þeir hafa valdið, séu stór þáttur í áhugaleysi fólks. F*eir fjalla um stjórnmál og stjórnmálamenn dag út og dag inn, og láta dynja á neytendum sínum stöðugar fréttir af orðum stjórnmálamanna og athöfnum. Gildir þá einu hvort eitthvað „markvert" er að gerast eða ekki, fjölmiðl- arnir smíða þá einhverja umgjörð, sem þeir fylla síðan eftir geðþótta. Reyndar held ég að nokkuð sé til í því sem gamall fréttahaukur sagði í útvarp nýlega: „Fréttamenn eru stöðugt að búa til fréttir fyrir eða þá um aðra frétta- eða fjölmiðlamenn og missa þannig sjónar á raunverulegu hlutverki sínu.“ Eitt er víst, almenningur er orðinn hundleiður á þessu öllu saman. Líklega á þetta einnig við um kosningablöðin sem dynja yfir bæjarbúa um þessar mundir. Þetta blað ísfirðings er hið síðasta fyrir kosningar og var sett upp með það að markmiði að það væri fljótlesið, en kæmi þó því til skila sem að væri stefnt. Ætla má að tíu mínútur séu sá tími sem hvert blað fær til yfirlits þessa dagana. Það ætti líka að nægja. Við óskum ísfirðingum góðviðris á kosningadaginn. P.B. DD X-B UH Vátryggingafélag íslands auglýsir: Breyttur opnunartími: Frá 1. maí til 1. okt. verður opið frá kl. 8-16 virka daga. Athugið: Opið í hádeginu. Svæðisskrifstofa Hafnarstræti 1, ísafirði Sími 3164 VÁTRYGGIIVGAFÉLAG Guðrfður Sigurðardóttir: Æskan er framtíðin Málefni unglinga hafa verið mikið til umfjöllunar að undan- förnu, hér á ísafirði og víðar. Margir halda því fram að staða unglinga í þjóðfélaginu fari versnandi, og þeim sé ekki búin nægileg aðstaða til félagslegra samskipta í skólum og víðar. Vel má vera að svo sé, en nauð- synlegt er jafnframt að ungling- ar fái að njóta eigin frumkvæðis og að þeim sé treyst. Við sem erum foreldrar þurf- um að huga vel að þessu og jafnframt að veita aðhald. For- eldrar ættu t.d. að taka hönd- um saman og reyna að sam- ræma og framfylgja útivistar- tíma barna og unglinga. Með slíku aðhaldi myndi eflaust fækka í þeim hópi unglinga sem er á götum bæjarins langt fram á nætur um helgar. Unglingar þurfa að fá ein- hversstaðar útrás fyrir athafna- þrá sína, og er því nauðsynlegt að beina þeim til þátttöku í heilbrigðu félagslífi s.s. í skóla, félagsmiðstöð eða skátastarfi og til iðkunar íþrótta. Með tilkomu nýs íþróttahús opnast nýr möguleiki fyrir unglinga, að fá tækifæri til að stunda íþróttir. Þá munu unglingar eiga þess kost að stunda sem flestar íþróttagrein- ar innanhúss, ásamt öðrum greinum s.s.sundi, skíðum, knattspyrnu, golfi, hesta- mennsku o.fl. Leggja þarf áherslu á aukna íþróttaiðkun í skólum með fjölgun kennslustunda. Það auðveldar börnum og ung- lingum undirbúning fyrir frjálsa íþróttaiðkun hjá íþrótta félögunum. Ekki vilja allir unglingar stunda íþróttir, og þurfa þeir að fá dyggan stuðning við að byggja upp félagsmiðstöðina, og jafnvel aðstoð við að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Sá staður sem unglingar vilja sækja, þarf að vera aðlaðandi, gerður að þeirra frumkvæði, og þurfa þeir að bera sem mesta ábyrgð sjálfir, og finna að þetta er þeirra staður. Stöndum vörð um hag unglinga og veitum þeim stuðning, þau eru okkar framtíð. KOSNINGASKRIFSTOFA B-LISTANS að Hafnarstræti 8 Á kjördag verður opið allan daginn. Kaffi og meðlæti. Þeir kjósendur sem óska eftir akstri á kjörstað hafi samband við okkur í síma 3690 eða 4600. Verið velkomin! X-B X-B B-LISTINN

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.