Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.05.1990, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 25.05.1990, Blaðsíða 4
Netagerð Vestfjarða hf. ísafirði, sími 94-3413 — Útibú Hvammstanga, sími 95-12710 Eigum fyrirliggjandi merktan þríþættan togvír í 400 faðma rúllum 28 mm. (3,5“) Netagerð Vestfjarða hf. Kristinn Jón Jónsson: Ferðamál — umhverfi Litið hefur verið til aukinnar ferðaþjónustu sem vaxtar- brodds í atvinnu hér á ísafirði. Á ýmsu hefur gengið og Vest- firðingar hafa verið sofandi yfir þeim möguleika sem þessi stór- brotni landshluti hefur upp á að bjóða. Nú eru að verða þáttaskil í þeim efnum að mínu mati, því þótt ferja hafi verið í ferðum yfir Breiðafjörð um langt árabil þá gefur hið nýja skip sem nú nýlega hóf siglingar milli Stykk- ishólms og Brjánslækjar og sú mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem þetta skip hefur fengið, von um að verulega fjölgi þeim ferðalöngum sem leggja leið sína um Vestfirði. Til ísafjarðar er nýlega búið að kaupa hraðskreiðan bát til skemmtiferða um Djúp og sömuleiðis bárust þær fregnir fyrir stuttu að í Reykjanesskóla verði rekið Edduhótel næstu sumur, undir stjórn dugandi fólks. þetta, ásamt þvi góða orðspori sem af þjónustu Hótels ísafjarðar fer, vekur vonir um að vor sé í lofti í þess- um efnum. Sérleyfisferðum bifreiða milli ísafjarðar og Reykjavíkur er svo háttað að Vestfjarðaleið er með sérleyfið um Þorska- fjarðarheiði annars vegar og um Vestfjarðaveg hins vegar. Báðar þessar leiðir eru snjó- þungar og þar er enginn reglu- bundinn snjómokstur. Þessar leiðir opnast því seint á vorin og lokast vegna snjóa snemma á haustin. Guðmundur Jónasson h.f. hefur sérleyfið Reykjavík - Hólmavík, en milli Hólmavík- ur og ísafjarðar eru engir far- þegabílar með fastar ferðir, en sá vegur er opnaður tvisvar í viku á veturna meðan snjólétt er. Enginn vafi er á að hæfist akstur áætlunarbíla á þessari leið, allan ársins hring, yki það fjölda jjeirra ferðamanna er sæktu Isafjörð heim, þar sem öryggið um að geta haldið ferðaáætlun ykist verulega annaðhvort flugleiðis eða land- leiðina. Að úrbótum í þessu máli þarf að vinna. Ekki er þó nóg að vel sé róið í fyrirrúmi, það hlýtur að vera komið að bæjaryfirvöldum og raunar ýmsum fyrirtækjum í bænum sem bæði hafa beinan og óbeinan hagnað af ferða- mönnum, að sinna sínum hluta í hinu mikla verkefni umhverf- ismála sem framundan er. Bæjarsjóður verður að sjálf- sögu að ganga á undan með góðu fordæmi t.d. þarf að bæta aðstöðu á tjaldsvæðum bæjar- ins. Þá er aðkallandi að gera Skíðaveginn sæmilega akfæran en á það vantar herslumuninn en þar uppi á Múlanum er einn besti útsýnisstaðurinn í Skutulsfirði. Umhirða opinna svæða hefur tekið miklum stakkaskiftum til bóta seinni árin en betur má gera. Strax og hægt er vegna snjóa og klaka í vor þarf að sá í hin mörgu opnu svæði sem eru hér í bæ. Þar á ég við t.d. umrótið eftir snjóflóðavarnirnar ofan við Holtahvefið. Á hafnarsvæðinu eru stór svæði þar sem ekkert þarf að gera annað en að jafna með veghefli og dreifa síðan áburði og fræi, þetta á við Suðurtang- ann líka. Einnig eru blettir við Poll- götuna og víðar í bænum, sem ástæðulaust er að eyða pening- um og tíma í að þekja með tún- þökum. Þessa einföldu og ódýru að- ferð ber að nota hvar sem henni verður við komið. Síðar má bæta um ef ástæða er til. Hér í blaðinu er mynd af virðulegu og sögufrægu húsi í hjarta bæjarins. Hver hrekkur ekki við þegar hann sér þessa mynd? Því miður eru of mörg hús hér í bæ í niðurníðslu eða umhverfi þeirra í vanhirðu og ég skora hér með á umsjónar- aðila þeirra húsa og lóða, sem eru bæ sínum til skammar, að láta nú á þessu vori hendur standa fram úr ermum. Sér- staklega er þessu beint til þeirra sem í blöðum lýsa því yfir að þeir séu þekktir fyrir annað en að geyma til morguns það sem gera þyrfti í dag. Gerum átak í fegrun bæjar- ins og uppgræðslu umhverfis hans með fræsáningu og skóg- ræktarátakinu sem nú er hafið. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á: ★ Strangt aðhald í rekstri bæjarsjóðs. ★ Betri innheimtu bæjargjalda. ★ Það er stefna Framsóknarflokksins að varast beri „leiftursókn“ til bættrar fjárhagsstöðu bæjarins, enda ekki þörf á slíkum aðgerðum. ★ Tvo menn í bæjarstjórn X-B ★ Framsókn til framfara X-B X-B fyrir betri bæ X-B 1111111111111111111111 Andlit ísafjarðar Er þar allt eins og við vildum helst hafa það? Svari hver fyrir sig

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.