Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 8
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Eigum mikið úrval af hreinsiefnum fyrir heita potta. Hreinsiefni fyrir heita potta Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÞEGAR Friðrik Skúlason, framkvæmdastjóri sam- nefnds fyrirtækis, lítur upp frá tölvunum lítur hann gjarnan í gegnum linsu myndavélarinnar eða reynir að koma upp framandi plöntum í garðinum sínum. Þá grúskar hann í ættfræði eins og fleiri Íslendingar. Friðrik Skúlason ehf. er fimmtíu manna vaxandi fyrirtæki sem starfar við hugbúnaðargerð og rann- sóknir. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að leita að veirum, trójuhestum og öðrum óværum sem leggjast á tölvur. Ekki er skortur á verkefnum því fjöldi veira hefur tvöfaldast á hverju ári frá því sú fyrsta kom fram fyrir fjórtán árum. Þær skipta nú tugum millj- óna. „Við vinnum að því að gera hugbúnað sem á ólög- legan eða vafasaman hátt reynir að hafa peninga af fólki. Þeir sem útbúa slíkan hugbúnað gera það ekki af hugsjón heldur vegna þess að þeir vilja komast yfir peninga fólks, annaðhvort með því að stela kredit- kortanúmerum eða plata það til að kaupa einhvern óþarfa,“ segir Friðrik. Eins og að rannsaka glæpavettvang „Alveg á sama hátt og slökkviliðsmenn þurfa að setja sig í hugarheim brennuvarga,“ segir Friðrik þegar hann er spurður að því hvort hann þyrfti ekki að setja sig í spor glæpamannanna til þess að geta snúið á þá. Hann segir að sér líði stundum eins og hann sé leikari í bandarískum sakamálaþætti að rannsaka glæpavett- vang og athuga hvað hver gerði og af hverju. Friðrik hefur starfað við vírusvarnir frá árinu 1989. Þá var eitthvað lítið að gera og eitt slíkt verkefni féll til. Það átti að vera tímabundin vinna en hefur átt hug hans allan síðan. Ein þekktasta afurð fyrirtækisins er veiruvarnaforritið Lykla-Pétur sem er þekkt um allan heim sem F-Prot antivirus. „Þetta er fyrst og fremst útflutningsfyrirtæki, við seljum megnið af okkar vöru og þjónustu erlendis og þar eru allir helstu samstarfsaðilar okkar,“ segir Friðrik. Starfsemin gengur vel um þessar mundir, eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem fá tekjur í er- lendri mynt. Hann getur þess að erfitt hafi verið á hinum svokallaða góðæristíma, þegar genginu hafi verið haldið háu, og það gerði næstum út af við fyr- irtækið. Ræktar framandi plöntur Áhugamál Friðriks sjást á afurðum fyrirtækisins. Hann var einn af höfundum ættfræðiforritsins Espól- ín sem var grunnurinn að Íslendingabók. Fyrir þá sem hafa áhuga á heimsmetum Íslendinga miðað við höfðatölu má geta þess að Íslendingabók er vinsæl- asti gagnagrunnur heims því helmingur landsmanna hefur fengið aðgang að honum. „Annars eru það þessi hefðbundnu áhugamál nörda. Ljósmyndun er ofarlega á blaði hjá mér þessa dagana,“ segir Friðrik. Hann tekur myndavélina með sér þegar hann lítur upp frá tölvunni og reynir sig við allt mögulegt myndefni, nema hvað hann lætur fugla og íþróttir alveg eiga sig. Blóm eru vinsælt myndefni, enda ekki langt að fara. Garðurinn er fullur af framandi plöntum og sumarbústaðurinn líkist allt eins garðyrkjubýli. Frið- rik hefur verið félagi í Garðyrkjufélagi Íslands frá unglingsárum og tekur þátt í starfi erlendra blóma- klúbba. „Ég geri talsvert af því að panta fræ af skrítnum plöntum og athuga hvort þær þrífist í ís- lenskum görðum,“ segir Friðrik og játar því að eitt- hvað hafi tekist. Ýmisar sérstakar plöntur lifi í garð- inum hans og í görðum fólks sem hafi fengið fræ hjá honum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinur Friðrik Skúlason hefur Trygg með sér í vinn- una í tölvufyrirtækinu á hverjum degi. Ljósmyndun og blóm dreifa huganum Svipmynd Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur ÍSLENDINGAR geta lært margt af Grikkjum um þessar mundir, þó fyrst og fremst að það geti verið dýrkeypt að gefa innblæstri og óskhyggju laus- an tauminn þegar kemur að því að greina skuldastöðu ríkisins. Grískir stjórnmálamenn geta borið þess vitni að slíkt getur reynst dýrkeypt til lengri tíma og þrátt fyrir allt saman hverfa skuldir ekki. En þá að allt öðrum og ánægjulegri hlutum. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í vikunni. Þar kom meðal annars fram að hreinar erlend- ar skuldir ríkisins næmu eingöngu 5% af landsframleiðslu. Þetta er ákaflega lágt hlutfall og sérstaklega í því ljósi að íslenska ríkið getur reitt sig algerlega á innlendan skulda- bréfamarkað til þess að fjármagna hallarekstur sinn. Í þessari fréttatilkynningu er því að finna einhver ánægjulegustu tíð- indi sem borist hafa á þessum síð- ustu og verstu tímum. Án efa þarf ekki að bíða lengi eftir því að mats- fyrirtækin bregðist við þeim með festu og sanngirni og hækki lánshæf- iseinkunn erlendra skuldbindinga rík- issjóðs verulega. Að sama skapi má gefa sér það skuldatryggingaálag rík- issjóðs hrynji um leið og þessi tíðindi berast erlendum fjármálafakírum. Bið kann að verða á þessum við- brögðum þar sem enska þýðingu á fréttatilkynningunni er ekki enn að finna á heimasíðu fjármálaráðuneyt- isins. En það er í þessu eins og í flestu öðru: Góðir hlutir gerast hægt.  Útherji AP Grísk kennslustund Zorba gamli kenn- ir Bretanum Basil réttu danssporin. Skuldsettur innblástur SVISSNESKT úrsmíðafyrirtæki ætlar að smíða einstök arm- bandsúr sem eiga að innihalda risaeðlubein. Úr- ið á að kosta tæpa fjörutíu milljónir króna, enda verða úr vart smíðuð úr sjaldgæfari hráefnum. Fyrirtækið Louis Moinet ætlar að smíða tólf armbandsúr, þar sem risaeðlubeinum verður komið fyrir í úrskífunni. Beinin koma úr risaeðlu af teg- undinni diplodocus, sem var risa- stór plöntuæta. Diplodocus, sem heitir á íslensku freyseðla eða þórs- eðlubróðir, var um þrjátíu metra löng og vó um tuttugu tonn. Úrin munu bera heitið Tíma- ferðalangurinn og eru risaeðlu- beinin sett í átján karata hvítagull. Auk þess eru 56 demantar í úrinu. Risaeðlur í armbandsúrinu Risi Diplodocus risaeðlan. BAVÍANAR herja nú á vín- ekrur vestarlega í Suður-Afríku. Bavíanarnir virð- ast hafa mikinn smekk fyrir Chardonnay- vínþrúgum en samkvæmt frétt blaðsins The Tim- es hefur her bav- íana hreinlega ét- ið heilu berjauppskerurnar í Franschhoek-dalnum. Haft er eftir Mark Dendy-Young, víngerð- arbónda á svæðinu, að aparnir geti torgað allt að tveimur tonnum af vínberjum á viku eða sem samsvarar 1.500-2.000 vínflöskum. Dendy- Young mun hafa misst 40% af upp- skeru sinni í kjaft bavíana í síðasta mánuði. Sambúð manna og bavíana í Suð- ur-Afríku hefur ekki verið áfallalaus gegnum tíðina. Yfirvöld í Höfðaborg þurftu þannig fyrr í vetur að skera upp herör gegn þjófagengi bavíana en innbrotafaraldur af þeirra völd- um í bifreiðar í borginni hafði valdið miklu ónæði og ama. Bavíanar herja á hvítvínsbændur Þessi bavíani tengist ekki efni fréttarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.