Morgunblaðið - 20.03.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.03.2010, Qupperneq 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2010 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Fjölnir – Víkingur .................................18:33 Staðan: Selfoss 15 13 0 2 473:347 26 Afturelding 15 12 1 2 420:334 25 ÍBV 14 10 0 4 426:363 20 Víkingur R. 16 8 1 7 452:371 17 ÍR 15 7 0 8 402:406 14 Fjölnir 16 1 1 14 307:517 3 Þróttur 15 0 1 14 319:461 1 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla, úrslitakeppni, 1. leikur: Haukar – Þór Þ......................................55:56  Þór Þ. er 1:0 yfir. NBA Denver – New Orleans .........................93:80 Miami – Orlando................................102:108  Eftir framlengingu. KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: A-DEILD, riðill 2: Valur – Selfoss ..........................................3:0 Haukur Páll Sigursson 2, Guðmundur Haf- steinsson. Staðan: FH 4 3 1 0 14:4 10 Fram 4 3 1 0 10:4 10 Víkingur R. 4 3 0 1 7:2 9 Selfoss 5 3 0 2 6:8 9 Valur 4 2 1 1 7:4 7 Fjölnir 5 1 0 4 6:17 3 KA 4 0 1 3 4:11 1 Leiknir R. 4 0 0 4 5:9 0 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: A-DEILD: Fylkir – KR................................................1:1 um helgina BLAK Íslandsmót karla, Mikasadeildin: Úrslitakeppni: Ásgarður: Stjarnan – HK ..................L14.30 KA-heimili: KA – Þróttur R...............S16.00 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Seltjarnarnes: Grótta – Akureyri......S16.00 1. deild kvenna, N1-deildin: Digranes: HK – Valur ........................L16.00 Safamýri: Fram – Stjarnan ...............L16.00 KA-heimili: KA/Þór – Haukar...........L16.00 Kaplakriki: FH – Fylkir ....................L16.00 1. deild karla: Austurberg: Þróttur – ÍBV ...............L13.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: Undanúrslit, fjórði leikur: Keflavík: Keflavík – Hamar ...............S19.15 Úrslitakeppni, 1. deild karla: Vodafoneh.: Valur – Skallagrímur ....S20.00 KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur karla: Kórinn: Ísland – Færeyjar ...................12.00 Deildabikar karla, Lengjubikar: Reykjanesh.: Keflavík – Þróttur R. .L12.00 Reykjanesh.: Grindavík – Stjarnan ..L16.00 Boginn: Þór – Njarðvík ......................S13.00 Fj.byggðarh: Fjarðab. – Haukar.......S13.00 Kórinn: Grótta – HK ..........................S18:15 SUND Íslandsmótið í 50 metra laug fer fram í Laugardalslaug. Keppni hófst á fimmtudag en keppt er í dag, laugardag og síðasti keppnisdagurinn er á morgun, sunnudag. ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram um helgina. Keppt er í sex íþrótta- greinum í Laugardalshöll, boccia, lyfting- um, frjálsíþróttum og bogfimi. Borðtenn- iskeppnin fer fram í TBR-húsinu. Keppni í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Bogfimi ...................................L10-15, S9-13. Frjálsar...............................................S14-17. Lyftingar ............................................S14-17. Boccia......................................L10-20, S9-13. Borðtennis .........................................L10-17. Sund ......................................L15-17, S 9-13 . „FYRST og fremst þá ætlum við okkur sigur í þetta skipti eftir að tapa fyrir þeim í fyrra,“ segir Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, spurð- ur um landsleik Íslands og Færeyja í knattspyrnu karla sem fram fer í Kórnum í Kópavogi á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 12 og eins og Ólafur segir þá á íslenska landsliðið harma að hefna eftir tap hinn 22. mars í fyrra, 2:1, í Kórnum. „Færeyingar mæta með sitt sterkasta lið í leikinn eftir því sem ég veit best. Mér sýnist að það vanti tvo leikmenn sem voru að spila með þeim í undan- keppni HM, en ég hef verið að skoða upptökur af leikjum þeirra í keppninni,“ segir Ólafur en Rógvi Jacobsen, fyrrverandi KR-ingur, og Jákup á Borg hafa dregið sig út úr hópnum. „Færeyingar eru með hörkulið sem við getum alls ekki vanmetið. Á mörgum síðustu árum höfum við verið í basli með þá. Eins við þekkjum á þeim fjölda færeyskra fótbolta- manna sem leikið hafa hér á landi á síðustu árum þá eru þeir duglegir og leggja sig alltaf fullkomlega fram í hverjum leik, reyndar eins og íþrótta- menn eiga alltaf að gera,“ segir Ólafur sem getur ekki stillt upp sínu sterkasta liðið þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða. Þar af leiðandi er enginn af þekktari og reyndari atvinnumönnum Íslands með að þessu sinni. Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson, sem eru á mála hjá Alkmaar í Hollandi, eru í hópnum að þessu sinni en þeir hafa fá tækifæri fengið með að- alliði Alkmaar. Vettvangur til að láta ljós „Þessi leikur er kjörinn vett skína nú þegar reynslumeiri le strákarnir hér heima tvo leiki an gegn Mexíkó ytra í næstu að leika sem flesta leiki því a stækkað þann hóp sem skip Ólafur. Spurður hvort hann ætli manna sagði Ólafur það ekk um það fyrirfram. Það fer e hvernig ég spila úr hópnum En markmiðin okkar eru segir Ólafur Jóhannesson, iben@mbl.is Ætlum okkur fyrst og fremst sigur Einbeittur Ólafur Jóhannesson vill ekk- ert annað en sigur gegn Færeyjum. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is ÞRIGGJA stiga körfu Guðrúnar Gróu Þorsteinsdóttur fyrir KR áður en mín- úta var liðin var fagnað gríðarlega en þar við sat. Hún átti síðan að hafa Heather Ezell úr Haukum í strangri gæslu en fékk sína þriðju villu á 7. mínútu og var þá geymd á bekknum. Haukakonur tóku leikinn í sínar hend- ur og náðu sannfærandi forystu en héldu það ekki út. Þær voru of hrædd- ar við að skjóta þó opin skot byðust og þegar átti að láta vaða voru þær búnar að vera of hræddar of lengi á meðan KR-konur hristu af sér slenið. „Við mættum ekki sem við“ „Ég get ekki sagt um hvort við vor- um yfirspenntar eða undirspenntar eða búnar að vinna fyrir leikinn eða bara eitthvað annað en við mættum ekki sem „við“ í fyrsta leikhluta og þá erum við ekki jafngóðar og við eigum að vera svo ég get ekki sagt annað en að þetta var mjög erfitt,“ sagði Signý Hermannsdóttir sem tók 13 fráköst, varði fjögur skot og gerði 13 stig. „Við bættum okkur samt í seinni hálfleik þegar við komum sem annað lið og þó við höfum ekki neitt rúllað yfir Hauka, sem er flott lið, kom þetta hægt og bít- andi, komumst yfir og sluppum í leiks- lok. Ég hef ekki áður spilað í úrslitum og hef þó spilað í þó nokkur ár en það kveikir í mér, ég er kominn á stað þar sem ég hef ekki verið áður og það er ofboðslega gaman enda takmarkið að landa þeim stóra.“ Guðrún Gróa var ekki há í tölfræð- inni en hennar framlag við að gæta Heather átti drjúgan þátt í sigrinum og Jenny Pfeiffer-Finora leysti hana af með ágætum enda skoraði Heather ekki stig í fjórða leikhluta. Morgunblaðið/hag Öflug Unnur Tara Jónsdóttir úr liði KR brýst upp að körfunni og Telma Fjalarsdóttir er til varnar. Sumarfrí í mars er ekki eitthvað sem Haukakonur ætluðu sér er þær fengu þriðja tækifærið til að leggja deild- armeistara KR í Vesturbænum í gær- kvöldi og lengi vel leit út fyrir að það gengi eftir en svo seig KR yfir og vann 63:61. Þar spilaði inn í skotfælni Hafn- firðinga, sem þorðu varla að skjóta á körfu KR og sú fælni ágerðist – þeir treystu á að útlendingarnir þeirra sæju um slíkt en þeir voru orðnir þreyttir. Skotfælnin varð Haukum að falli  Þriðja tapið gegn KR-konum, sem eru komnar í úrslit Eins og Morg-unblaðið greindi frá í dag glímir Magnús Þór Gunnarsson landsliðsmaður í körfuknattleik við meiðsli í hné. Magnús fór í speglun í gær og fékk jákvæðar fréttir en óttast var að Magnús yrði jafnvel frá keppni út keppnistímabilið. Svo fór þó ekki samkvæmt vefsíðunni Karfan.is en Magnús missir þó engu að síður af fyrsta leik Njarðvíkinga gegn Stjörn- unni í úrslitakeppninni.    Helgi Magnússon hafði betur gegnsínum fyrri samherja Jakobi Sigurðarsyni þegar lið þeirra mætt- ust í Íslendingaslag í sænska körfu- boltanum í gærkvöldi. Solna sigraði 96:82 en leikið var á heimavelli Sunds- vall. Helgi átti góðan leik og gerði 17 stig fyrir Solna og Jakob skoraði 13 stig fyrir Sundsvall.    Dagur Sigurðs-son stýrði liði sínu Füchse Berlin til sigurs gegn Düsseldorf á útivelli 29:22 í þýska handbolt- anum í gærkvöldi. Rúnar Kárason var á leikskýrslu hjá Berlínarliðinu en setti ekki mark sitt á leikinn. Sturla Ásgeirsson skor- aði 2 mörk fyrir heimaliðið og var auk þess einu sinni rekinn út af í 2. mín- útur.    Tonny Mawejje missir að öllum lík-indum af fyrstu leikjum ÍBV á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar vegna þeirra hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn HK á dög- unum. Liðbönd í hnénu sködduðust en krossbönd og liðþófi eru í lagi eftir því sem vefsíðan fótbolti.net hefur eftir Heimi Hallgrímssyni þjálfara ÍBV. Mawejje var lykilmaður í liði ÍBV í fyrra en hann kemur frá Úg- anda.    Knattspyrnumennirnir Helgi Val-ur Daníelsson og Garðar Jó- hannsson voru báðir í byrjunarliði Hansa Rostock sem sigraði Duisburg 3:1 í þýsku 2. deildinni í gærkvöldi. Helgi lék allan leikinn en Garðar fór af leikvelli á 74. mínútu.    Jermain Defoe, framherjinn snjallihjá Tottenham, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. Þetta er mikið áfall fyrir Lundúnaliðið sem er í harðri baráttu um að ná fjórða sætinu í úrvalsdeildinni en Defoe er markahæsti leikmaður Tottenham á tímabilinu.Eiður Smári Guðjohnsen ætti þar með að færast ofar í gogg- unarröðina en fastlega má búast við því að þeir Roman Pavlyuchenko og Peter Crouch verði saman í fremstu víglínu þegar liðið mætir Stoke í dag. Fólk sport@mbl.is KR – Haukar 63:61 DHL-höllin, úrvalsdeild kvenna, Iceland Ex- press deildin, undanúrslit, þriðji leikur föstu- daginn 19. mars 2010. Gangur leiksins: 3:0, 5:2, 5:11, 10:16, 12:18, 17:18, 17:24, 21:30, 26:34, 29:35, 37:39, 37:42, 42:42, 44:51, 49:51, 49:54, 55:54, 55:59, 62:59, 62:61, 63:61. Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 15, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Signý Her- mannsdóttir 13, Unnur Tara Jónsdóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 5, Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir 3. Fráköst: 34 í vörn – 10 í sókn. Stig Hauka: Kiki Lund 15, Heather Ezell 13, Ragnar Margrét Brynjarsdóttir 10, Guðrún Ósk Ámundadóttir 7, Helena Brynja Hólm 5, Telma B. Fjalarsdóttir 4, María Lind Sigurð- ardóttir 4, Sara Pálmadóttir 3. Fráköst: 25 í vörn – 9 í sókn. Villur: KR 16 – Hauka 20. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Jón Guðmundsson. Áhorfendur: Um 120. BIKARMEISTARALIÐ KA frá Ak- ureyri tryggði sér sæti í úrslitum Ís- landsmótsins í blaki karla, Mikasa- deildinni, í kvöld með 3:1 sigri gegn Þrótti úr Reykjavík. Þróttur vann fyrstu hrinuna 25:21. Önnur hrinan var jöfn og spennandi þar sem KA hafði betur 25:22. Þróttur var með yfirhöndina í þriðju hrinu þar sem staðan var 23:22 fyrir Þrótt. KA skoraði hinsvegar þrjú síðustu stig- in og hafði betur 25:23. Fjórða hrin- an var eign KA sem landaði 3:1 sigri. KA mætir Stjörnunni eða HK í úrslitum. Stjarnan og HK eigast við í Ásgarði í dag kl. 14.30 og þar var HK með yfirhöndina 1:0 og geta með sigri tryggt sér sæti í úrslitum gegn KA. seth@mbl.is KA í úrslit um titilinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.