Morgunblaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÞEGAR ég settist niður til að fylgjast með útsendingu Stöðvar 2 Sport á vináttulandsleik Mexíkó og Íslands í Charlotte í fyrrinótt vissi ég ekki alveg á hverju var von. Ólafur Jóhannesson tefldi fram níu leikmönnum sem höfðu leikið á bilinu einn til fjóra landsleiki og þeim til halds og trausts voru Bjarni Guðjónsson sem hefur lítið komið við sögu með landsliðinu undanfarin ár og Gunnleifur Gunn- leifsson markvörður sem á aðeins hálfs annars árs feril að baki með því. Mexíkósku mótherjarnir voru allt leikmenn sem eru vanalega í lands- liðshópi eða í baráttu um að vera þar og voru margir hverjir að sýna sig og sanna í síðasta sinn áður en HM-hópur þjóðarinnar verður val- inn eftir páskana. Íslenska liðið kom mér þægilega á óvart. Það náði ekki markalausu jafntefli með því að liggja í vörn og treysta á guð og lukkuna. Það lék sem ein heild, varðist vel, gaf fá færi á sér, og sótti síðan hratt og yfirvegað þegar boltinn vannst. Reynslulitlir strákar voru ófeimnir við að halda boltanum undir pressu á eigin vallarhelmingi, byggja þar upp spil, og bruna síðan fram völl- inn við öll möguleg tækifæri. Enda var leikurinn í jafnvægi mestallan tímann og það var ekki fyrr en á síðustu 10 mínútunum sem Mexíkó- ar náðu að setja talsverða pressu á lið Íslands þegar þeir reyndu af öll- um mætti að knýja fram sigur. Tilbúnir í slaginn Það fer vart hjá því að þessi hóp- ur sem Ólafur valdi til að spila gegn Færeyjum og Mexíkó valdi honum höfuðverkjum næstu mán- uðina. Af jákvæðum toga. Ég sé nefnilega ekki annað en hann verði í miklum vandræðum næst þegar allir bestu knattspyrnumenn Ís- lands verða gjaldgengir í A- landsleik. Þeir ellefu sem hófu báða þessa leiki sýndu allir í Charlotte að þeir eru tilbúnir í slaginn. Til að tína einhverja út úr þá lék Arnór Sveinn Aðalsteinsson frábærlega sem vinstri bakvörður, Steinþór Þorsteinsson var geysilega ógnandi á hægri vængnum, Kolbeinn Sig- þórsson lét miðverði Mexíkóa hafa fyrir sér allan tímann og er fram- tíðarsóknarmaður landsliðsins, Val- ur Fannar Gíslason og Jón Guðni Fjóluson stigu vart feilspor í mið- varðastöðunum. Guðmundur Krist- jánsson var öflugur á miðjunni með Bjarna Guðjónssyni og Matthíasi Vilhjálmssyni, Skúli Jón Frið- geirsson er stöðugt vaxandi sem hægri bakvörður, Jóhann Berg Guðmundsson á framtíðna fyrir sér á vinstri kantinum og Gunnleifur var óhemju öruggur í markinu. Nú, ég taldi víst allt byrj- unarliðið upp. En það var líka full ástæða til þess. Þetta var öflug og samhent liðsheild og fínn heild- arbragur á liðinu. Fyrir mér er nið- urstaða leiksins sú að við Íslend- ingar eigum miklu fleiri frambærilega fótboltamenn en við gerum okkur alltaf grein fyrir sjálf- ir. Morgunblaðið/Golli Góður Arnór Sveinn Aðalsteinsson var einn af bestu leikmönnum vallarins í Charlotte í fyrrinótt. Höfuðverkur Ólafs  Óreynt lið Íslands gerði jafntefli gegn Mexíkó  Góður heildarsvipur á liðinu sem þorði að spila og halda boltanum  Allir gera tilkall til sætis í landsliðinu Bank of America-leikvangurinn í Charlotte, vináttulandsleikur karla, miðvikudaginn 24. mars 2010. Skilyrði: Milt veður, 18 stiga hiti. Skot: Mexíkó 12 (6) – Ísland 11 (6). Horn: Mexíkó 11 – Ísland 5. Lið Mexíkó: Luis Michel – Jonny Magallón, Juan Valenzuela, Jorge Torre Nilo, Paúl Aguilar, Gerardo Torrado, Vicente Matías Vuoso (Angel Reyna 73.), Adolfu Baut- ista, Pablo Barrera, Adrián Aldrete, Efraín Juárez (Miguel Sabah 46.) Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Gunn- leifur Gunnleifsson. Vörn: Skúli Jón Friðgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson, Arn- ór S. Aðalsteinsson. Miðja: Stein- þór F. Þorsteinsson (Gunnar Örn Jónsson 87.), Guðmundur Krist- jánsson, Matthías Vilhjálmsson, Bjarni Guðjónsson, Jóhann Berg Guðmundsson (Atli Guðnason 84.) Sókn: Kolbeinn Sigþórsson. Dómari: Mark Geiger – Bandaríkj- unum. Áhorfendur: 63.227. Mexíkó – Ísland 0:0 „ÞETTA var engu líkt, strax þegar við komum út í upphitun voru tugþúsundir mættar á völl- inn og lætin voru ótrúleg allan tímann. Það heyrðist ekki mannsins mál, við gátum nánast ekkert talað saman í leiknum og urðum því að vera enn betur vakandi en venjulega og halda einbeitingu. En þetta var fyrst og fremst skemmtilegt, áhorfendur voru mættir til að skemmta sér. Þeir bauluðu reyndar á Mexí- kóana þegar þeir gengu inn í hálfleik en annars vara bara gaman hjá þeim í stúkunni allan tím- ann,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðs- markvörður Íslands, við Morgunblaðið um leikinn gegn Mexíkó í fyrrinótt. „Við fórum í þennan leik, frammi fyrir hátt í 70 þúsund áhorfendum, staðráðnir í að njóta hverrar mínútu, spila fyrir stoltið og þjóðina, og með það upplegg að þora að spila og halda boltanum. Það gekk virkilega vel, og við vorum sjaldan í vandræðum gegn mönnum sem margir hverj- ir eiga eftir að spila á HM í sumar. Það bjóst enginn við neinu af þessu liði okkar, með alla þessa heimamenn og tvo stráka frá Hollandi. Liðsheildin var frábær,“ sagði Gunnleifur sem hafði ekki mikið að gera í mark- inu, fyrr en á lokakafla leiksins. Hann varði þá m.a. skalla úr opnu færi á síðustu andartökunum. Gunnleifur hefur ekki fengið á sig mark í samtals 245 mínútur í fjórum síðustu lands- leikjum sem hann hefur spilað. Hann fékk á sig mark á 33. mínútu gegn Georgíu í september og hefur síðan haldið hreinu gegn Kýpur, Fær- eyjum og Mexíkó. vs@mbl.is „Gátum ekkert talað saman“ Gunnleifur Gunnleifsson „ÉG er mjög ánægður með leikinn og úrslit- in, og með frammistöðu strákanna. Ég sagði við þá fyrir leikinn að það væri ekki nóg að liggja aftarlega og verjast vel, þeir yrðu að þora að halda boltanum og spila honum, og þeir gerðu það á köflum ágætlega,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu við Morgunblaðið, um leikinn gegn Mexíkóum í Charlotte í fyrrinótt. „Fyrri hálfleikur var betri af okkar hálfu. Eftir því sem leið á þann seinni bættu Mexíkóar í sóknina um leið og okkar menn hugsuðu meira um að verjast og freista þess að halda jöfnu. Það lá talsvert á okkur á lokakaflanum en strákarnir stóðust press- una,“ sagði Ólafur. Athygli vakti að hann skipti aðeins tveim- ur varamönnum inn á í leiknum. „Leikurinn þróaðist þannig þegar á leið að það hefði að mínu mati verið of mikil áhætta að brjóta liðið of mikið upp með innáskipt- ingum. Það var ákveðinn taktur í okkar leik sem mér fannst ekki vænlegt að breyta og þó að ég hefði treyst öllum sem voru á bekknum er það einfaldlega þannig að í svona leik tekur það tíma fyrir varamenn að komast inn í leikinn. Allir vilja taka þátt í leiknum, ég hef 100 prósent skilning á því, og það er alltaf sárt fyrir þá sem ekki koma við sögu. En þó að þetta hafi verið vináttuleikur skipta úrslitin máli og eins og staðan var og málin höfðu þróast mat ég stöðuna á þennan hátt,“ sagði Ólafur Jóhannesson. vs@mbl.is „Strákarnir stóðust pressuna“ Ólafur Jóhannesson  21. Vicente Matías Vuoso komst í færi á hægra markteigs- horni en skaut yfir mark Íslands, undir mikilli pressu frá Val Fann- ari Gíslasyni.  34. Adolfo Bautista skallaði rétt framhjá marki Íslands eftir fyrirgjöf frá vinstri.  45. Jón Guðni Fjóluson átti þrumuskot úr aukaspyrnu rétt ut- an vítateigs sem Luis Michel markvörður varði vel með því að slá boltann til hliðar.  58. Miguel Sabah skaut rétt utan vítateigs, í þverslá íslenska marksins og yfir.  65. Kolbeinn Sigþórsson átti hörkuskot frá hægra vítateigs- horni, rétt framhjá markvinkl- inum.  90. Besta færi leiksins, á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Miguel Sabah skallaði frá markteig en Gunnleifur Gunnleifsson var vel á verði og varði örugglega. I Gul spjöld:Guðmundur Kristjánsson 11. (brot), Vicente Matías Vuoso 26. (brot), Paúl Aguilar 90. (brot). I Rauð spjöld:Engin.  Gunnar Örn Jónsson kom inn á sem varamaður hjá íslenska liðinu undir lokin og spilaði sinn fyrsta landsleik. Atli Guðnason kom inn á skömmu áður en þeir voru einu varamennirnir sem komu við sögu.  Á bekknum sátu allan tímann þeir Fjalar Þorgeirsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauks- son, Alfreð Finnbogason, Guð- mundur Reynir Gunnarsson, Björgólfur Takefusa og Gunnar Már Guðmundsson.  Mexíkóski þjálfarinn Javier Aguirre tók leikinn jafn alvarlega og Ólafur Jóhannesson og gerði líka bara tvær breytingar á sínu liði. Þetta gerðist í Charlotte ÞAÐ er óhætt að segja að varn- arleikur íslenska landsliðsins hafi verið í lagi síðan Ólafur Jóhann- esson tók við því. Ísland hefur ekki fengið á sig þrjú mörk í leik síðan í nóvember 2007, gegn Dön- um í fyrsta leik Ólafs, og hefur nú leikið 26 leiki í röð án þess að fá á sig meira en tvö mörk. Með jafnteflinu í Charlotte hef- ur Ísland aðeins tapað einu sinni í síðustu níu landsleikjum, 0:1 gegn Íran í Teheran, og aðeins fengið á sig 5 mörk í þessum níu leikjum. Síðast fékk Ísland á sig tvö mörk í leik gegn Makedóníu í júní 2009. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í þremur fyrstu lands- leikjum ársins, 0:0 gegn Kýpur, 2:0 gegn Færeyjum og 0:0 gegn Mexíkó. vs@mbl.is Eitt tap í níu landsleikjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.