Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA var ágætur fundur og við
reyndar funduðum svo með ýmsum
öðrum fulltrúum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Þetta gekk í sjálfu sér allt
ágætlega og ég er ágætlega bjart-
sýnn á að okkur takist að þoka þess-
ari áætlun áfram,“ segir Gylfi Magn-
ússon viðskiptaráðherra um fundinn
með Dominique Strauss-Kahn,
framkvæmdastjóra Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, í Washington í gær.
Gylfi, Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra og Arnór Sig-
hvatsson aðstoðarbankastjóri Seðla-
bankans sátu einnig fundinn sem
horft hafði verið til í ljósi þeirrar
miklu tafar sem orðið hefur á lána-
fyrirgreiðslu sjóðsins.
Skýrist á næstu vikum
– Til hvaða tímaáætlunar líturðu í
þessu samhengi?
„Það er ekki búið að negla niður
neinar dagsetningar en við vonum að
það skýrist á næstu vikum.“
– Það mátti lesa úr orðum Stein-
gríms í fyrrakvöld, eftir fundalotuna
á fimmtudag, að hann vonaðist til að
horfa mætti á apríl í þessu samhengi.
Þú minnist á nokkrar vikur. Telurðu
of snemmt að miða við apríl?
„Nei, ég held, án þess að vilja lofa
neinu eða vekja falsvonir, að það sé
alls ekkert fráleitt að miða við apríl.“
– Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, túlkar stöðuna
þannig að það gæti verið nóg að hafa
stuðning Noregs og sjóðsins til að
tryggja framgang endurskoðunar-
innar. Ertu sammála þessu mati eða
telurðu að staðan sé flóknari?
„Ég vil nú í sjálfu sér ekki taka
neina afstöðu til þessa mats en auð-
vitað þarf að afla bæði stuðnings og
fjármagns til þess að áætlunin nái
fram að ganga.“
Mjög ánægðir með þróunina
– Steingrímur segir Ísland hafa
tryggt sér inneign hjá sjóðnum
vegna þess hvernig haldið hefur ver-
ið á málum hér. Vék Strauss-Kahn
eitthvað að þessu á fundinum?
„Já. Það var ekki annað að merkja
á honum og öðrum sem við ræddum
við en að menn væru að mörgu leyti
mjög ánægðir með hvernig hefði
spilast úr efnahagsáætluninni á Ís-
landi [...] Allar helstu þjóðhags-
stærðir sem horft er til [... ] eru alla-
vega ekki verri en gert var ráð fyrir
og í sumum tilfellum eitthvað betri.
Þannig að það er óhætt að fullyrða
að skilningur manna í Washington er
að áætlunin gangi ágætlega,“ segir
Gylfi og bætir því við að stjórn sjóðs-
ins hafi sýnt fram á samstarfsvilja.
Spurður hvort fulltrúar Íslands
hefðu gagnrýnt töfina hjá AGS sagði
Gylfi þá hafa gert það, líkt og við
önnur tækifæri. Fundurinn hefði þó
verið á „vinsamlegum nótum“.
Hann telur aðspurður að þjóðarat-
kvæðagreiðslan um Icesave kunni að
hafa áhrif á afgreiðslu sjóðsins með
því að undirstrika erfiða stöðu máls-
ins í íslenskum stjórnmálum.
„Skýrist á næstu vikum“
Viðskiptaráðherra segir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ánægða með endur-
reisn íslenska hagkerfisins Endurskoðun áætlunarinnar gæti legið fyrir í apríl
» Viðskiptaráðherra er bjartsýnn á framhaldið
» Stjórn sjóðsins vilji að málið komist á rekspöl
» Fulltrúar Íslands gagnrýndu töfina hjá AGS
» Gylfi sagði fundinn á „vinsamlegum nótum“
» Strauss-Kahn vék að „inneign Íslands“ hjá AGS
Ræða Strauss-Kahn sat fundinn.
„Evrópa, álfan mín“ var viðfangsefni nemenda í
Rimaskóla á þemadögum sem lauk í gær með
veglegri lokahátíð. Hver bekkur fékk eitt Evr-
ópuland til að vinna með og á lokahátíðinni blasti
árangur mikillar vinnu hvarvetna við þeim rúm-
lega eitt þúsund gestum sem sóttu skólann heim
af þessu tilefni. Meðal gesta Rimaskóla á þessum
dögum voru 25 kennarar frá skólum í Englandi,
Írlandi, Hollandi og Ítalíu.
LÍFLEG LOKAHÁTÍÐ Á EVRÓPUDÖGUM Í RIMASKÓLA
Morgunblaðið/Kristinn
EKKI tókst að koma línubátnum Lágey á flot í gær, en
báturinn strandaði í fyrrinótt skammt frá Héðinshöfða á
Skjálfanda. Að sögn Þóris Gunnarssonar í Björgunarsveit-
inni Garðari á Húsavík á að reyna að draga bátinn á flot á
árdegisflóðinu í dag.
„Við náðum ekki að hrófla við honum, hann situr fastur
ennþá,“ sagði Þórir í samtali við mbl.is í gærkvöldi. „Vand-
inn er að fá almennilegt tóg. Það er ekki til almennilegt tóg
í landinu!“ Hann sagði að dráttartaugin sem þeir notuðu
hefði alltaf gefið sig. Á endanum var komið svo mikið
myrkur að ekki þótti forsvaranlegt að reyna að ná bátnum
á flot, en gat er á botni hans. Búið er að bjarga öllu lauslegu
úr bátnum, veiðarfærum, afla og olíu.
Sat fastur í allan gærdag
Ekki tókst að koma línubát sem strandaði í fyrrinótt á flot
„Ekki til almennilegt tóg í landinu!“ sagði björgunarmaður
Morgunblaðið/Hafþór
Strandaði Ekki tókst að koma línubátnum Lágey á flot.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„MÉR finnst
meginatriðið fyrir
okkur núna að
meta að nýju hver
lánsfjárþörf okk-
ar er. Ég er sann-
færður um að við
höfum ekki þörf
fyrir þessi miklu
lán sem hug-
myndin var í upp-
hafi að taka. Það
er alveg ótvírætt og það þarf ekki að
benda á annað en það að við erum bú-
in að endurreisa bankakerfið án þess
að þurfa að kosta nokkur hundruð
milljörðum af opinberu fé til þess,“
segir Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, um þörf ríkisins
fyrir erlent lánsfé.
Geri hlutina í réttri röð
Bjarni segir aðspurður að stuðn-
ingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Noregs gæti dugað til að tryggja af-
greiðslu annarrar endurskoðunar
sjóðsins á áætluninni fyrir Ísland.
„Ég held að við þurfum að gæta
okkur á því að gera hlutina í réttri
röð og átta okkur á því fyrst hversu
mikið okkur vantar af lánsfé frá,
skulum við segja, Finnum og Dönum,
áður en við förum að kvarta undan
því að við höfum það ekki tiltækt. Það
getur vel verið að stuðningur Norð-
manna, ásamt stuðningi frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, dugi til að
byggja upp þann lágmarksforða sem
við teljum okkur geta komist af með
núna,“ segir Bjarni og bætir því við
að allar tafir á áætlun AGS, sem farið
hafi verið í til þess að endurheimta
trúverðugleika íslensks efnahagslífs,
séu „mjög óheppilegar“.
Þurfum
ekki
öll lánin
Bjarni
Benediktsson
Stuðningur AGS og
Noregs gæti dugað
ÞRJÁR ungar stúlkur sluppu
ómeiddar þegar jeppi valt neðst í
Bakkaselsbrekkunni síðdegis í gær.
Bíllinn endaði á hliðinni um 10-15
metra utan vegar. Stúlkurnar voru á
leið til Akureyrar og fengu þær far
með vöruflutningabíl í bæinn.
Skömmu áður valt annar jeppi um
2-3 km norðan við bæjarmörk Ak-
ureyrar og endaði á toppnum úti í
skurði. Tveir voru í jeppanum og
slösuðust þeir ekki, að því er lög-
reglan á Akureyri vissi best.
Þá valt pallbíll á Siglufjarðarvegi í
svonefndri Mánárbeygju. Þrír voru í
bílnum og virtust allir óslasaðir. All-
ar velturnar urðu á um klukkutíma.
Þrjár veltur
á klukkutíma