Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
UNNIÐ hefur verið að útfærslu at-
vinnuskapandi verkefna fyrir náms-
menn í mennta- og menningar-
málaráðuneytinu og hjá
Reykjavíkurborg, sem eru talin geta
skapað um 400 sumarstörf fyrir
námsmenn á vegum Nýsköpunar-
sjóðs námsmanna.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær til-
lögu mennta- og menningar-
málaráðherra um aðgerðir til þess
að fjölga atvinnutækifærum náms-
manna í sumar og borgarstjórn
leggur sitt af mörkum. Lagt verður
stóraukið fé í Nýsköpunarsjóð
námsmanna, alls 120 milljónir kr.,
eða 90 milljónir frá ríkinu og 30
milljónir frá Reykjavíkurborg.
Stuðningurinn gerir yfir 400 há-
skólanemum mögulegt að stunda
sumarvinnu við nýsköpun og rann-
sóknir.
Verkefni sem námsmenn vinna
með styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna eru jafnan unnin í sam-
starfi við stofnanir, sveitarfélög eða
fyrirtæki sem leggja þá til mót-
framlag sem samsvarar eins mán-
aðar launum gegn tveggja mánaða
launum frá sjóðnum.
Einnig hefur verið ákveðið að Há-
skóli Íslands bjóði upp á aðstöðu til
nýsköpunarverkefna og sjálfsnáms í
sumar og heldur próf í sumarlok.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
mun veita lán vegna þessa í sumar.
Ekki verða því haldin námskeið við
HÍ í sumar líkt og í fyrra, enda voru
þau lítið sótt, en námsmönnum boðið
upp á mikinn fjölda prófa í sum-
arlok. Sumarnámskeið verða við
aðra háskóla að venju.
Gabriella Unnur Kristjánsdóttir,
varaformaður Stúdentaráðs, lýsti
ánægju með þessar aðgerðir í gær
og sagðist fagna því að lausn lægi nú
fyrir. „Það er mjög gott að sum-
arprófin verða haldin og þau munu
án efa nýtast mjög mörgum,“ segir
hún, og bendir á að þau muni líka
nýtast vel nemum í fjarnámi.
Að sögn Gabrielu hefur komið í
ljós í könnun varðandi atvinnuhorfur
stúdenta að útlitið sé ekki gott.
Námsmenn séu yfirleitt mjög svart-
sýnir á möguleikana á að fá vinnu.
Aðgerðirnar sem ákveðnar voru í
gær skipti því miklu.
Störf við skráningu
og umsýslu
Í undirbúningi er að náms-
mönnum standi til boða störf við
skráningu og umsýslu hjá ýmsum
stofnunum og hugmyndir eru uppi
um atvinnutækifæri í samvinnu við
Vinnumálastofnun. Er því að vænta
frekari ákvarðana stjórnvalda um
atvinnuskapandi verkefni.
Fjallað var um sumarstörf fyrir
unglinga í borgarráði sl. fimmtudag
og sérstakt hreinsunarátak. Vor-
hreinsun í Reykjavík hefst 29. mars í
miðborginni og hverfum borgar-
innar. Í bókun meirihlutans í borg-
arráði kemur fram að unnt verður að
ráða allt að 200 ungmenni til sér-
stakra hreinsunarstarfa í borgar-
landinu í sumar með sambærilegum
hætti og á síðasta ári.
Morgunblaðið/Eggert
Stund milli stríða Nemendur við Háskóla Íslands spjalla saman á kaffistofu háskólatorgsins við Bóksölu stúdenta.
Störf fyrir 400 námsmenn
Námsmenn eru svartsýnir á
möguleika á sumarvinnu en
menntamálaráðherra og borgar-
stjóri kynna nú aðgerðir sem
eiga að skapa 400 störf. Boðið
verður upp á próf í HÍ í sumarlok.
Framlag í Nýsköpunarsjóð námsmanna aukið í 120 milljónir Boðið upp á
sumarpróf í HÍ 200 ungmenni til sérstakra hreinsunarstarfa í Reykjavík
Í undirbúningi
er stofnun svo-
nefndra FabLab
-smiðja í Skaga-
firði og á Akra-
nesi fyrir lok
sumars og hug-
myndir eru uppi
um opnun sam-
bærilegrar
smiðju í Reykjavík. Stjórnvöld
reikna með að heildarfjöldi nem-
enda í FabLab-smiðjum á þessu
ári gæti orðið um 1.000. Það er
Nýsköpunarmiðstöð sem stendur
að þessari starfsemi og var fyrsta
FabLab-smiðjan opnuð í Vest-
mannaeyjum 2008. Þetta eru staf-
rænar smiðjur með allskonar
tækjum og tólum og er mark-
miðið að auka þekkingu á per-
sónumiðaðri framleiðslu, stafræn-
um framleiðsluaðferðum í iðnaði
og efla nýsköpun. Þá er verkefn-
inu ætlað að auka tæknilæsi al-
mennings. Er ekki síst reynt að
ná til ungs fólks sem er atvinnu-
laust til að virkja hæfni þess og
búa það undir þátttöku í atvinnu-
lífinu á ný.
Skv. upplýsingum sem fengust
hjá Nýsköpunarmiðstöð eru einn-
ig haldin námskeið í samvinnu við
Vinnumálastofnun, sem eru ekki
síst hugsuð fyrir ungt fólk. „Þar
erum við að virkja fjölda fólks og
hefur verið gerður mjög góður
rómur að því,“ segir Rósa Signý
Gísladóttir markaðsstjóri.
Búast við 1.000
nemendum FabLab
Námsmenn hafa vaxandi áhyggjur
af að erfiðlega gangi að fá störf í
sumar, líkt og í fyrra. Hefur Stúd-
entamiðlun, sem aðstoðar náms-
menn í framhaldsskólum og háskól-
um við að finna störf, ráðist í
átaksverkefni til að reyna að finna
námsmönnum störf. Í vikunni sendi
Stúdentamiðlun á þriðja hundrað
fyrirtækjum bréf þar sem þeim var
boðið að skrá atvinnuauglýsingar
ókeypis á gagnvirkri vefsíðu Stúd-
entamiðlunar til 9. apríl.
Nokkur viðbrögð hafa orðið við
þessu átaki og í gær voru nokkur
störf í boði á vefsíðunni, sumar- og
hlutastörf og tvö framtíðarstörf.
Vefsíðan er milliliðalaus, náms-
menn skrá sig sjálfir og atvinnurek-
endur leita í gagnagrunninum.
Bréf send til á þriðja hundrað fyrirtækja
Alls verða 25 þýðendur valdir á
næstu vikum með sérstöku út-
boði til að vinna þýðingarstörf
fyrir utanríkisráðuneytið.
Það mun skapa a.m.k. 10 full
störf fyrir almenna þýðendur á
þessu ári og kann þeim að fjölga
í tugi starfa á því næsta. Í sam-
antekt forsætisráðuneytisins um
aðgerðir til atvinnusköpunar kem-
ur fram að utanríkisráðuneytið
hefur á þessu ári ráðið 10 þýð-
endur til starfa við þýðingarmið-
stöðina. Á næstunni verði auglýst
eftir 14 þýðendum til viðbótar
þar.
25 þýðendur verða valdir með útboði
Heitur matur
að hætti Jóa Fel
Tilbúnir réttir á góðu verði.
Borðaðu á staðnum eða taktu
matinn með þér.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Síðasta sýningarhelgi • Listamannaspjall laugardag 27. mars
Hallur Karl Hinriksson
Allir velkomnir
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Listmunauppboð
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 896-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Síðustu forvöð að koma verkum inn
á næsta listmunauppboð
Spjallar við sýningargesti
í dag kl. 14–16