Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 17
Stórauknar skattbyrðar • Skattar á heimili og fyrirtæki hafa aukist umfram það sem gengið var út frá við gerð stöðugleikasáttmálans. • Skattaleg umgjörð fyrirtækja er óhagstæðari en áður sem dregur úr fjárfestingum og atvinnusköpun. Aðgerðaleysi í atvinnumálum • Ítrekað hefur verið unnið gegn nýjum verkefnum á sviði orkuvinnslu og orkunýtingar. • Skipulagi hreppa við neðri hluta Þjórsár var hafnað með fordæmalausum hætti. • Fjármögnun stórra verkefna með þátttöku lífeyrissjóðanna hefur ekki gengið eftir. • Andstaða er við stór verkefni til atvinnusköpunar á borð við einkarekin sjúkrahús og fleira. Hægagangur í mörgum öðrum málum og vanefndir • Vextir eru enn allt of háir og vaxtamunur milli Íslands og nágrannalandanna of mikill, gjaldeyrishöftin hafa enn ekki verið afnumin og áform um afnám þeirra eru afar metnaðarlítil. • SA harma að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa sett umfjöllun um breytingar á stjórn fiskveiða í sáttafarveg eins og lofað var í yfirlýsingu hennar frá 28. október 2009. • Ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess að lögbinda framlög og iðgjöld til Starfsendurhæfingarsjóðs fyrir árslok 2009. Það hefur ekki verið gert. Viðbrögð SA koma ekki á óvart Samtök atvinnulífsins hafa allt frá því í október 2009 lýst yfir miklum áhyggjum við ríkisstjórnina vegna fram- gangs stöðugleikasáttmálans. Upplausn hans er mjög óæskileg vegna mikilvægis þess að samstaða ríki með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins á þessum erfiðu tímum. Reykjavík, 27. mars 2010. Samtök atvinnulífsins (SA) komu á síðasta ári að gerð stöðugleikasáttmála með aðild alls vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar- innar. Markmið sáttmálans var að stuðla að samstilltu og öflugu átaki í atvinnu- málum. Skapa átti skilyrði fyrir aukinni fjárfestingu innlendra sem erlendra aðila, auknum hagvexti og leggja grunn að bættum lífs- kjörum til framtíðar. SA fylgdu sáttmálanum eftir með aðgerða- áætlun sem nýlega var kynnt undir yfir- skriftinni „Atvinna fyrir alla“. Ef fylgt væri öflugri atvinnustefnu gæti kreppunni lokið á þessu ári. Ráðherrar telja sig hins vegar óbundna af þeim samningum sem oddvitar ríkisstjórnar- innar hafa undirritað og því hefur traust milli SA og ríkisstjórnarinnar brostið. SA var í raun vísað frá stöðugleikasáttmálanum. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins og eru í margs konar rekstri. Innan SA er að finna allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá félags- mönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi. Við viljum atvinnu og uppbyggingu Yfir 15.000 ÍSLENDINGAR ERU ÁN ATVINNU – ÞVÍ VERÐUR AÐ BREYTA Enga kyrrstöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.