Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Heimskort Utanríkisráðherra var ábúðarfullur á þemadögum í Rimaskóla í gær og var með heiminn sjálfan að baki. Kristinn SAMTÖK at- vinnulífsins líta svo á að ríkisstjórnin og stjórnarmeiri- hlutinn hafi með að- gerðum sínum og aðgerðaleysi vísað SA frá stöð- ugleikasáttmálanum sem undirritaður var 25. júní 2009. Kornið sem fyllti mælinn var samþykkt skötu- selsfrumvarpsins svokallaða en áður hafði byggst upp mikil þreyta innan samtakanna vegna hægagangs í mörgum málum. Það er mjög miður að til þessa skyldi koma en við sam- þykkt frumvarpsins brast end- anlega það traust sem er nauð- synlegt milli aðila sem telja sig vera að vinna að sameiginlegum markmiðum. Markmið stöð- ugleikasáttmálans eru þjóðinni og atvinnulífinu til mikils fram- dráttar og því ekki tregalaust sem SA hrekjast frá sáttmál- anum. Samskipti við forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa verið með ágætum og Samtök at- vinnulífsins hafa trúað því að bæði forsætis- og fjár- málaráðherra ynnu af heil- indum að málum. SA hafa því ekki skorast undan því að taka á sig óþægindi vegna óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða s.s. skattahækkana. Ráðherrar vinna gegn sáttmálanum Það hefur grafið undan trausti milli SA og stjórnvalda að einstakir ráðherrar í rík- isstjórninni og stjórnarþing- menn hafa ekki álitið sig bundna af því sem forystumenn þeirra hafa skrifað undir eða sammælst um við aðila vinnu- markaðarins. Á þetta hefur reynt með ýms- um hætti. Fyrst skal frægt telja skötuselsfrumvarpið. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 28. októ- ber sl. var gefin að und- angengnum samtölum við for- ystumenn ríkisstjórnarinnar um að áform varðandi skötuselinn færu í ákveðinn sáttafarveg. Sjávarútvegsráðherra taldi sig ekki bundinn af þessu og setti fram frumvarp þvert á það sem um var rætt. Í framhaldi af því var oft reynt að ná málinu inn í sáttafarveginn en sjávarútvegs- ráðherra og stjórnarmeirihlut- inn keyrðu málið áfram til enda. Næst má nefna ákvörðun um- hverfisráðherra vegna SV-línu í september sl. sem tafði málið þrátt fyrir ákvæði stöð- ugleikasáttmálans um annað. Fátt sýnir betur viðhorf ráð- herrans en þegar hún svarar blaðamanni: „Þeir sem gerðu stöðugleikasáttmálann …“ eins og hann sé ráðherranum óvið- komandi þrátt fyrir að hafa ver- ið gerður í nafni ríkisstjórn- arinnar. Aðfarir ráðherrans vegna skipulagsmála við neðri hluta Þjórsár sýna svo hvaða hugur borinn er til orku- framkvæmda og fjárfestinga sem þeim tengjast. Síðast en ekki síst má nefna uppbyggingu Starfsendurhæf- ingarsjóðs. Samtök atvinnulífs- ins og ASÍ tóku höndum saman við gerð kjarasamninga í febr- úar 2008 og hófu uppbyggingu sjóðsins til að standa undir fyr- irbyggjandi aðgerðum gegn óhóflegri fjölgun öryrkja. Mark- miðið er að ná til fólks sem er að hrekjast út af vinnumarkaði og veita því þjónustu og úrræði til þess að halda því virku á vinnu- markaðnum. Var gert sérstakt sam- komulag við þáver- andi ríkisstjórn um uppbyggingu sjóðsins til þess að tryggja almenna greiðsluskyldu, að- ild lífeyrissjóða og fjárframlög úr rík- issjóði. Aðilar op- inbera vinnumark- aðarins gengu síðan til liðs við Starfsendurhæfingarsjóð sem jók enn umfang hans. Við gerð stöðugleikasáttmálans var sam- ið að nýju við forystumenn rík- isstjórnarinnar að lögbinda al- menna greiðsluskyldu á vinnumarkaði til sjóðsins og að- komu lífeyrissjóða. Ennfremur var samið um hægari aðkomu ríkissjóðs en upphaflega var reiknað með í ljósi aðstæðna. En þá gerist það enn að ein- stakir ráðherrar telja sig ekki bundna af málinu og þar geng- ur félagsmálaráðherra fram fyr- ir skjöldu. Hann lýsir því yfir á fundi með aðilum vinnumark- aðarins að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir því sem samið var um. Þannig hefur þetta einfalda en frábæra mál, uppbygging Starfsendurhæfingarsjóðs, verið tafið misseri eftir misseri og þótt forystumenn ríkisstjórn- arinnar lýsi yfir góðum vilja til að standa við samninga virðist við ofurefli að etja. Erfiðir kjara- samningar í haust Allt þetta og meira til hefur leitt til þess að traust í garð ríkisstjórnarinnar vegna stöð- ugleikasáttmálans hefur þorrið. Stjórnarliðið ber ekki virðingu fyrir því að samninga þurfi að halda og forystumenn rík- isstjórnarinnar virðast ekki njóta þess trausts sem þarf. Lærdómurinn sem Samtök atvinnulífsins draga af þessu er að ganga þarf mun fastar frá málum í næstu kjarasamn- ingalotu sem hefst þegar sumri hallar. Í nóvember eru stóru samningarnir á almenna vinnu- markaðnum lausir og samn- ingar á opinbera vinnumark- aðnum verða líka lausir. Samningalotan verður því flókin og erfið. Það er mjög bagalegt að leggja upp í þá vegferð án þess að traust ríki um samn- inga milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Það gerir alla vinnu erfiðari. Málum sem áður hefði lokið með hefð- bundum yfirlýsingum verður nú að ganga frá með fyrirliggjandi frumvarpi eða jafnvel lögum fyrir undirskrift samninga. Samtök atvinnulífsins harma þá stöðu sem upp er komin. Mikið var reynt til að halda lífi í stöðugleikasáttmálanum en þegar stjórnarmeirihlutinn greip til beinna aðgerða gegn honum var traustið endanlega farið og sáttmálinn þar með að því er Samtök atvinnulífsins varðar. Eftir Vilhjálm Egilsson » Það hefur grafið undan trausti að einstakir ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa ekki álitið sig bundna af því sem for- ystumenn þeirra hafa skrifað undir. Vilhjálmur Egilsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Traustið er brostið NÚ ER rifist um það hvort stöðugleikasátt- málinn var svikinn mik- ið eða lítið. Rifist um það hvort hann var svikinn nægilega mikið til að verðskulda upp- sögn eða hvort hann var ekki svikinn meira en svo að uppsögn sé ósanngjörn. Lítum á nokkrar staðreyndir. Helstu markmið stöðugleikasátt- málans frá því í lok júní 2009 voru m.a. að skilyrði yrðu sköpuð fyrir aukinni fjárfestingu innlendra sem erlendra aðila, auknum hagvexti og nýrri sókn í atvinnumálum. Þetta átti ekki síst að nást fram með því að mannaflsfrekum stórframkvæmdum yrði hraðað sem mest mætti verða. Því sagði orðrétt í sáttmálanum sem forsætisráðherra og fjármálaráð- herra undirrituðu fyrir hönd rík- isstjórnarinnar: „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. fram- kvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu verði hraðað vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra fram- kvæmda eftir 1. nóvember 2009. Rík- isstjórnin gangi til samstarfs við líf- eyrissjóði um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir með sérstakri fjármögnun. Stefnt skal að því að viðræðum ríkisstjórnar og lífeyr- issjóða verði lokið fyrir 1. september 2009.“ Tíminn látinn líða Þetta gekk því miður ekki eftir. Enn eru ýmsar hindranir á sviði orkumála sem standa í vegi fram- kvæmda vegna álvera og annarra iðnaðarkosta. Framkvæmdir við byggingu álvers í Helguvík tefjast, m.a. vegna þess að umhverf- isráðherra tafði afgreiðslu á heimild til byggingar svonefndrar suðvest- urlínu um marga mánuði. Þá hefur ríkisstjórnin stöðvað undirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár með ómál- efnalegri ákvörðun ráð- herra sem er í and- stöðu við margra ára venjur og góða stjórn- sýsluhætti. Einnig hef- ur lítið komið út úr við- ræðum stjórnvalda við lífeyrissjóði um fjár- mögnun stórverkefna, ef undan er skilin bygging nýs Landspít- ala, þrátt fyrir fullan vilja af hálfu lífeyr- issjóðanna í landinu. Stjórnvöld hafa ekki enn getað kom- ið fram með aðferðir og skýran vilja til verka. Almennt er ekki nægileg áhersla lögð á aðgerðir í atvinnumálum og baráttu gegn atvinnuleysi. Aðilar vinnumarkaðarins minna stöðugt á þann hræðilega vanda að 15.000 manns eru nú án atvinnu. Ekki er að sjá að þær staðreyndir og sú um- ræða marki forgangsröðun stjórn- valda. Samkvæmt sáttmálanum áttu stýrivextir Seðlabankans að vera komnir niður í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember 2009. Það gekk ekki eftir og nú loksins á vormánuðum 2010 eru þeir komnir í 9% sem er 8% hærri vextir gagnvart evru eða tvö- falt það sem að var stefnt í stöð- ugleikasáttmálanum. Löngu komin ástæða til uppsagnar Þegar af þessum ástæðum – og reyndar mörgum öðrum – var löngu komin full ástæða til að Samtök at- vinnulífsins segðu sig frá þessum sáttmála. Stjórn samtakanna stóð frammi fyrir þeirri spurningu í lok október 2009 og einnig skömmu fyrir jól og jafnframt á fundi sínum hinn 30. desember sl. En í öllum tilvikum var valin sú leið að freista þess að fá ríkisstjórnina til að herða upp hug- ann og standa við sinn hluta sáttmál- ans. Með því sýndum við þolinmæði og langlundargeð sem nú er þrotið. Við verðum því með engri sanngirni vænd um ábyrgðarleysi þegar við nú teljum okkur tilneydd til uppsagnar á þessum sáttmála. Vandinn er m.a. sá að einhverjir ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja sig ekki bundna af þeim samningum sem forsætisráðherra og fjármálaráð- herra gerðu við verkalýðshreyf- inguna og atvinnulífið í lok júní sl. Við töldum að Jóhanna og Stein- grímur hefðu gert þetta í góðri trú og við töldum að þau sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar og formenn stjórn- arflokkanna töluðu í nafni rík- isstjórnarmeirihlutans. En svo virðist ekki vera sem er grafalvarlegt mál því hingað til hafa aðilar vinnumark- aðarins getað tekið fullt mark á for- sætisráðherrum og leiðtogum stjórn- arflokka á Íslandi. Hér er því við nýjan og þungbæran vanda að fást fyrir þá sem telja að menn eigi að standa við samninga af heilum hug. Ráðherra skötuselsmála Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra kastaði síðan stríðshansk- anum með því að keyra í gegnum þingið lög sem klóra í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í stað þess að ná heildaryfirsýn og heildarsátt um þær breytingar sem gætu orðið til bóta. Undir þessu gátu Samtök atvinnulífsins ekki setið – enda hafði ríkisstjórninni ítrekað verið gerð grein fyrir því að við sáttarof af þessu tagi yrði ekki unað – ofan á allt annað sem ekki hefur verið stað- ið við. Stjórn fiskveiða er umdeild og all- ar breytingar á því kerfi hafa kallað fram átök. Það er óviturleg for- gangsröðun að kalla fram átök þegar samstöðu er þörf í brýnum end- urreisnarverkefnum. Ríkisstjórn sem stendur ekki við jafnmikilvægan samning og stöð- ugleikasáttmálinn er og efnir til óþarfa átaka við þá sem hún ætti helst að vinna með af heilindum – þarf að hugsa sinn gang og glöggva sig á því hvert hún stefnir. Eftir Helga Magnússon » Við verðum því með engri sanngirni vænd um ábyrgðarleysi þegar við nú teljum okkur til- neydd til uppsagnar á þessum sáttmála. Helgi Magnússon Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarmaður í Sam- tökum atvinnulífsins. Rifist um sátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.