Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
SJÁLFSTÆÐIS-
og Framsókn-
arflokkur hafa fyrir
löngu gengið fyrir
björg hvað varðar
þjónkun við sægreif-
ana og einkaeign
þeirra á sjávarfangi.
Áðurnefndir flokk-
ar ásamt hinum
stjórnmálaflokkunum
hafa staðið á bak við
stærsta rán Íslands-
sögunnar, þ.e. þjófnaðinum á sam-
eiginlegri auðlind, fiskimiðum
þjóðarinnar, sbr ummæli Hilmars
Bjarnasonar á Eskifirði, sem
fyrstur manna talaði um kvóta á
veiddan fisk, en engan veginn í
þeim anda sem stjórnmálamenn
Íslands aflöguðu svo herfilega, og
nefndur Hilmar Bjarnason bað svo
eftirminnilega um að nafn hans
væri ekki kennt við kvóta síðar
meir.
Einkunnarorð sjálfstæðismanna:
„Gjör rétt, þol ei órétt“ hefur eng-
inn eins fótum troðið og hin einka-
vædda forysta Sjálfstæðisflokksins
sl. 20 ár og gjörir enn svo og
framsóknarmenn og
fleiri flokkar, stutt-
buxnadrengirnir, kú-
lulánagæjarnir, sér-
fræðingarnir,
ráðgjafar, að
ógleymdum greining-
ardeildum Glitnis-,
Lands-, KB-banka.
Ekki stendur steinn
yfir steini svo vægt sé
til orða tekið.
Merkustu sjáv-
arútvegsráðherrar Ís-
lands hafa verið Lúð-
vík Jósepsson,
Steingrímur Hermannsson, Matt-
hías Bjarnason og Jón Bjarnason.
Hættulegustu sjávarútvegs-
ráðherar Íslandssögunnar hafa
verið Kristján Ragnarsson, Hall-
dór Ásgrímsson, Þorsteinn Páls-
son, Árni Mathiesen og Einar K.
Guðfinnsson, hafa allir fallið í þá
gryfju að verða handbendi LÍÚ-
klíkunnar. Kristján Ragnarsson,
formaður LÍÚ, var reyndar aldrei
í ríkisstjórn en stjórnaði kröft-
uglega á bak við tjöldin og var því
í raun ráðherra sjávarútvegsmála.
Það vita allir og honum tókst að
blekkja sjálfan Davíð. Þeir valda-
miklu stjórnmálaskörungar Davíð
Oddsson og Halldór Ásgrímsson
létu glepjast af formanni LÍU, sæ-
greifunum, ekki síður en útrás-
arvíkingunum.
Forseti lýðveldisins Ólafur
Ragnar beit svo margoft höfuðið
af skömminni árum saman með
ferðalögum sínum og þjónkun við
óreiðupakkið, sem komið hefur al-
menningi á kaldan klaka. Ólafur
má þó eiga það að hann tók nýjan
pól í hæðina í ársbyrjun og synj-
aði staðfestingu á Icesave, og
skaut því til almennings.
Davíð, Halldór og Ingibjörg,
Hvar er ykkar ábyrgð?
Líður ykkur vel í hjarta ykkar
vegna starfa í almenningsþágu?
Ég vil þó þakka þeim fyrir
stuðninginn við Kárahnúkavirkjun
og álverið á Reyðarfirði. Það er
góður minnisvarði um þessa ann-
ars ágætueinstaklinga, sem vissu-
lega hafa örugglega reynt að láta
gott af sér leiða eins og brjóstvitið
leyfði.
Hvað varð um slagorð sjálfstæð-
ismanna: Stétt með stétt?
Hvað um áform fv. formanns
Framsóknarflokksins um að gera
Ísland að forystuveldi heimsins í
fjármálaumsvifum og að skipa Sig-
urð Einarsson KB-stjórn-
arformann til að leiða málið?
Það er staðreynd að mestu spill-
ingar- og svikamál Íslandssög-
unnar eru meira og minna tengd
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki.
Halldór þekkir þetta í gegnum
SÍS. Hugsunin hjá Jónasi frá
Hriflu var skynsamleg og falleg
en Sambandið át sig innan frá og
fall þess varð mikið.
Hin unga Samfylking kemur svo
á hælana, einkar efnileg í sama
óheillageiranum og verður enginn
eftirbátur Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar.
Nytjastofnar í sjónum umhverf-
is Ísland eru ekki bara sameign
þjóðarinnar, í orði, eins og Jón
Baldvin náði þó að koma inn í lög-
in um stjórn fiskveiða, heldur líka
á borði.
Nú hefur Strandamaðurinn og
stjórnmálamaðurinn sterki, Jón
Bjarnason, komið á strandveiðum
og auk þess krukkað í það allra
heilagasta hjá LÍÚ-forystunni,
nefnilega einkaréttinn yfir veið-
unum á fiskistofnum á Íslands-
miðum.
Skötuselurinn og strandveið-
arnar brjóta ísinn. Þökk sé Jóni
og hans góða ráðgjafa Guðjóni
Arnari Kristjánssyni, sem ekki
fæddist með silfurskeið í munn-
inum, en gerir sér fulla grein fyrir
um hvað lífið snýst og hvernig
halda á eðlilegu lífi í landsbyggð-
inni.
Hryggilegustu dæmi og jafn-
framt ömurlegustu, er að finna í
skjóli sálfstæðis-, framsóknar- og
samfylkingarmanna sem barist
hafa fyrir kvótakerfinu með oddi
og egg og ætla ekki að láta deigan
síga.
Það mun vonandi brátt heyra til
liðinni tíð að sægreifarnir geti í
vellystingum skammtað til hægri
og vinstri hverjir mega veiða, á
hvaða verði og látið leiguliðana í
sjávarútvegi lepja dauðann úr
skel.
Ályktun SA í skötulíki
Eftir Emil
Thorarensen » Styð ríkisstjórn
Samfylkingar og
VG, illskáski kosturinn,
tel að ályktun Samtaka
atvinnulífsins sé í skötu-
líki og á skjön við vilja
almennings.
Emil
Thorarensen
Höfundur er sjálfstætt starfandi og
er fyrrv. stjórnarmaður LÍÚ.
Sverrir Kristinsson,
framkvæmdastjóri,
lögg. fasteignasali
Guðmundur
Sigurjónsson,
lögfræðingur,
lögg. fasteignasali
Þorleifur St.
Guðmundsson,
lögg. fasteignasali
Kjartan Hallgeirsson,
lögg. fasteignasali
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteignasali
Hilmar Þór
Hafsteinsson,
lögg. leigumiðlari,
lögg. fasteignasali
Magnús Geir
Pálsson,
sölumaður
Þórarinn M.
Friðgeirsson,
lögg. fasteignasali
Jóhanna
Valdimarsdóttir,
gjaldkeri
Elín Þorleifsdóttir,
ritari
Reykjavík
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s
VATNSSTÍGUR- GLÆSILEG ÍBÚÐ MEÐ ÞAKGARÐI
Fullbúin og glæsileg
4ra herbergja 142.1 fm
íbúð í hinu nýja
Skuggahverfi. Íbúðin er
staðsett á 3. hæð með
40, 3 fm þakgarði.
Íbúðin er mjög björt
með hærri lofthæð en
almennt gerist. V. 55,0
m. 4594
HULDULAND 20 - GOTT RAÐHÚS
Um er að ræða mikið raðhús á
fjórum pöllum sem skiptist m.a. í
anddyri, gestasnyrtingu, forstofu-
herbergi, eldhús, borðstofu, stofu,
geymslu, þvottahús, tvö svefnher-
bergi (þrjú skv. teikningu) og bað-
herbergi. V. 49,0 m. 5510
BJARMALAND - NEÐST Í FOSSVOGINUM
Glæsilegt samtals 228,5 fm einlyft einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í
hol, fjögur herbergi, baðherbergi, snyrtingu, sjónvarpshol, borðstofu, stofu og eldhús. Búið
er að endurnýja m.a. allt gler, raflagnir, hitalagnir, allar innréttingar, setja hita í gólf, ný gólf-
efni, nýtt þak o.fl. Lýsing frá Lúmex. Allar innréttingar sérsmíðaðar. V. 95,0 m. 4444
Bólstaðarhlíð - 60 ára og eldri Falleg
85,4 fm 3ja herbergja þjónustuíbúð fyri 60 ára
og eldri. Íbúðin er á 4. hæð og er með fallegu
útsýni. Íbúðin sem er nýmáluð er laus strax. V.
21,5 m. 5470
Aflagrandi - 11. hæð Mjög falleg ca 70
fm 2ja herb. íbúð á 11. hæð í lyftuhúsi fyrir 60
ára og eldri. Stórglæsilegt útsýni er úr íbúðinni.
Sér geymsla í kjallara. Sameiginleg geymsla er
á hæðinni. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara
en einnig er lögn f. þvottavél á baðherbergi. V.
19,750 m. 5422
Langagerði - glæsileg eign Glæsilegt
og vel viðhaldið, samtals 302,7 fm, einbýlishús
með 2 aukaíbúðum og bílskúr. Húsið er mun
stærra heldur en skráðir fermetrar segja til um.
Húsið stendur innst í litum botnlanga við
Langagerði og hentar vel stórri fjölskyldu.
Hægt að hafa góðar leigutekjur af kjallaraíbúð
og íbúð í risi. V. 59,5 m. 5497
Grandahvarf - efsta hæð Glæsileg 4ra
herbergja 136 fm sérhæð á þriðju og efstu
hæð í nýlegu húsi við Grandahvarf í Kópavogi,
ásamt 28,2 fm bílskúr. Samtals 164,2 fm
Glæsilegt útsýni er úr stofum og af svölum yfir
Elliðavatn, Bláfjöll og víðar. Lofthæð í íbúðinni
er 2,7 metrar. V. 39,9 m. 5216
Nútímaleg og falleg 2ja hæða funkis raðhús sem byggð eru á skjólsælum stað á Arnarnes-
hæðinni. Húsin eru klætt ýmist flísum eða báraðri álklæðningu sem gefa þeim nútímalegt út-
lit. Allur frágangur að utan tryggir lágmarksviðhald.
Verð frá 37,0 millj. tilbúin til innréttingar. 7833
HÚSIN VERÐA TIL SÝNIS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00.
OPIÐ HÚS
ÁRAKUR 9-29 Í GARÐABÆ - NÝ HUGSUN - NÝ VERÐ
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Óskum eftir nýlegri íbúð
Traustur kaupandi óskar eftir 120-150 fm íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi miðsvæðis í
Reykjavík. Íbúðin þarf að hafa lágmark 3 svefnherbergi og helst gestasnyrtingu.
Íbúðin má kosta allt að 45 milljónir og yrði um staðgreiðslu að ræða. Allar nánari
uppllýsingar veita Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 eða Magnús Geir Pálsson í
síma 892-3686
Óskast til leigu
Fjársterkur aðili óskar eftir fasteign til leigu í vesturbæ Reykjavíkur eða Seltjarnar-
nes. Um er að ræða leigu til eins árs frá júlí næstkomandi. Óskað er eftir hæð eða
sérbýli. Upplýsingar gefur Hilmar löggiltultur leigumiðlari í síma 824-9098.
Sumarbústaður óskast
Sumarbústaður innan 30 mín. aksturs frá Reykjavík óskast. Óskum eftir sumarbú-
stað á framangreindu svæði. Bústaðurinn mætti kosta 10-15 milljónir.
Allar nánari uppl. veita Sverrir Kristinsson og Magnús Geir Pálsson.
Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-140
milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514.
Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginn. Verð mætti vera á bilinu 90-140
milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514.
Sérhæð óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm sérhæð. Þessir staðir koma til greina:
Vesturbær, Hlíðar og nágrenni Miklatúns. Allar nánari uppllýsingar veita Sverrir
Kristinsson og Hilmar Þór Hafsteinsson.
)Ný verð á glæsilegum raðhúsum í Garðabæ. Sérlega vel skipulögð og falleg raðhús á skjól-
sælum stað á miðri Arnarneshæðinni. Tvílyft húsin eru glæsileg ásýndum þar sem þau eru
ýmist klætt áli eða harðviði. Húsin snúa á móti suð- suðvestri þannig að þau njóta sólar allan
daginn. Húsin eru seld tilbúin til innréttingar - lóð fullfrágengin. V. 37,5 - 39,5 m. 8070
OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00
SANDAKUR 2-24 Í GARÐABÆ - NÝ VERÐ
OPIÐ HÚS