Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 31

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 FYRIR jól kom út bókin „Þeirra eigin orð“ sem Óli Björn Kárason tók saman. Þarna má finna til- vitnanir í þekkta ein- staklinga, allt orð sem tengjast útrás- inni, ýmist sögð fyrir eða eftir hrun. M.a. má þarna finna aðdá- unarorð Ólafs Ragn- ars um útrásarvíkingana, tilvitn- anir í Borgarnesræður Ingibjargar Sólrúnar og gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar á rík- isábyrgð vegna Icesave. Það hefði vissulega verið fróð- legt að eignast bók með ummæl- um þekktra manna um útrásina, ef hlutleysis hefði verið gætt við val tilvitnana. Því miður er ekki því að heilsa og úr verður það sem Stephan G. lýsti svo ágætlega með orðunum: „Hálfsannleikur oftast er/ óhrekjandi lygi.“ Það er ekkert að því að taka saman tilvitnanir í vinstrimenn sem sýna hve margir þeirra voru glámskyggnir á útrás- arvíkingana, en þá má ekki heldur stinga undir stól sams konar til- vitnunum í hægrimenn. En í bók- inni er svo að sjá sem enginn hægrimaður hafi sagt orð um út- rásina nema til þess að vara við henni. Hvergi kemur fram að það hafi verið stjórn undir forsæti sjálfstæðismanna sem einkavæddi Landsbankann og lét hann í hendur þeirra sem nú hafa siglt öllu í strand. Hvergi er til- vitnun í þrotlausan áróður frjálshyggju- manna um ágæti einkavæðingar. Í bókinni má finna gagnrýni Davíðs Oddssonar á Baug og rök hans fyrir fjöl- miðlafrumvarpinu, en hvergi sést tilvitnun í ræðu hans í apríl 2005 þar sem hann hrósaði fjármálamönnum í útrás fyrir dug og kjark, og bætti við: „Það sem skiptir mestu er þó einkavæðing ríkisbankanna sem leikið hafa lykilhlutverk í útrás ís- lenskra fyrirtækja á erlenda markaði.“ (Mbl., 19.4. 2005.) Ekki sést heldur tilvitnun í grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar „Baráttumál frjáls- hyggjumanna: Jöfnuður“ (Lesbók Mbl. 24.3. 2007), en þar sagði Hannes að tímamót hefðu orðið þegar Davíð Oddsson hefði mynd- að fyrstu ríkisstjórn sína 1991. „Eftir að bankarnir urðu einkafyr- irtæki réðust útlán ekki af fæðing- arvottorðum eða flokksskírteinum, heldur greiðslugetu og arðsvon,“ sagði Hannes og bætti síðar við: „Upp hefur sprottið hópur framtaksmanna, sem stækkað hafa Ísland með því að halda í víking til útlanda. Fyrst skal þar fremsta telja feðgana Björgólf Thor og Björgólf Guðmundsson, en einnig má nefna Baugsfeðga, Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson, Hannes Smárason, Sigurð Einarsson, Pálma Haraldsson, Ólaf Ólafsson, Bakkavararbræður, Ágúst og Lýð Guðmundssyni, og raunar marga aðra. Uppgangur þessara manna sýnir einmitt að jöfnuður hefur aukist á Íslandi. Allir höfðu sömu tækifæri og þessir menn. Þeir gripu þau.“ Ljóst er af þessum tilvitnunum að Davíð og Hannes voru þá sann- færðir um það að útrásin væri stjórn sjálfstæðismanna að „þakka“. Merkilegast er þó að Óli Björn skuli ekki muna eftir grein sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum vet- urinn 2005 (1. árg. 2. h.). Þar var fjallað um bókina „Straumhvörf“ eftir Þór Sigfússon. Greinarhöf- undur sagði: „Ég saknaði þess að Þór skýrði betur út hversu mikinn og stóran þátt „markaðssinnuð“ stjórnvöld hafa átt í því að auka kjark og þor íslenskra athafnamanna. Bylting í regluverki fjármálaþjónustunnar, sem hófst með litlu skrefi í frjáls- ræðisátt árið 1984, samhliða af- námi hafta á flæði fjármagns og einkavæðingu ríkisviðskiptabank- anna, lagði grunninn að mögu- leikum íslenskra fyrirtækja til út- rásar. Án byltingar í fjármálakerfinu, samhliða gjör- breyttum og agaðri vinnubrögðum við gerð fjárlaga undir forystu Friðriks Sophussonar og skyn- samlegri vinnubrögðum við gerð kjarasamninga, hefði íslenska út- rásin ekki orðið nema svipur hjá sjón.“ Höfundur þessarar greinar var Óli Björn Kárason. Eftir Unu Margréti Jónsdóttur Una Margrét Jónsdóttir » Það hefði vissulega verið fróðlegt að eignast bók með um- mælum þekktra manna um útrásina, ef hlut- leysis hefði verið gætt við val tilvitnana. Höfundur er dagskrárgerðarmaður. Þeirra eigin orð                  Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is !" #$     %    500 bæklingar með nýju sniði. &     100 ferskir matseðlar sem ilma af framandi réttum. % '      40.000 öskjur utan um verðmætar afurðir fyrir markaði erlendis. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Vegna aukafjárveitingar til Nýsköpunarsjóðs námsmanna er auglýst að nýju eftir umsóknum í sjóðinn. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 12. apríl 2010 klukkan 16.00. Úthlutun mun liggja fyrir í byrjun maí. l Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni l Styrkir verða veittir til verkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja. l Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein. Hverjir geta sótt um? l Háskólanemar í grunn- og meistaranámi l Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir Umsóknareyðublað má nálgast á www.rannis.is. Þar er jafnframt að finna reglur og leiðbeiningar varðandi sjóðinn. Nánari upplýsingar veitir Guðný Hallgrímsdóttir, gudny@rannis.is, sími 515 5818. Nýsköpunarsjóður námsmanna Umsóknarfrestur er til 12. apríl Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Sumarvinna við sjálfstæðar rannsóknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.